Norðurland


Norðurland - 08.10.1901, Blaðsíða 2

Norðurland - 08.10.1901, Blaðsíða 2
6 ríkisráðinu og segi hverju þeir séu fylgjandi, þá fara úrslit málanna alls eigi eftir atkvæðagreiðslu. Ráð- gjafi íslands kemur fram í rikis- ráðinu sem sjáifstæður aðili, og þegar konungur hefir undirskrifað með honum, þá hefir það gildi, jafn- vel þótt allir hinir ráðgjafarnir væru á móti. Auðvitað kemur ekki til þessa, en eg nefni þetta til þess að sýna, að rétti íslands er ekki mikil hætta búin, þó að lög þess séu rædd í ríkisráðinu. Eg hefi gert hér ýmsar athuga- semdir um það, hvernig málið hefir horft við frá mínu sjónarmiði, en í næstu grein mun eg fara nokk- urum orðum um málið, eins og það nú horfir við og athuga stjórnar- skrárfrumvarp það, sem samþykt var á síðasta alþingi. r Sjúkdómar og: sjúkrahús. Eftir Ouðm. Hannesson, héraðslækni. Litla kólera hefur gjört talsvert vart við sig hér í bænum og ná- grenninu tvo undanfarna mánuði. Veiki þessi hefir að líkindum bor- ist hingað úr vestursýslunum, því þar hefir borið á henni fyrir all- löngu. Hún er nœm, gjörir vart við sig með uppsölu, áköfum niður- gangi, sem er blóðblandinn á þeim, sem veikin legst þungt á. Þeir hafa og fengið sterka hitasótt í nokkra daga. Fullorðnir hafa lagst al- varlega í kvilla þessum, en að minsta kosti hefir eitt barn dáið úr henni. Sökum þess að veiki þessi er engan veginn léttvægur kvilli á fullorðnum, en afar hættulegur á börnum, þá er sjálfsagt að gæta allrar varúðar í samgöngum við þau heimili, sem veikin kemur á og neyta þar að minsta kosti einskis. Sé veikin komin á heimili, ættí að einangra sjúklinginn eftir föngum og fara svo varlega með saurinn, sem frekast má, en hafa auk þess tafarlaust tal af lækni, einkum ef um sjúk börn er að ræða. Væri þessum einföldu ráðum fylgt, má eflaust bæla veikina nið- ur fyrirhafnarlítið. Skarlatssótt hefir enn sem kom- ið er ekki gjört vart við sig hér í héraðinu, þó hún hafi borist í Húnavatns, Skagafjarðar og Þing- eyjarsýslur. Þetta er ekki minni forsjá að þakka heldur hinni for- sjóninni. Eg vona að héraðsbúar mínir láti mig vita óðar en grun- ur er um að veiki þessi sé á ferð- um. Hún er auðþekt á hinu rauða útþoti um hörundið, hálsbólgu þeirri og hitasótt, sem henni eru venju- lega samfara. f Húnavatnssýslu'bældi Júlfus læknir veikina niður með miklum dugnaði, svo hún komst að eins á eitt heimili og gekk í sótt- heldum strigafötum svo hann sak- aði hvergi. í Skagafirðinum sýktust 2—3 menn á Sauðárkrók og voru þeir óðara einangraðir. Þó höfðu þeir einhver mök við fólk á Reyni- stað, svo veikin fluttist á þann bæ og sýktust fleiri heimamenn. Þar mun Sigurður læknir hafa kveðið veikina niður. Eins og öllum er kunnugt, er bú mikið á Reynistað Og smjörgerð, svo smjör safnaðist þar saman í vættatali meðan á veik- indunum stóð og var það héraðsbú- um ráðgáta, hversu læknirinn færi að sótthreinsa smjörið, og bjugg- ust við að það yrði brent upp á landsins kostnað, þó ekki væri það búmannlegt, en hinsvegar óálitlegt að hafa það til manneldis. En með því að Sigurður læknir er ráðsnjall maður, mun hann hafa ráðið þessa smjörgátu á viturlegan veg. Á Húsavík sýktust 2 börn, sitt í hvoru húsi og voru þau bæði ein- angruð, annað heima, hitt í skóla- húsinu. Nokkru áður en sóttnæmis- hættan var afstaðin á síðara barn- inu, skipaði landlæknirinn svo fyrir í umburðarbréfi, að hætta skyldi einangruninni, en þá bauðst móðir barnsins til þess að kosta sóttvörn- ina sjálf, til þess er öll hœtta vœri áti. Veikin mun því hafa verið al- gjörlega bæld niður þar. Hefðu all- ir sama hugsunarhátt og þessi kona á Húsavík, þá myndu ekki margar sóttir leika lausum hala á ári hverju. Dæmi hennar er til eftirbreytni. Á sjúkrahúsinu hér hafa þetta ár legið 115 sjúklingar. Oftast hafa legið f senn io—15 í einu. Nú er sjúklingum að fækka; þó eru þar enn 10 sjúklingar. X Kynleg sóttvörn. Það er í meira lagi undarleg saga, sem héraðslæknir Guðm. Hannesson segir hér í blaðinu. Skarlatssótt Var komin í eina sveitina hér norðan- lands og allir hlutaðeigendur voru að leita við að verja aðra fyrir henni. Þá kemur sú skipun frá lanálœkni að hætta einangrun, og málinu er bjargað, almenningur varinn gegn sýkinni fyrir þá sök eina, að móð- ir sjúka barnsins býðst til að kosta sóttvörnina sjálf. Lög landsins kveða afdráttar- laust á um það, hvað til bragðs skuli taka, ef skarlatssótt kemur, til þess að verja menn gegn hætt- unni. Meðal annars segja þau, að þá skuli einangra sjúklingana. Land- læknir, maðurinn, sem framar öllum öðrum mönnum á landinu, hefir það skylduverk með höndum að gæta þess að heilbrigðislöggjöf landsins sé hlýtt, lætur svo það boð út ganga í umburðarbréfi að sjúklingar skuli ekki einangraðir. Eitt barn liggur sjúkt af skarlats- sótt. Ef þetta eina barn er einangr- að, er sýkingarhættan um garð gengin að sinni. Ef það er ekki einangrað, er sveitin, sýslan, hver veit hve mikið af landinu í voða. Svo kemur sú skipun frá yfirmanni X Leiðarþing var haldið á Sauðárkróki miðviku- daginn 11. sept. síðastl. Alþingis- menn sýslunnar, Ólafur umboðs- maður Briem á Álfgeirsvöllum og Stefán kennari Stefánsson á Möðru- völlum höfðu boðað til þess í því skyni einkum að skýra kjósendum frá störfum síðasta alþingis. Fund- arstjóri var kosinn Eggert Briem sýslumaður og skrifari síra Sigfús Jónsson á Mælifelli. Þingmennirnir gerðu grein fyrir því, er þingið hefði gert í stjórn- arskrármálinu, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, bankamálinu, sam- göngumálum, mentamálum, skatta- málum og nokkurum fleiri málum. í stjórnarskrármálinu voru tvær tillögur samþyktar mað samhljóða atkvæðum. Önnur var sú, »að fundurinn vottaði þingmönnunum þakkir fyrir framkomu þeirra ( stjórnarskrár- málinu.« Hin var svo látandi: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir úrslitum þeim, sam stjórnar- læknastéttarinnar hér á landi að hætta einangruninni. Gerum ráð fyrir að þessari kyn- legu sóttvarnarráðstöfun hefði verið hlýtt. Enginn veit, hve mikið eigna- tjón, heilsutjón, manntjón hefði af henni hlotist. En er ekki ástandið orðið nokk- uð rangsnúið, þegar mæður sjúkra barna verða að fara að hafa vit fyr- ir landlækni til þess að firra þjóð- ina þungum sóttum f r skrármálið fekk á alþingi f sumar, og telur breytingar þær, sem fram á er farið í stjórnarskrárfrumvarpi því, er samþykt var af þinginu, til stórmikilla bóta. < í bankamálinu var þessi tillaga samþykt: »Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir aðgjörðum stjórnarinnar íbanka- málinu bæði utan þings og innan.« Að lyktum komu fram nokkurar fyrirspurnir til þingmannanna, með- al annars sú, hvorum flokkinum þeir hefðu tilheyrt, sem mest höfðu unnið móti framgangi bankamáls- ins, því að sjálfsagt væri að minn- ast þess við næstu kosningar. Þing- mennirnir skýrðu þá frá því, að þeir hefðu flestir verið í andstæð- ingaflokki þeirra. Þó væru fáeinir menn í þeim flokki, sem væru ein- lægir stuðningsmenn bankans, t. d. Klemenz sýslumaður Jónsson, en hans hefði ekki gætt í sumar vegna þess, að hann var forseti neðri deildar, r Til „Norðurlands“. [Eftirfylgjandi erindi hafa »Norðurlandi« borist; nafnlaus reyndar, en með því að enginn vafi getur á því leikið, hvaðan þau eru, tekur »NorðurIand« þeim með þökkum.] Þið „Norðurlands" hefjendur, þökk, ástarþökk, — ei þröskuldar tefja hins snarráða stökk. — Ef „hjartað í landinu" hættir að slá, er hætt við það andlega falli í dá. Nú leggjum við eyrun við „sjáandans" sál, það sannast, hér heyrum við viturra mál; þau eru mörg falleg vor norðlenzku nöfn, svo „Norðurland" allvel mun leyst verða' úr höfn. En þurfum við gráta þá Guðbrand og Jón? — í gröf má það látast, sem mannúð var tjón. — Þó Norðurland átt hafi mætustu menn, við mist höfum fátt, — ef hér lifa þeir enn. Svo velkomið, „Norðurland", komdu’ í vor kot! Já, komdu með orð þau, sem færa’ okkur not! Og streymdu frá hjarta vors stórúðga lands, og stefndu’ að því bjartasta’ í eðli hvers manns! Vio ’Ol. - Ó-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.