Norðurland


Norðurland - 31.01.1903, Side 4

Norðurland - 31.01.1903, Side 4
Nl. 76 Pétursdóttir. Hún var ein í bænum og maður fann hana heirna á gamlársdag. Kn nýársdag var hun horfin. Hefir hún að líkindum farið að heiman um nóttina og ætlað til einhvers af næstu bæjum, en orð- ið þá úti, því veður versnaði seinni hluta nætur," segir „Bjarki". Lyfsalanum á Seyðisfirði, hr. E. Erichsen, hefir mishepnast með spirituskaup sín. Hann langaði til að kom- ast hjá því að greiða landsjóði toll af spiritus sínum, og fyrirrennari hans, hr. Ernst, hafði talið honum trú um, að það gæti honum tekist með því að kaupa er- lendis svo nefnda »Homöopathisk Arnica- tinctur* og nota hana sem spiritus; af henni þyrfti hann ekki að gjalda toll. Erichsen gerir þetta —og hefir það upp úr krafsinu, að hann fær enga útflutnings- þóknun í Kaupmannahöfn af þessari vöru, þar sem sú þóknun aftur á móti nemur 60 aurum af hverjum spirituspotti, og verður svo að greiða 80 aura toll af pott- inum hér á landi. Hann kvað telja sig hafa tapað um 760 kr. á þessari gróða-tilraun. Islenzkir sfúdenfar í Kaupmannahöfn hafa enn sungið í vetur í einni af samkvæmishöllum borgar- innar, og getið sér hinn bezta orðstír. Eitt af helztu blöðunum segir, að svo góðan söng fái menn ekki að heyra hjá dönskum stúdentum. Landar vorir í Khöfn eru að gera þjóð vorri mikinn sóma og gagn með þessum samsöngvum, sem þeir halda nú vetur eftir vetur, og fylsta á- stæða er til þess, að allir Islendingar séu þeim þakklátir. Mannaláf. Að Skútustöðum við Mývatn andaðist 10. f. m. Þuríður Helgadóttir, nær áttræð, f. 21. sept. 1823. Synir hennar eru þeir Arni Jónsson prófastur, Sigurður Jónsson í Yztafelli, Helgi Jónsson á Grænavatni og Hjálmar Jónsson á Ljótsstöðum. Auk þess lifa hana tvær dætur. »Hún var kona einkar skýr og fróð, hreinskilin, guðhrædd og umburðarlynd, vann fagurt verk sem kona og móðir í kyrþey og án alls yfir- Iætis.« Úr Aðaldal er »NorðurI.« skrifað 21. þ. m.: »Sum- arið komið aftur eftir V2 mánaðar vetur; ís að leysa af ám og vötnum. — í vikunni fyrir jólin sást útsprunginn humall hérna í landinu. Af Eskifirði er »Norðurl.« ritað 16. þ. m.: »Inndæl tíð til jóla. Þá brá til kulda; talsverður snjór kom og frost 5—10 stig, og hélzt það til þ. 13. þ. m. Þá kom hann sunnan og þ. 14. var ákaflega mikil rigning og rokstormur. Nú minni rigning, en sunnan- stormur, svo heita má orðið marautt upp í mið fjöll. Heilsa manna góð og fjárhöld.« Af Melrakkasléffu er »NorðurI.« ritað 14. þ. m.: »Héðan frá Norðuríshafinu er lítið að fréttu, annað en góða tíð og vellíðan manna. Sumarið var fremur kalt og spretta rýr og hey- fórði manna því lítill. En alt útlit er fyrir, að lítið þurfi að gefa. Frá höfuðdegi til jóla var bezta sumartíð, svo elztu menn muna ekki eins gott. Um jólaleytið gekk hann í hríðar, sem haldist hafa alt að þessu. En alt af hefir verið næg jöró, og sauðfé því gengið gjafalaust, og óvíða tekin lömb. Nú er komin sama blíðan og áður var, og allur snjór að hverfa. Svona viðrar hjá okkur hér á nyrzta tanganum. Eigendur »Ingu« létu bjóða upp leifar hennar nú í desember. Sagt, að þeir hafi skaðast á kaupunum. Agentar Biever-Iínunnar eru nú hér um slóðir að »smala«, en mun lítið verða á- gengt, því að sumir af þeim, sem flytja ætla til Ameríku á næstkomandi vori, ætla víst að fara með annari Iínu.« Samsöng hélt karlmannasöngfélagið Hekla í stóra salnum í Hotel Akureyri í gærkveldi undir stjórn Magnúss Einarssonar organista fyrir töluverðu fjölmenni, og var það mikið góð skemtun. Söngfélaginu til mikils lofs og öðrum til fyrirmyndar skal þess getið, að eingöngu voru sungin íslenzk ljóð. Þrjú af lögunum voru Iíka eftir íslenzka kompó- nista: »Heil og blessuð, Akureyri« (Magnús Einarsson), »Lýsti sól« (Svb. Sveinbjörns- son) og »Vornótt« (Bjarni Þorsteinsson). Að samsöngnum var góður rómur gerður. Kvenfélagið hér á Akureyri er að búa sig undir að láta leika »Vesturfarana« eftir Matth. Joch- umsson og »Hermannaglettur« eftir C. Hostrup. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald]. »Þetta er vel til fundið, hr. hersir«, sagði hann, og bar ört á. »Hvers vegna ættum við að láta þessa menn í Pétursborg vera að kvelja okkur, menn, sem ekki vita, hvað við eigum örðugt? Væri eg í hers- höfðingjans sporum, skýrði eg ekki frá neinu. En hann má til að vita um manninn með vissu. Veit hann þetta alveg fyrir víst? Þér segið það, og eg trúi yður. En eg vildi gjarnan sjá hann sjálfur.« »Þér skulu5 fá að sjá hann á morgun,« sagði Bonzo. Hann stóð nú upp og hnepti að sér vetrarfrakkanum. »En jafnframt verðum við að muna eftir því, hver ábyrgð á okkur hvílir, hr. höfuðsmaður. Hér er enginn liðsforingi, sem ekki á að skamm- ast sín fyrir, að þetta skuli hafa getað komið fyrir. Hér er enginn, sem ekki á að segja við sjálfan sig: Eg verð að gera skyldu mína. Eg veit, að þér hafið sagt það. Þér gerið skyldu yðar; þér Iátið yður ekki verða neitt á við keisarann, sem þér eigið að sýna hlýðni og ho!lustu«. Hann lagði mjög vingjarnlega handlegg- inn á öxlina á hinum unga manni. Það fór hrollur um Pál, þegar Bonzo kom við hann, og við orðin, sem hann hafði síðast heyrt, því að honum fanst, sem í þeim væri meira fólgið. Hann sagði við sjálfan sig, að í hjarta sínu væri hann þegar orð- inn Iandráðamaður, því að hann hafði þag- að yfir þessu mikla Iaunungarmáli, og átt svo örðugt með þögnina, að hún var hon- um sönn sálarþjáning. Þegar hann skildi við hersinn við dyrnar á veitingahúsinu, dönsuðu Krón- staðarljósin fyrir augunum á honum. Hita- ólga kom í blóð hans af sjálfsásökunum og efa og herti á göngu hans að her- mannaskálunum. »Á morgun vita þeir það«, sagði hann hvað eftir annað, »á morgun vita þeir það og þá byrja þjáningar hennar. Og hann gat enga hjálp veitt henni, hann gat alls ekkert gert, annað en hugs- að um ást sína til hennar og harmað þá ógæfu, sem hún hafði bakað sjálfri sér. Þeir, sem mættu Páli Zassulic á götunni þetta kvöld, sögðu, að hann hefði verið í göngulagi eins og drukkinn maður. Hann gekk fram hjá kunningjum sínum án þess að þekkja þá, eða hratt þeim önuglega til hliðar á gangstéttinni. Hér og þar lá við, að hann kæmist í illdeilur við menn. Lautinant einn mætti honum við stjörnu- turninn. Páll hratt honum til hliðar alveg hæverskulaust. Lautinantinn hljóp á eftir honum til þess að skamma hann; en Páll sneri sér þá við skyndilega, og í sama bili læddist lautínantinn burt. Betri skamm- byssuskytta var ekki til í Krónstað en hinn ungi stórskotaliðshöfuðsmaður, né leiknari skylmingamaður. Það var talin sæmd fyrir bæinn, hve fimur hann var. Áflogahundar forðuðust hann, og töluðu ekki um, að þeim þætti gaman að hitta hann, nema þegar þeir væru margir sam- an. Hann hafði sýnt hugrekki sitt í mörg- um mannraunum, og það var óhætt að reiða sig á það, sem hann hét mönnum. Ef menn hefðu nú getað séð, hvað honum var innanbrjósts, þegar hann gekk fram hjá þeim, þá hefðu þeir vitað, að í huga hans barðist hugrekkið og þjáning sjálfsávítun- arinnar, og að hann sagði við sjálfan sig: »Eg segi það um miðnætti, í dögun, fyrir sólsetur annað kvöld.« Hann átti jafnan vísa von á hjartanleg- um viðtökum í hermannaskálunum. En í þetta sinn gátu mennirnir, sem stóðu upp til þess að hleypa honum fram hjá, ekki annað en látið á því bera, hvernig hann væri ásýndum. »Eruð þér veikur, maður?« »Hver þremillinn! Þér hafið borið snjó framan í yður, Páll«. »Hann hefir verið að jagast við la petite og kemur hingað til þess að fá bót meina sinna«. Páll sneri sér að þeim, sem þetta mælti; það var lautinant með glott á vörunum. »Gerið þér svo vel að þegja; annars skal eg taka fyrir munninn á yður,« sagði hann. Lautinantinn laumaðist burt. »Það gengur ekkert að mér«, sagði hann svo, varpaði af sér kápunni og fekk sér glas af absint. »Ef nokkuð gengi að mér, þá væri það fyrir vínið hans Bonzo gamla. Eg hefi setið með honum og verið að drekka, skal eg segja ykkur«. Mennirnir litu skyndilega hver til ann- ars. Sumir yptu öxlum, aðrir fóru að sinna spilunum, sem þeir héldu á. Páll sneri sér að spilunum í vandræðum sínum. »Eftir hverju eruð þið að bíða«, sagði hann önuglega. »Ætlið þið að bera ykkur upp undan því, hvernig eg er ásýndum? Heyrið þið, Sergius og Karl, ætlið þið að sitja hér og sofa alt kvöldið?* Lautinantarnir, sem hann yrti á, stóðu upp af stólum sínum og settust þegjandi við spilaborðið. Þeir spurðu sjálfa sig, hvað að vini þeirra gengi. Óljóst lagðist það í þá, að enska stúlkan væri eitthvað við þetta riðin; en þeir voru of gætnir til þess að láta það uppi. »Eg vil hafa af þér peninga, Sergius, og lækna höfuðverkinn, sem eg hefi,« sagði Páll og var hávær, þegar vinur hans fór að gefa. »Höfuðverkur er æfinlega á ferðinni, ]>egar maður hittir Bonzo gamla síðdegis*. »Stundum hlýzt höfuðverkur af því að finna hann á morgnana«, sagði Karl og spilaði út. »Versti gallinn á þessum þöglu mönnum er sá, að menn eru alt af að spyrja sjálfa sig, um hvað þeir séu að hugsa, og það veldur höfuðverk. Og samt er hitt enn verra, að aldrei er unt að komast að því, hvað það sé í raun og veru, sem sé að kvelja mann. Eg þori að ábyrgjast, að fjandinn sjálfur gæti ekki staðið Bonzo gamla á sporði í neinum slóttugheitum! Hann getur lesið skjöl innan i vasabókum manna; eg veit, að hann hefir gert það. »Drakk hann bourgogne í kvöld?« sagði Sergius og rétti um leið nokkurar rúblur yfirborðið; auðséð var á svipnum, að spila- kappið var enn ekki komið í hann. »Eg forðast hann, þegar hann drekkur bour- gogne; þá er hætta á ferðum. En kampa- vín er friðarmerki. Hann hefir jafnvel klappað mér á öxlina eins og taminn björn, þegar hann hefir verið búinn að drekka kampavín.« »Mönnum verður ekkert klappað á öxl- ina á morgun«, sagði einn, sem var að horfa á spilin hjá hinum. »Þið hafið víst heyrt, að hann hefir fengið fréttir frá stórfurstanum; að minsta kosti er það sagt; við fáum allir að kenna á þessum uppdrætti, sem hefir verið sendur til Lund- úna«. Sergins hló; en Páll hélt áfram að horfa á spilin sín. »Eg verð að segja fyrir mitt leytí«, sagði hinn enn fremur og kveikti í vindl- ingi, eins og honum stæði á sama um þetta, »að eg trúi ekki neinu slíku. Ein- hver hefir leikið á Englendinga, og svo kemur þessi rekistefna niður á okkur fyrir bragðið. Eins og kvenmaður —« »Kvenmaður!« tók Páll fram í og leit upp fljótlega. »Já, hafið þér ekki heyrt það? Það er sagt, að það sé kvenmaður, sem hefir búið til uppdráttinn. Á því er enginn vafi. Okkar menn hafa ekki verið aðgjörðarlausir í Lund- únum, og þeir eru sannfærðir um, að kven- hönd sé á skjalinu. Það má telja einhverj- um öðrum trú um þetta en mér«. HáKarl. Ágætur Sigluneshákarl selst hjá Jóh. Vigfússyni. PerfeKí Skilvindan. Þær einu egta frá Burmeister & Wain hvergi ódýrari en við Gudm. Efterfl. verzlun. Jóhann Vigfússon. Trosfiskur fæst hjá Jóhanni Vigfússyni. Þrjú naut, vel feit, verða keypt um miðjan tnarzmánuð næstkom. og eftir þann tíma verða naut keypt öðru hvoru í alt sutnar. Geta þeir, sem kynnu að vilja selja, samið við undirritaðan. Akttreyri 27. jan. 1903. Jóh. Vigfússon. Verkaður saltfiskur smár, ódýr í Höepfners verzlun. Hákarl vel verkaður fæst við Höepfners verzlun. Talsvdrt af skótaui fyrir kven- fólk í Höepfners verzlun. •. . •. . p. .*. .•. • •. t. • Undan JöKli. Sendið mér kr. 14.50 í pen- ingum og eg sendi yður á hverja höfn, sem strandbátarnir koma á, eina vætt af góðum harðfiski, yður að kostnaðarlausu. Engin pöntun afgreidd, nema borgun fylgi jafnframt. Ólafsvík 1. jan. 1903. C. F. Proppé verzlunarstjóri. “4* • ‘é* # *•*¥*•*¥* V *• *•* *i* • *4* *¥* • *•**• I búðarhús með fjósi, ltlöðu, stórum matjurtagarði o. fl. er til sölu í vor í Fjörunni. Ritstjóri vísar á. 4. blað af 2. árgangi og 47. blað af 1. árg. »Norðurlands« eru þeir beðnir að endursenda með fyrstu ferð, sem kunna að hafa eiithvað óseltaf blaðinu. „Norðurland** kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur rnikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.