Norðri - 23.01.1915, Qupperneq 4
4
NORÐRI
Nr. 1-2
annað þegar hann kæmi upp úr aftur.
Svo var gengið til vinnu. Ungur kósakki
varð fyrstur úr fötunum, tók kaðalinn
og kafaði með hann niður á miili jak-
anna. Að tveim mínútum liðnum skaut
honum aftur upp úr ánni, en ekki hafði
honum tekist að smeygja kaðlinum um
fallbyssuna. Hann fékk svo staupið, og
nú fór hver á fætur öðrum út í, en
engum tókst að fésta kaðalinn, en allir
fengu í staupinu. »Retta eru hraustir
strákar,« mælti Tschernjajew, »en ekki
geta þeir komið fyrir kaðlinum.* Pá
mælti gamall undirforingi: »Með leyfi,
yðar hátign, mundi eg leggja það til,
að nú séu ekki gefin fleiri staup.« Yfir-
foringinn hló, en hinn hafði rétt fyrir
sér, því sökin var sú, að kósakkarnir
töldu það ósamboðið innbyrðis félags-
skap og skyldum við náungann að leyfa
ekki sem flestum að njóta þessa guða-
drykks sem í boði var. Sá sem fyrst
kafaði eftir að yfirforinginn hafðí kunn-
gjört, að nú yrði ekki útbýtt fieiri staup-
um, kom strax kaðlinum um fallbyssúna.
Einnig er mikill félagsskapur milli
foringja og liðsmanna. A vetrum er
mikil veiði (Styrju-veiði) í Uralfljótinu,
og er hverjum kósakka markaður reitur
við fljótið, og má hann reka veiði á
þeim stað.
Dag nokkurn sat »Jessaul« (liðsfor-
ingi) á reit sínum við fljótið að veiðum
en næstur honum sat óbrotinn liðsmað-
ur (kósakki). Kósakkinn varð fyrir þeirri
hepni að stór Styrju-fiskur kom á færi
hans. Hann gat ekki einsamal! dregið
fiskinn á land, og bað því foringjann að
hjálpa sér, og tókst þeim loks báðum í
félagi að koma fiskinum á land upp.
»Þakka þér fyrir« mælti kósakkinn og
rétti foringja sínum peningaseðil (þriggja
rúbla seðil). Foringinn vildi fyrst engin
faun þiggja, en hinn mælti: »þú hefur
hjálpað mér, án þinnar aðstoðar hefði
eg ekki náð fiskinum, og »verður er
verkamaðurinn launanna. »Foringinn lét
sannfærast og tók við peningunum.
kaupir háu verði
verzlun J. V. Havsteens
Oddeyri,
Aðalíundur
„Gufubátsfélags Norðlendinga“
verður haldinn á »Hótel Akureyri« hér í bænum laugardaginn jþann 27. febrúar
n. k. og byrjar kl. 6 e. h.
Áríðandi að hluthafar mæti.
Akureyri 16. jan. 1915.
Síjórnin.
Fjármark
Marinós Sigurðssonar Lundi Oddeyri er
gagnbitað hægra, biti aftan vinstra.
Brennimark: MS+
Rátfskinn
hert og vel verkuð kaupir háu
verði eins og að undanförnu
verzlun J. V. Havsteens
Oddeyri.
Nýtt fjármark.
Guðmundur Bjarnason, Ásgerðarstöðum
tekur upp fjármarkið: Gat hægra, sýlt,
tvær fjaðrir framan vinstra.
Herbergi '
fyrir einhleypan mann óskast til leigu
á Oddeyri frá 14. maí n. k.
Upplýsingar á afgreiðslu Norðra.
Rótt Kósakkar elski frelsið og for
ingjar og liðsmenn vinni saman á vetr-
um sem félagar gegn kulda og fátækt,
þá vita þeir að æðsta boðorðið fyrir
hermennina er að h I ý ð a og v i i ð a
foringja sína, og þetta hvorutveggja gera
þeir út i yztu æsar, enda er heraginn
hjá þeim ágætur.
Fiskifélagsdeild Norðlendinga
heldur fund á »Hotel Akureyri« miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 6
síðdegis. A fundinum verður kosin stjórn Fiskifélagsdeildarinnar og
ennfremur fulltrúar.
Pýðingarmikil mál eru til umræður og er því hérmeð skorað
á alla meðlimi deildarinnar að mæta stundvíslega.
Akureyri 15. jan. 1915.
Stjórnin.
Drekkið
De forenede Bryggeriers
KRÓU LAGERÖL
fínustu skattefrjálsa öltegund
Hefir sama smekk og bezti bjór.
Fæst í öllum vörubirgum verzlunum á Islandi.
Hið íslenzka steinolíuhlutafélag
Akureyri.
Talísmi 96 Hafnarstræti 100. Símnefni: Steinolía.
Útgefandi og prentari Björn Jónsson.
220
»Hann hefir einusinni bjargað iífi mínu, en áður hafði eg sjálf verið
orsök í því, að allir samverkamenn hans fyrirlitu hann og forsmáðu. Rað
er því skylda mín að afplána dálítið þá þakklætisskuld sem eg stend í
við hann.«
»Pað sýnist vera mjög fallegt af þér. En það er ekki svo hægt að
láta hann vita hvað makalaust mikið þú hefir unnið fyrir hann!«
»En það er líka einmitt það sem eg vil, að hann fái aldrei minsta
grun um þetta. Það er mín eigin meðvitund og samvizka, sem eg er
að reyna að gera rólega .... Nú, eg bíð eftir svari þínu Evert.«
»Sætasta Olga! Eg hef ekkert svar til þín. Þegar þú segir: Petta
eru mínir skilmálar, þá er eg neyddur til og sjálfsagður, að ganga inn
á þá.«
Svo tók hann í hönd hennar og segir í blíðum róm:
»En því talarðu svona við mig? Geta þá hvorki Olga né Konstansa
skilið mig, að það á ekki að fara að mér svona, með þeim eiginlegleik-
um sem eg hefi. Því viltu ekki heldur vera róleg og blíð við mig? Get-
urðu ekki skilið það, að sá maður sem hefir liðið skipbrot á sínum heit-
ustu óskum og vonum, þarf að fá blíða og nærgætna umgengni. Pú lof-
aðir því að verða minn góði engill, bæta sorgirnar, vekja upp minn
betri mann og nú . . . .?«
Hann þagnaði og andlit hans hafði þann sorgarblæ, sem ásamt orða
unum hafði áhrif á Olgu. Hún iðraðist strax eftir að hafa verið svo á-
köf og segir:
»Fyrirgefðu það, að eg var svona hörð við þig. Eg vona að eg
þurfi aldrei að vera það framar. En mér fanst mér hefði verið gert rangt
til. Nú skulum við ekki tala meira um þetta, Evert! Pað er nóg komið.«
Evert lagði handlegginn um mittið á Olgu og þau fóru nú að tala
um alla aðra hluti eins og trúlofunarfólki er títt.
Nú tekur Evert hest hinn og ríður því næst til bróður síns að
Furuhoff.
En á leiðinni segir hann við sjálfan sig:
»Þessi tími skal verða þér dýrkeyptur, mín góða Olga.«
Er haan kom til Furuhoff, var honum vísað inn til Kurts, er sat
221
við að teikna eitthvert skrauthýsið. Bróðir hans hélt áfram, þó Evert
kæmi inn, unz Evert leiðist að standa þarna, slengir sér í »sófann« og
segir:
»Nú hér er eg. Hverjar eru þær merkilegu ríkissakir sem þú ætlar
að tala um, að þú gatst ómögulegu sagt mér þær á Kongsborði, svo eg
varð að ríða í þessu vonda færi hingað?«
»Fyrir öðrum eins slæpingi og þú ert, held eg megi standa á sama
hvernig tímanum er eitt. Það sem eg ætla að segja þér, er bezt að sem
fæstir heyri.«
Kurt lagði blýantinn frá sér, krossleggur hendurnar og segir:
»Mig minnir að þetta sé í fjórða sinn, sem við sjáumst síðan for-
eldrar okkar dóu. Alt frá æzku höfum við aldrei átt saman, og það hef-
ur ekki batnað með árunum, svo það væri bezt, éf forsjónin hagaði því
svo, að við sæumst aldrei.«
»Petta er það skynsamasta orð, sem eg nokkurntíma hef heyrt þig
segja. En fyrst þú ert nú í þeim anda að við segjum okkar hjartans
meiningu, þá skal eg byrja á að segja þér það, að það eru fá andlit,
sem hafa eins ill áhrif á mig sem þitt. En það, að okkur er eins og
illa hver til annars, stafar af öfund hjá þér, af því þú með þínu almúga-
legu tilhneigingum, varst aldrei í eftirlæti hjá foreldrum okkar, en eg var
eins og augasteinninn þeirra.«
»Það getur verið nokkuð hæft í þessu. Þú fékst uppeldi sem hins
ríka aðalsmannssonur, en við mig var ekki dekrað. — En við skulum
hætta þessu; eg kann ekki við að vera að dæma foreldra okkar. Nú, nú,
þegar þau voru dáin, stóðum við báðir með tvær hendur tómar og tit-
ilinn að vera barónar! Þá var það, að frændi okkar greifi Rómarhjarta
bauðst til að taka þig að sér, en eg vildi verða múrmeistari.«
»Já, eg man eftir þessu þó eg væri ekki nema 13 ára, eg hafði
strax vit á að skammast mín fyrir þig, því þú varst þá nýbyrjaður á
hermannaskólanum og hefðir þann veg getað fengið að bera herforingja-
búning í staðin fyrir strigaúlpn.«
»Vert þú ekki að rifja upp þinn galgopahátt í það sinn; það espir
mig ennþá meira.«