Norðurland


Norðurland - 09.08.1902, Blaðsíða 3

Norðurland - 09.08.1902, Blaðsíða 3
183 Nl. gaman og gleði sé á boðstólum. Sjálf- um finst honum mun meiri þroski koma fram í söguleikunum. Fer hann þar og nærri um orsakir þesea alþýðu smekks hjá oss, sem sé skortur á alvar- legri sjónspilalist .og kunnáttu allri er þar að lýtur. Óskar hann því innilega þess, að land vort mætti seni allra fyrst eignast afða og lœrða leikendur, því fremur sem landar vorir séu listhæfari og gáfaðri en alment gerist í útléndum. .,Hér þarf — segir hanri — þing og stjórn að koma til sögunnar og veita drjúgum fé ef duga skal." Um indriða Einarsson segir hann, að enginn íslendingur kunni á við hann að ko/na leik fyrir á sviði og alt sem að sjálfri sýningunni snertir, en að öðru leyti, hvað efni og stíl viðyíkur ber hann mest lof á beztu leiki eftir M. J., og um leikinn „Jón Arason" segir hann: „Leikurinn fylgir sögunni eins og bezt iná verða, og tel eg hann mikið listaverk (Drama af Rang) og höfund hans sann- nefnt harmsöguskáld. Persónurriar eru oftast vel ákveðnar og samkvæmar sér sjálfum, og efnið svo tilkomumikið, að það hrífur þaun sem les, enda er málið og stíllinn að sama skapi. Auk þess hefir hinn dramatiski stígandi frá byrjun til leiksloka tekist svo vel að leikurian hlyti að gera nrikil áhrif, væri hann sýndur af æfðum meisturum, hvort heldur væri heima eða erlendis. Um hinn Iitla lyr- iska tækifærisleik „Aldamót'1 eftir sama fer hann og rniklum lofsorðum. Meistari Kiichler tileinkar heftið Matthíasi, og má vel vera, að sumum þyki, að lnarin Indriði hafi hlotið æði mikið um fram maklegleik af lofi höfundarins, og er það þá á hans ábyrgð. Hitt vildi eg sagt hafa, að hvað senr finHa mætti að röksemdum herra Kilchlers ætti eHgiifn Islendingur, sem ritar leikspil, eða vill dærna um þá list, að ganga fram hjá þessari bók hans, heldur lesa hana vand- lega. Höfundur á, eins og herra Poest- ion, nriklar þakkir skilið af oss, ekki einungis fyrir hinn hlýja velvildaranda til vor, sem hvergi leynir sér og engir hleypidómar eða ofmetnaður skemnrir, heldur er hann vanur og þvældur rit- höfundur, sem alla æfi hefir fengist við bókfræði og listarit. Hæfileika (competence) fagurfróðra rit- höfunda má lengi meta og samanbara, en hvað sem hver dænrir um þennan höfund, hygg eg að trauðla geti satn- vizkusamari mann eða óhlutdrægari. ^ M-J. Vatnsveitingar inn í hús á Oddeyri og Torfunefi eru nú í vændum. Fyrir síðustu helgi áttu borgarar þar fund nieð sér til þess að koma því máli áleiðis. Nefnd var kosin á fundinum: Eggert Laxdal kaupmaður, Þorv. Davíðsson kaupmaður og Aðal- steinn Halldórsson vélastjóri, og henni falið að koma málinu í framkvæind, og þá sérstaklega leita undirtekta bæjar- stjórnarinnar. Nefndin skrifaði bæjar- stjórninni og spurðist fyrir hjá henni, hvort hún vildi gangast fyrir fyrirtæk- inu og taka lán til þess. Jafnframt lét nefndin þess getið, að hún óskaði að fullnaðarframkvæmdir yrðu í málinu þeg- ar í haust. Bæjarstjórnin tók málinu vel; kvaðst að vísu ekki búast við, að hún gæti fengið lán rneð löngum afborgunarfresti í skyndi, en ef nefndin útvegaði bráða- birgðalán, vildi bæjarstjórnin taka fyrir- tækið að sér, svo fljótt sem afborgunar- lán fengist til langs tíma, gegn því, að húseigendur, sem vatnsveitinguna not- uðu, skuldbindi sig til að greiða skatt, sem*hrykki fyrir afborgun, vöxtum og viðhaldi, eftir árlegri niðurjöfnun. Borgarafundur var svo aftur haldinn á miðvikudaginn. Sömu menn voru þá endurkosnir til þess að hafa alla fram- kvæmd í rnálinu og bætt við þeim Jóni Norðmann verzhmarstjóra og Bjarna Ein- arssyrri skipasmið. Nefnd þessi á meðal aiiiiiars að útvega bráðabirgðalánið, svo að fyrirtækið konrist í framkvæmd í haust, og hún saindi þegar skjal til undirskrifta fyrir húseigendur til ábyrgðar á láninu. Flelzt er við því búist, að brunnur verði grafinn uppi á brekkunni út og upp undan húsi Júlíuss Sigurðssonar anitsskrifara, og vatnið leitt úr honum, þannig að önnur pípan gangi ofan aðal- götuna á Oddeyri, hin suður Hafnar- stræti að syðsta húsi á Torfunefi. Einn krani á svo að verða í hverju húsi; en að öðru leyti kostar hver vatnsveitinguna uni sitt hús, eftir því, sem honum þykir bezt og hagfeldast. Vatninu verður því að eins veitt inn í þvergöturnar á Oddeyri, að fullur helm- ingur húseigenda í götunni vilji taka þátt í fyrirtækinu, eða að húsin séu næstu hús við aðalvatnsleiðsluna, og fer hún þá svo langt eftir göturini, sein þau hús- iri eru í óslitinni röð. Kosttiaðurinn við fyrirtækið er áætl- aður 5000 krónur. 10%, 500 kr, er ætlað að nægi fyrir árlegum kostnaði, afborg- un og vöxtum. Takí'30 húseigendur þátt í kostnaðinum, verður hann um 17 kr. á hvern þeirra til jafnaðár á ári, 12‘/2 kr., ef 40 eru, en 10 kr. ef þeir eru 50. Fáist lánið til 28 ára, eins og lán til al- mennings þarfa hafa oft fengist, verður gjaldið lægra. Gjaldið fyrir vatnið. hvílir á húseig- anda; sétt þeir fleiri eri einn um sama hús, borga þeir það að sjálfsögðu báðir eða állir, eftsr því sem niðurjöfnun verður. Flfgandi hefir ábyrgð á vatnsveiting- unni uin hús sitt. Auðvitað er ekki unt að ákveða kostn- aðinn nákvæmlega fyrir fram, svo að ein- hverju dálítlu getur munað. En þeir, sem bezt hafa kynt sér málið, ftillyrða, að niiLið verði það ekki. Hér er um mjög þarft fyrirtæki að tefla og óskandi og vonandi, að því reiði vel af. Auk þeirra stórkostlegu þæginda og þess þrifnaðarauka, sem því er sam- fara að þurfa ekki annað fyrir vatninu að hafa en snúa krana hér og þar inni í húsi sínu, er þetta vafalaust mesta heilsu- bótarráðstöfun. Hingað til hefir mjög verið kvartað undan vatninu á Oddeyri. Jarðvegur er þar sendinn og gljúpur, svo að bæði fer sjóvatn þar ofan í jarð- veginn í flóði og ýmis konar óþverri, og seitjar svo smátt og smátt ofan í brunn- aiw. Gott neyzluvatn er eitt af aðalskil- yrðunum fyrir góðri heilsu manna, og nú er það í vændum í þessum hluta Akureyrarbæjar. Vonandi kemst sams konar hreyfing á innan skamms í innbænum. Tööum sínum munu menn alment hafa náð inn að mestu eða öllu leyti þessa viku. Loftritun til Islands Samgöngumálaráðherrann danski hefir fengið einhverja málaleitan frá Marconi- félaginu í Lundúnum og frá þýzku loft- ritunarfélagi um að setja ísland í loft- ritunarsamband við önnur lönd; ákveðið tilboð virðist ekki hafa komið. En víst er um það, eftir því sem oss er ritað úr Reykjavík, að málafærslumaður Einar Benediktsson, sem kom frá Englandi til Reykjavíkur í síðasta mánuði, hefir fundið að máli forstöðumann Marconi- félagsins, og hafði forstöðumaðurinn talið félagið fúst til þess að koma á toftritunarsambandi milli Hjaltlands og íslands, ef alþingi vildi semja um þetta. Hr. E. B. fekk svo í þingbyrjun yfir- lýsing frá öllum eða flestum þingmönn- um og sömuleiðis frá ritst. ísafoldar og einhverjum fleiri blaðamönnum um það að þeir vildu styðja að slíkum samningum, og hefir von um, að samn- ingur þessi takist eða að minsta kosti að ákveðið tilboð komi frá félaginu. Yfirlýsing þingmanna og blaðamanna sendi hann til Englands um mánaða- mótin síðustu. Stjórnarbótin l.andshöfðingi lýsti yfir því á þing- inu fyrir stjórnarinnar hönd, að enga breytingu mætti gera á stjórnarbótar frumvarpi hennar, ekki einu sinni neina orðabreyting, iiema full vissa væri fyrir því, að ekki fælist þar í nokkúy hin minsta efnisbreyting. Framsögumenn beggja flokka, Lárus H. Bjarnason og Guðl. Guðmundsson, kváðu þá upp úr um það afdráttarlaust, að áform þeirra hvorutveggja væri að samþykkja frum- varpið óbreytt. L. H. B. var með nokk- urar ýfingar, en Guðl. G. lét sem hann heyrði það ekki, svo að ekki varð af neinni eldkveikju í það sinn. Skúlamálið nýja Eftir fregnum, sem vér höfum fengið úr ísafjarðarsýslu, er búist þar við því, að vel geti svo farið, að álíka eldur kvikni þar út af hinu nýja Skúlamáli, \ sem þar er á ferðinni og gert er að umræðuefni hér í blaðinn, eins og út af Skúlamálinu gamla. Gengið er að því visu þar vestra, að úr því að rann- sókn er hafin á annað borð, muni ekki síður rannsakað atferli sýslamanns- manna en hinna, og getum að því leitt, að ýmislegt muni þá koma upp úr kaf- inu, sem fremur sé sögulegt en sem fegurst afspurnar. Sýnishorn af því, sem á góma ber, sjá röenn í grein Sk. Th. í ísafold, þar sem hann segir það almælt, að einn þeirra, er yfirheyrður var, Hjálmar bóndi Jónsson á Stakka- dal, hafi borið fyrir rétti, að af hálfu hans, (Sk. Th.) og flokksbræðra hans »hafi engu ólöglegu verið við sig beitt, en að á hinn bóginn hafi einn af at- kvæðasmölum Hafsteins sýslumanns boðið sér 50 kr., ef hann vildi kjósa Hafstein; en þetta segir sagan, að sýslumanni hafi láðst að bóka, eða álitið það málinu óviðkomandi.* — Þingmenn ísfirðinga hat'a að sögn kært sýslumann H. Hafstein fyrir amt- manni og sýslumaður ætlaði til Reykja- víkur í tilefni af þeirri kæru. Málshöfð- un sögð í vændum gegn þeim frá sýslu- manni. Svo menn sjá að ekki horfir friðvæn- tega. Vatnavoöann í Landeyjum hefir ekki tekist að hefta, þótt tilraun væri til þess gerð undir forystu K. Zimsens mannvirkja- fræðings. Vatnið reyndist óviðráðan- legt. Mannalát. Síra Pétur Ouðmundsson, fyrv. Gríms- eyjar prestur, andaðist í gærmorgun að heimili sínu á Oddeyri úr taugaveiki. »Norðurland« getur hans nákvæmar síðar. í gærmorgun lézt hér á spítalanum Jakobína Vilhjálmsdóttir frá Nesií Höfða- hverfi, tæplega tvítug stúlka. Faðir hennar og Sigurður læknir Hjörleifs- son komu með hana hingað kvöldinu áður. Skurður var enginn gerður; til þess bar andlátið of brátt að. Uppgjafaprestur síra Þorke/l Bjarna- son frá Reynivöllum lézt í Reykjavík 25. júlí. Hann var fræðimaður mikill, áhugamaður um landsmál, enda lengi alþingismaður og merkismaður f hví- vetna. Eftir hann liggur töluvert af rit- um sögulegs efnis (Islandssagan, Sið- bótarsagan m, m.). Úr Skagafiröi ritað »Norðurl.« 2. þ. m.: »Fisk- og síldarafli hefir verið góður hér í firðin- um síðara hluta júlí, enda vel þegið eftir hina fenglitlu Drangeyjar-vertíð, er að þessu sinni mun hafa talið Skag- firðingum það í einingum þúsunda, er hún í fyrra gaf þeim í jafnmörgum tugum þúsunda. Annars eru ekki glögg- ar aflaskýrslur gefnar enn. — Her geng- ur mikil vesöld, kvef í öðru veldi.c ■ Prófastur er skipaður í Strandasýslu síra Eirík- ur Gíslason á Prestbakka. þilskipin. * Þessi hákarla og fiskiskip hafa kom- ið inn síðan er »Norðurl.« skýrði síð- ast frá: »Brúni« (Chr. Havsteen), tæp 2000 fiskjar; »Christjan« (Chr. H.), 46 tn. lifrar; »Skjöldur« (Chr. H.), 11, 500 fiskjar; »Gestur« (Jón Antonsson) tæp 7000 fiskjar. Siglingar. Seglskipið »lngeborg« kom 1. þ. m. með trjávið til Höepfners verzlunar. Kolaskipið, »Marts«, kom til Gránu- t'élags 2. þ. m. »Skálholt« kom að sunnan og vest- an 5. þ. m. Hafði hvergi séð haffs. »Vesta« kom að sunnan 8. þ. m. lslenzkt Pensionat Hjá frú Björg Andersen Dahl- inann, Ole Suhrsgade, nr. 16 3. sal, Khöfn, geta íslendingar fengið góðan kost og húsnæði við vægu verði. fsláttartjesta kaupir und- irritaður á næstkomandi hausti. ‘8/6 1902. Jóh. Gristensen.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.