Norðurland


Norðurland - 06.12.1902, Síða 4

Norðurland - 06.12.1902, Síða 4
Nl. 44 svaraði hún, að hún skyldi ekki framar sitja á svikráðum við ættjörð þess manns, sem hún unni hugástum. Og þetta rak hana frá dyrunum, en ekki mörg spor samt; því að rétt á eftir nam hún stað og hlustaði. Hún heyrði ekkert hljóð, og þá kváðu við aðrar raddir í huga hennar. Hún sagði við sjálfa sig, að þegar sumarið kæmi, yrði hún komin til Englands; þá mundi enska stjórnin verða búin að borga henni verk hennar, og þá mundi hún koma á fót handa sér heimili, þar sem hún og ástvinir hennar gætu komist fyrir. Svona stóð hún í ganginum og hikaði sig. Þögnin freistaði hennar meira og meira; hún var sannfærð um, að enginn maður þar í húsinu hugsaði um norður- arminn, að allir væru önnum kafnir í eld- húsunum niðri. Oviðráðanleg hvöt kom henni loks til að snúa aftur inn í her- bergi hennar. Hún tók skáldsagnabindi og lagði pappírsörk og blýant milli blað- anna. Svo tók hún í sig allan þann hug og dug, sem hún átti til, gekk rösklega og djarflega að herbergisdyrum hershöfð- ingjans og fór þar inn. Nú var hún í helgi- dóm hans og skuggar dauðans Iuktust ut- an um hana. 5» -Drengurinn minn.« Það leikrit er nú verið að leika hér á Akureyri, fyrir húsfylli þau kvöld, sem enn hafa verið ieikin. Leikurinn er í raun og veru ofviða fyrir viðvan- inga, sum hlutverkin mjög örðug og fjöldi fólks þarf að koma fram. Samt sem áður tekst þetta yfirleitt svo vel, að leikurinn er góð skemtun, og mun engan iðra að sækja hann — og það því síður, sem efnið í ritinu er fjöl- breytt og tilkomumikið. Ofsarok var hér í gær frá hádegi og fram yfir miðaftan, mesta hvassviðri, sem hér hefir komið síðan 20. sept. 1900, en ekki nærri eins mikið veður og þá. Skemdir hafa ekki orðið stórkost- legar hér í bænum, þær helztar, að bátur fauk á Oddeyri og ónýttist, járn fauk af þaki á suðurhlið á húsi Snorra kaupmannsjónssonar ogþakaf geymslu- skúr Ólafs G. Eyjólfssonar kaupmanns á Torfunefi. Þrfr bátar lögðu héðan á stað skömmu áður en veðrið brast á, en menn eru ekki verulega hræddir um þá, með því að sagt er, að lygn- ara hafi verið úti á firðinum. Strákapörum bólar ofurlítið á í þessum friðsama bæ. Snemma í vikunni var skotið höglum inn um glugga á húsi Þor- valds Davíðssonar rétt fyrir miðnætti. Hefir sennilega verið óviljaverk, en ótilhlýðileg skemtun í meira lagi að vera að skjóta í bænum í svarta myrkri um miðnætti. Freisting reynist það og fyrir ein- hver ungmenni að fást við þarfinda- húsin nýju; stundum er þeim velt út á götuna, stundum fram í sjó — og er ekki sem allra-virðulegust ánægja. X þóroddur Jörundsson. Miimingar stef. Horfi eg hljóður á helstirðan ná, myrk eru forlögin foldinni á. Horfi eg hljóður og hugsjúkur styn, hvert ertu horfinn, minn hugljúfi vin? Líkaminn liðinn er lagðnr í jörð; en alt er sem draumur, þó útför sé gjörð Ait er sem draumur; mín önd er svo þreytt, hver maður er minna, að mér finst, en neitt Því hvað á eg eftir, sem hvarf ei með þér? minnið sjálft mæðist, og með mér svo fer Tvítugur dóstu, og tvö árin þín nornirnar spunnu þitt náfarar-Iín. Vekja mér vonir þín valmenska og dygð; bráir af og birtir og blíðkast mín hrygð. Brosandi blíða frá bjartari strönd bjó þér í brjósti og brann þér t önd. Brosandi blíða frá bjartari heim, til guðs ertu genginn á geislanum þeirn. Sætasti friður í sárustu þraut, hann hefir fylgt þér í föðursins skaut. Styrkti þig stafur og studdi þig mund, sem hughreysti hug þinn að helfarar stund. Ljúfasta þolgæði Iýsti þinn beð; saklausri samvizku sofnaðir þú með. Hvað er í hehninum- harmur og kross, gagntaki allífið gæzkunnar oss? — Sætasti vinur minn, sofnaðu vel; Sólin guðs sigrar hið svartasta hel. Sólin guðs sigrar. í sálu þér bjó himneski neistinn. Og hvíl nú í ró! Vilhjálmur Benediktssorv Sögusafn Norðurlands, I. árg. Menn í nærsveitum, sem rétt eiga til pess, geri svo vel að vitja pess. í fjærsveitir verður pað sent með skipum í vor, og verða menn pá beðnir að vitja pess hjá póst- afgreiðslumönnum á verzlunar- stað sínum. Þar sem eg hefi í hyggju á næsta ári að breyta verzlun minni í „con- tant" verzlun og altsvo hætta öllum lánum, bið eg alla pá, sem skulda mér, og ekki geta borgað alt fyrir nýár, að semja við mig sem fyrst. Vextir verða teknir af skuldum nú við nýár. Eftir nýár ekkert lánað. Otto Tulinius. Gratulationskorf mikið úrval hjá Otto Tulinius. r Oskilakind með mark: stýft hangfjöður aftan bæði eyru, var seld hér í bænum s. 1. haust. Réttur eigandi vitji andvirðis hcnnar til mín að frádregn- um kostnaði. Bæjarfógetinn á Akureyri V12 1902. Kl. Jónsson. rSfíPantið þjá m skemt- unar. Oun nars Akureyrl */ A 1 ^ 6 „111. Fam.-Journal" 5 kr. árg. „Mön- ster Tidende" 2.40. „I ledige Timer" irg. 5.00. „Lexikon" 6 bækur pr 29.10. „Fremmed Ordbog" pr. 5.35 Kápur um blöð þessi og bækui frá 0.80-2.75. eir, sem enn hafa ekki greitt skuldir sínar til Höepfners verzlnnar, eru liérmeð ámintir að gera pað hið allra fyrsta. jVíunið eftir, að oextir oerða teknir af óloknum skuldum nú um áramótin. Joh. Christensen. Haustull er keypt háu verði við }(öepfners oerzlun. Cristallingarn ( Jíöepfners oerzlun. Rjúpur til sölu í Höepfners verzlun. Silkikögur með ýmsum litum á kvenslipsi í Höepfners verzlun. fbúðarhús, nýtt og vel vandað, er til sölu á Sauðárkrók til 1. maí 1903. I lúsið stendur við aðalgötu kaupstaðarins, og er pví mjög hentugt fyrir hand- verk eða verzlun. Söluskilmálar eru mjög aðgengilegir. Semjið munnlega eða bréflega við undirritaðan eiganda hússitis. Sauðárkrók 17. nóv. 1902. Jóh. Jóhannesson skósmiður. eir sem enn ekki hafa borgað skuldir sínar til Gudm. Efterfl. verzl - unar hér á staðnum, eða samið við undirrit- aðan um pær, áminnast hérmeð um að gera full skil nú fyrir áramótin; að öðrum kosti verð eg að beita lögsókn. Nema öðruvísi sé sérstaklega um samið, verða vextir teknir af óloknum skuldum við nýár. Jóh. Vigfússon. Trosfiskur fæst ltjá Jóhanni Vigfússyni. il Oudmanns Efterfl. verzl- unar komnar með „luge- borg" nægar birgðir af alls konar kornmat, lamp- ar og margt fleira. Perfekt Skilvindan. Pær einu egta frá Burmeister & Wain hvergi ódýrari en við Gudm. Efterfl. verzlun. Jóhann Vigfússon. Hák;arl. Ágætur Sigluneshákarl selst hjá Jóh. Vigfússyni. HAUSTULL keypt við Gudm. Efterfl.s verzlun, á 45 aura pundið. Akureyri 4. des. 1902. Jóh. Vigfússon. Hin nýja og endurbætta PERFECT‘ skilvinda er nú fullsmíðuð og komin í markaðinn. Nr. 00 skilur 130 pund á klukkustund, kostar 90 krónur - 0 - 150 - - — 100 - - 1 - 200 - - - 110 - Ennfremur eru til „I’erfect" skilvindur, sem skilja 500, Ó00, 800 og 1000 pund á klukkustund. „PERFECT“ er bezta og ódýrasta skilvinda nútíinans. Útsölumenn: Kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson, Reykjavík, Grams verzlanir, A. Ásgeirsson, ísafirði, Kristján Gíslason, Sauöárkrók, Sigvaldi Þorsteinsson, Akureyri, Magnús Sigurðsson, Grund, allar Verzlanir Örutn & Wulffs, Stefán Steinholt, Seiðisfirði, Friðrik Möller, Eskifirði, Halldór Jónsson, Vík. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar, Jakob Sunnlögsson Köbenhavn K. Páll Briem kaupir 1. árgang Lögfræðings fullu verði. Yfirlýsing. Öll þau ærumeiðandi orð, sem cg í ölæði talaði hinn 14. f. m. um real. stúd. Jónas Sveinsson á Sauðárkrók, lýsi eg hér með dauð og ómerk, og bið hlutaðeiganda fyrirgefningar á minni ósjálfráðu framkomu við hann nefndan dag. Sauðárkrók 3. okt. 1902. Stefán Guðmundsson. Vér mælum með SkandinavisK ExportKafFe Eldgatnla ísafold. F. Hjort & Co., Kjobenhavn. „Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð uin árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 ki. í öðrum Norðurálfulöndum, 11/2 dollar í Vesturlieimi. Ojaiddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosli (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamöt; ógild nema komin sé 11 ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.