Norðurland - 13.09.1902, Blaðsíða 2
Nl.
202
einhvern tíma þótt vera skrítin með-
mæli.
Fulltrúa landssjóðs á aðalfund vildi
Framsóknarflokkurinn kjósa þá Klemens
Jónsson sýslumann og Þórð J. Thorodd-
sen lækni, sem báðir hafa látið sér
einkar ant um stofnun hlutafélagsbank-
ans. í stað þeirra kaus meiri hlutinn
Árna Thorsteinsson landfógeta, sem
engin ástæða er til að finna neitt að,
og Hannes Þorsteinsson ritstjóra, sem
af öllum mönnum hér á landi hefir sýnt
mesta vanþekking á hlutafélagsbanka-
málum og mestan fjandskap við það,
jafnvel þótt hann væri einn af fyrstu
mönnunum, sem hvatti þá Arntzen og
Warburg til að bindast fyrir málinu —
af því að þá var það Benedikt heitinn
Sveinsson, sem stjórnaði gjörðum hans.
Þessar frámunanlegu bankakosningar
eru gott sýnishorn þess, hvers þjóðin
má vænta, ef þessari allsendis óeðli-
legu flokkaskifting, sem nú á sér stað
á þingi, verður fram haldið til Iengdar.
Hér hefir sýnilega um ekkert annað
verið að tefla fyrir meiri hlutanum, en
að láta kenna sem óþyrmilegast afls-
munar. Það fara menn að gera, þegar
um ekkert verulegt er deilt. Og sá, sem
af því sýpur, þegar til lengdar lætur,
verður þjóðin sjálf.
Úfrýming fjárkláðans.
Neðri deild alþingis skoraði á stjórn-
ina að hlutast til um, að verkleg kensla
í kláðalækningum komist á svo fllótt
sem auðið er, helzt á tveim stöðum i
landinu, í því skyni að undirbúa öfluga
tilraun til algerðrar útrýmingar fjár-
kláðans.
Berklaveikin.
Báðar deildir alþingis samþyktu á-
lyktun um berklaveikina, skoruðu á
landsstjórnina að sjá um:
1. Að samin sé og prentuð á lands-
sjóðs kostnað lýsing á berklaveikinni
og varúðarreglur gegn henni, er svo
sé útbýtt meðal almennings ókeypis.
Enn fremur að prentaðar séu helztu
varúðarreglur gegn berklaveikinni til
þess, að festa á spjöld, er svo séu
hengd upp á sem flestum opinberum
stöðum.
2. Að héraðslæknar grenslist eftir út-
breiðslu berklaveikinnar í umdæmum
sínum og sendi Iandlækni skýrslu fyrir
i. júní 1903 um, hve margir berkla-
veikir, sérstaklega í lungum, séu í um-
dæminu, og á hve háu stigi.
3. Að héraðslæknum sé skipað að
hafa eftirlit með skólum í umdæmum
sínum, og framkvæma skoðanir á nem-
endum að minsta kosti einu sinni á
hverju kenslutímabili. Þeim sé og boðið
að hafa vakandi auga á því, að var-
úðarreglum þeim, sem settar kunna að
verða um varnir gegn útbreiðslu berkla-
veikinnar, sé fylgt í héruðum.
4. Að leggja fyrir næsta alþingi frum-
varp til laga um varnir gegn útbreiðslu
berklaveikinnar hér á landi.
Akureyrar-skólinn.
í frásögn síðasta »NorðurIands« af
gagnfræðaskólanum, sem væntaniegur
er hér á Akureyri, hefir fallið burt einn
liðurinn úr þingsályktun neðri deidar:
að skólinn verði jafnt fyrir konur
sem karla.
Lífsábyrgðarfélag.
Báðar deildir þingsins samþyktu á-
lyktun um að skora á stjórnina, að láta
rannsaka svo ítarlega, sem föng eru á,
hvort tiltækilegt sé að stofna innlent
lífsábyrgðarfelag, og komist hún að
þeirri niðurstöðu að svo sé, skorar þing-
ið á hana, að gera sem allra fyrst ráð-
stafanir til framkvæmda í málinu, meðal
annars með því, að semja frumvarp um
stofnun slíks félags og leggja það fyrir
alþirigi 1903.
Samgöngumál.
Neðri deild alþingis ályktaði að skora
á stjórnina að undirbúa alt samgöngu-
málið á sjó sem rækilegast fyrir næsta
þing, og útvega ákveðin tilboð um, að
að halda uppi gufuskipaferðum milli
íslands og annarra landa, og hér innan-
lands.
Nýja samninga um samgöngur á sjó
á að gera næsta ár.
Um síldarnæfur
hefir síðasta alþingi samþykt lög, sem
sjálfsagt koma að litlu haldi:
1. gr. Þegar síldarnætur eru fluttar
til íslands frá öðrum ríkjum, skal skýra
lögreglustjóra frá því. Þegar síldarnæt-
urnar hafa verið notaðar við veiðar, má
ekki flytja þær aftur frá landinu,
2. gr. Brot gegn ákvæðum 1. greinar
varða sektum frá 50 til 500 kr., sem
renna í landsjóð. Með mál, sem af því
rísa, fer sem um almenn lögreglumál.
Utanríkismenn þurfa því ekki annað
en flytja síldarnæturnar fyrst til Dan-
merkur eða Færeyja og svo þaðan hing-
að til lands. Það ómak telja þeir naumast
á sig, og hlunnindin því lítil væntanleg
fyrir landsmenn af þessum lögum.
Lærði skólinn.
Neðri deild alþingis samþykti í sumar
eftirfarandi þingsályktun um breyting á
reglugjörð lærða skólans í Reykjavík,
og efri deild aðra að mestu samhljóða:
Alþingi ályktar að skora á landstjóm-
ina að hlutast til um,
að reglugjörð hins lærða skóla í
Reykjavík verði breytt svo,
að gríska verði afnumin sem skyldu-
námsgrein,
að kenslustundum í latínu verði fækk-
að að mun,
að latneskir stílar verði lagðir niður
við próf, og
að kenslutíma þeim, sem þannig
vinst, verði varið til aukinnar kenslu
í móðurmálinu (einkanlega til ritgjörða),
í nýju málunum-yfirleitt (einkum ensku
og dönsku), í eðlisfræði, dráttlist, leik-
fimi og til að taka upp kenslu í skóla-
iðnaði —,
að daglegar kenslustundir séu 5 í
2—3 neðstu bekkjunum.
Leiguliða-ábúö.
Neðri deild alþingis ályktaði, að skora
á landstjórnina, að útvega fyrir næsta
þing sem rækilegastar upplýsingar um
leiguliða-ábúðina í landinu, til undir-
búnings væntanlegri endurskoðun á
ábúðar-löggjöfinni.
X
Tvö kvæði.
Til awtmanns.
Æ, er þér þá kalt þarna uppi
í amtmannasætinu prúða?
Hvort vantar þá velvildar ylinn,
sem valdsmanna sitja í skrúða?
En veiztu þá ekki, að við unnum
þeim orðum, sem þú hefir skrifað —
Að ófæddu börnin þig blessa:
þau blessa að þú hefir lifað!
Og við erum mörg sem það vitum,
að viltu hið góða og rétta;
þú sáir svo fallegum fræum;
mér finst sem þau hljóti að spretta.
Að tortrygnin sé okkar tjónið,
þér tekst það að færa' að því sanninn.
Þótt tign þína tilbiðjum gkki,
við tignum þig, ágætismanninn!
Þýðir þú af okkur ísinn,
svo eignumst við hlýlegri skrúða,
þá vefur þig velvild og þökkin.
í valdsmannasætinu prúða!
*
A ferð.
Tekur af stalli stallur fallið,
styður, hallar brjósti að.
Möðruvalla er fallegt fjallið;
friði allar vættir það!
Þar ei fundust lysti-lundir,
en lítill, undurbjartur foss;
liggur grundin græna undir,
„góðar stundir" býður oss.
Oestur fær þar gæði ærin,
gleði færir heim með sér.
Hái, kæri höfðingsbærinn,
heill og æra veri þér!
Gestur.
Frá öðrum löndum.
Búahershöfðingjarnir Botha, de
Wet og Delarey komu frá Eng-
landi eftir miðjan síðasta mánuð.
f>eim var fagnað þar stórkostlega.
Afarmikill matingrúi safnaðist sam-
an á járnbrautarstöðinni, þegarþeir
koinu til Lundúna og tók á móti
þeim með hinum mestu fagnað-
arlátum. Konungur tók þeim og
mjög vingjarnlega. Englendingar
leggja sýnilega mikið kapp á það
að sættast heilurn sáttum við Búa.
*
Óeirðir eru allmiklar á Frakk-
landi út af aðförum stjórnarinnar
við kaþólsku barnaskólana. Stöð-
ugt er verið að loka þeim, og
alívíða verður handalögmál út af,
meiðingar og fangelsisvist.
*
Allhræddir eru menn nú orðnir
um Sverdrup í norðurhafaför hans.
Fjögur ár eru liðin, síðan er hann
lagði á stað, en hann bjóst ekki
við að verða lengur í ferðinni
en 3 ár. Nokkurt umtal hefir ver-
ið um að gera skip í leit eftir
honum. Líklegast verður samt
ekkkert úr því, meðal annars
vegna þess, að mönnum er ekki
fullkunnugt um, hvert hann ætl-
aði að halda. Hann var fáorður
um það, áður en hann lagði á
stað. Helzt var það uppi látið,
að hann ætlaði norður fyrir Qræn-
land. En orð lék á því, að hann
mundi ætla að komast þangað,
sem Nansen kom^st ekki — til norð-
urheimskautsins.
*
í ríkjunum um miðja Ameríku
eru svo tíðar uppreistir og alls
konar róstur, að venjulega er
þeim ekkert sint í öðrum lönd-
um. En um þessar mundir eru
róstirnar svo megnar í þrem ríkj-
, um, Venezuelu, Haiti og Colum-
biu, að Bandaríkin ætla að taka
í taumana. Um miðjan síðasta
mánuð ræntu uppreistarmenn í
Venezuelu borgina Barcelonu. •
Varnarlausum konum og börnum
var misþyrmt, eða þau líflátin.
Allar búðir útlendra manna voru
ræntar og ruplaðar öllu, sem í
þeim var, og svo ónýttar. Hús
konsúla Bandaríkjanna, Ítalíu og
Hollands voru og rænt. Mannfall
var inikið í orustum þeim, sem
háðar voru, þegar uppreistarmenn
voru að ná bænum á sitt vald.
\
Heimatrúboð.
Laugardaginn 30. ágúst hélt
cand. theol. Sigurbjörn A. Qísla-
son fyrirlestur um heimatrúboð
hér á Akureyri í sainkomusal Mr.
Jones trúboða. Steingr. Matthíasson
læknir talaði nokkur orð á eftir, fór
hörðum orðum um heitnatrúboðið
danska og sænska fyrir útskúfunar-
prédikanir þess. S. Á. O. svaraði
honum, en lagðist alveg undir
höfuð að verja heimatrúboðið
danska, sem margir munu þó
hafa átt von á að hann gerði,
þar sem hann hefir styrk frá því
og hefir auk þess vitanlega tekið
svo miklum breytingum fyrir áhrif
frá því. — Ágrip af fyrirlestrinum
er hér prentað eftir handriti frá
ræðuin. sjálfum:
*
Síðustu árin hefir oftast farið svo, hafi
einhver guðfræðingur komið frá Höfn,
sem virtist vera áhugameiri en þeir, sem
heima sátu, þá hefir honum verið borið
á brýn, að hann væri „missjónskur" og
talið það mjög til ógildis. Þessi orðróm-
ur hefir þó dottið brátt niður um flesta,
annaðhvort af því, að áhuginn varð ekki
þolgóður, eða af því að orðrómurinn hafði
aldrei verið á rökum bygður. En svo þegar
það varð heyrum kunnugt, að eg fengi
peningastyra frá heimatrúboðinu danska,
þá þótti mörgum löndum skórin komin
upp í bekkinn. Sum blöðin töldu skyldu
sína, og telja líklega enn, að vara menn
við mér og fluttu hverja skröksöguna á
fætur annari um starf mitt, og í Reykjavík
voru sumir svo vissir um að öll mín orð
væru til hneykslis, að þeir, t. d., stór-
hneyksluðust á ritningargrein, sein eg fór
með á stólnum.
En hversvegna eru menn þá svo hrædd-
ir við og illa við heimatrúboð?
Jeg held að aðalástæðurnar séu þrjár.