Norðurland - 21.02.1903, Side 3
+
Húsfrú Ouðrún Sigurðardótiir
á Möðruvöllum í Hörgárdal,
kona Stefáns Stefánssonar eldra
á Möðruvöllum, lézt kl. 10 í
gærmorgun úr lungnabólgu
eða afleiðingum hennar, rúm-
lega sjötug að aldri. — Æfiat-
riða þessarar merkiskonu verð-
ursíðargetiðnánarhéríblaðinu.
því, að hver þurfandi maður fengi
bráðabirgðastyrk þar, sem hann er
búsettur, en svo sé öllu fátækrafram-
færinu jafnað niður á stór svæði t. d.
sýslu hverja.
Það mætti líka benda á þá aðferð,
að enginn hreppur væri skyldugur að
leggja meira fram til fátækrafram-
færslu, en eitthvað ákveðið fyrir hvern
verkfæran mann, hvert lausafjár hundr-
að og hverja krónu í skattskyldum
tekjum; en hrökkvi það ekki til, sé
því, sem til vantar, jafnað á sýsluna.
En með því fyrirkomulagi hlytu allir
að eiga framfærslurétt f einhverjum
sérstökum hreppi; en aðalgallinn á
þvf er aftur flutningur manna af einu
landshorni á annað. -—
Upp á þvf hefir verið stungið, að
þurfamenn skyldu framfærast þar, sem
þeir hefðu dvalið lengst á árabilinu
frá 16—60 ára; þvf var jafnvel hald-
ið fram, að þetta mundi að mestu
leyti koma í veg fyrir fátækraflutn-
inginn. Þó það fyrirkomulag sé tals-
vert betra en núverandi ástand, þá
getur komið fyrir, að maður, sem
eftir núgildandi lögum væri orðinn
sveitlægur í einum hreppi, yrði með
því fyrirkomulagi að flytjast langa leið,
ef hann vinnur fyrst t. d. 24 ár í
fæðingarhreppi sínum en 20 ár í öðr-
um hreppi. En komið getur það fyrir,
að menn vinni sér sveitfesti með 1—2
ára dvöl, strax eftir 16 ára aldurinn.
Það virðast vera aðaðlatriðin í fá*
tækramálinu, að fátækraframfærslan
komi sem jafnast niður á landsmenn
og að sveitfestisákvæðin verði svo
skýr, að girt verði að mestu fyrir
deilur þær, sem orðið hafa hreppa á
milli út af þurfamönnum.
I
Stefnuskrárnar.
í síðasta hefti »Eimreiðarinnar« hefir
dr. Valtýr Guðmundsson ritað grein
um stefnuskrár þingflokkanna frá síð-
asta þingi. Því er þar haldið fram, að
sá mikli munur sé á þeim tveim skjöl-
um, að í stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins sé framförunum haldið fram, en
hin — Heimastjórnarflokksins — sé
afturhalds-stOnuskvii.
Þetta er mjög fjarri þeirri skoðun,
er »Norðurland« hefir uppi látið, frá
því er stefnuskrárnar voru birtar og
fram á þennan dag. Og vér verðum
afdráttarlaust að láta þess getið, að
ritgjörð dr. V. G. hefir ekki breytt
skoðun vorri.
Aðaleinkennið á báðum þessum
stefnuskrám er það í vorum augum,
að þær fara báðar jafn-eindregið í
framfaraáttina, enda vitum vér ekki
betur en einmitt framfaramennirnir
í Heimastjórnarflokkinum hafi samið
stefnuskrá þess flokks.
87
NI.
3. Hulda Laxdal, Akureyri.
4. Jónína Eyjólfsdóttir, Akureyri.
5. Lovísa Agústsdóttir, Siglufirði.
6. Ólöf Sigbjarnardóttir, Ytra-Nýpi,
Norður-Múlasýslu.
7. Sofffa Jóhannesdóttir, ísafirði.
8. Þuríður Einarsdóttir, Reykjahlíð,
Suður-Þingeyjarsýslu.
I skólanum eru nú fleiri stúlkur en
verið hafa, síðan fyrirkomulagi hans
var breytt þannig, að stúlkur fá ekki
að vera styttri tíma en alt skólaárið
og verða að taka þátt í öllum náms-
greinum, sem kendar eru. Þetta virðist
bera gleðilegan vott um, að mönnum
skiljist æ betur og betur, að eins til
tveggja mánaða vera á skóla sé oft
og tíðum að eins til að eyða tíma og
peningum, en að námstíminn ætti þar
á móti að vera minst 2 vetur, eins og
gert er ráð fyrir hér við skólann.
í vetur hafa fyrirlestrar verið haldn-
ir öðru hvoru fyrir námsmeyjum : í sögu,
(skólstjóri J. A. Hjaltalín), landafræði
(kennari St. Stefánsson) og heilsufræði
(læknir Steingr. Matthíasson) og verður
þeim haldið áfram.
H. Árnadóffir.
5»
Pólifískur fundur.
Laugardaginn þann 14. þ. m. hélt sýslu-
maður Kl. Jónsson fund með kjósendum í
Svarfaðardal. Fundurinn var haldinn í þing-
húsi hreppsins, og mættu þar yfir 60 manns.
Sýslumaður skýrði þar fyrir kjósendum, hversu
árlðandi væri að kjósa nú á þing þá menn,
er framfylgdu af alhug þeim málum, sem
að sjálfsögðu hljóta, auk stjórnarskrármáls-
ins, að verða á dagskrá næsta þings, svo
sem mentamál og atvinnumál latidsins. Svo
virtist, sem allir fundarmenn væru einhuga
í því, að kjósa á þing sýslumann og Stefán
Stefánsson í Fagraskógi. Enginn af þeim,
sem á fundinum mætti, lét í ljós, að hann
væri fylgjandi Hannesi Hafstein til þing-
mensku fyrir þetta kjördæmi.
Kaupfélag Svalbarðseyrar
hélt fund í Fagraskógi um síðastliðna
helgi. Fundurinn stóð 3 daga. Kaupfélags-
stjóri Friðbjörn Bjarnarson á Grýtubakka
var endurkosinn og starfslaun hans færð
upp í 1000 krónur úr 700 krónum.
Um Hólaskóla
hafa nú sótt 23 nýir, auk þeirra 12, sem í
skólanum eru í vetur. Urn aukakensluna í
vetur, handa unguni bændum og bænda-
efnurn, hafa sótt 40. Vegna þessara miklu
aðsóknar er fyrirsjáanlegt, að húsrúmið verð-
ur of lítið. Fyrir þvl er ákveðið að láta gera
við baðstofu, búr og eldhús í Nýjabæ, sem
stendur rétt hjá skólahúsinu, svo að unt
verði að taka á móti nemendum.
og lagðist I köf. Fór þá að bera á því, að
hann hafði undarlega fjarsýni og framsýni.
Sá hann atburði, er gerðust fjarri honum,
og sagði frá þeim á sömu stundu. Einnig
sagði hann fyrir óorðna hluti, og þótti margt
ganga furðu nærri því, er hann spáði. Fyrir
fáutn árum fórst maður á Vaðlaheiði á þann
hátt, að hann hrapaði niður I gil og beið
bana af. Hallgrímur var þá að heimili sínu,
Völlum; sama kvöldið, er slysið vildi til,
mælti hann upp úr þurru á þá leið, að
ósköp væri að sjá þetta, það væri maður að
hrapa á Vaðlaheiðinni. Hann sagði og, að
maðurinn hefði beðið bana af fallinu. Eld-
inn mikla á Akureyri sagði hann fyrir, og
hagaði eldurinn sér mjög á þann veg, sem
hann hafði sagt að verða mundi. Fleira
mætti tilfæra því til sönnunar, að Hallgrímur
heitinn hafi á síðustu árum æfi sinnar verið
fjarsýnni og framsýnni en alment gerist.
Dáinn er tómthúsmaður Benedikt Ólafs-
son á Akureyri, einn af elztu borgurum
bæjarins, hafði lengi verið heilsulítill, en
talinn duglegur maður á yngri árum og
jafnan vel látinn.
Einnig er dáinn fóhannes fónsson á Hrana-
stöðum I Eyjafirði, er þar bjó lengi ágætu
búi og mörgum er að góðu kunnur. Hans
verður nánar minst síðar í „Norðurl.".
í gærdag andaðist hér I bænum merkis-
konan ekkjufrú Margre't Halldðrsdðttir, systir
cand. Jóhannesar Halldórssonar hér I bæ,
prófasts Daniels Halldórssonar á Hólmum
og þeirra systkyna. Hún var hátt á áttræðis-
aldri.
Æfintýri á gönguför
hefir verið leikið einu sinni nú I vikunni
I leikhúsinu hér.
Tíðarfar
óstöðugt, enda allkvefhætt og kvillasamt
hér um slóðir.
Brauðgerðarfélag
Akureyrar hélt 2. aðalfund sinn í gærdag.
Reikningar voru fram lagðir fyrir það 6
mánaða tímabil, sem félagið hefir starfað,
og skýrslur gefnar um atvinnurekstur þess.
Ákveðið var, að af ágóða félagsins skyldi
borga hluthöfutn 5% vexti fyrir síðastliðið
ár.
Stjórn og endurskoðendur voru endur-
kosnir, þeir sem verið hafa frá stofnun fé-
lagsins: framkvætndarstjóri kaupmaður Frið-
rik Kristjánsson, fulltrúaráð sýslumaður Kl-
Jðnsson, kaupmaðnr Snorri Jðnsson og kaup-
maður Þorv. Davíðsson; endurskoðendur
bankastjóri Júlíus Sigurðsson og kaupmaður
Magnús B. Blöndal.
Fundurinn samþykti sölu nokkura hluta-
bréfa, setn gengið höfðu kaupum og sölum,
og virðist eftirsókn eftir hlutabréfum félags-
ins nú fyrir ákvæðisverð.
Það leynir sér ekki, að báðir þing-
flokkar, allir þingmenn á síðasta þingi,
framfaramenn og íhaldsmenn, haa litið
svo á, sem framfarahugurinn sé svo
ríkur hjá þjóðinni nú, þegar þjóðræð-
ið er loks viðurkent að fullu, að ekki
eigi við að bjóða Islendingum annað
en framfara-stefnuskrá.
Þessu á, að vorri skoðun, að minn-
ast með eindregnum fögnuði. Hvernig
sem afstaða manna er til þingflokk-
anna, á að kannast við þetta sem
sögulegan, ómótmælanlegan viðburð,
og hann stórmerkilegan. Stefnuskrár
þingflokkanna sýna hámark framfara-
öldunnar hér á landi, eins og hún
hefir enn verið. Hamingjunni sé lof
fyrir þær báðar. Það er enginn hægð-
arleikur að taka aftur þau framfara-
orð, sem þar hafa verið töluð.
Alt annað mál er það, að vér trú-
um ekki öllum jafn-vel til þess að
koma þeim framförum í framkvæmd,
sem þingflokkarnir hafa heitið í þess-
um stefnuskrám. Vitaskuld skiftir það
eitt út af fyrir sig engu í vorum aug-
um, hvorn þingflokkinn menn hafa
hingað til aðhylst. Hin gömlu deilu-
mál flokkanna eru útkljáð. En vér
höfum enga trú á því, að þeir menn,
sem alla sína æfi hafa verið íhalds-
menn að eðlisfari og sannfæring, fari
alt í einu að verða framfaramenn fyrir
það eitt, að þeir skrifa undir fram-
faraskjal.
í stað þess að vera að leita að
afturhalds-tilhneigingum í verulegu
framfaraskjali — eins og stefnuskrá
Heimastjórnarflokksins — eigum vér
nú að athuga, frá hverjum mönnum
von er á framförum fyrir þessa þjóð,
og frá hverjum er von á íhaldi og
framfaratregðu. Eftir því einu eigum
vér að haga oss á kjörfundunum í vor.
Námsrneyjar
I kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri.
Nöfn eftir stafrofsröð.
1. deild.
1. Aðalheiður Gísladóttir, Akureyri.
2. Aldís Einarsdóttir, Stokkahlöðum,
Eyjafjarðarsýslu.
3. Brynhildur Jósefsdóttir, Akureyri.
4. Dýrleif Pálsdóttir, Möðrufelli, Eyja-
fjarðarsýslu.
5- Guðrún Björnsdóttir, Skeiði, Barða-
strandarsýslu.
6. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Hjaltadal,
Suður-Þingeyjarsýslu.
7. Helga Hallgrímsdóttir, Akureyri.
8. Jóhanna Ólafsdóttir,Hjalteyri,Eyja-
fjarðarsýslu.
q. Karítas Traustadóttir, Garði, Suður-
Þingeyjarsýslu.
10. Pálína Magnúsdóttir, Hraukbæjar-
koti, Eyjafjarðarsýslu.
11. SesselíaEggertsdóttir,Ytra-Krossa-
nesi, Eyjafjarðarsýslu.
12. SigríðurTraustadóttir.Garði.Suður-
Þingeyjarsýslu.
13. Stefanía Gfsladóttir, Steinsstöðum,
Eyjafjarðarsýslu.
14. Svafa Hermannsdóttir, Syðri-Varð-
gjá, Eyjafjarðarsýslu.
15. Svafa Hansdóttir, Akureyri.
16. Þórdís Árnadóttir, Litladal, Eyja-
fjarðarsýslu.
2. deild:
1. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Mikla-
garði, Eyjafjarðarsýslu.
2. Hólmfríður Ingimundardóttir,
Brekku, Norður-Þingeyjarsýslu.
Samsonsmálið
var dæmt í héraði á gamlársdag á
Patreksfirði, af Halldóri sýslumanni Bjarna-
syni, er var skipaður setudómari í því,
með þeim hætti, að ýms meiðandi um-
mæli og aðdróttanir í bréfi frá Hannesi
sýslumanni Hafstein til amtmanns út af
kæru Samsons kaupmanns Eyólfssonar á
hendur honum voru dæmd dauð og ó-
merk, sýslumaður sektaður um 20 kr. (vara-
hegning 6 daga einfalt fangelsi) og dæmd-
ur til að greiða 30 kr. í málskostnað. Mál-
inu verður áfrýjað.
Mannaláf.
Nýlega andaðist Hallgrímur Þórðarson á
Völlum I Eyjafirði, nær því 83 ára gamall,
fyrrum bóndi 1 Gröf I Kaupangssveit. Hall-
grímur heitinn var á yngri árum talinn
hraustmenni mikið, harðger og duglegur.
Fyrir nokkurum árum varð hann blindur
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
í bili milli gluggatjaldanna gat hann
greint hengilampann og gyltan speg-
ilinn, þar sem Marian hafði raðað ljós-
myndum sínum. Einu sinni sá hann hana
ganga hratt fram hjá glugganum. Hann
langaði helzt til að kæra sig kollóttan um
öll hyggindi, til þess að geta fengið að
tala við hana enn einu sinni, áður en hún
sofnaði. Hann gisti í húsi kastalastjórans,
því að hann var í herstjórnarráðaneytinu;
samt var hann lengi að taka í sig hug
og dug, til þess að fara inn eða reyna
að fá vitneskju um, hvað Bonzo hefði
gert. Ljósglætan, sem lagði út frá glugga
ensku stúlkunnar, var í hans augum eins
og lampi í einhverjum helgidómi. Hann
kvaldi sig með þeirri hugsun, að Marian
svæfi þar, en dómarar hennar stæðu ógn-
andi fyrir aftan hana. Hann hugsaði um