Norðurland


Norðurland - 18.10.1902, Qupperneq 4

Norðurland - 18.10.1902, Qupperneq 4
Nl. ið lesa rit hans. Enda er það engin furða. Dr. Georg Brandes hefir haft meiri áhrif á bókmentir Norðurlanda en nokkur ann- ar maður á síðara hiuta síðustu aldar. Þótt ekki væri nema fyrir þá sök eina, er það svo sem sjálfsagt, að menn, sem vilja kynnast þeiin bókmentum, verða að iesa- rit hans. Og svo heldur S. Þ., að lýðháskólamenn- irnir dönsku afstýri því, og hælir þeim fyrir það! Mönnunum, sem flestutn mönn- um betur skilja það, að straumar menta- lífsins eiga að geta leikið um hvern ein- stakling, en að svo á að efla vilja hans og vitsmuni, að hann láti ekki berast fyrir hverjum kenningarþyt, heldur sé maður til að gera það að sinni eign — hvaðan sem það kemur, — er gott er og eðli hans sam- þýðanlegt, án þess að glata sínum innra manni! ¥ Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. II. Hún hafði móieitt hár, ogaugu hennar voru svo skær og hörundið svo hvítt, að tím- inn hafði látið ginnast og gleymt afmælis- deginum hennar. Hún var 25 ára gömul, en menn hefðu getað ætlað, að húij. væri enn ekki fullorðin. Hún var liðleg og grann- vaxin og andlitið var alt af að breyta um svip; skjótráð var hún, alt af á flugferð og síkát. Henni fanst sér kostnaðarlaust að tala við menn og látbragð hennar var líkast látbragði franskra kvenna. I kastal- anum var hún kölluð la petite (sú litla) og þar þótti mörgum vænt um hana og margir voru orðnir vinir hennar. Enginn var ákaf- ari vinur hennar en kastalastjórinn.Stefano- vitch hershöfðingi, sem málaði augabrýr sínar og reyrði sig um mittið með reima- spöngum. Hann haiði elt hana eins og hundur á kjötkveðjuhátíðinni, og hún laun- aði honum það ríkulega með fagurmælum, sem honum þótti gaman að hlusta á, og með því að taka oft í höndina á honum, sem yngri menn vildu þá helzt að væri orðin alveg máttlaus. Þeir öfunduðu hann af la belle Anglaise. Enginn var sá karl- maður í því glæsilega samkvæmi, sem ekki taldi sig sælan, ef hún yrti á hann eða leit til hans hlýlega. Og einn var þar að minsta kosti, sem hafði boðið henni það bezta, sem sæmdarmaður getur nokkurri konu boðið — hafði boðið henni ást sína. Hann var nú að renna sér á skautum með henni. Hann var hár maður, ljóshærð- ur, íturvaxinn, og einkennisbúningur stór- skotaliðsins fór honum prýðilega. I lát- bragði var hann nokkuð líkur prúðmenn- um vesturlanda, enda hafði hann í Lund- únum og París iært undirstöðuatriði þéirrar fögru listar að koma sér vel við kvenfólkið. Þeirri list var hann nú að beita, og það leyndi sér ekki, að honum þótti um ekk- ert vert, nema la belle Anglaise. Þau þirl- uðust fram og aftur innan um glæsilegan mannfjöldann. Hann horfði alt af framan í stúlkuna; en það var eins og hún væri töfruð af hljóðfæraslættinum; hún gleymdi öllu, sem umhverfis hana var; hún var stödd í heimi draumsjónanna; hún lét ber- ast áfram eftir hljóðfallinu í danslaginu, sem verið var að leika; og þá fyrst, er síðasti samhljómur söngtónanna dó út, mintist hún þess, að karlmaður hélt um mittið henni, og sá, að hann laut svo langt níður að henni, að lítið vantaði á, að hann kysti hana á eyrað. »Eg næ ekki andanum fyrir yður«, sagði hún, vatt sig af honum og lét veifuna ganga ótt og títt fyrir framan andlit sér. »Má eg spyrja, Páll höfuðsmaður, hvort eg sé lík rifli ? Það var því Iíkast, sem þér ætluðuð að fara að heilsa yfirmanni yðar með mér«. Stórskotaliðsforinginn hávaxni fór að snúa á sér yfirskeggið og varð kindarlegur á svipinn. »Eg var hræddur um, að þér kynnuð að detta«, mælti hann. »Hér er ákaflega hált, frk. Marian. Annars get eg sagt yður það, fyrst þér færið það í tal, að þér eruð að einu leyti lík rifli; augu yðar særa«. Hún lét hann Ieiða sig, og þau héldu á eftir hinum; því að nú hélt alt samkvæmið þangað, sem veitingarnar voru; tapparnir stukku þar upp í Ioftið, það brakaði í silkipilsunum og hláturinn kvað við í öll- um tóntegundum, en kampavínið freyddi í silfurbikurum. »Iðrist þér?« spurði hann Iágt og rétti hd»itii__teboIIa. »Eg? hvers ætti eg að iðrast?« »Margs — allra dansanna, sem eg hefi ekki fengið að dansa við yður.« Hún hló og sneri sér við, því að fyrir aftan hana stóð lautinant og ætlaði að bera sig upp undan því, að hún hefði gleymt því, að hún hafði lofað honum næsta dansi. En svo hafði hann ekki þrek til að segja neitt, heldur lét við það lenda að blína á hana áfergjulega. Þegar hún var búin að koma þessum unga manni af sér og drekka tevatnið, svaraði hún höf- uðsmanninum: »Iðrun er dygð,« mælti hún, »en til þess að iðrast verða menn að syndga. Það leynir sér ekki, hvað eg á að gera. Eg á að fara og dansa við lautinantinn, og renna huganum til þeirrar tíðar, þegar eg var 15 ára og var að yrkja. Hafið þér nokkurn tíma gert æskuvini yðar að hetj- um, höfuðsmaður? Það er hræðilegt, þeg- ar æskugoðin verða sér til skammar eða þegar dómari fer að lesa upp ástarkvæði til ungrar stúlku. En þér skiljið mig auð- vitað ekki — hvernig ættuð þér að geta það? Það er ekki nema á Englandi að menn, það er að segja sérstök tegund af mönnum, yrkja, af því að þeir eru ást- fangnir. Því menningarástandi ná menn smátt og smátt hér, en sem stendur eruð þið barbarar, og alveg væruð þið ótækir, ef þið kynnuð ekki eins vel á skautum og þið kunnið. Þegar eg er farin héðan, ætla eg að rita bók um ykkur«. Nú var tekið fram í fyrir henni fyrir aftan hana. Það var frk. Varia, dóttir hershöfðingjans — eldri stúlkan af þeim tveimur, sem la belle Anglaise átti að kenna — til þess hafði hún til Rússlands farið — og við hlið hennar stóð gulhærð systir hennar, Rina, »MademoiseIIe, við verðum víst að fara, Mademoiselle, klukkan er að glá ellefu.« Onnur var sextán, hin fimtán ára gömul. Þær stóðu eins og vaxmyndir við hlið kenslukonu sinnar, og hún gat ekki leynt því, að henni var lítið um þær gefið. Hún svaraði stutt og hálfþyrkingslega, og lét Pál höfuðsmnnn leiða sig aftur inn í stóra salinn. En þær komu á eftir þeim og hún gat ekki við þær losnað. Þar sem eg liefi í hyggju á næsta ári að breyta verzlun minni í »con- tant" verzlun og altsvo hætta öllum lánutn, bið eg alla þá, sem skulda mér, og ekki geta borgað alt fyrir nýár, að semja við mig sem fyrst. Ötto Cu/inius. Rjúpur. Strax og frarnvegis til nýárs kaupi eg rjúpur hæsta verði. — Ötto Cu/inius. TÓLG selur fyrir peninga. Öfto Culinius. JVIustads smjörlíki bezta smjörlíki, sem hingað er flutt, fæst nú hjá flestum kanpmönnutn hér. Til Gar) Höepfners verzlunar er nýkomið með skonnert „Ingeborg"; Xornmatur al/s konar Avena hafragrjón OBrenniuín, Öl Jflelís högguinn Slúsinur, fFíkjur Cement, Smíðabrenni Margarin, Xartöf/ur Zfmiskonar álnauara Xmiskonar járnuara fúmteppi, Steinolía Öfnrör. Xjöt og gærur er keypt hæsta verði við Höepfners verzlun. }Cuít og mislit uaðmál til sölu f verzlun C. Höepfners. Smáfiskur verkaður fæst við C. Jföepfners uerzlun. Trosfiskur fæst hjá Jóhanni Vigfússyni. Hákarl. Ágætur Siglutteshákarl selst ltjá Jóh. Vigfússgni. eir sem enn ekki Itafa borgað skuldir sínar til Gudm. Efterfl. verzl- unar hér á staðnum, eða samið við undirrit- aðan um pær, áminnast hérmeð um að gera full skil nú í haustkauptíðinni; að öðrum kosti verð eg að beita lögsökn. Eins og að undanförnu verð- ur tekið á móti lifandi fé og slátruðu fé tneð engu síðri kjör- um en annarstaðar hér á Akur- eyri. Akureyri 12. sept. 1902. Joh. Vigfússon. Iágætur norskur bátur til sölu hjá Jóh. Vigfússyni verzlunar- stjóra. Perfekt Skilvindan. f>ær einu egta frá Burmester & Wain hvergi ódýrari en við Qudm. Efterfl. verzlun. Jóhann Vigfússon. il Oudmanns Efterfl. verzl- unar komnar með „Inge- borg" nægar birgðir af alls konar kornmat, lamp- ar og margt fleira. Haustull er keypt háu verði við fCöepfners uerz/un. Vel skotnar RJÚPUR eru keyptar frá 15. október við fföepfners uerzlun. Gerikti um dyr og glugga, fást við C. Höepfners verzlun. Tombóla sú, er stúkan „Trúföst" hefiráður aug- lýst hér í blaðinu, verður að öllu forfallalausu haldin sunnudaginn 26. þ. m. Taflfélagsfundur. Taflfélag Akureyrar heldur aðalfund laugardaginn 1. nóv. kl. 8. e. h. í húsi veitingamanns Boga Daníelssonar. Oskað er eftir, að sem flestir, er ganga vilja í félagið, sæki fundinn. Jé/agstjórnin. IJnglingspiltur, sc.m er vanur alls konar húsverkum, hefir lært matreiðslu í hússtjórnarskólanum í Reykjavík og saumaskap. hjá skraddára þar, vill fá atvinnu nú þegar. Menn snúi sér til ritst. þessa blaðs. Ólafsdalsskólinn heldur áfram. Bókleg kensla verður svipuð því sem verið liefir. Verkleg kensla í plægingum og öðrum jarð- abótastörfum verður aukin. Plógar, kerrur, og önnur jarðyrkjuverkfæri verða smíðuð í skólanum, eins og áður. Lærisveinar verða teknir með sömu kjörum og að undanförnu. Peir sem vilja komast í skólann á næsta vori, geri mér viðvart um það fyrir lok febrúarmánaðar. — Ólafsdal 7. okt. 1902. C. fBjörnsson. Hálft íbúðarhús nr. 11 í Lundar- götu hér í bænum er til sölu. Setnja má við skipstjóra Linn Björnsson. hefir fundist frá Hálsi í Fnjóskadal. Af- hendist þar gegn réttri lýsingu og sann- gjarni þóknun. Svört olíuKápa tapaðist á götum bæjarins miðviku- dagskvöldið 1. október. Finnandi er beðinn að skila henni til Bene- dikts Einarssonar á Oddeyri, mót fundarlaunum. Qreind og liandlagin unglingsstúlka gelur nú þegar fengið að læra bókband hjá Sig. Sigurðssyni bókb. á Akureyri. ,,Norðurland“ kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. t öðrum Norðurálfulönduin, IV2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir niiðjan júlí að niinsta kosti (erlendis. fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eflir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.