Norðurland - 06.12.1902, Blaðsíða 3
43
fyrirhöfn. Eg tel það víst, að flestir
búfræðingar lesi ritgerð hr. Björns Jens-
sonar með mikilli ánægju.
Það er gleðilegur vottur um framtíð
landbúnaðarins, að flestir beztu menn
þjóðarinnar eru farnir að hugsa um
hann, líta á hann sem undirstöðu fyrir
heill og velferð þjóðarinnar«. —
Um Eiðaskólan
er ritað af Austurlandi með síðasta
austanpósti:
»í skólanum eru nú 11 námssveinar,
6 í eldri deild og 5 í hinni yngri. Skól-
anum er heldur að fara fram, kenslu-
tækin betri og fullkomnari, túnið er
þriðjungi stærra og gefur af sér helm-
ingi meira af töðu en áður, útengi
bætt með vatnsveitingum og framræslu
og gefur af sér helmingi meira hey og
miklu betra. Að krónutali hefir skóla-
búið vaxið nærfelt um helming, síðan
1888 um vorið, er Jónas Eiríksson
tók við. Aðsókn að skólanum má kalla
mikla, því að ekki er hann stærri en
svo að geta rúmað 10—12 pilta.
Skólahúsið er nú fornt orðið og
afarþröngt; borða verður í kenslustof-
unum, og lítið sem ekkert húsrúm er
fyrir kensluáhöldin.
Nú veitir aðstoðarkennarinn einnig
tilsögn við jarðyrkjuna, og er sú til-
sögn fullkomnari, en þegar skólastjóri
var einn, og varð að gera það á
hlaupum.
Þótt segja megi, að alt gangi fremur
vel í skólanum, kreppir samt skórinn
að í fjármálum. Sífeld fjárþröng haml-
ar því ár frá ári, að skólinn geti veru-
lega hafið sig á það stig, sem hann
ætti að vera kominn á fyrir löngu
að hann geti gert ítarlegar tilraunir
í mörgu viðvíkjandi jarðrækt og kvik-
fjárrækt (t. d. kynbætur á alidýrum o.
fl.). Auðvitað hafa tilraunir verið gerðar
í jarðrækt og fjárrækt; en þær þurfa
að verða meiri og verulegar, og til
þeirra þarf mikið fé.«
Fóðurjurfarannsóknirnar.
Það lítur út fyrir, að menn séu
smátt og smátt að sannfærast um
gildi þessara rannsókna fyrir landbún-
aðinn. Jafnvel ritstjórn »Vestra« kemst
svo að orði í miður vingjarnlegum rit-
dómi, um grein Stefáns kennara Stef-
ánssonar í Búnaðarritinu »Um íslenzk-
ar fóður- og beitijurtir«: ». . . ná-
kvæm og áreiðanleg vísindaleg rann-
sókn á íslenzkum jurtum og fóður-
gildi þeirra er mjög mikilsverð og
þýðingarmikil fyrir kvikfjárræktina.«
Idk ummæli koma úr fleirum áttum.
Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir
Stefán Stefánsson að sjá það nú loks
viðurkent, og það jafnvel af mótstöðu-
mönnum sínum, að hann hafi haft rétt
að mæla.
Við síðustu kosningar var honum
fundið það til foráttu, sð hann hefði
þegið fé af landsjóði til þessara rann-
sókna.
Oss kæmi það ekkert á óvart, þótt
það síðar meir yrði honum hin mestu
meðmæli, að hafa sannfært þing og
þjóð um nytsemi fóðurjurtarannsókna
og framkvæmt þær, því þær verða
honum vafalaust til sóma og landinu
til mikils gagns.
Bæjarsfjórnarfundur
þriðjud. 2. des.
I kjörstjórn við bæjarstjórnarkosningar
kosnir: Vigfús Sigfússon og Magnús Krist-
jánsson.
Stefáni Nikulássyni veitt aðsetursleyfi.
Ákveðið að selja Lárusi Thorarensen lóð
undir hús austan við veginn suður og fram
af húsinu nr. 7 í Aðalstræti.
Ákveðið að selja frú Halldóru Vigfúsdótt-
ir og Sigríði Thorlacíus lóð fyrir utan hið
nýja Ooodtemplarahús.
Ákveðið að selja Sigtr. Jóhannessyni og
Jónasi Ounnarssyni viðbót við lóð þeirra.
Ákveðið að fá leikning og áætlun um
kostnað við að lengja barnaskólahúsið um
20 álnir, ineð því að bráðlega er þörf á
einum bekk þar i viðbót.
Samþ. beiðni frá Páli Jónssyni kennara
um launahækkun, 6 kr. uin mánuðinn
Samþ. að selja' B. Jónssyni lóðarspildu.
Að loknum fundi var '/2 Naustahólmi
boðinn upp til leigu til tveggja ára. Hæst-
bjóðandi Otto Tulinius kaupmaður fyrir
76 kr.
Kíghósti
gengur hér úti í fjörðunum og er skæður.
í Siglufirði eru dáin úr honuni 5 börn og
í Ólafsfirði önnur 5.
Læknarnir,
sem hér hafa legið í spítalanum, eru nú
svo vel á veg komnir, að Sigurður Pálsson
hyggur til heimferðar næstu daga og Ingólfur
Qíslason er farinn að fara í föt ofurlítið.
Einmunatíð
er nú á Norðurlandl. Sumarhiti síðustu
sólarhringa, en vindasamt. Bændur eru að
rista ofan af þúfum sínum og sumstaðar er
verið að grafa kjallara, með því að alls eng-
inn klaki er i jörðu.
Sama aflafregðan
sunipart vegna beituleysis, sumpart vegna
gæftaleysis. En töhiverður fiskur halda menn
sé í firðinum. í Svarfaðardal voru 30—40 í
hlut um síðustu helgi með saltaðri síld senr
beitu.
Mannalát.
Þ. 4. þ. m. andaðist hér í bænutn Sigur-
geir Sigurðsson (Þingeyingur), eftir alt að
árslegu í meinsemd innvortis, mesti dugn-
aðarmaður. Hann bjó nokkur ár á Ónguls-
stöðum og síðar á Möðruvöllum í Eyjafirði.
Hingað til bæjarins flultist hann fyrir eitthvað
5 áruin. Tvíkvæntur var liann, fyrst Qtiðrúnu
Sigurðardóttur frá Öngulstöðum, síðan Þóru
Sigfúsdóttur kaupmanns Jónssonar hér á
Akureyri, sem lifir mann sinti. Með fyrri
konunni eignaðist hann einn son, sent er í
Vesturheimi; með síðari konunni mörg börn,
og eru 3 þeirra á lífi.
Til hákarlaveiða
hafa þeir F. & M. Kristjánssynir og Bjarni
skipasmiður Einarsson sent skip sitt „Fönix"
þ. 1. þ. mán. Hér hefir þetta ekki verið
venja, þótt of mikil áliætta, þótt Siglfirðing-
ar hafi reyndar stundað hákarlaveiðar um
hávetur; mest mun það sanit hafa verið eftir
nyárið. Ágætir sjómenn eru á skipinu, og
þeir voru þess injög fúsir, að leggja upp í
ferðina.
Væn ær.
í haust átti Skafti bóndi Jóhannsson í Litla-
gerði þrevetra á, sem gekk ineð 2 dilka í
sutnar. Á mánudaginn fyrsta í vetri vóg
ærin 120 pd. og dilkarnir 136 pd. tii samans.
Eftir fjárverði í liaust hefði ær þessi gert,
með lömbunum, að minsta kosti 30 krónur
og eru það góðar afurðir á þessu ári.
Ær þessi átti með eldri ám í fyrravetur
og var aldrei niismunað. Hún bar sneinma
og í hríðunuin seint í maí lá hún úti flest-
ar nætur, en fekk að éta |rað, sem hún vildi,
af töðu einu sinni á dag.
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framliald.]
Vera má, að hið mikla starf, er hún
hafði færst í fang, hafi verkað á sál
hennar og spilt taugum hennar; nokkuð
var það, að hún fór að skjálfa, hvenær
sem hún heyrði hurðarmarr eða fótatak
í stiganum. Leyndarmálið, sem hún geymdi
svo vandlega, var henni þung byrði. Reiði-
legar vofur eltu það, þjáðu hana, hvisluðu
að henni orðum, sem henni brá svo við,
að það var eins og hjarta hennar ætlaði
að hætta að slá, og hún rak upp angistar-
óp. Fyrir kom það, að hún varð hálf-brjáluð
út af umhugsuninni um það alt, sem hún
hafði gert og ætlaði að gera. Aftur var
það hitt veifið, að hún kallaði sig spæjara
og hló að því. Hún var svo gerð, að henni
fanst það ekki annað en æfintýr, sem hún
hafði heyrt um það, hvernig menn drægist
upp í námunum og hve voðaleg rússnesku
fangelsin væru. Auk þess var hún kona,
og hver mundi fara að gera herlni mein ?
Hún ætlaði að segja, að þetta væri ekki
gert nema að gamni sínu, og þeir urðu
að trúa henni. Barnslegt sakleysið, er hún
sýndist bera utan á sér, haf ði svo oft kom-
ið henni að haldi, þegar hún var að ginna
Pál höfuðsmann til þess að láta uppi við
hana leyndarmál þau um kastalann, sem
vinir hennar í Lundúnum vildu borga svo
háu verði — með þessu sakleysi ætlaði hún
að fleyta sér alla leið. Hún hafði vafið utan
um líkama sinn hinum dýrmætu uppdrátt-
um og dagbókum, sem hún hafði svo mik-
ið fyrir að ná í, svo þetta var orðið eins
og partur af henni sjálfri. Hún sá í anda
birta af þeim degi, er voða-vofan yrði ekki
framar á leið hennar, er hún sjálf yrði kgm-
in inn á enskt heimili, er enskar hendur
vernduðu hana gegn hættum, og barnið,
er hún unni hugástum, gæti ávalt hjá henni
verið. Drengsins vegna ætlaði hún að af-
neita sjálfri sér og veita mótspyrnu hinni
nýju og Ijúfu hvöt, sem lifnað hafði hjá
henni þessa vetrarmánuði. Ilún þorði ekki
að kannast við það fyrir sjálfri sér, að
þessi hvöt væri ást til karlmanns, og að
hún hefði setið á svikráðum við ættjörð
þess manns og leikið sér að særnd hans.
Margt af þessu flaug henni í hug á því
augnabliki, er hún vaknaði og meðan hún
sat í stóra stólnum og virti fyrir sér hinar
forynjulegu ljós- og skuggamyndir í her-
berginu, eða hlustaði á brakið og stunurn-
ar 1' ísnum, sem nú var að Iáta undan hlýj-
unni síðustu febrúardagana og að missa
vald sitt yfir hafinu. Herbergi hennar var
í norðurarmi stjórnarhússins; sá armur
var úti á kastalaveggjunum, og þegar hún
færði gluggatjaldið til hliðar, sá hún stór-
kostlegan, hreyfanlegan flöt af skínandi
flekum; og hér og þar voru mishæðir, sem
glitruðu eins og gimsteinar. Sumstaðar sá
hún freyðandi öldur þeyta upp vatni, sem
aftur steyptist niður í fossum, svo tilbreyt-
ingarnar urðu jiúsundfaldar í túngsljósinu.
Vígi norðursundsins gnæfðu hrottaleg og
geigvænleg upp yfir þessa ísfleka. Marían
mintist langra sumardaga, sem þau Páll
höfuðsmaður höfðu dvalið í þessum heimul-
legu, státklæddu klefum; hún mintist þess,
hvernig hún hafði gengið eftir víggarðinum,
til þess að stíga hann og mæla, hve fíkin
hún hafði verið í tilsögn í stórskotafræð-
inni, hvernig hún hafði einmitt í þessu
herbergi skrifað svörin uppá spurningarn-
ar, sem vinir hennar á Englandi höfðu
fyrir hana lagt, í j>ví skyni að geta á þann
hátt keypt sér og barninu frelsi. Þetta
kvöld voru þessar endurminningar blandn-
ar óskiljanlegum dapurleik. Hún mintist
kjötkveðjuhátíðarinnar — þrjár vikur voru
liðnar frá þeirri vitleysu — og ástúðlegra
orðanna, sem þá höfðu verið við hana töl-
uð. Þrá eftir hluttekning, óstyrkleika-til-
finning, meðvitund um, að einn maður í
Krónstað að minsta kosti gæti komið roða
í kinnar hennar og eldi i augu hennar —
alt þetta jók á tilfinning hennar fyrir ein-
stæðingsskapnum. Hún stóð þarna í myrkr-
inu og sagði við sjálfa sig, að hún væri
alein. Svo varð hún skyndilega hrædd,
hún vissi ekki við hvað; sá voði kom upp
í huga hennar, að menn væru að gæta
hennar, að augu, sem hún sæi ekki, sterðu
á hana, jafnvel þegar hún væri alein í
sínu eigin herbergi, að ienhver maður
Nl.
væri rétt hjá henni og þyrfti ekki annað
en rétta frá sér höndina til þess að taka
á henni. Það var eins og blóðið storknaði
í æðum hennar við þennan heilaspuna.
Hún skjögraði að veggnum og sneri þar
tappa til þess að kveikja á rafmagnsljós-
inu; en hún sá ekki annað en herbergið
umhverfis sig. Hún var ein með ótta sinn,
hún gat hlegið að honum og gleymt hon-
um, eins og hún hafði gleymt honum hundr-
að sinnum áður, síðan er hún kom til Krón-
staðar.
Vingjarnlegt ljósið hjálpaði henni brátt
til að gleyma. Hún hafði tekið hendirmi
um hjartastað vegna hjartsláttar, en nú
lét hún höndina síga niður. Hún gekk
hratt fram að dyrunum og leit út í breið-
an ganginn. Þar var steinhljóð. Hún sneri
ánægð aftur inn í herbergi sitt. Það var
svo viðfeldið, þar var svo hlýtt og hún
var þarna ein. Allrasnöggvast ieit hún í
spegil, allrasnöggvast leit hún á Ijósmynd
af Dick, sem stóð borginmannlega uppi á
grind; svo lagaði hún á sér fötin, strauk
hárið og sagði við sjálfa sig: »Skyldi hann
koma í kvöld?« Hún vissi, að búist var við
henni niðri í salnum; eftir drykklanga stund
áttu brúðurnar að skipa sér sín á hvora
hlið henni, og halda í hendurnar á henni.
Hún vissi að hershöfðinginn sjálfur mundi
þá sitja í hægindastól, brosa til hennar
glaðlega og biðja liana að syngja enskan
ástarsöng. Ef til vill var Páll höfuðsmaður
væntanlegur, að störfum hans loknum. Ekki
var óhugsandi, að hann yrði eftir, þegar
hershöfðinginn yrði farinn inn í lesstofu
sína, og minti hana, ekki með orðum,
heldur með svip sínum og augnaráði, á
kvöldið, sem hún hafði lofað honum nokk-
uru, kvöldið, sem hann hafði snortið enni
hennar með vörum sínum, án þess að hún
aftraði honum.
Við þessa hugsun urðu kinnar hennar
rjóðari en áður. Hún gekk fram og aftur
um herbergið, og henni var orðið órótt.
Ef nokkur hefði tekið eftir henni þá, mundi
hann hafa sagt, að þarna væri sál, sem hefði
vald yfir öllum sinum gjörðum, og hann
mundi hafa furðað sig á því, að svo fallegt
andlit skyldi svo sjaldan líta í spegil.
Marian Best hafði litla hugmynd um
þau vopn, er náttúran hafði fengið lienni
í hendur. Þykt móleitt hárið hékk í fall-
egri óreglu um enni hennar og háls. Baldnir
lokkar komu fram við hverja hreyfingu. Hún
hafði klætt sig í flaustri, en fötin fóru henni
samt ágætlega. Hún hafði enga hringa á
fingrunum, en hvítar hendurnar voru því
fegurri.
Kirkjuklukkan sló átta. Marian fór loks-
ins út úr herbergi sínu til þess að fara
inn til »brúðanna« í dagstofunni. Hún var
nú alveg orðin laus við hinn kynlega ótta
sinn og hló að honum, þegar hún var komin
út á mjúka gólfdúkana og farin að gægj-
ast inn í herbergin, sem út að ganginum
vissu. Enginn maður var í norðurarmin-
um. I herbergjunum hafðist aldrei neinn
við og þar var dimt. Þegar hún var kom-
in fram hjá lesstofunni, þar sem Nikolaj
Stefanovitch gamli átti sinn allra-dýrmæt-
asta helgidóm, furðaði hana á því, að
dyrnar voru opnar, og að hún sá rauð-
leitan ljósglampa þar inni. Að eins einu
sinni, eftir er hún hafði komið í kastalann,
hafði hún dirfst að fara inn í þetta her-
bergi og rannsaka leyndardóma þess. Hún
vissi vel, að í bókaskápunum voru upp-
drættir og skjöl, sem hún hefði getað
fengið stórfé fyrir. Hún vissi, að þar voru
geymdir fjársjóðir, sem njósnarmenn höfðu
lagt líf sitt í sölurnar fyrir, án þess að
þeim yrði nokkuð ágengt.
Hún gekk aldrei fram hjá þessu her-
bergi, án þess hún fengi dálítinn hjart-
slátt. Ýmist hvíslaði djöfull óforsjálninnar
því að henni, að hún skyldi fara inn og
vita, hvað hún sæi, ýmist hvíslaði andi
hyggindanna því að henni, að þar inni
væri dauðans hætta á ferðum. Þetta kvöld
heyrði hún að eins rödd óforsjálninnar og
hy ggindin brugðust henni gersamlega. Löng-
unin til að fá enda bundinn á þetta alt sam-
an, að flýja frá Rússlandi, að verða frjáls
kona, varð svo rík í huga hennar, að hún
hugsaði ekki um neitt annað. Hún þráði
að heyra rödd Dicks litla í ensku sveit-
unum, sem hún unni svo heitt. Ut úr rnyrkr-
inu kom rödd, sem sagði: »Leitaðu, og þú
munt finna alt, sem þú vilt.« Hún vildi
ekki hlusta á þá rödd, og í hjarta sínu