Norðurland


Norðurland - 18.10.1902, Síða 1

Norðurland - 18.10.1902, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 4. blað. Akureyri, 18. október 1902. II. ár. Upp við fossa, skáldsaga eftir Þorgils gjallanda, fœst nú hjá bóksölum víðsvegar um landið. ^BókscdcmJ^E^ji^arðarsýJi^sviJjuJeirm Jnnirö^jiJ^éi^o^jiáiJJiókiiia^hfJOddf bókaútgefanda Björnssyni á Aliurcyri áður veður spiUast, svo fólkið hafi eittiivað gott að lesa í skammdeginu. — Þetta er einhver hin langstœrsta íslenzka skáldsaga, er nokk- uru sinni hefir verið samin, og skemtilegri enjlestar^aðmr^erðið^er^sain^einan^s 1 kr. 50 a. Jlandbúnaðarmálið. Síðasta þing hafði landbúnaðar- málið í heild sinni til íhugunar, en komst skamt með það, svo sem við var að búast. Undirbúninginn undir úrslitin vantar enn. Pó að ýmislegt hafi verið um málið ritað, er það nokkuð á víð og dreif, og fremur til vakningar, en að með því sé fenginn grundvöllur, sem úrslita-ráð- stafanir verði bygðar á. Nefndin, sem kosin var í neðri deild, hefir að mestu leyti látið sér nægja að taka nokkur lögfræðis-at- riði til íhugunar, ábúðarlöggjöfina, eða réttara sagt fáein atriði úr henni. Ábúðartímci leiguliða Jarðabœtur þeirra og húsagjörð á leigujörðum hefir hún hugleitt. Svo hefir hún og gert nokkurar athugasemdir um búnaðar- skólamdlið. En þingsályktun sú, er nefndin lagði fyrir deildina og sam- þykt var, fer ekki fram á annað, en að landstjórnin útvegi fyrir næsta þing sem rækilegasta vitneskju um leiguliða-ábúðina í landinu, til undir- búnings væntanlegri endurskoðun á ábúðarlöggjöfinni. Ekkert er annað en gott að segja um starf nefndarinnar, það sem það nær. Sízt skal því neitað, að þau at- riði, sem nefndin hefir íliugað, séu mikilvæg. En jafnframt vill „Norð- urland" taka það fram sem skýrast, að eftir þess skoðun eru önnur at- riði, sem landbúnaðinn snerta, og nefndin hefir ekki séð sér fært að fjalla neitt um, enn mikilvægari. Aldrei getum vér komið landbún- aðinum úr þeirri kreppu, sem hann er í, ineð því einu, að setja lög um viðskifti jarðareigenda og leiguliða. Til þess þarf jatnframt margt annað: stórmiklar verklegar framkvæmdir landbúnaðinum til eflingar. Pað, sem bersýnilegast og almenn- ast þjáir landbúnaðinn, er sjálfsagt of dýr vinnukraftur. Úr því verður að bæta. Ekki samt tneð því að þröngva kosti verkalýðsins, eins og einstöku menn virðast hafa löngun til. Það væri stórhættulegt fyrir landið, mundi flæma einhvern töluverðan hluta þjóð- arinnar af landi burt. Vér verðum að eignast vélar, sein vér getum unnið með jörðina. Sláttu- vél, sem kæmi oss að fullum not- um, mundi verða svo mikill gróði fyrir landbúnaðinn, að miljónum næmi á nokkurum árum. Hvað hefir verið gert til þess að eignast hana? Alls ekki neitt. Engin verðlaun hafa verið boðin fyrir að finna slíka véi upp. En í raun og veru er engin ástæða til að ætla, að það tækist ekki, ef til nokkurs væri að vinna fyrir hugvitsmenn heimsins. í því efni verðum vér að leita fyrir oss, bjóða góð boð, en ekki bíða þess með aðgjörðaleysi, að oss berist upp í hendurnar verkfæri, sem engir þurfa á að halda nema vér. Og að því leyti, sein mannsaflið verður notað, verðum vér að stuðla að því með hyggilegum ráðstöfunum, að það verði bændum sem ódýrast. Meðal annars ineð því, að greiða miklu meira fyrir samgöngunum en nú er gert, svo vel, að kleift verði fyrir verkafólk, hvort senr litið er á tímaeyðslu eða fjárframlög, að kom- ast úr einum landsfjórðungi í annan til þess að leita sér atvinnu, — sem það getur enn naumast talist. Senni- lega mætti og ineð löggjöf stuðla að hagfeldari samvinnu bænda og verkafólks, eins og tíðkast í öðrum löndum. En út í það efni er ekki unt að fara að þessu sinni. Um það þarf að rita sérstaklega og rækilega. Kynbœtur alidýra vorra er vafalaust landbúnaðaratriði, sem landstjórn og þing þarf að leggja mikla rækt við. Kunnugir menn fullyrða, að ekki sé nokkurum vafa bundið, að hrossin, til dæinis að taka, geti hækkað í verði stórkostlega með kynbótum. Sú hefir reyndin orðið í Færeyjum. Þangað hafa verið fengnir hestar frá Noregi, sem bætt liafa kynið svo, að stórfé nemur. Lesendur „Norðurlands" hafa vafa- laust tekið eftir því, sem Sigurður skólastjóri Sigurðsson sagði í blaði voru nýlega uin rannsóknir í Sví- þjóð - með tilbúin úburðarefni, sem borin eru á óræktarvalllendi. Þar, sem réttu áburðarefnin hafa fundist, telst svo til, að ágóðinti nemi 100°/o. Sama reynsla liefir orðið í norðan- verðutn Noregi. Það liggur í aug- um uppi, að slíkar tilraunir megum vér ekki undir höfuð leggjast. Eng- inn veit, hve stórvægilega þær kunna að geta umturnað landbúnaðinum. Þá eru alls konar verkfœri og annað þess konar, sem landbúnað- urinn þarfnast og bændur verða að fá frá öðrum löndum. Erlendis eiga sér stað stöðugar uppfundningar og breytingar á því, sem bændur þurfa á að lialda. Kaupmenn brestur eðli- lega þekkingu til að hafa það jafn- an á boðstólum, sem nýjast er og haganlegast. En einhver verður að gera það. Annars verður allur vor útbúnaður úreltur, áður en vér höf- utn hugmynd ntn, eins og hann vitanlega er nú að miklu leyti. Úr þeirri þörf, sent hér er um að tefla, ætti búnaðarfélag landsins sýnilega að bæta. Það ætti að hafa vakandi auga á breytingunum erlendis, og ltafa það á boðstólutn, er nýtt er, og bændur sérstaklega þarfnast. Bún- aðarfélögin í sveitunum fengju mun- ina hjá því, kæmu þeim út til bænda og ábyrgðust andvirðið. Svo gætu kaupmenn og pöntunarfélög tekið við, þegar hlutirnir hefðu rutt sér til rúnts. Vér látum hér staðar numið með upptalninguna að þessu sinni. Þetta er ekki skrá yfir það, er gera mú og gera þarf og gera á fyrir land- búnaðinn. Með henni mætti fylla „Norðurland" viku eftir viku. Þetta eru að eins örfá dæmi, tekin hér um bil af handahófi. En hvert um sig mundi skifta landbúnaðinn svo miklu, þegar það væri komið í fram- kvæmd, að örðugt er að gera sér grein fyrir því fyrir fram. Landbúnaðurinn á örðugt sem stendur. En áhuginn á honum er líka stórkostlega að glæðast — skiln- ingurinn á það, að vér verðum að leggja fratn alla vora krafta og alt vort vit til þess að reisa hann við. Sá áhugi er ekki eingöngu hjá bændunum. Síður en svo. Hann er brennandi hjá sumum mönnum í þeim stéttum, sem mættu virðast standa bændum fjærst. Nú, í síðustu blöðum „ísafoldar", sem hingað hafa borist, til dæmis að taka, ritar einn af mentuðustu mönnum lands- ins, sem alinn er upp í kaupstað og aldrei hefir átt heima í sveit, Björn Jensson aðjúnkt, mjög fróð- lega grein um „undirstöðu búnað- arframfara", fulla af eldi áhugans. Vér getum ekki stilt oss um að prenta hér niðurlagið á þeirri rit- gjörð, því að það er eins og talað út úr hjarta „Norðurlands": „Það er í stuttu máli heimska að ímynda sér, að þessu lahdi geti orðið verulegra fram- fara auðið í biinaði á alt annan veg en öðr- um löndum, — án þess að hafa þá tilburði til að láta náttúrukraftana þjóna sér, sem aðrar þjóðir liafa. Vér komumst eigi hjá að beita sömu vísindalegri og verklegri kunn- áttu, sem þær gera, sömu atorku, sömu fram- sýni og fyrirhyggju. I'að er skilyrði, einkaskilyrði fyrir því, að landið verði'byggilegt til frambúðar, innan um samkepni annarra þjóða." Að því, er snertir áhugann, viljann til að reisa við landbúnaðinn, standa bændur alls eigi einir. Það mundi sjást bezt, þegar röggsamleg for- ganga væri fengin fyrir öllu því, er honum má að haldi koma. Þá verð- ur það algengasta þrá hins mentaða æskulýðs, að beita viti sínu á það, og leita sér vísindalegrar fræðslu um það, er gert getur landbúnað vorn sem blómlegastan og glæsilegastan. Svo á líka huga vorum að vera liáttað. Hvað mikinn fisk sem vér drögum úr sjónum, ltvað marga fossa setn vér tökum í þjónustu vora, getur það aldrei bætt upp það voðatjón, aldrei látið menningu vora rakna við úr því rothöggi, er hún fetigi, ef landbúnaður vor yrði fyrir þeim hnekki, að hann fengi ækki rönd við reist. Fjarri fer því, að „Norð- urlattd" vilji amast við öðrum at- vinnuvegum vorum. Það vill efla þá af kappi og á allar lundir — miklu meira en nú er gert. En hjartað í menningu vorri verður landbúnaðar- menningin ávalt. Fyrir því er ekki nema eðlilegt, að hún standi efst á dagskrá. Af öllu því marga og mikilvæga, sem gera þarf hér á landi atvinnu landsmanna til eflingar, þykir „Norð- urlandi" mest vert um landbúnaðar- framfarirnar. Ekkert mundi því vera kærara, en ef það gæti á einhvern háttt að því stuðlað, að þær yrðu sem mestar. Og ekkert er því jafn- ljúft að flytja eins og bendingar hygg- inna manna um það, er að gagni má verða þessum mikilvægasta at- vinnuvegi þjóðar vorrar. \ íslandsráðgjafinn í ríkisráðinu. Einar Benediktsson yfirréttarmál- færslumaður fullyrðir, að stjórnar- skrárbreyting sú, sem þittgið sam- þykti í sumar, sé gersamlega óhafandi, af því að hún kveður svo á, að ráð- gjafi vor skuli flytja sérmál vor í ríkisráði konungs. Páll Briefft amtmaður fullyrðir í „Norðurlandi" í fyrra haust, að það sé *dýrmœtur réttur«, að ráðgjafi vor eigi sæti í ríkisráðinu og flytji þar tnál vor fyrir konungi. Ekki er nú mikið, sem á milli ber! Framsögumenn flokkanna á síð- asta þingi hafa farið meðalveg, alveg eins og 1. þingmaður Eyfirðinga. Þeir líta svo á, sem það hafi verið mikið tniður farið, að ákvæðið um ríkisráðssetu ráðgjafans var sett inn í stjórnarskrárfrumvarpið; en þeir telja ekki svo mikils um það vert, að tilvinnandi sé að vekja deilur út af því við stjórnina og stofna stjórnar- bótinni í hættu. Vér erum fyrir vort leyti ekki í neinum vafa um það, að skoðun Páls Briems á málinu vinnur sigur, þegar menn verða til fulls búnir að átta sig á tnálinu. Enginn íslendingur getur afstýrt því, að danska stjórnin ræði mál vor, þegar þau eru eitthvað athuga- verð frá hennar sjónarmiði. Það er dýrmætur réttur, að ekki' er unt að fara bak við ráðgjafa vorn tneð þær umræður, að hantt getur beitt áhrif- um sínum, eytt misskilningi og látið skoðattir vorrar þjóðar ávalt koma kottungi til eyrna, hve nær sem dattskir ráðgjafar konungs líta einhvern annan veg á mál vor en vér lítum á þau. Ráðgjafi vor er ekki í ríkisráðinu eingöngu til þess að flytja mál vor fyrir konungi og gera öðrurn ráðgjöfum kost á að andmœla, ef þeim þykir

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.