Norðurland - 09.08.1902, Blaðsíða 2
Nl.
síðan send á hæla sýslumannsins . . .
til Grunnavíkur, þar sem er næsti
þingstaðurinn, og brá sýslumaður
þegar við til að hefja rannsóknir
þessar«.
»Eg hélt nú að vísu sízt af öllu,<
segir Sk. Th. enn fremur, að sýslu-
maður H. Hafstein teldi sig rétta
manninn til að sitja í dómarasæti í
ísafjarðarsýslu við slíka rannsókn, og
skal eg nú greina hér orsakirnar
til þeirrar skoðunar minnar.
Aður en sýslumaður H. Hafstein
kom til ísafjarðarsýslu, og hóf þar
kosningaundirróður sinn, þektist það
þar eigi, að neinum kjósanda væri
greiddur farareyrir, eða veitt ókeypis
far til kjörfundar; en er sýslumaður
bauð sig fram við þingkosningarnar
1900, tók hann upp á því, samfara
öðrum kosningaundirróðri, að kjós-
endur hans úr Grunnavíkur- og Sléttu-
hreppum fengu ókeypis flutning til
og frá kjörfundi, auk þess er sýslu-
maður hýsti þá síðan í heyhlöðu
sinni.«
»A undan þingkosningunni í vor
gerði nú einn af fremstu bændum
og fylgismönnum okkar síra Sigurð-
ar Stefánssonar í Sléttuhreppi, Árni
bóndi Sigurðsson í Skáladal, mér
viðvart um það, að þar sem hverj-
um manni, er vildi kjósa þá Haf-
stein og Mattías, væri, af hálfu
sýslumanns og hans liða, boðinn
ókeypis flutningur til og frá kjör-
fundi, þá hefðu ýmsir, er ætluðu
að kjósa okkur síra Sigurð, farið
fram á það, að verða hins samá
aðnjótandi, og skrifaði eg þá Árna
bónda bréf, og sendi honum 70 kr.,
til þess að greiða fargjöld þeirra
kjósenda, er hefðu ákvarðað sig til
þess, að kjósa okkur síra Sigurð;
en lagði jafnframt ríkt á við hann
í bréfinu, að féð mætti alls ekki
nota til annars en fargjaldagreiðslu,
eða þá til sendiferða, er hann teldi
nauðsynlegar, til þess að annast
um kosningaundirbúninginn, og benti
honum jafnframt á það, að ekki
mætti verja neinu til að vinna
menn til fylgis við okkur síra Sig-
urð, eða til atkvæðakaupa, og benti
eg honum á ákvæði hegningarlag-
anna, er þar að lúta. Loks mæltist
eg og til þess, að hann legði út
fyrir mig til bráðabirgða, ef fé þetta
hrykki ekki, þar sem mér var þá
ókunnugt um, hve margir fylgis-
menn okkar síra Sigurðar væru í
Sléttuhreppi — sem hefir nær 50
kjósendur —, og auðvitað því ó-
kunnugra, hve margir vildu nota
sér þá fargjaldsgreiðslu, er þannig
stóð til boða«.
Þetta er þá það, sem Sk. Th. seg-
ist hafa gert — að leggja fram pen-
inga þess að koma mönnum á kjör-
stað og til sendiferða við kosninga-
undirbúninginn.
í »Vestra« er málið skýrt frá
182
hinni hliðinni. Greinin þar er auð-
sælega annaðhvort skrifuð af Hann-
esi Hafstein sjálfum eða þá með
hans ráði, því að ekki er að eins
sagt þar frá réttarrannsóknum sýslu-
manns, hel.dur ög frá fyrirætlunum
hans. Og þessi »Vestra«-grein stað-
festir gersamlega það, sem Sk. Thor-
oddsen segir. Þar stendur, að við
rannsóknir sýslumanns hafi það kom-
ið í ljós, »að ýmsum kjósendum
hafi verið lofað ýmist óákveðinni
þóknun eða ákveðinni peningaupp-
hæð tit þess að fara á kjörfund, og
ekki verður séð, að neinn hafi borið
það, að peningar hafi verið borgaðir
til annars en að standast kostnaðinn
af kjörfundarferðinni.
Ut úr þessu urðu langar umræð-
ur þingsetningardaginn. Og jafnframt
því sem kosning Sk. Th. var tekin
gild, samþykti meiri hluti þingsins,
andstæðingar hans, áskorun um, að
þessum rannsóknum yrði haldið á-
fram.
Meira en lítið er athugavert við
þetta mál.
Sýslumaður byrjar sjálfur á þeim
sið að kosta fé til að koma kjósend-
um sínum á kjörfund. Hann gerði
það í fyrra og hann gerði það í
ár. Kjósendur hans fengu ókeypis
far báðar leiðir og »frítt uppihald
á ísafirði« m. m. Almælt er í ísa-
fjarðarsýslu, að kosningarundirbún-
ingurinn síðasti hafi kostað hann
hátt á annað þúsund króna.
Það liggur í hlutarins eðli og
þarf engra skýringa við, að þar sem
slíkri aðferð er beitt öðrumegin,
verður hinn flokkurinn að haga sér
á líkan hátt, hvort sem ljúft er eða
leitt, svo framarlega sem hann á
að haf’a nokkura von um sigur. Og
þar sem kostnaðurinn við að sækja
kjörfund er jafn-gífurlegur fyrir fá-
tæka menn, eins og hann er hér á
landi eftir þeim óhæfilegu kosningar-
lögum, sem vér eigum við að búa,
er í rauninni ekkert eðlilegra en
að að því dragi, sem gerst hefir í
ísafjarðarsýslum —• fátækum kjós-
endum verði að einhverju leyti bætt
það fjártjón, sem þeir biða við það
að sækja kjörfundinn.
Þegar nú þessa er gætt, gegnir
það hinni mestu furðu, að sýslumað-
ur Isfirðinga skyldi geta fengið af
sér að fara að hefja slíka rannsókn,
sem hér er um að ræða. Það eitt
út af fyrir sig, að hann er keppi-
nautur Sk. Th., og enginn þar af
leiðandi getur skoðað sýslumann al-
veg óhlutdrægan, þó að hann væri
allur af vilja gerður, hefði átt að
vera nóg til þess, að hann hefði
að minsta kosti látið aðra fást við
þá rannsókn. En út yfir tekur, að
hann sé rannsóknardómari í mál-
inu, þrátt fyrir það, að hann hefir
sjálfur beitt alveg sömu aðferð sem
þeirri, er verið er að rannsaka. Og
ekki bætir það úr skák, að sýslu-
maður skuli þegar fara með málið
í blöðin, rita eða láta rita' mjög
svæsna illdeilnagrein út af málinu
með hinum megnustu getsökum. Á
slíkan hatt eru rannsóknardómarar
ekki vanir að haga sér í sakamálum,
og flettir sýslumaður með þeirri að-
ferð allóþyrmilega sjálfur ofan af
því, af hverjum toga þessi málsrekst-
ur er spunninn.
Meiri hluti þingsins samþykti til-
lögu um, að þingið »sætti sig eftir
atvikum við ráðstafanir þær, sem
hlutaðeigandi amtmaður þegar hefir
gert, í því trausti, að þær leiði til
að komast fyrir hið sanna í málinu«.
Vitanlega er æfinlega æskilegt
»að komast fyrir hið sanna«. En
ekki getum vér hugsað oss, að hér
verði »komist fyrir« neitt það, er
stjórn »Heimastjórnarflokksins« svo
nefnda hefir ekki að hafst í marg-
falt ríkari mæli en Sk. Th. í Isa-
fjarðarsýslum.
Sú saga var spunnin upp í vetur
og mun fyrst hafa verið birt í aðal-
málgagni »Heimastjórnarflokksins«
í Reykjavík, að Framfaraflokkurinn
hefði yfir 6000 kr. að ráða til kosn-
inganna, fé, sem hann hefði fengið
að mútum. Nú vita allir, að sú saga
var helber ósannindi. Sannleikurinn
er sá, að Framfaraflokkurinn hefir
alls ekkert fé haft til þess að vinna
að kosningunum, engan fyrirbúnað
haft um fjárframlög, og segjum vér
honum það ekki til lofs. Þar sem
um nokkurn kosninga-kostnað hefir
verið að tefla, hafa einstakir menn
að sjálfsögðu lagt hann á sig, hver
í sínu kjördæmi.
En með »Heimastjórnarflokkinn«
hefir þessu verið alt annan veg far-
ið. Þar var skotið saman miklu fé
síðastliðið haust og stjórn flokksins
í Rvík hefir haft það til umráða.
Alkunnugt er, að það hefir verið
óspart notað, alls ekki skorið við
neglur sér, til flugrita, sendiferða,
kjósendaflutninga. Til dæmis hér í
Eyjafjarðarsýslu var vitanlega unnið
að kosningaundirbúningi í vetur fyrir
peninga. Þá má geta nærri, hvort
það hefir ekki verið gert í öðrum
kjördæmum, þar sem þörfin var
sýnilega brýnni fyrir flokkinn. Og
kunnugt er oss um það, að maður
hér á Akureyri bauð manni í Austur-
Skaftafellssýslu 50 kr. til þess að
ganga í þjónustu flokksins þar í
kjördæminu. Allir kunnugir vita, að
það fé ætlaði ekki Akureyrarmaður-
inn að leggja fram sjálfur. Miklu
meira mætti segja í þá átt, ef þörf
virtist til bera. »Norðurlandi« heflr
ekki virzt ástæða til að rekast í
slíku, hefir í raun og veru ekki
talið það annað en eðlilega viðleitni
við að styrkja flokkinn.
En þar sem nú stjórn »Heima-
stjórnarflokksins« vitanlega hefir not-
að stórfé við kosningarnar, verður
það nokkuð kynlegt, að flokkinum
skuli verða svo mikið um það að
(frétta, að Sk. Th. hefir hjálpað ein-
hverjum af kjósendum sínum til að
komast á kjörfund, sem vitanlega
er í alla staði löglegt. Og þess vegna
verðum vér að ætla, að þingið hafi
viljað »komast fyrir hið sanna« í
allri kosningarbaráttunni í Isafjarð-
arsýslum — að það ætlist til, að
eigi síður sé rannsakað atferli fylgis-
manna sýslumanns en þeirra, er
móti honum börðust. Eftir þeim
sögum, sem þegar eru komnar á
prent, er alveg sjálfsagt að rannsaka
málið frá báðum hliðum, úr því að
ástæða þykir til að vera nokkuð
að hreyfa við þessu, enda vitanlega
auðvaldið í sýslunni sýslumanns-meg-
in. Ætlist ekki þingið til þess, er
hér að ræða um ofsókn og yfirdrep-
skap, sem þinginu er ekki ætlandi
og sóma þess ekki samboðinn.
\
Nýjar bækur.
Saga ísl. sjónleika. Leipzig,
1902. Geschichte der Is-
Íá.ndischerDichtungder
NeuzeitMlt.it W.Drama-
tik. Von M. Phil. Carl
Köchler.
Fyrsta hefti bókar þessarar lýsti skáld-
sögum vorum og höftindum þeirra, eins
og kunnugt er. Þetta hefti ber vott um
enn þá meiri elju höfundar og fyrirhöfn.
Meistari Kiicher er óþreytandi iðjumað-
ur og fult eins samvizkusamur í rann-
sóknum sínum sem vor frægi vinur,
landsmaður hans Poestion. Eigum vér
þeim nrönnum mikið að þakka. Höfund-
urinn rekur sögu vorrar seinfæru og
lítilsigldu sjónleikalistar ex ovo eða frá
hennar fyrsta vísi á 18. öld og gleymir
engu, sem samið hefir verið þess kyns,
hvort sem prentað hefir verið eða ekki
kornist svo langt. Hann leitar við að
sanna, hvernig famþróun listar og kunn-
áttu hafi smámsaman og æ betur og
ljósara birzt alla hina liðnu öld á enda,
alt frá Skraparotsþuium Skálholts sveina
til „Jóns Arasonar" og „Sverðs og Bag-
als". Annað tnál er það, að minsti hluti
þess fjölda af stærri og minni sjónleik-
um, er hann nefnir, er talinn hlutgeng-
ur setn listasmíði. En ekki skortir höf-
undinn elju og vandvirkni til að segja
nákvæmlega — stundum of nákvæmlega —
frá efni og gangi hvers leiks fyrir sig.
Hann tilfærir æfinlega hnífrétt nöfn og
ártöl (þar sem eg þekki til) og gleymir
ekki að geta þess, hve oft og hvar leik-
arnir hafi verið sýndir, ef hann veit það.
Mest og verulegust meðntæli fá bæði
hin nýnefndu yngstu leikrit; næst þeim
(af sögulegum sjónleikum) nefnir hann
„Helga nragra" (M. J.), Gízur Þorvalds-
son (eftir Eggert Brím) og Ingimund
gamla (H. Briem). Höfundi þykir kynlegt,
hve lítið Islendingum þykir til sögu og
sorgarspilanna koma, enda sýmst þeir
vera miklu vöruvandari en þar seni