Norðurland


Norðurland - 18.10.1902, Side 2

Norðurland - 18.10.1902, Side 2
Nl. 14 eitthvað varasamt við þau frá dönsku sjónarmiði. Hann er þar jafnframt til þess að andmœla sjálfur; ef danskir ráðgjafar flytja eitthvað það fyrir konungi, sem er varhugavert frá ís- lenzku sjónarmiði, eins og skýrt hefir verið tekið fram af núverandi ís- lands-ráðgjafa tvívegis: í Dannebrog í vetur og í athugasemdunum aftan við stjórnarskrárfrumvarpið í sumar. Þetta er sömuleiðis dýrmætur réttur, sem fásinna væri að varpa frá sér. Úr því það er nú hlunnindi fyrir oss að hafa ráðgjafa vorn í ríkis- ráðinu, þá hlýtur það líka að vera meinlaust, að þess sé getið í stjórn- arskrá vorri, að í ríkisráðinu eigi hann að eiga sæti. En það er miklu meira en mein- laust. Það er dýrmæt réttarbót. Áður hefir því verið haldið fram, að ráðgjafi vor sæti í ríkisráðinu samkvæmt grundvallarlögum Dana. Því höfum vér íslendingar jafnan mótmælt — menn af öllum flokkum. Vér höfum, með réttu, aldrei við það kannast, að grundvallarlög Dana gildi fyrir sérmál vor. En að hinu leytinu var ekki unt að segja, að ráðgjafinn væri í ríkisráðinu sam- kvæmt stjórnarskrá vorri, sem ekki minnist á það einu orði. Afleiðingin hefir orðið sú, að menn hafa aldrei getað áttað sig á því til fulls, hvernig ætti að líta á ráðgjafa vorn. Hann hefir í hugum manna hvorki verið íslenzkur né danskur, eða þá bœði íslenzkur og danskur, ef menn vilja það lieldur. Hann hefir haft með höndum sérmál vor samkvæmt stjórnarskrá Islands. En hann hefir setið í ríkisráðinu og flutt mál vor þar annaðhvort samkvæmt grundvallarlögum Dana eða í liálf- gildings lagaleysi. Þessi tvískinnungur tiefir valdið sífeldum stælum og misskilningi. Nú er ékki lengur um neitt að villast. Nú á hann að flytja mál vor í ríkisráðinu ekki samkvæmt grund- vallarlögum Dana heldur samkvæmt stjórnarskrá íslands. Stjórnarskrá vor setur hann inn í ríkisráðið. Með breyting á stjórnarskránni gætum vér tekið hann þaðan burt, ef vér vildum — sem oss auðvitað kemur ekki til hugar. Hér er með öðrum orðum að tefla um nýja viðurkenning, ef/ing landsréttinda vorra, en ekki dauða- dóm yfir þeim, eins og Einar Bene- diktsson heldur. Það er vitaskuld engin furða, að Ein- ari Benediktssyni er gramtígeði. Hatm hefir, eins og faðir hans, ávalt gert sér í hugarlund, að meginatriði lands- réttinda vorra væri fóigið í því að losa ráðgjafa vorn út úr ríkisráðinu. En þeir, sem sjá það, að sú skoðun er ekkerí annað en missýning, þeir hljóta líka, þegar þeir hugsa sig um, að gleðjast af því, að seta íslands- ráðgjafans í ríkisráðinu er orðið ís- lenzkt stjórnarskrárákvæði, í stað þess, sem hún hefir ekki hingað til átt sér stað samkvæmt neinum lög- um, sem þjóð vor á að lúta. Vér göngum auðvitað að því vísu, að íslendingar láti ekki ginnast af Einari Benediktssyni til þess að fara að gera nokkurn glundroða nú í stjórnarskrármálinu. Það væri blátt áfram hin hættulegasta og sorgleg- asta fyrirmunun. En ekki sakar að hafa gætur á, hvort nokkurstaðar bólar á umleitunum í þá átt. Og ekkert mun „Norðurland" til spara til þess að berjast gegn slíkri vit- firring, ef nokkur þörf reynist á baráttu. \ Minnisvarði yfir Kristján skáld Jónsson. Allir þeir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt nefndan Kristján Jónsson „skáld<. Og flestir, eða allir, sem nokkuð hafa kynst íslenzkum bókmentum, hafa lesið kvæðabók hans, og vafalaust orðið hrifnir af andagift þeirri og tilfinningu, sem kvæðin bera með sér. Enda er óhætt að full— yrða, að fá eða engin skáld hafa kveðið sig eins inn í eðli vort íslendinga — að minsta kosti Norðlendinga — eins og Kristján Jóns- son. Það mætti virðast líklegt, að Norðlend- ingar og jafnvel allir íslendingar yfirleitt — væri búnir að sýna það í verkinu, hve mikið þeir unna Kristjáni og verkutn hans, með því að reisa honum minnisvarða, því að slíkt væri sómi fyrir land og lýð. Margir munu segja á þá leið, að það þurfi töluverða fjárhæð til að reisa fallegan minnisvarða yfir Kristján Jónsson, og það ntyndi veitast örðugt að láta minnisvarðann vera bæði fallegan og ódýran. En til alltar hamingju horfir málið vel við, því það er langt síðan, að einn dug- legur og atorkusamur ættjarðarvinur tók að safna fé til þess fyrirtækis; hefir honum orðið vel ágengt og safnað töluverðu, þótt mikið vanti til, að það fé hrökkvi. Þessi maður er Kristján Jónasson verzlun- armaður. Það er því tnín innilegasta ósk til allra Norðlendinga og allra þeirra manna yfir höfuð, sem unna ljóðutn þessa merka skálds, að láta eitthvað af hendi rakna til rninnis- varðans, og sýna það á þann hátt, að þeir kunni að tneta og virða annan eins lista- og ágætismann sem Kristján Jónsson var óneitanlega. Eg tæki því með þökkum, ef einhverjir ungir og duglegir menn í hverju héraði landsins vildu taka málefni þetta til fratn- kvæmdar, og senda tnér svo fé það, er þeir gætu safnað í kringunt sig. Verða nöfn þetrra auglýst jafnóðum sem gjafirnar ber- ast tnér. Það er ekki ætlun mín, að hver gefi mikið, heldur að margir gefi, því að „margt smátt gerir eitt stórt". Og eg tek það enn fram, að eg tek með þökkum á móti hverju lítil- ræði, sem sýnir hinutn ntikla atgerfismanni sóma á þann hátt, að styðja að því, að honum sé reistur minnisvarði. Eg vona, að málefni þetta eigi marga vini og stuðníngsmenn meðal íslendinga, bæði vestan hafs og hér heima á íslandi, svo að það fái góðan byr og hægt sé sem fyrst að leiða það til lykta, skáldinu og landinu til sóma. Grenjaðarstöðuin 1/10 1902. Jóhannes Friðlaugsson. \ Heiðursmeki. Dannebrogsmenn eru nýlega orðnir Ólafur Ólafsson bæjarfulltrúi í Reykja- vík, Jón Jónsson hreppstjóri í Bygðar- holti í Austur-Skaftafellssýslu og Páll Ólafsson bóndi á Akri í Húnavatns- sýslu. Guðlaug Guðmundsson sýslumann og alþingismann hefir Þýzkalands keis- ari sæmt hinni rauðu arnarorðu af 3. flokki. heilu blaðanna í gærkvöldi var haldinn í barna- skólahúsinu hér á Akureyri fundur til þess að ræða um framkomu blað- anna í stjórnmálum. Fundarboðend- ur voru: Páll Briem amtmaður, Kl. Jónsson sýslumaður, Stefán Stefáns- son kennari, Eggert Laxdal kaup- maður, Friðrik Kristjánsson kaup- maðurog Einar Hjörleifsson ritstjóri. Miklu fleiri sóttu fundinn en inn komust í fundarsilinn. Fundarstjóri var Kl. Jónsson og hélt ræðu í fundarlok, en frummælandi Páll Briem. Auk þeirra tóku til máls: Einar Hjörleifsson, Frb. Steinsson bóksali og Stefán Stefánsson. Svolát- andifundarsamþyktgerð í einu hljóði: Með því að fundurinn er sann- faerður um, að einlægir framfara- menn séu í báðum þeim þingflokk- um, er þjóðin veitti fylgi við síðustu kosningar og með því að hann lítur svo á, sem það sé afarmikilsvert fyrir þjóðina á þessum tímum, að deil- ur þær falli niður sem staðið hafa með henni síðustu ár þá skorar hann á fslenzku blöð- in, að ræða landsmál framvegis af hógværð, hætta gersamlega öllum uppnefnum á flokkunum og öllum getsökum í garð einstakra manna, og láta niður falla allar deilur út af þeim málum, sem ráðið hefir verið til lykta eða menn orðið sammála um á alþingi. Enn fremur skorar fundurinn á önnur héruð að láta til sín taka í sömu átt og þessi fundur. Taflfélag var stofnað hér í bænum síðastlið- inn vetur, og gengu t það um 30 manns á vetrinum. Fundirnir voru vel sóttir og töluverður áhugi með félags- mönnum. Að sumrinu til hafa fundir legið niðri. Nú á aftur að fara að taka til starfa, eins og frá er skýrt í auglýsing hér í blaðinu, og verður ekki annað sagt, en að það sé í framfaráttina, að hin fagra forna list, manntaflið, ryðji sér til rúms og bægi burt öðrum óæðri skemtunum. Sjúkir læknar. Heilsufar Ingólfs Gíslasonar er svip- að, eins og þegar »Norðurland« kom út síðast og batavonirnar sömu. Sigurður Pálsson er töluvert veikur enn, nokkur hiti og þrautir í kjálkan- um, einkum á nóttum. Guðm. Hannesson héraðslæknir fór með »Hólum« vest- ur á Blönduós nú í vikunni, ætlaði að finna föður sinn í ferðinni og er vænt- anlegur með Hólum aftur. Siglingar u. þ. m. kom gufuskipið »Thor« frá útlöndum með tunnur og salt til síldarútgerðarmanna. 12. þ. m. komu »IIólar«, fóru svo í vikunni vestur á Blönduós og eru væntanlegir hingað aftur í dag. 15- þ- m. fór gufuskipið »Avance« til Noregs. s. d. kom gufuskipið »Askur« frá Noregi að sækja síldarveiðarmenn og síldarveiðaúthöld. 16. þ. m. kom seglskipið »Inge- borg« frá Khöfn með vörur til verzl- ana Höepfners og Gudmanns Efterfl. Barnaskólinn hér á Akureyri var settur 15. þ. mán. Börnin verða undir 80. Aðal- kennarar ern Kristján Sigfússon og Páll Jónsson. Auk þeirra kenna fiú Halldóra Vigfúsdóttir (lestur), séra GeirSæmundsson(dönsku), Carl Schiöth (leikfimi) og Magnús Einarsson (söng). Aflabrögð. Síld sú, sem hér hefir verið í poll- inum (»millisíld«), virðist hafa gengið f djúpið fyrir rúmri viku, og er kent því, að mikið af kolkrabba hefir komið inn. En í fyrrakvöld fékk Bogi Daníels- son veitingamaður í fyrirdrætti 20 strokka af hafsíld, sem hér hefir ör- lítið orðið vart við í sumar. Og í gær- morgun fekk útgerð Laxdals og fl. um 100 strokka af hafsíld í nót. — í net hefir aflast ofurlítið af hafsíld út með firðinum, hvarvetna örgrunt. — Þorskveiði töluverð hefir haldið á- fram í fiskikvíunum, og dálítið hefir orðið síldarvart þar. Tíðarfar gott enn; nokkuð þó farið að kólna. Jörð alhvít að morgni í fyrradag, fyrsta sinni á þessu hausti og töluvert frost á nóttum. Mannalát. Þ. 12. þ. mán. andaðist á spítalan- um hér f bænum Einar Jiílíus Hallgríms- son, bóndi á Munkaþverá. Hann var fæddur á Auðnum í Öxnadal árið 1852. Faðir hans var Hallgrímur Tómasson sonur hinna góðfrægu 'njóna Tómasar bónda á Steinstöðum og Rannveigar Hallgrímsdóttur, systur Jónasar skálds Hallgrfmssonar. En móðir hans er sfðari kona Hallgríms, Margrét dóttir Einars prests Thorlacfus í Saurbæ og Margrétar Jónsdóttur prests »lærða« í Möðrufelli. Júlíus sál. ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af á Grund í Eyjafirði, þar til árið 1877, er hann kvæntist eftirlifandi ekkju sinni, Krist- ínu, dóttur Jóns bónda Jónssonar á Munkaþverá. Þau hjón buggu fyrstu 5 árin á Steinstöðum í Öxnadal. En árið 1883 fluttust þau þaðan að Munkaþverá, og hafa búið þar síðan móti Jóni tengdaföður Júlfuss. Sjö börn eignuð- ust þau hjón, og lifa 4 þeirra. Júlíus sál. lærði ungur stýrimanna- fræði og var skipstjóri nokkur ár á þilskipum áður en hann fór að búa. í hreppsnefnd var hann flé%t búskapar- ár sín og oddviti nokkur ár. Hann var nytsemdarmaður, prúðmenni hið mesta og hvers manns hugljúfi. Lík hans verður flutt heim til hans á mánudaginn kemur, og ræða verður þá haldin hér í kirkjunni, kl. 12 á hádegi. Jarðarförin fer fram að Munka- þverá á föstud. kemur þ. 24. þ. m. Landsþingskosningarnar í Danmörku hafa farið svo, að þótt vinstri menn séu þar í minni hluta, getur stjórnin samið við þingið um þær réttarbætur, er hún vill fá fram- gengt. Þeim flokki hægrimanna, sem semja vill við stjórnina, hefir fjölgað svo, og Estrupssinnum, sem enga samninga vilja, fækkað svo, að búast má við, að frjálslynd stjórn geti hér eftir beitt sér til fulls. Gufuskipið „Jadar“ rak sig á sker (»Víkursker*) á inn- sigling á Fáskrúðsfjörð í níðaþoku 10 þ. mán. Gat kom á framlestina og hún fyltist af vatni, en afturskipið talið

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.