Norðurland - 09.08.1902, Side 1
JTORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
46. blað. j Akureyri, 9. ágúsf 1902. J l. ár.
Alþingi.
Þingsetning og embættismenn.
Aukaþingið var sett 26. f. m.,
eins og til stóð. Síra Eggert á
Breiðabólstað prédikaði.
I sameinuðu þingi var kosinn
forseti síra Eiríkur Briem með 32
atkv. og varaforseti Július Havsteen
með 32 atkv.
Þessir þjóðkjörnir þingmenn voru
kosnir upp í efri deild:
Eggert Pálsson,
Guðjón Guðlaugsson’,
Guttormur Vigfússon,
Jósafat Jónatansson,
Sigurður Jensson,
Skúli Thoroddsen.
Kosning allra þessara þingmanna
til efri deildar var nær því í einu
hljóði, nema Sk. Th., sem var kos-
inn þangað með 18 atkv.
í neðri deild varð forseti Klemens
Jónsson með 22 atkv. og varafor-
seti síra Þórhallur Bjarnarson með
22 atkv.
Forseti efri deildar varð Arni
Thorsteinsson, kosinn í einu hljóði,
og varaforseti Guðjón Guðlaugsson
með 6 atkv.
Skrifarar í sameinuðu þingi: Lárus
H. Bjarnason og Hannes Þorsteins-
son; í efri deild: Eggert Pálsson
og Sigurður Jensson; í neðri deild:
Arni Jónsson og Jón Magnússon.
Þriggja klukkustunda rimma varð
út af ásökunum á hendur Skúla
Thoroddsen fyrir það, að hann hefði
ólöglega notað peninga við kosning-
arnar í vor. Engin kæra hafði þó
þinginu borist, enda kosning hans
samþykt að lokum.
Frumvörp.
Auk stjórnarbótarfrumvarpsins
leggur stjórnin 7 frumvörp fyrir
aukaþingið:
1. Um sóttvarnir. ísafold segir,
að það muni vera frumvarp það um
sóttvarnir, »sem samið var hér og
og sent stjórninni í Khöfn veturinn
fyrir þingið 1901, en hún komst
með engu móti til að afgreiða til
þingsins þá. Allmikill lagabálkur*.
2. Um síidarnætur. Það er um-
bót á sams konar frv. frá síðasta
þingi, er synjað var staðféstingar
vegna þess galla, að þar umrædd
skyldukvöð var einnig látin ná til
danskra þegna.
3. Um bann gegn botnvörpuveið-
um, viðauki við lögin 6. aprfl 1898.
Botnvörpulögunum frá síðasta þingi
hafði verið synjað staðfestingar. Ráð-
gjafanum þótti óráðlegt að láta laga-
ábyrgðina ná til allra skipverja, tel-
ur hana 'eingöngu eiga að ná til
skipstjóra, og ekki hægt að gera
mun á íslenzkum hásetum og annarra
þjóða mönnum, sem ráðist hafa á
botnvörpuskip. Hann telur það vafa-
samt, að réttmætt sé, sem lög síðasta
þings mæla fyrir, að hegna íslend-
ingum, er leggja það í vana sinn
að dvelja á útlendum botnvörpuskip-
um við veiðar þeirra, án tillits til
þess, hvort þau eru að veiðum í
landhelgi, eða þau eru að algerlega
löglegum veiðum utan landhelgi. Og
honum þykja þau lagafyrirmæli var-
hugaverð, að dæma megi skipstjóra
f fangelsi fyrir landhelgisbrot, hvern-
ig sem á stendur, jafnvel þegar
brotið stafar af rangri staðmæling
eða annari óaðgæzlu af hendi skip-
stjóra, og það minst 14 daga fang-
elsi, og auk þess mundu geta orðið
vafningar á framkvæmd hegningar-
innar, er fangelsi séu óvíða til. Þar
á móti kveðst ráðgjafinn geta felt
sig við að hegna skipstjóra með
fangelsisvist, þegar svo stendur á,
að á.stæða virðist til að beita þyngri
hegningu, svo sem er hann aftur
og aftur og mjög ófyrirsynju brýtur
gegn fiskiveiðalöggjöfinni. Þetta
stjórnarfrumvarp kemur þá í staðinn
fyrir frv. síðasta þings.
4. Um viðauka við Landsbanka-
veðdeildarlögin. Tryggingarfé veð-
deildarinnar má auka um alt að
200,000 kr. eftir því sem ráðgjafi
íslands ákveður nánar og eftir því,
serrt lánsþörfin þykir útheimta, og
skal L.andsbankinn leggja féð til.
Og fyrir endurskoðun á reikningum
veðdeildarinnar og til skrifstofuhalds
má verja alt að 4,500 kr. á ári.
5. Um breyting á lögum 13. sept.
1901 um tilhögun á löggæzlu við
fiskiveiðar í Norðursjónum.
6. Um breyting á hlutabankalög-
unum frá 7. júní 1902 (leiðrétt
prentvilla).
7. Frv. til fjáraukalaga 1902 —
1903. Fjárveitingin, sem ráðgerð er,
nemur rúmum 45 þús. kr., og það
mestalt, liðugar 43 þús., til að
fullgera Lagarfljótsbrúna eftir slysið
í fyrra.
Þessi mál höfðu verið flutt af
þingmönnum 30. f. m.
Frumvarp um heimullegar kosn-
ingar til alþingis (B. Kr. og Þórður
J. Thoroddsen).
Frv. um brúargerð á Jökulsá í
Axarfirði (Árni J. og Pétur J.). Brúin
á að kosta 50 þús. kr. úr lands-
sjóði, en Austuramtið og N.-Þing-
eyjarsýsla að annast gæzlu og við-
hald.
Frv. um breyt. á lögum 12. júlí
1878 um gjafsóknir (Sk. Th.).
Frv. um kjörgengi kvenna (sami).
Frv. um vinnuhjú og daglauna-
menn (G. Vigfúss.).
Frv. um stofnun brunabótafélags
(Ól. Briem og St. Stefánss. kennari).
Frv. um löggilding verzlunarstað-
ar við Flatey á Skjálfanda (P. J.
og Á. J.).
Frv. um löggilding verzlunarstað-
ar við Óshöfn við Héraðsflóa (Ól.
Dav. og J. Jónsson).
Frv. um að selja salt eftir vigt
(B. Kr. og Þ. J. Thor.).
Frv. um sölu á laxveiði ( Laxá
í Kjós fyrir Valdastöðum, — fyrir
4000 kr. (B. Kr. og Þ. J. Th.).
Þingsályktunartillaga um 5 manna
nefnd í neðri deild til að athuga
málið um þráðlaus rafmagnsskeyti
milli íslands og útlanda og gera
tillögu um það (Guðl. Guðm. og 4
aðrir).
Þgsál.till. um 5 manna nefnd í
neðri d. til að taka fjárkláðamálið
til íhugunar og koma fram með til-
lögur um ráðstafanir til algerðrar
útrýmingar fjárkláðanum (Árni J. og
þingmenn Skagf.).
Þgsál.till. um 5 manna nefnd í
neðri d. til að íhuga landbúnaðar-
löggjöfina.
Þingnefndir.
í stjórnarskrárnefndina voru kosn-
ir:
Guðlaugur Guðmundsson, Lárus
Bjarnason, Sigurður Stefánsson,
Hannes Þorsteinsson, Pétur Jóns-
son, Jón Jónsson, Ólafur Briem.
í fjáraukalaganefndina kosnir:
Stefán Stefánsson kennari, Magn-
ús Andrésson, Tryggvi Gunnarsson,
Flermann Jónasson, Ólafur Davíðs-
son, Árni Jónsson, Björn Krist-
jánsson.
Botnvörpumál:
J. Havst., Kristján Jónsson, Skúli
Thoroddsen.
L.öggæzla við fiskiveiðar í Norður-
sjónum:
Jósafat, Guðjón, Júl. H.
Aukning veðdeildar:
Eir. Br., Egg. Pálsson, Sig. Jens-
son.
Ritvillan í hlutabankalögunum :
Björn Kristjánsson, Þórhallur,
Tryggvi, L,árus H. B., Þ. Thor-
oddsen.
Sóttvarnir:
Ari Brynjólfsson, Stefán frá Fagra-
skógi, B. B. Dalam., Sighv., JónMagn-
ússon, Þorgrímur Þórðarson, Þórð-
ur Thoroddsen.
X
Kosningarannsókn
í ísafjarðarsýslum.
Nýtt Skúlamál.
Málarekstur hefir orðið út af kosn-
ingunum í ísafjarðarsýslu.
LCosningarimman var víða hörð
síðastliðið vor, en fráleitt harðari
nokkurstaðar en ( ísafjarðarsýslum.
Þeir Skúli Thoroddsen og yfirvald
kjördæmisins, Hannes Hafstein,
keptu þar um fylgi héraðsbúa. Sk.
Th. vita allir að er fylginn sér, enda
hefir þurft á því að halda um dag-
ana. Hannes Hafstein sýndi það í
kosningarbaráttunni, að hann vildi
ekki láta sinn hlut að óreyndu. Kapp
hans við kosningarundirbúninginn er
nafnkent um land alt.
H. H. bar lægra hlut, svo sem
kunnugt er, með nær því 100 at-
kvæða mun. Og nú hefir hann verið
í embættisnafni að rannsaka kosn-
ingu andstæðingsins — sem vafa-
laust mundi þykja sögulegt í öðrum
löndum!
Skjöl, er skýra málið, að því er
virðist til fulls, liggja tyrir frá báðum
málspörtum, svo að naumast getur
neitt farið milli mála.
Sk. Tht skýrir frá þv( í »ísafold«,
hvernig málinu sé háttað. Tildrög
rannsóknarinnar höfðu verið þau,
eftir því sem honum hefir verið sagt,
að dag þann, er sýslumaður H. H.
hélt manntalsþing að Sléttu í Sléttu-
hreppi, höfðu »einn eða fleiri af
hinum æstari fylgismönnum sýslu-
mannsins fylt bóndann Þorberg Jóns-
son í Miðvík og fengið hann síðan
til þess í ölæði að rita undir kæru,
er þeir höfðu samið, og var kæran