Norðurland


Norðurland - 31.01.1903, Síða 3

Norðurland - 31.01.1903, Síða 3
75 Nl. milda dóma yfir breiskleika annara manna, að þeir mundu þykja mjög harðir í munni þess manns, sem ekki vill vamm sitt vita. Og höf. verður ekki skilinn á annan veg, en að Geir- mundur sé í raun og veru bezti dreng- ur, og alt ólánið sé öðrum að kenna. Við þetta raskast alt siðferðislegt jafnvægi í sögunni, og það er ekki nema eðlilegt, að hugir tiianna rísi öndverðir gegn því. En þrátt fyrir þá miklu galla, sem óneitanlega eru á þessari bók, mega menn ekki missa sjónar á gáfunum, sem þar koma fram. Yfir frásögn höf. er stóreinkenni- legur, alveg frumlegur röskleikablær. Þetta mætti sýna með tilvitnunum í að kalla má hverja blaðsíðu bókarinn- ar. Vér látum oss nægja að benda á þessar línur: »Stundin var stutt. Brandur gat komið heim með lömbin, þegar minst varði. Þau stóðu við þilið hjá stofuglugganum, voru búin að átta sig á því, hvað þessi stund breytti lífi þeirra og lífsgleði mildð. Þau hlutu að skilja, slíta sambandið; kefja ást- ina og ástríðurnar. Þokumökkinn svifaði frá tunglinu, sem snöggvast. Þau hnigu hvort að öðru; varirnar mættust; augun störðu; drukku ást, angur og minningu; sorgfögur í skilnaðinum, saklaus og hrekk- laus á því andartaki. Svo lagði móðu yfir þau. Bólstur huldi aftur tunglið, tökunum var slept; tvö andvörp; hægt fótatak og marrið í hurðinni. Myrkur úti og inni. Is- ungin féll seint og jafnt; klakanálarnar silfruðu og svelluðu alt sem úti var, bæði menn og skepnur, barfenni, víðikjörr, kletta og haglendi. í bænum á Fossi niðaði nóttin; súginn af hráslaga loftsins lagði inn í dyrnar, inn göngin, fast að eldinum, sem smaug titrandi milli taðflaganna og reyndi til, rauður og reykrammur, að kveikja í þeim; niðurlútur við stritið, iðinn og þrásækinn við starfann.* Bókin er full af örstuttum lýsing- um og samlíkingum, jafnágætum eins og þessu, sem sagt er um eldinn í taðflögunum. Og sá óróleikur er yfir stílnum, að hugurinn er alt af á fleygi- ferð. Eitt leiftrið er rétt á undan þeim línum, sem nú hafa verið tilfærðar: »Gróu varð ekki svefnsamt þessa nótt; henni var ákaflega órótt í skapi; að hlaupa frá búi og börnum var jafn-óhugsandi og að hlaupa fáklædd út í brunafrost og stór- hríð.« Svona rita ekki aðrir en »heldri menn« bókmentanna. Yfirleitt er orð- færinu svo háttað, að það leynir sér ekki, að á pennanum hefir haldið lista- maður, sem gerir sér fullljóst, hvað hann hefir fyrir stafni. Hér og þar er skygnst mjög langt inn í líf mannanna. Sjálfsagt er óhætt að fullyrða, að bezt sé náð sambúð hjónanna á Fossi, Brands og Gróu. Hún er öll snildarleg, frá því er Gróa fer að taka út úr búð á laun við mann sinn, og þangað til hann finnur bréf Geirmundar til hennar og fær fulla vissu um, hvernig ástatt er. Og eg er ekki viss um, að nokkurum manni sé betur lýst í íslenzkum bókmentum en Brandi. Af öllu því, er mönnunum fer á milli, lætur höf. bezt að lýsa fáþykkj- unni, þegar óánægjan og tortrygnin urgar undir niðri, en er ekki farin að sjóða upp úr. Þar á móti tekst hon- um furðu-illa með ástatal elskenda. Það verður að væmnu, ófrumlegu orða- gjálfri. Fyrirtaksvel segist höf., þegar hann minnist eitthvað á dýr. Hrein snild er á ferðum, hvenær sem hann segir frá hest-um. Og einkennilega vel er að orði komist um lambærnar í eftir- farandi línum. »Geirmundur leit með ánægju yfir Iamb- ærnar sínar um vorið; þær voru feitar og frjálslegar, lömbin björt og bústin; féð hafði fjölgað að mun, þessi árin í Breið- holti, og nú voru sjö ærnar tvílembdar; hann hafði sérstaklega gaman af að færa þeim deigbita, .fiskroð og ugga, þegar hann gekk til þeirra, og þær voru vissar að þekkja hann; komu rásandi móti hon- um, teygðu fram álkuna og réttu sig hátt eftir matnum; lömbin stóðu ofurlítið frá, störðu á manninn og móðurina á víxl, hrædd og undrandi, spertu fram eyrun, stóðu í hálfgerðu hnipri hvert hjá öðru, viðbúin að hlaupa, ef háska bæri að, efi nokkuð óttaði þeim. Dálítinn spöl frá lá Vaskur milli þúfna, starði á Geirmund og stökk undir eins til hans, þegar hann bandaði hendinni og gekk burtu frá án- um; flaðraði og stökk upp um hann og reyndi tii að sleikja á honum hendurnar.« En höf. er ekki nærri eins leikinn í því að setja saman sögu, eins og að koma orðum að því, sem hann hefir athugað og vill lýsa. Það má næstum því svo að orði kveða, að sagan detti sundur í tvent. Kaflinn um Geirmund og Gróu hefir í raun og veru að kalla má engin áhrif á kaflann um Geirmund og Þuríði. Og óheillaatburðurinn í þinghúsinu, þegar Geirmundur verður nærgöngulastur við Þuriði, er ekki af neinni nauðsyn sprott- inn, er kemur fram í sögunni — ekki sprottinn af öðru sjáanlegu en rang- snúinni tilhneiging höf. til að draga fólk sitt niður í saurinn. — Bókin er eftir íslenzkum mælikvarða feykilöng — mun vera einum fjórða parti styttri en »EIding« Torfhildar Holm — og hefii orðið höf. ofviða, að því, er samsetninguna snertir. Auk þess eru margar hugarhræringarnar svo náskyld- ar hver annari, þar sem bókin er mestmegnis um ásta-þrengingar og drykkjuskap, að ekki er trútt um, að þær þreyti lesandann í jafn-löngu máli. Yfirleitt getur lesandinn naumast varist þeirri hugsun, að þessar góðu gáfur séu á glapstigum í þessari bók, sárgrætilegum glapstigum, sem eðli- legt er að mönnum gremjist og þeir taki sér nærri. En að hinu leytinu eru kostirnir svo ótvíræðir, hæfileik- arnir svo ómótmælanlegir, að menn trúa því ekki, að ekki sé von á ein- hverju betra úr sömu áttinni. E. H. S „Eyfirðingur“ einn, — sem vér þekkjum mjög vel, en hugðum sannast að segja, að teldi sig nógu mikinn mann til þess, og hefði fulla einurð á því, að setja við nafn sitt, þegar hann hælir vinum sínum og ámælir þeim, sem eru á annari skoðun en hann — hefir svarað ritgjörð »Norðurlands« »Kyrstaða og framfarir«. Hann neitar því, að reynt hafi ver- ið að fá kjósendur hér til að skuld- binda sig til að kjósa Hannes Haf- stein sýslumann; ekkert hafi verið gjört annað en lítilsháttar að grenslast eftir, hve margir fylgismenn H. væru. Svo hann treystir ekki konsúl J. V. Havsteen og sendimönnum hans til ann- ars en »lítilsháttar að grenslast eftir«, getur ekki hugsað sér að þeir beri við að spyrja menn, hvort þeir vilji þá lofa að kjósa H. H., ef hann komi. Alt bara lauslegar eftirgrenslanir, og engum ætlað að standa við neitt! Ójá! Það kann að mega telja ein- hverjum trú um þetta. En ekki »Norð- urlandi*. Málið skýrist. Ekki neitar »Eyfirðingur« því með einu orði, sem skýrt var frá í 17. bl. »Norðurl.«, að nokkur hluti Heima- stjórnarflokksins hafi gert tilraun til þess að koma landshöfðingja í ráð- gjafasessinn. Sýnilega hefir hann ann- aðhvort vitað það áður, eða tekið orð »NorðurIands« trúanleg, sem líka var alveg óhætt. í stað þess að fara nokkuð um það að þrátta, tekur »Eyfirðingur« þá stefnu, að leitast við að færa líkur fyrir því, að landshöfðingi mundi verða góður ráðgjafi. Svo langt eru þá umræðurnar komn- ar. Nú er málið óneitanlega óðum að skýrast, og verður vonandi kjósendum fullljóst fyrir kosningarnar í vor. Bæjarsfjórnarfundur. 27. janúar. Halldóri Halldórssyni, Haraldi Sigurðar- syni og Stefaníu Friðbjarnardóttur veitt að- setursleyfi í bænum. Vísað til skólanefndar beiðni frá ýmsum um að fá leikfimishús barnaskólans til leik- fimisiðkana. Þeir menn, sem beðið höfðu um grunna fyrir utan rauðu stólpana, fóru fram á það, að bærinn leggi til það grjót, sem þarf til þess að fullgera brautarkantinn, og vildu þá ganga að skilyrðum bæjarstjórnar. Beiðn- in feld. Tekið fyrir erindi frá bæjargjaldkera um, að löggæzlumönmun sé falið að útbýta út- svarsmiðum, og að laun hans séu hækkuð upp í 3°/o af innheimtum gjöldum. Sam- þykt að veita gjaldkera 300 kr. þóknun þetta ár, þannig að hann innheimti gjöldin eins og að undanförnu og sjái um útsend- ingu gjaldmiða á fullnægjandi hátt. Ákveðið að auglýsa starfann lausan frá næsta nýári og veita hann svo til þriggja ára. Ákveðið að kaupa snjóplóg frá Noregi fyrir nál. 125 krónur eftir fyrirmynd, er var til sýnis á fundinuin. Framlögð teikning og áætlun um hafnar- tn'yggju á Torfunefi. Bæjarstjórnin ákvað að byrja á bryggjunni í vor þannig, að eftir að bæjarstjórn hefir nákvæmlega tiltekið bryggjustæðið, láti hún fylla upp fram í fjöruna alt að fets dýpi um háfjöru, eins og teikningin sýnir, og var hafnarnefnd falið að hafa framkvæmd í málinu. Bæjarfulltrú- ar skulu láta uppi athugasemdir sínar við fyrstu hentugleika. Sé hægt að halda áfram verkinu í sumar frekara en uppfyllingu, skal það gert. í sambandi við þetta mál, kom fram álit frá hafnarnefndinni um, hvaða gagn væri að skipakví. Bæjarstjórnin væntir þess, að þilskipaeigendur taki málið að sér og heitir því sínu bezta fylgi. Ákveðið að færa útsvar Guðrúnar Krist- jánsdóttur niður í kr. 2,50. Auk þess skor- aði bæjarstjórnin á niðurjöfnunarnefnd að undirskrifa með nöfnum úrskurði sína eða láta formann gera það. Framkvæmdarmaður stórmikill er hr. Konráð Hjálmarsson í Mjóafirði. Gufuskip hefir hann keypt erlend- is, og átti von á því seint í þessum mánuði til Mjóafjarðar. Þegar það er tilbúið þar, á það að fara til Reykjavíkur með nokkuð margt fólk, og þaðan til ísafjarðar; í febrúar og marzmánuðum verður það að veiðum við djúpið með 5 bátum; í apríl og maí hefir það 6 báta, en yfir sumartímann fram í septeinber 7—8 báta. Einhvern títna í marz á það að fara vestan að norðan um land, og kemur þá hingað á Akureyri til þess að fá sér síld, ef hún verður þá fáan- leg. Héðan fer það austur. En svo þaðan suður til Vestmanneyja og í Eyrarbakkafló- ann [og verður þar að veiðum fram í maí. Um 20. maí á það að verða komið austur aftur sunnan að, og fara þá til vesturlands- ins. Koma aftur austur um miðjan júlí. Þá er búist við að nægur fiskur verði kominn í Héraðsflóann, eftir gamalli og nýrri venju, og hann afbragðsfallegur. 7 aðgjörðarmenn eiga að vera rneð skipinu, svo fiskimenn þurfi sem minst að tefja sig. Geymslurúm fyrir síld lekur um 60 tunnur og ísrúm samsvarandi. Skipið er um 100 fet á lengd, 2OV2 fet á breidd og 11 fet á dýpt. 34 menn geta sofið í því í einu. Kláðalækninga-kenslan. Á mánudaginn og þriðjudaginn var fór fram kláðalækninga-kensla hr. O. MyKlestads að Eyrarlandi. Fyrst hélt hann fyrirlestur um þekkingu manna á fjárkláðanum, hvernig hún hefði, smámsaman aukist; skýrði frá hugmyndum manna á fyrra hluta 19. aldar uin kláða- maurinn: að hann myndaðist af vessum, sem drægjust saman, þegar regn félli á hör- und kindarinnar. Talaði um sótthreinsun fjárhúsa og rannsóknir og ráðstafanir í Nor- egi, sem leitt hefðu til algerðrar útrýmingar fjárkláðans. Erindi sínu lauk hann á þá leið, að eftir því, sem sér virtist, mundu vera fylstu líkindi til þess að fjárkláðanum yrði útrýmt hér á landi, ef lík aðferð yrði við- höfð hér og í Noregi. Hr. Myklestad sýndi mönnum svo fjár- kláðamaur nærri fullþroskaðan, ásamt unga eitthvað tveggja daga göinlum, í sinásjá, er stækkaði 350 sinnum. Því næst sýndi hann mönnum kláða á kindum, tók svo kláða- maura úr kindunum, og lét að því búnu hvern einstakan nemanda reyna sig á því að leika það eftir sér. Þessir maurar voru svo skoðaðir í sterkum stækkunarglerum, sem sérstaklega eru til þess ætluð að skoða maura. Þá lét hann undirbúa böðun á þessum kindum og baða þær einu baði. Kindurnar voru hafðar niðri i baðinu 10 mínútur. Þrátt fyrir það, að kindurnar voru svona lengi niðri í baðinu, og höfðinu dýft niður algerlega tvisvar sinnum, voru þær hinar hressustu á eftir og enginn skjálfti sást á þeim. Þrjátíu og fjórir inenn sóttu tilsögnina. og voru úr öllum sýslum í Norður og Austurömtunum nema Austur-Skaftafells- sýslu; tveir voru úr Suður-amtinu. Á miðvikudaginn fór hr. Myklestad með lærisveina sína flesta, sem verið höfðu á Eyrarlandi, yfir í Kaupangssveit, var þar við baðanir miðvikudag og fimtudag, sýndi mönnum böðunaraðferðina og lét alla nem- endur skiftast á um að stjórna baðinu. Hann telur þessa menn hafa nú fengið svo núkla tilsögn, að þeir geti starfað sem kláðalæknar undir hans umsjón. í marzmánuði er í ráði að hafa aftur kenslu hér í kláðalækningum. „Rakalaus ósannindi" lýsir hr. Stefán Stefánsson í Fagraskógi þá sögusögn, er blað konsúls J. V. Hav- steens hefir flutt, að hann geri ekki kost á sér við næstu þingkosningar. Hann segist „verða einn meðal frainbjóðanda í Eyjafjarð- arsýslu, hverjirsem þeir svo kunna að verða," Orðið úti. Þriðja í jólum varð maður úti á Húsa- víkurheiði, milli Borgarfjarðar og Loðmund- arfjarðar, Jón Teitsson að nafni. Á nýársdag varð kona úti frá Miðhúsum í Eiðaþinghá, að því er haldið er, Anna

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.