Norðurland


Norðurland - 31.01.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 31.01.1903, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 19. blað. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 31. janúar 1903. > II. ár. Ifm huað er barist? Ljóslega virðist ætla að koma fram hér norðanlands, um hvað er barist. Það kemur eigi að eins fram í orði, heldur og í verki. Verkin eru ótvíræð, -og orðin eru eigi síð- ur farin að verða skilmerkileg. „Norðurland'1 hefir sagt, að bar- ist sé um kyrstöðu eða framfarir. Svo hefir verið reynt að fetta fingur út í orðið „kyrstaða", því haldið fram í því sambandi, að allir vilji einhverjar framfarir, og enginn vilji algerða kyrstöðu. Leir, sem gera sér slíkt að aðfinsluefni, virðast ekki átta sig á því, að „kyrstaða" er hlutfallsleg hugmynd. Enginn segir það ósannindi, að sólin standi kyr í samanburði við jörðina; samt er hún á hreyfingu. Að sínu leyti eins er talað um kyrstöðu hjá þjóðunum, þegar framfarabreytingarnar verða margfalt minni hjá þeirn en annar- staðar í heiminum. Oss hefir þótt stjórn vor nokkuð kyrstæð í þessum skilningi. Orðið Hi'haldsemi" er ekki sem fallegast orð, en ef það kostar ámæli um „ódrengskaþ" o. s. frv. að nota það ekki um landstjórn vora, þá er svo sem velkomið að láta ekki slíkt raska friðinum. Það er þá framfarir eða íhald- semi, senr um er barist. Þá er víst öllum gert til hæfis. Enginn mun neita því, að stjórn vor hefir verið ihaldsöm, að hún hefir ekki stutt þingið í framfaraviðleitni sinni og gert lítið sem ekkert til þess að efla framfarir í landinu, jafnvel reynt að hefta þær. Vilji andstæðingar vorir ekki viðurkenna þetta, sem liverju mannsbarni er kunnugt, þá munum vér reyna að sanna það. Hér á Norðurlandi kemur það sem stendur einna ljósast frarn á landinu, um hvað verið sé að berj- ast. Það kemur hér fram í verkinu, og á það verða ekki bornar brigður. Eins og kunnngt er, gaf Heima- stjórnarflokkurinn út stefnuskrá á síðastliðnu sumri og lofaði þar sér- staklega að styðja landbúnaðirm og efla mentun alþýðunnar. Nú er það alkunnugt, að Páll Briem amtmaður ber hvorutveggju þessi mál fyrir brjósti, svo að óhætt er að segja, að aðrir gera það ekki fremur á landinu. Hann hefir ritað meira en flestir aðrir til skýringar landbúnaðar- málum, og hve mikils tillögur hans eru metnar, má nreðal annars sjá á því, að landbúnaðarnefnd síðasta þings lagði þær algerlega til grund- vallar í álitsskjali sínu. Hann hefir verið helzti frumkvöðull að stofnun Búnaðarfélags íslands. Á búnaðar- þinginu 1901 rnátti fyllilega telja hann foringja þeirra manna, sem halda vildu í framsóknaráttina. Að hans tilhlutun var það t. d., að styrkur var veittur til utanfarar bún- aðarskólakennara og bænda, að ó- töldum nrörgum og mikilsverðum ráðstöfunum öðrum til eflingar bún- aðinum. Öllum er að meira eða rninna leyti kunnur sá skerfur, sem hann hefir lagt til umræðanna unr alþýðumentamálið — langveigamesti skerfurinn, sem nokkur íslendingur hefir til þeirra lagt — og sá eld- heiti áhugi, sem hann hefir á því, að það velferðarmál þjóðarinnar komist í sem æskilegast horf. Nú hefði mátt ætla, að Heima- stjórnarflokkurinn styddi að því af fremsta rnegni, að fá slíkan liðsmann á þing, enda enginn vafi á því, að sá hluti þess flokks, sem vill fram- farirnar, æskir þess af heilum hug. Samt er eftir áreiðanlegum fréttum annað í vændum. Þeir Lárus Bjarnason, Hannes Þor- steinsson og nánustu félagar þeirra í Reykjavík hafa sem sé tekið sér það bessaleyfi, að reyna í nafni Heima- stjórnarflokksins af fremsta megni að afstýra kosningu Páls Briems í Húnavatnssýslu. Fulltrúi þeirra þar, Árni Árnason í Höfðahólum, er nú líklega kominn á stað í þeim erind- um. Eftir fregnum með síðasta pósti, á framar öllu öðru að finna honum framkomu hans í kláðamálinu til for- áttu. Páll Briem hefir í því máli verið mestur framsóknarmaður landsins. Hann hefir lagt alt kapp á að fræða menn um það og fá stjórn og þing til þess að gjöra ráðstafanir til út- rýmingar fjárkláðanum. Loks lrefir hann ráðið hingað til lands fjár- kláðalækni O. Myklestad, sem hefir hina fylstu þekking á því máli, og áreiðanlega útrýmir fjárkláðanum al- gerlega, svo framarlega, sem ekki verður sú stjórn við völdin hér á landi, sem aftrar honum frá því. Hér kemur ljóst fram íhaldsemi þeirra Lárusar og félaga hans. Þeir vilja halda öllu í sama horfinu, einn- ig að því, er til fjárkláðans kemur. En vonandi blandast nú fáum hugur um það, að betra sé að losna við fjárkláðann, og sennilega verður það fáum torskilið, að það sé íhaldsemi að vilja halda honum við. Þjóðin ætti að vera búin að fá nóg af hon- um. Það kemur alveg eins fram í Húnavatnssýslu og Eyjafirði, um hvað er barist. í Húnavatnssýslu á að reyna að kotna að Jóni Jakobs- syni forngripaverði; í Eyjafirði Hann- esi Hafstein sýslumanni. Bæði þessi þingmannaefni eiga sannnerkt að því, að fylgi þeirra við núverandi landstjórn er engum vafa bundið. Fyrir þeinr báðum eiga bændur að víkja, Jósafat í I lúnavatnssýslu, Stef- án Stefánsson í Eyjafirði. Þá bænd- ur hefir enn í engu greint á við flokk sinn. En Lárus og félagar lrans óttast auðsjáanlega, að bænd- urnir fari að liugsa sig urn, þegar um það verður að tefla, að halda núverandi landstjórn við völdin og stjórnarfarinu í sama horfinu — um það og ekkert annað. Þess vegna á að fá í bændanna stað sýslunar- manninn úr Reykjavík og sýslu- manninn af ísafirði. Þeir bregðast ekki landshöfðingja né hugsjónum íhaldseminnar. Það er ekki sagt í lítilsvirðingar né ámælis skyni um landshöfðingja, að hann sé íhaidsamur maður. Estrup ogNellemann eru íhaldsmenn. Lands- höfðingi fylgdi þeim að málum og var jafnvel íhaldsamari en þeir í búnaðarmálum, mentainálum o. fl. Estrup og Nellemann eru mikilhæfir menn. Landshöfðingi er það líka. En hann er beinlínis ímynd íhald- seminnar. Sé hann ekki íhaldsmaður, þá er slíkur maður ekki til hér á landi. Og hann er þá ekki heldur til í öðrum löndum. Ekki er kunn- ugt um, að þar séu neinir menn til, sem alls engu vilja breyta. En hvar- vetna er samt viðurkent að íhalds- menn séu til. Og vér getum ekki með nokkuru móti varist þeirri hugsun, að íhald- semi hafi nú um stund nógu lengi setið að völdum hér á íslandi. Hún hefir ráðið lögum og lofum hér, síðan er þjóðin misti frelsi sitt, 1264. Þess vegna er komið sem kornið er. Nágrannaþjóðirnar hafa haft veru- lega framfarastjórn öðruhvoru. Og vér erum orðnir svo langt á eftir í mentun og atvinnumálum, að oss þykir tími til kominn eftir mörg hundruð ár að fá nú loksins ein- læga framfarastjórn, ogaðþví viljum vér vinna af fremsta megni. Hins vegar er það ekki nema eðlilegt, að þeir, sem vilja halda öllu í sama horfinu tiltölulega, lofi landshöfðingja, og reyni af öllum mætti að styðja þá, sem þeir vita, að muni veita honum fylgi. „Þjóð- ólfur" hóf upp merkið um nýárið, eins og „Norðurland" benti á í síðustu viku, skipaði landshöfðingja „í brodd fylkingar". Hér er farið að bóla á svipaðri viðleitni á prenti. En vilji þeir, sem það gera, sýna einlægni og drengskap í framkomu sinni, þá verða þeir jafnframt að kannast við það, að þeir séu að styðja íhaldsemina, framfaratregðuna, til valda hér í landinu. \ Veðurathuxanir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Ólaf Daviðsson. 1903. Janúar. Um miðjan dag (ld 2). Minstur h.! (C)ásólar-I hringnum o — > S Or- 3 >—I Hiti (C.) •3 XO KO 9é O §3 l C/) 1 O 4*: o Sd. 18. 75.0 -f- 1.4 0 0 -f- 2.2 Md.19. 75.8 -f- 2.8 0 5 -f- 5.o Þd. 20. 75.2 -f 6.6 SV 1 9 R -f- 4.o Md.21. 73.o -f- 0.4 S 1 10 R, S 2.i Fd. 22. 73.3 -1- 2.9 0 2 ~T~ 4.2 Fd. 23. 73.2 — 1.9 0 9 s -f- 5.o Ld. 24. 71.o -f- 2.8 S 2 5 s -7- 4.9 24. jan. kl. 9 stóð loftvogin á 71.i og er það mest loftþyngd síðan í voðaveðrinu 20. sept. 1900. Þá stóð loftvogin á 70.s. Deilur og drengileg barátta. Eftir Pál Briem. Eg ætla enn að minnast á, hvern- ig menn taka undir áskorun Akur- eyrarbúa, Þingeyinga og Vopnfirð- inga til blaðanna. Það, sem virðist hafa fest sig mest í hugskoti manna, er orðið fríður, og þetta er eðliiegt. Þegar menn heimta, að blöðin láti niður falla „deiiur út af þeirn mál- um, sem ráðið hefir verið til lykta eða menn orðið sammála um á al- þingi", þá finst mönnum afleiðingin sé sú, að alt eigi að detta í dúna- logn, engir flokkar eigi framar að vera til, alt eigi að vera tóm frið- semi. Leikur sér með ljóni Lamb í Paradís, segir síra Matthías. En hér á íslandi að minsta kosti er engin Paradís; ef menn eiga að gera sig að lömb- um og leika sér við íslenzku ljónin og refina, þá verða lömbin vægðar- laust rifin á hol og hið illa stígur í hásætið. Þessu rísa menn á tnóti. „Það getur nú orðið varúðarvert", segir vitur og góðgjarn merkismaður í ísafold, er hann minnist á áskorun Akureyrarfundarins, „að koma með eða halda ríkt fram alveg skilyrðis- Iausutn friðarkenninguin, meira að segja: það getur orðið beint ókristi- legt athæfi." Verzlunarstjóri Ólafur Davíðsson leggur það í áskorun Akureyrarbúa, að eftir henni ættu blöðin „að hætta alveg að skifta sér af pólitískum ágreiningsefnum fíokk- anna" og að eftir henni „megi eng- ar umræður eiga sér stað um þau lög, sem alþingi hefir samþykt. En það væri aftur sama sem að segja, að lögum megi aldrei breyta". Auð- vitað þykir honum áskoruuin vera „hreinasta lokleysa". Mér datt í hug, þegar jeg las þetta, æfintýri Andersens, þar sem ein fjöð- ur varð að fimm hænum. „Og það korn í blöðin og það var prentað og það er alveg satt." En skyldi eigi vera vegur að skýra áskorunina dálítið öðru vísi, svo að hún alls eigi geti leitt til „ókristilegs athæfis" eða verið hrein- asta lokleysa. Skyldi það eigi vera mögulegt, að menn hér norðan- og austanlands hafi af kurteisi við blöð- in átt með orðinu „deilur" við skamm- ir og rifrildi? Fyrir síðustu kosningar var eðli- legt, að menn deildu um framkomu sína í stjórnarskránnálinu með ákaía, en nú er það mál til lykta leitt og þess vegna er gersamlega gagns- laust að vera að „deila" um það. Annað mál, sem miklar deilur hefir vakið, en ráðið hefir verið til lykta, er bankamálið. Það er einnig gagns- laust að vera að „deila" um það. Það er vonandi, að áskoranirnar verði að ýtnsu leyti teknar til greina í þessu efni, og að öll hin betri blöð hætti rifrildi um þessi mál. Það er

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.