Norðri - 04.06.1915, Blaðsíða 2
46
NORÐRI
Nr. 23-24
Fyrirvarinn ykkar er ekkert samninga-
mál við okkur. Við skiftum okkur ekk-
ert af honum. Auðvitað göngum vér
ekki að neinu, því hér er ekkert samn-
ingamál á ferðinni. Yfirlýsingin ykkar
(fyrirvarinn) getur þó ekki aftrað ráð-
herra ykkar að fá stjórnarskrána stað-
festa ef það dettur í hann. Hún getur
heldur eigi aftrað því að konungurinn,
sem er annar aðili löggjafarvaldsins geri
einhverja yfirlýsingu ef honum sýnist
svo eins og alþingi, og einhver ráð-
herra vill undirrita hana með honum.
í þessu fyrirvaramáli er ekki úr vegi
bæði fyrir »Ingclf« og aðra að athuga
sem bezt hvar við stöndum, hvað fyrir-
varinn hefur að geyma þegar búið er
að taka af honum umbúðirnar og leysa
af honum hnútana, athuga að hann ér
í raun og veru ekkert annað en yfir-
lýsing þingsins um að alþingi haldi
fast fram þeirri skoðun að uppburður
mála vorra fyrir konungi sé sérmál.
Þessa yfirlýsing verður ráðherra auð-
vitað að tilkynna konungi áður en
stjórnarskráin er staðfest.
Læt eg svo staðarnumið að sinni og
vona að enginn beri mér á brýn að
nú sé ófriðlega mælt.
Kári.
Breytingin síðasta á vörutollslögim
Eftir að »Norðri« um daginn flutti
breytingu þá, sem síðasta alþingi gerði
á vörutollslögunum, og skýrði frá því,
hvernig 1. gr. laganna er nú, hafa marg-
ar fyrirspurnir komið til blaðsins um
það, hverjar séu helztu breytingarnar
frá því, sem var lögleitt 20. okt. 1913
og því sem öðlaðist gildi 1. jan. 1915.
Spurningum þessum skal nú reynt að
svara stuttlega. Þá er fyrst að segja,
að smjörsalt er frá 1. jan. 1«15 tollað,
sem annað salt í 4. lið 1. gr.. Pá hefir
annar liður breyzt talsvert til hins verra.
í lagabreytingunni frá 20. okt. 1913
sem var stjórnarfrumvarp, var svo ákveð-
ið, að undir 2 lið 1. gr. skyldi telja
allskonar skepnufóður. Eftir síðustu lög-
unum eru aöeins taldar nokkrar ieg-
undir skepnufóðurs í þennan lið, og
lenda þá hinar sortirnar í 6. lið 1. gr.
Lagabreytingin 20. okt. 1913 taldi í
2. lið segldúk, striga, fiskinet, járnkarla,
sleggjur og steðja o. s. frv. Nú eftir
1. jan. 1915 er sú breyting á komin,
að strigi og segldúkur eiga að fara í
3. lið 1. gr. en fiskinet, járnkarlar, slegg-
jur og steðjar í 6. lið.
Það er í meira lagi einkennilegt, hvern-
ig síðasta alþingi hefir fengist til þess,
að breyta vörutollslögunum, sem allur
þorri manna var strax óánægður með,
á enn verra veg, og aflaga það, sem
landsstjórnin hafði komið í gott horf.
Sem dæmi þess, hversu lögunum hefir
hrakað, má nefna, að tilbúin segl eða
réttara segl frá útlöndum eru nú sett í
2. lið 1. gr. en segldúkur, efnið t segl-
in sem saumuð eru hér á landi, er sett
í 3. lið 1. gr. en í 3ja lið er gjaldið
12 falt^meira en í 2. lið. Ekki erverið
að styðja innlendan iðnað. Retta sem
hér hefir verið talið, er aðalbreytingin
1. jan. 1915, en jafnframt skal kaup-
mönnum bent á, að kynna sér úrskurði
stjórnarráðsins útaf vafaatriðum, er geta
fyrir komið, þegar farið er að ••praktí-
serat vörutollslögin. Ressir úrskurðir
stjórnarráðsins eru prentaðir í B-deild
stjórnartíðindanna.
Vetrarkveðja
Þegar eg komst á snoðir um, að hér
átti fram að fara hylling vorgyðjunnar,
að hér átti að flytja vorinu fagnaðar-
kveðju, þá þótti mér það eigi síður vel
við eigandi að geta jafnframt þess gests-
ins, sem hjá oss hefur dvalið, eða með
oss búið undanfarið, en er nú nýlega
frá oss farinn.
Eg veit að þér munuð kannast við
kunningja vorn, hann Vetur, sem heils-
ar upp á oss á hverju ári. Eg veit að
þér munuð þekkja gamla manninn, sem
klæddur er á þjóðernisvísu, í drifhvítu
rykkilíni, alsettum glitrandi krystalsperl-
utn. Hann talar við oss hreina íslenzku,
en hirðir ekki um útlendar afturgöngur
og uppvakninga, Skottur né Lalla, það
er að skilja aðfengnar slettur og bögu-
mæli.
Stundum getur hann orðið nokkuð
bituryrtur við oss, gamli maðurinn, en
vér tökum því ekki ávalt með þökkum.
Vér skiljum hann ekki, því að vér er-
um farin að verða of erlend í anda og
allri háttu. En þetta geðjast honum mið-
ur vel og vill vanda um við oss. Hann
vill ala oss upp og aga eins og góður
og umbyggjusamur faðir. Gera oss hraust
fslands börn, sem þolum að stíga fæti
freðinn svörð, eða íslenzka grund, án
þess að blása í kaun.
Hann spornar af alefli á móti því, að
vérverðum værugjarnir kramaraumingjar,
sem þolum varla að drepa hendi í kalt
vatn, hvað þá horfa framan í hríðar-
kólgu með dálitlum gusti.
Hann veit, að vér erum og verðum
aldrei annað en íslands börn, og enn-
fremur, að fóstra vor eða föðurland
þarfnast hraustra og dugmikilla dætra
og sona, ef vel á að fara.
En þegar vér verðum upp úr því
vaxin, að þola kulda og harðneskju, þá
virðist honum, gamla manninum, með
reynsluna að baki, sem fokið muni verða
í flest skjól. Ressvegna gefur hann oss
ársleyfi við og við, líkt og tíðkast, mán-
aðarleyfi við æðri skóla þessa lands.
En tilgangur hans með þessum ársleyf-
um, er langt frá því að vera sá, að vér
eigum að leika oss og lifa hirðuleysis-
lega heldur ætlast hann til, að þau séu
undirbúningstími handa oss svo að vér
stöndumst prófið, sem hann heimtar af
oss við og við, en föllum ekki í gegn.
í fyrra kallaði hann oss til prófs og
reyndi á kunnáttu vora í fornum fræð-
um, og þar sem hann sá á fyrri ára
prófskýrstum sínum, að vér höfðum lítið
eitt þokast í áttina fram á leið, en ekki
aftur á bak, þá gaf hann oss ársleyfi í
þetta sinn og talaði blíðlega til vor oft-
ast nær. Kom þó fyrir, að honum rynni
í skap' einstöku sinnum. En hvar er líka
þann lærimeistara að finna, sem aldrei
gremst við lærisveina sína? Og hvaða
kennifaðir hefir jafnmarga nemendur,
eins og hann, blessaður karlinn. — En
misjafn er sauður í mörgu fé. Og þetta
þekti gamli maðurinn mörgum betur,
Veit hann þvf hvað við á og hvernig
hann skal haga sér, í sínu uppfræðslu
og uppeldisstarfi.
Nú vil eg að lokum þakka gamla
manninum fyrir þessa viðdvöl hans og
óska honum allra heilla; biðja hann
aftur heilan rísa úr rekkju sinni og mæla
við oss á íslenzka tungu, svo að vér
týnum henni ekki alveg niður, og lend-
um ekki inni á afvegum útlends apa-
skapar og tildursmensku.
Eg óska svo að Vetur, vinur vor,
verði oss mildur og Ijúfur, og laði oss
fremur að sér með blíðu en ógnarstríðu,
svo að vér getum staðist þyngstu fulln-
aðarpróf Jians með eins góðum vitnis-
burði, og það væri einungis létt og
lítilfjörlegt inngöngupróf, sem vér hefð-
um gengið undir, að því ioknu.
Eg veit, að þetta er vilji Vetrar.
F*essi er hans heitasta löngun og ein-
asta ást.
Vér getum engu betur launað honum
alla umhyggju hans og fyrirhöfn, en að
styðja hann og styrkja að takmarki hans.
Og það er ósk min til vor allra,
þegar vér höfum heilsað sumrinu, sem
til vor kemur með blóm við barm, þá
ættum vér allir eða öll, að setja oss
það mark, sem Vetur vill leiða oss til,
og hefir einatt verið að vinna að, und-
anfarandi aldir. Öll að vinna að því,
að einasta óskin hans og bezta óskin
vor fái sem fullkomnasta fyllingu.
Guð gefi að sú ósk megi rætast.
E.
260
glæpavegi, frá því fyrsta. Heldurðu að það mundi ekki vekja athygli"
og eftirtekt?*
»Jú, það sama sem öll önnur hneyxli: að gera skrílnum til gamans.
En við skulum ekki vera eyða orðum að þessu, því það er þér ekki
mögulegt að þvinga mig til að láta Konstönsu koma. Gerð þú alt hvað
þú getur ilt honum ívari, það verður þó einmitt þú sjálfur, sem fær
verstu útreiðurnar af því.«
»Og hvernig þá það, ef eg má spyrja?*
»Nóttina sem stolið var úr grafarkapellu baróns R., var eg í kirkju-
garðinum,* sagði hún og stendur upp. »Ef þetta fer í mál, neyðir skyld-
an mig til að bera vitnisburð um það, sem eg þá heyrði og sá.«
Hún leit á Evert með talandi augum, um leið og hún gekk út og
og inn í svefnherbergi sitt, sem hún tvílæsti á eftir sér. En Evert sat
eftir, náfölur og orðlaus. Loksins fer hann, steitir hnefann á eftir henni
og segir:
»DjöfulIinn þinnl*
XIV.
Næstu 2 daga á eftir þetta, sáust þau ekki hjónin. Olga var altaf
inni í svefnherbergi sínu og Evert langaði ekkert til að sjá hana.
Priðja daginn fékk Olga bréf frá Stefaníu um það, að hún bað hana
að láta Evert afreka ýms erindi fyrir manninn sinn.
Olga hugsaði sig lengi um, hvort hún ætti að gera þetta. En loks-
ins fór hún þó af stað út úr herbergi sínu, til að leita að Evert í hin-
um öðrum herbergjum, sem hann var vanur að veræ í.
Þegar hún kom að dyrum á gestastofunni, heyrði hún mannatal
þar inni. Hún hlustaði dálítið og þekti strax, að það var málrómur
Knúð R. baróns, sem var á ráðstefnu með manni he'nnar. Hún heyrði
glöggt Knúð R. segja:
»Það er þá svona: þú lýsir eftir þeim stolnu uppdráttum og það
265
hvert okkar beigir sig fyrir öðru. En vonaðu einkis góðs af mér, því eg
hef enga meðaumkun með systir yðar.
Evert Axelhjelm.«
Þegar Evert hafði sett innsigli sitt á bréf þetta, kemur þjónninp inn
og segir:
• Verkfræðingur Ivarson óskar að fá að tala við baróninn.«
Evert stóð kyr. Hann hélt hann hefði ekki heyrt rétt og segir:
»Hver vill tala við mig?«
Þjónninn tók upp aftur það sem hann hafði sagt.
»Er hann vitlaus,« sagði Evert. »Segðu honum að eg taki ekki á
móti honum.«
Þjónninn fór en kom á augabragði aftur með bréfspjald, er aðeins
fáein orð voru skrifuð á, en þau voru ensk. Evert las þau og segir:
»Látið verkfræðinginn koma inn.«
En orðin, sem stóðu á bréfspjaldinu, voru þessi:
»Þér skuluð tala við mig, annars læt eg sækja lögregluna, til þess
að fá mína stolnu uppdrætti aftur.«
Rétt á eftir gekk Ivarson inn um dyrnar og læsti þeim á eftir. Fyrst
stóðu þessir tveir menn kyrrir og störðu hver á annann, eins og til að
mæla, hjá hverjum þeirra væri dýpra hatrið, sem þeir höfðu borið hver
til annars frá barnæsku.
»Það er ótrúleg dirfska,« byrjar Evert og gengur rétt að hinum,
»að koma inn til manns þeirrar konu, sem hann hefir tælt. Eg gerði
réttast í að láta þjóninn reka yður þveröfugann ofan stigann.*
»Og já, það væri sjálfsagt full ástæða til þess, ef eg væri sá sem
þér segið. En það vitið þér sjálfur, eins vel og eg, að er hrein og bein
lýgi. Kona yðár er hrein eins og engill. En hræðslan sem greip hana,
þegar hún vissi um yðar illmannlegu árás á mig, kom henni tii þess að
fara til mín og aðvara mig. Það er ekki til neins fyrir yður að látast
vera sá, er konan hafi svikið, því það situr illa á yður.«
»Ef þér haldið áfram að tala í þessum tón, læt eg flegja yður út.«
»Viljið þér minnast þess, sem eg skrifaði á bréfspjaldið og vera svo
góður að hlusta á mig rólegur. — Síðan eg kom til Svíaríkis aftur, hafið