Norðurland - 21.06.1902, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
39. blað.
^kureyri, 21. júní 1902.
L. ár.
/Uþingiskosningar.
Norður-Múlasýsla.
Ólafur Davíðsson kosinn með
148 atkv. og
Jón hreppst. Jónsson með
140 atkv.
Tvívegis var kosið. Við fyrri
kosninguna náði Ólafur Davíðs-
son meiri hluta atkvæða. En kos-
ið var um milli Jóns Jónssonar,
sem fengið hafði 125 atkv. og
Jóhannesar sýslumanns Jóhannes-
sonar, sem hafði fengið 121 atkv.
Við síðari kosninguna hlaut sýslu-
maður 134 atkv. Við fyrri kosn-
inguna fekk síra Einar Pórðarson
95 atkv. og Einar prófastur Jóns-
son 63, en tóku framboð sitt aft-
ur að henni lokinni.
Norður-t»ingeyjarsýsla.
Árni Jónsson prófastur kos-
inn með 56 atkv.
Friðrik Guðmundsson kaup-
maður á Þórshöfn fekk 9.
Suður-Múlasýsla.
Guttormur Vigfússon kosinn
með 157 atkv. og
Ari Brynjólfsson með 153
atkv.
Axel sýslumaður Tulinius fekk
63 atkv. og síra Jón Guðmunds-
son 49.
Kjósar 02 Qullbringusýsla.
Björn Kristjánsson kosinn með
215 atkv. og
Þórður Thoroddsen með 175
atkv.
Jón Pórarinsson skólastjóri fekk
121 og Halldór Jónsson banka-
gjaldkeri 67.
Vestur-Skaftafellssýsla.
GuðlaugurGuðmundsson sýslu-
maður kosinn.
Um atkvææðafjölda þar hefir
enn ekki frézt.
Austur-Skaftafellssýsla.
Þorgrímur Þórðarson héraðs-
læknir kosinn með 52 atkv.
Jón brófastur Jónsson í Skafta-
felli fekk 35 atkv.
Mýrasýsla.
Magnús Andrésson prófastur
kosinn með 67 atkv.
Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu
fekk 46.
Daiasýsla.
Björn Bjarnarson sýslumaður
kosinn með 82 atkv.
Jens Pálsson prófastur fekk 77.
ísafjarðarsýslur.
Skúli Thoroddsen kosinn með
235 atkv. og
Síra Sigurður Stefánsson með
230 atkv.
Hannes Hafstein sýslumaður
fekk 137 og Matth. Ólafsson 118.
Glímusöngur.
(Fluttur fyrir minni glímunnar 19. maí
1902.)
i
Lifa enn hjá lýði
listir horfnra tíða,
hreysti' og hugumprýði
hetjulandsins fríða.
Hetjan forn í foldarskauti sefur,
frægðardæmið Saga verndað hefur.
Enn þá geymast íþróttanna merki:
íslenzk glíma lifir hér í verki.
Oft var orku’ og brögðum
ójafn leikur háður,
þegar fangbrögð flögðum
fyrðar buðu áður.
Orkuramir, glímumjúkjir garpar
gerðu skessum kviður viðnáms-snarpar.
Vakurlega þeim svo loftmjöðm léku,
lipurt sér í krókum undan véku.
Glatt á Glæsivöllum
garpar snjallir drukku,
en hjá ærðum tröllum
engir við þeim hrukku,
þegar birtist Geirröðar- í -görðum
Goðmundur með piltum sviftihörðum.
Sonur Noregs glímubrögðum beitti.
Bæjarmagns á listum tröllþjóð steytti.
Glatt var þjóð á þingi,
þrek og fjör á kreiki,
þegar þróttarslingir
þreyttu fornmenn leiki.
Enn er glíman íslenzkt þjóðargaman,
enn þá snarpt og fjörugt »gripið saman«,
stæltir vöðvar, fjör og táp í taugum,
trú og dygð í sigurfránum augum.
Lifi list og snilli
löngu horfnra tíða!
Glíman haldi hylli
hugumstórra lýða.
Kappi’ og forsjá krappan leik vér heyjum,
knáum tökum, mjúkum liðasveigjum.
Komi jafnan krókur móti bragði,
karskur sveinn þá ber af hverju fiagði.
Æfin öll er glíma
ósamþýddra krafta;
milli misjafns tíma,
milli frelsi’ og hafta.
Segjum, hvar sem höft og hættur vaka:
Hver vill fást við mig, og á mér taka?
Fylgjum dæmi Ása-Þórs, sem Elli
endur fyrir löngu beygði að velli.
Sigurður Jónsson.
X
Kafli úr ræðu .
Páls amtmanns Briems
ákjörfundiíHúnavatnssýslu 7. júní 1902.
II.
(Síðari kafli.)
Eins og eg hefi tekið fram í bréfi
til yðar Húnvetninga, þá álít eg, að
hér eftir eigi sá flokkurinn að ráða,
sem er í meiri hluta, en þessa meiri
hluta eigi menn að afla sér á drengi-
legan hátt. Bardagaaðferð flokkanna
þarf að vera drengileg. Annars er
þjóðinni háski búinn, og vil eg nú
benda á ástæðurnar.
Þér þekkið allir Sturlungaöldina
hér á landi. Þá voru takmörkin
fyrir því, sem menn Ieyfa sér,
hverjir gagnvart öðrum, nálega
horfin. Menn sviku hverjir aðra í
trygðum, svikust hverjir að öðrum,
lögðu eld að húsum, brendu menn
inni, misþyrmdu mönnum, rændu
og gerðu hverjir öðrum það tjón,
sem unt var. Þá var hér innlend
stjórn, búsett í landinu sjálfu, en
búsetan var þar ekki einhlít. Flokka-
drátturinn kom þjóðinni sjálfri í
koll, og afleiðingin var sú, að land-
ið misti frelsi sitt.
Eg vonast til þess, að allir menn,
sem hér eru samankomnir, séu mér
samdóma um það, að bardagaað-
ferðin á Sturlungaöldinni hafi verið
háskaleg fyrir þjóð vora.
En í raun réttri gildir hið sama
um alla baráttu og allan ófrið,
hvort sem hann er milli landa eða
innanlands. Þess vegna er svo, að
það er ein af kröfum siðmenning-
arinnar að gera stríðin, sem háð
eru, mannúðlegri. Þér munuð hafa
heyrt getið um alþjóðarétt. Eftir
því sem siðmenningin eykst, eftir
því verður hann yfirgripsmeiri. En
þessi alþjóðaréttur miðar til þess,
að gera öll viðskifti þjóðanna sið-
vænlegri og friðvænlegri. Hann mið-
ar til þess, að koma tortrygninni
milli þjóðanna fyrir kattarnef og
vekja traust og bróðurhuga milli
þeirra. Og sömu frumreglur gilda
um baráttu stjórnmálaflokka innan-
lands. Ef þeir svífast einskis, þá
er þjóðinni sjálfri háski búinn. Ef
menn ljúga hverjir upp á aðra og
rægja hverjir aðra, þá kemur hatrið.
Menn vilja ekki vinna saman, menn
setja sig ekki úr færi um að svifta
hverjir aðra atvinnu og gera hverjir
öðrum það ilt, er framast má verða.
Mér er nú ómögulegt að sjá annað,
en að bardagaaðferðin nú í vetur
og vor bendi á taumlausan flokka-
drátt, sem geti orðið háskalegur
fyrir þjóðina. Og þess vegna finst
mér um fram alt nauðsynlegt, að
þjóðin sjálf taki í taumana og setji
flokkadrættinum ákveðin takmörk.
Eg skal nú setja fram skoðanir
mínar í fáum orðum.
Eins og yður er kunnugt, eru
ákaflega margar af greinum þeim,
sem ritaðar eru um deilumál flokk-
anna, alveg nafnlausar. Það vill
enginn bera siðferðislega ábyrgðina
af greinum þessum. Enda er svo
oft, að greinarhöfundarnir eru að
svala sér persónulega á öðrum eða
létta af sér einhverjum andlegum
óhroða, sem þeir skammast sín fyr-
ir og vilja þvf heldur vera í myrkr-
inu. Flokkarnir geta auðsjáanlega
ekki haft ábyrgð á þessum greinum.
En af því að greinarhöfundarnir
berjast undir merkjum flokksins, þá
verður flokkurinn að sýna afstöðu
sína til þeirra. Flokkurinn verður
að sýna það, hvort þeir telji þessa
menn sem reglulega liðsmenn eða
sem ræningja og mannorðsþjófa.
Þetta er fyrsta krafan í öllum
ófriði. Þér munið allir hafa heyrt
getið um voldugasta ríkið í fornöld,
Rómaveldi. Rómverjar voru hernað-
ar þjóð. En hvað er það, sem ber
mest á í hernaði þeirra? Það var
aginn. *Þér hafið ef til vill heyrt
frásöguna um Manlius Torkvatus,
herforingja Rómverja, sem var uppi
3—400 árum fyrir Krists burð. Hann
setti þau hernaðarlög, að enginn
mætti berjast við fjandmennina
nema í fylkingu og undir merkj-
um. Sonur hans braut lögin. Hann
stóðst eigi frýjuorð eins manns í
óvinahernum og feldi hann í einvfgi.
Faðir hans lét taka hann af lífi.
Þetta var hart. En aginn var feng-
inn og grundvöllurinn var lagður að
veldi Rómverja.
Það getur einnig verið, að mönn-
um þyki hart, að blaka hendi við
þessum nafnlausu greinarhöfundum.
En þetta er nauðsynlegt. Flokkarnir
verða að sýna afstöðu sína til þeirra.
Þeir verða að neita sér um að hafa
þessa pólitísku stigamenn í liði sínu.
Þeir verða að neita sér um þetta
vegna þjóðarinnar og ættjarðarinnar.