Norðurland - 06.12.1902, Blaðsíða 2
Nl.
42
henni er mikið eða lítið af köfnun-
arefni. Einkum ber á þessum inun
hjá grasaættinni. Bciri eru fóðurefn-
in aftur hjá íslenzku jurtunum en
þeim útlendu að því leyti, að þau
eru meltanlegri, og kemur þetta jafnt
fram hjá grasaættinni og hálfgrasa-
ættinni. Af þessum tveimur ættum
hafa verið rannsakaðar 13 tegundir,
en um aðrar ættir verður ekkert sagt
að svo stöddu.
Þótt menn græddu ekki meira á
ritgjörðinni en þessa þekkingu, þá
væri það nóg til þess að gera hana
að merkisritgjörð; því að þess verð-
ur að gæta, að margar af jurtum
þeim, sem voru rannsakaðar, eru
hinar beztu fóðurjurtir, sem vaxa á
íslandi. En svo lítur út, sem ýmislegt
annað sé að græða á henni. Tvær
starartegu n d i rn ar: gu lstör og 1 j ósastör,
hafa verið rannsakaðar í tvennu lagi,
og var annað sýnishornið af hvorri-
tveggja tekið í tjörn, en hitt á þuru
landi. Við rannsóknina kom það í
ljós, að í tjarnastörunum var miklu
tninna af köfnunarefni en í hinum,
og getur þessi vitneskja haft tals-
verða þýðingu, þegar þess er gætt,
að þessar starartegundir eru einhverj-
ar hinar helztu fóðurjurtir á íslandi,
einkum sú fyrri.
Enn verður að minnast á heyrann-
sóknirnar. Heyið var af Möðruvalla-
túni, og var slegið 29. júlí. Aðaljurtin
var snarrótarpuntur, en nokkuð innan
um af öðrum jurtum.
fTemur vikurn áður tíndi Stefán
snarrótarpunt á svipuðum stað á
túninu, og sendi hann líka til rann-
sóknar. Við rannsóknina birtist, að í
heyinu var helmingi minna af köfn-
unarefni en í puntsýnishorninu, eða
ltelmingi minna fóðurgildi með öðr-
um orðum. Þessi mikli munur er, ef
til vill, að nokkuru leyti því að kenna,
að heyið var ekki hreint puntliey,
en aðallega mun hann stafa af því,
að heyið var slegið þremur vikutn
seinna en punturinn var tekinn, og
sýnir þetta meðal annars, hve afar-
áríðandi er að slá hey af túnum og
engjutn sem fyrst á sumrin. Menn
hafa að vísu vitað áður, að mikill
munur er á snemmslegnu og síð-
slegnu lteyi, en tnönnum hefir varla
verið ljóst, að munurinn væri svona
mikill.
Ein jurtin, sem ratmsökuð var, var
mýrasauðlaukur, og lítur svo út, sem
hún ltafi fengið nafn þetta af því,
að menn hafi talið hana góða fóður-
jurt. Rannsóknin staðfesti alveg þessa
reynslu. Nú eru ýmsar aðrar jurtir,
sem heita svipuðum nöfnum, svo
sem smjörlauf, sntjörgras, sauða-
mergur og fleiri jurtir, og væri
mjög fróðlegt að vita, hvort þessar
jurtir reyndust jafn-vel við efna-
fræðislega rannsókn og nöfnitt benda
á. Rannsóknir þær, sem hér er um að
ræða, ná að eins yfir einn tvíkímblöð-
ung (loðvíði), en í þeitn flokki eru
einmitt margar jurtir, sem haldnar
eru ágætar fóðurjurtir, t. d. smári
og vallhumall, og liggur í augum
uppi, að brýna nauðsyn ber til þess
að rannsaka bæði þessar og margar
fleiri jurtir, því þá fyrst komast menn
úr þeirri villu, sem menn vaða nú í
í þessu efni.
það væri því bæði óvizka og sntán
að láta þessar rannsóknir falla nið-
ur, svo framarlega, sem menn vilja
leggja nokkura verulega rækt við
íslenzkan búskap, og væri æskilegt,
að fé fengist til þeirra framvegis á
einhvern hátt. Eg veit til þess, að í
sumar var safnað sýnishornutn af
talsvert mörgum íslenzkum fóður-
jurtum, og munu þær vera komnar
til Svíþjóðar. Eflaust verður birt
skýrsla um þær með tímanum, og
má ganga að því vfsu, að hún verði
jafn-fróðleg og jafn-þýðingarmikil,
og þessi er.
%
Skitupestin.
Slantnoknir dýralæknis.
Lesendur »Norðurlands« rekur vafa-
laust minni til þess, að búist var við,
að Magnús dýralæknir Einarsson kæmi
norður í Þingeyjarsýslu síðastliðið vor,
til þess að rannsaka skitupest í sauð-
fé. Ur því varð ekki. Þegar útséð var
um þá ferð, frétti dýralæknirinn, að
lík veiki hefði gengið í sauðfé í Borgar-
firði, og varð það þá úr, að hann fór
þangað, til þess að reyna að verða
einhvers vísari um orsök veikinnar.
Hann skýrir svo frá rannsóknum sín-
um 1' bréfi til Landsbúnaðarfélagsins í
sumar, bréfi, cr »Norðurlandi« hefir
verið gerður kostur á að sjá:
»Við rannsóknir þessar dvaldi eg í
Stafholtstungunum 1' 10 daga (13/5-22/s).
Þá — um miðjan maí — var alstaðar
búið að sleppa fé því, er sjálfbjarga
var, enda þótt mörgu af því væri ekki
bötnuð skitan til fulls, því að reynslan
hafði sýnt, að þá batnaði því fljótast
og bezt, er það kom út á græn grös
eða gróandann. Á ýmsum bæjum var
þó haldið eftir nokkurum gemlingum,
þeim, er verstir voru og ekki gátu
talist sjálfbjarga, og af þessum flokki
voru þeir fáu sjúklingar, sem eg fekk
til athugunar.
Fyrsta verk mitt vár auðvitað að
kaupa nokkura skitugemlinga og drepa,
til þess að rannsaka innyflin. Alls keypti
eg 5 af 4 bæjum. Sjúkdómsbreytingar
á innyflum þeirra allra voru nær ná-
kvæmlega alveg hinar sömu: Vatns-
þunt blóð; talsvert vatn í kvið og
brjóstholi; öll fita ummynduð, orðin
eins og slímkent soðhlaup; lymfi-kirtl-
ar bólgnir og margir blóðsprengdir,
einkum vinstrar-kirtlarnir; lítið sem
ekkert fóður í görnum, en það, sem
þar var, vatnsþunt; slímhimna vinstrar
og garna bólgin og víða sáust smá-
sár og blæðslur (hæmorrhagier)«.
Því næst lýsir dýralæknir heilsufari
sjúklinganna nokkuru nákvæmar en
hér virðist þörf á, og bætir svo við:
»í öllum lömbum fann eg sæg af
smáum ormum í vinstrinni; þó ekki
í nr. 5, en þess skal getið, að það
drapst, eftir að eg hafði haft það í
nokkura daga til að gera á því
lækningatilraunir. Ormar þessir voru
örsmáir, hárfínir, svo að þeir sáust
ekki með berum augum nema ísó-
leraðir á glerplötu; ættarnafn þeirra
er strongylus. — í blindþarmi 4 lamb-
anna fann eg nokkura trichocephali, en
lítið kvað að þeim, enda eru þeir
taldir fremur meinlausir. — í stór- og
endaþarmi allra lambanna fann eg meir
eða minna af »stórum ormum«, er voru
alt að þumlungi á lengd og talsvert
digrir. í einu lambinu fann eg band-
orma, og Iungnaorma (strongylus filaria)
fann eg í lungum 4 lambanna.
Aðalorsök skitupestarinnar í lömb-
um þessum var án efa smáormarnir í
vinstrinni, en auk þeirra var í 3 til-
fellum svo mikið af stórum ormum,
að talsmál var um, að þeir hefðu getað
valdið niðurgangi.
Lækningatilraunir gerði eg á 4 lömb-
um auk þess (nr. 5), sem áður er getið.
En þar sem sjúklingarnir voru svo að
fram komnir, að lítil líkindi voru til,
að þeim væri viðhjálpandi, enda þótt
það tækist að drepa í þeim ormana,
get eg ekki dregið neina ákveðna
ályktun af tilraununum. Eg skal þó
taka það fram, að nokkur líkindi voru
til, að nr. 5 hefði getað batnað, ef
það að eins hefði haft lffskraft til
að rétta við, því að við krufninguna
kom það í Ijós, að flestallir ormarnir
voru annaðhvort drepnir eða drifnir úr
því, enda hafði eg séð koma frá því
sæg af ormum. Um hin 4 lömbin er
það að segja, að 2 batnaði en 2 dóu
nokkuru eftir að eg var farinn, eftir
því, sem eg hefi síðar frétt.
Að því, er framhald á rannsóknum
þessum snertir, þá liggur að sjálf-
sögðu fyrst fyrir, að rannsaka víðar,
og sem víðast á landinu, hvort skitu-
pestin í þeim og þeim landshluta stafar
af sömu orsök, því að óreyndu veit
enginn, hvort t. d. skitupestin í Múla-
sýslum og Þingeyjarsýslum er af sömu
rótum runnin. Þá ríður á, að fá skýrslu
um veikina yfirleitt, en þær er bezt
að fá um leið og sýkin er rannsökuð.
Loks er nauðsynlegt, að gera lækninga-
tilraunir í stærri stýl, en þær verða
að fara fram á þeim tíma, sem skepn-
urnar eru í nokkurn veginn lífvænlegu
standi, það er að segja fyrri part
vors eða seinni part vetrar.«
Við þessa skýrslu dýralæknisins leyf-
ir »Norðurland« sér að bæta því, að
vonandi er, að ekki verði undir höfuð
lagst að leiða þessar rannsóknir vand-
lega til lykta. Skitupestar-tjónið er einn
af hinum þyngstu sköttum menningar-
leysisins, eins og »Norðurland« sýndi
fram á fyrir nokkurum mánuðum. Hér
má ekki leggja árar í bát, fyr en allar
þær ráðstafanir hafa verið gerðar, sem
i voru valdi standa, til þess að uppræta
þetta skaðræði úr landinu.
*
JCúsbruni á jíúsaoik.
Verzlunarhús Örum & Wulffs brunnin.
Aðfaranótt miðvikudagsins 26. f. m.
brunnu verzlunarhús Örum & Wulffs
verzlunar á Húsavík, 6 að tölu.
Um brunann er »NorðurIandi« skrif-
að á þessa leið:
»K1. 2 um nóttina, milli 25. og 26.,
varð vart við eldinn af manni, sem
vaknaði af tilviljun og fór þegar á
fætur og vakti verzlunarstjórann og
fleiri. Stóð þá blossinn út um skrif-
stofugluggana.
Fyrsta björgunartilraun var að ná
púðri, er var á efsta lofti krambúðar-
innar; en er það tókst ekki, vegna
reykjar, var farið að velta öllum stein-
olíufötum burt (niður í fjöru), og er
það var búið, unnu flestir að björgun
á kornmat, sem tókst þannig, að um
400 tunnur náðust. Margir fóru einnig
að bera vatn á íbúðarhús verzlunar-
stjórans, er tókst að verja. Einnig var
veitingahúsið vatni ausið, og brann
það ekki. Svo varð og mylna verzlun-
arinnar varin, með framúrskarandi dugn-
aði. En allmikið skemdist hún.
Ekki vita menn, hvernig eldurinn
hefir komið upp. En í skrifstofunni
hefir það líklega verið.
Lítið bjargaðist fémætt fleira en
kornmaturinn, nema salt nokkuð, kol
— ekki þó mikið — saltfiskur líklega
talsverður og svo steinolían.«
Nákvæmar fregnir hafa ekki um það
komið, hvað farist hafi. En sjálfsagt
hefir það verið mikið, því að sagt er,
að aldrei hafi verzlunin verið jafn-vel
birg að vörum eins og nú. Verzlun-
arbækurnar er sagt að hafi skemst
svo, að þær séu að mestu ólæsilegar,
og voru þær þó í járnskáp.
— Önnur fregn, sem sjálfsagt má
telja áreiðanlega, segir, að 570 tunn-
um af kornmat hafi verið bjargað, og
hafi það verið nálægt helmingi korn-
vörubirgðanna.
Bréfhirðing var hjá verzlunarstjór-
anum, hr. Stefáni Guðjohnsen. Póst-
flutningur sá brann, er þar var, frí-
merki og póstbækur.
Gizkað er á, að tjónið muni ekki
nema minnu en 80-100 þúsundum.
Þetta er eitthvert mesta eldvoða-
tjón hér á landi, annað en Akureyrar-
bruninn mikli í fyrra.
Nokkurir menn höfðu átt geymda
muni í húsum verzlunarinnar og hafa
mist þá. Harðasta útreið hefir að sögn
fengið verzlunarmaður Bjarni Benedikts-
son; tjón hans talið um 2000 kr.
I
Búnaðarframfaragrein
Björns Jenssonar aðjunkts í Isafold
hefir verið tekin til umræðu á fundi
Landsbúnaðarfélagsins í Reykjavík.
Skrifað er að sunnan, að báðir ráðu-
nautar félagsins, Sigurður Sigurðsson
og Guðjón Guðmundsson, hafi þar and-
mælt greininni. í »Plógi«, landbúnaðar-
blaði Sigurðar skólastjóra Þórólfssonar,
er tekið í málið á sama hátt að aðal-
efninu til eins og Stefán Stefánsson
hefir gert í »Norðurlandi«. Blaðinu
farast meðal annars svo orð:
»En það sér hver heilvita maður, að
óskynsamlegt hefði það verið af bú-
fræðingunum að hvetja bændur til þess
að hætta að slétta tún sín, á meðan
önnur jarðræktaraðferð var ekki reynd,
að eins til í hugsjónalífi manna og á
pappírnum. Sannleikurinn er nú sá, að
alla reynslu vantar enn þá í grasfræ-
sáningu og alla þar að lútandi innlenda
reynslu. Hið opinbera verður í þessu
að ganga á undan, leggja fyrsta stein-
inn svo stöðugan og vissan, að ofan
á hann megi hlaða óhult.
Eg veit ekki betur en að byrjað sé
á þessu, þar sem hr. garðyrkjufræðing-
ur Einar Helgason hefir látið sér mjög
ant um þess háttar tilraunir við til-
raunastöðina hér í Reykjavík. En það
verður nokkur ár þar til er þeirri til-
raun er lokið, svo á henni verði veru-
lega bygt, og hún skapi nauðsynlega
innlenda þekkingu í þessu efni. —-
Þar til full innlend reynsla er í þessu
fengin, verða bændur að halda áfram
í sama horfi, sem þeir hingað til hafa
haldið. Og að þúfnasléttunin, þótt léleg
sé, beri engan arð og sé verri en ekki
neitt, nær engri átt. En tímarnir krefj-
ast þess, að öðruvísi sé að farið, ef
hægt er, að öll störf í búnaðinum séu
framkvæmd af þekkingu, þannig, að
sem mest sé unnið með sem minstri