Norðurland


Norðurland - 21.02.1903, Síða 4

Norðurland - 21.02.1903, Síða 4
Nl. 88 það, hve mikla fegurð hun hefði til að bera og blíðu og aðlaðandi metnað. Hann sagði við sjálfan sig, að þeir mundu merja þennan metnað sundur undir fargi þján- inga og smánar. Með andstygð og hryll- ingu minntist hann þeirrar grimdar, er verðir rússneska hliðsins gátu beitt, jafn- vel við börn sín, þegar þeim var hegnt. Þeir ausa yfir hana svívirðingum, sem ekki verður orðum að komið, sagði hann við sjálfan sig. Hann sá í anda, hve kinnfiska- sogið þetta barnsandlít yrði, eins og and- lit á konu, sem sorgin og sálarþjáningar hafa merkt með hrukkum sínum. Hann vann þess dýran eið, að hann skyldi bjarga henni, jafnvel þótt hann ætti sjálfur að bera byrðina með henni, og um leið og hann vann þann eið, bölvaði hann sínum eigin vanmætti og jafnvel einkennisbún- ingnum, sem hann var í. Mjöllin lagðist yfir jörðina hægt og hægt, því að nú var orðið kyrt, svo að öll hljóð heyrðust glögt, nema fótatak mannanna. Páll tók eftir því, að ljós var fært fram og aftur í hinu mikla húsi, en hann gat ekki orðið þess var, að neitt sérstakt vær á seiði. Af lampaljósinu í herbergi stúlk- unnar réð hann það, að ekkert hefði enn hent hana. Hann gat gægst inn um glugg- ana í herbergi hershöfðingjans og sá Bonzo gamla standa þar við skrifborðið. Hann þóttist sjá, að hersirinn væri að bíða eftir einhverju þolinmóðlega, og við það varð honum hughægra. í kvöld verður það ekki, sagði hann við sjálfan sig; ef til vill verð- ur ekkert úr því. Hvernig eiga þeir að geta komist að því, að það sé hún, þó að þeir viti, að það sé kvenmaður, sem búið hefir til uppdráttinn? Ef þeir hefðu fengið nokkura greinilega fregn, þá svæfi hún ekki nú í rúminu sínu, þá væri hún-------- Hann boraði hælunum niður í snjóinn, meðan hann var að leggja út í að hugsa um þetta. Hann réð það af að standa ekki þarna á verði lengur. Hann var hræddur um, að eftir sér kynni að verða tekið og verðirnir mundu fara með einhvern þvætt- ing. Bonzo gamli gat hitt hann í garðin- um, þegar hann sneri aftur til hermanna- skálans, og hann gat ekki hugsað sér aðra óánægju meiri en vekja tortrygni í huga þess járnkarls. Sá ótti rak hann svo að lok- um inn í húsið; en nauðugur fór hann það. Herbergi hans var í norðurarmi hússins, nokkuð langt frá hennar herbergi, en þó ekki lengra en svo, að hann heyrði marrið í hurð hennar, þegar dyrunum var lokið upp eða Iokað. Áður en hann fór inn í sitt herbergi, Iæddist hann inn í endann á ganginum og Iagði þar við hlustirnar ofurlitla stund til þess að ganga úr skugga um, að hún væri sofnuð. Svo staldraði hann við eitt augnablik fyrir utan herbergi hershöfðingjans, fór því næst að hátta, þreyttur og örmagna, lá lengi og hlustaði eftir, hvort hann heyrði nokkuð til Bonzos gamla, og beið þess að svefninn legðist yfir hið mikla hús. Ljós var ekkert í herbergi hans, þegar hann kom inn í það, og hann hafði ekki heldur kveikt. Glampandi snjóbreið- an varpaði tunglsgeislum frá sér og þeir voru eins og dýrðlegir lampar, sem breiddu yfir ait blíðlegan ljóma. Hann fagnaði þeim og honum fanst þeir tala um hvíld og svefn og endurnæringu fyrir sálina. Honum fanst þeir leika um andlitið á henni, sem hann unni, setja gullkórónu á hvítt ennið á henni og kyssa hana á augun. Þegar svefninn Ioksins miskunnaði sig yfir hann, fluttist hann í anda til kjöt- kveðjuhátíðarinnar og þeirra ástarvona, sem hún hafði fært honum. Hann gekk aft- ur með Marian um þegjandalegar göturnar í Krónstað, en svo hneig hann alt í einu niður fyrir framan fætur hennar og hon- um þótti bærinn vakna við angistaróp. Leikarnir Vesturfararnir og Hermanna- glettur verða að forfallalausu sýndir í leikhúsi bæjarins laugardag 28. þ. m. og sunnudag 1. marz. Allur á- góði af þeim rennur til kvenfélags- ins hér. Nánara á götnauglýsingum. Akureyri 21. febr. 1903. Jr. Xristjánsson. í verzlun Otfo Tulinius eru nægtir af alls konar vörum, sem hér eftir verða seldar mjög ódýrt mót borgun út í hönd í pen- ingum eða vörum. Til þess að menn geti séð að vöruverð mitt er fult eins lágt og hjá nokk- urum öðrum hér, set eg hér á eftir verðið á sumum varningi: Rúgur tunnan Kr. 16.00 Cacao, pundið Kr. 1.80 Bankabygg — » 24.00 Soda, — » 0.06 Hrísgrjón, nr. 1, pundið » 0.14 Grænsápa, — » 0.25 — » 2, — » 0.12 Kína livs Elixir, glasið » 1.50 Hveiti » 1, — » 0.12 Ostur, pundið » 0.30 — » 2, — » 0.10 Hella, — » 0.50 Sagógrjón, — » 0.18 Gerpúlver, — » 1.50 Hafragrjón, — » 0.18 Kex í stykkjum, — » 0.18 Avenagrjón, pakkinn » 0.27 Kringlur, — » 0.26 Kaffi, pundið » 0.50 Skonrok, — » 0.20 Export, — » 0.42 Tvíbökur, — » 0.42 Melis, — » 0.23 Fínt brauð, — frá » 0.45 Púðursykur, — » 0.20 Munntóbak, — » 2.20 Rúsínur, — » 0.30 Roeltóbak, — » 1.80 Chocolade, — frá » 0.75 Margarine — » 0.50-60 Ofnar — Eldavélar — Saumavélar — Prjónavélar - Byggingarefni — Álnavara — Járnvara — og margt fleira mjög ódýrt. — • Akureyri 12. febrúar 1903. Otto Tulinius. jfíustads\ ~________ • smjörlíki I /ardarförokkareisku- /egu nióður og tengda- móðurferfram þriðju- daginn p. 24. þ. m. kl. 12 ó hódegi. Petta tilkynnist vinum og vandamönnum liinnar framliðnu. jfl- jf- S)aoíðsdóffir .3. J. Sisfason. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt beiðni Þórarins Jónas- sonar verður opinbert uppboð hald- ið á Æsustöðum í Eyjafirði laugar- daginn þ. 9. maí n. k. og þar selt bú hans, s-'o sem sauðfé, hross og ef til vill 2 kýr, ásamt alls konar búshlutum. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. og verða uppboðsskilmálar birtir á undan uppboðinu. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 17. febr. 1903. Kl. Jónsson. NÝKOMIÐ með s/s »Egil“ í verzlan Þorv. Davíðs- sonar: Rúgur,Bankabygg,Hrísgrjón,Flour- mél ágætt, hveiti Nr. 2. Kaffi, Melís, Púðursykur, Rúsínur, Sveskjur og Oráfíkjur. Vörurnar seljast með svo lágu verði sem unt er, gegn borgun strax, en útlán eiga sér alls ekki stað. er bezta smjör- líki, sem hingað flyzt, og fæst hjá flestum Kaup- mönnum. Samskotaloforð til sjúkmskýlis í Höjðahverjishéraði (í krónum). Ljósmóðir Ólöf Sigurðardóttir, Hlöð- um, 5; Arngrímur Jónsson, Jarðbrú, I ; Halldór Sigfússon, Ytra-Holti, 1,50; Benjamín Jónsson, Tjarnargarðshorni, 1,50; Árni Friðriksson, Gullbringu, 1; Sigfús Björnsson, Bakka, 2; Daníel, Júlíusarson, s. st. 0,50; Þórður Jóns- son, Steindyrum, 1; Sigurður Ólafsson, Þverá, 1; Jón Arnbjarnarson, s. st., I ; ÞórunnHjörleifsdóttir.Tjörn, 2 ;Sesselja Jónsdóttir, s. st., I; Ólöf Kristjánsdóttir, s. st., 0,50; Sesselja Kristjánsdóttir, s. st., 0,50; Snorri Sigfússon, s. st. 1; skipstjóri Jónas Sigfússon, Hrísey, 5 ; Jóhann Jónatansson, Grenivíkurkoti, 2; Jóhannes Sigurðsson, Svæði, 3;JónHall- dórsson, Kolgerði, 2; Sesselja Sigurðar- dóttir, Grenivík, 1; síra Árni Jóhannes- son, s. st. 5 ; Halldór Sigurðarson, Hrís- ey, 2; B. J. Björnsson, Grímsgerði, 3, Jóhann Einarsson, Víðivöllum, 2; Þor- steinn Gíslason, s. st., 1. Áður auglýst kr. 910.25. Samtals kr. 958.75. Allir, sem loforðum hafa safnað, eru beðnir að halda þvf áfram. Þeir, sem ekki hafa þegar borgað loforð sín frá fyrra ári, áminnast um að borga sem fyrst. Grenivík í febrúarm. 1903. Sigurður Hjörleifsson. 47. blað aj 1. og 4. aj 2. árgangi »Norðurlands « eru þeir beðnir að endursenda með fyrstu jerð, sem kunna að hajaeitthvað óselt aj blaðinu. Jörðin Öxnafellskot í Saurbæjarhreppi, 12.3 hndr. að dýrleika, er til sölu. Kaupmaður Eggert Lax- dal á Akureyri semur um kaupin. Karíöflur ágætar við Gudm. Efferfl.s verzlun. Hál^arl. Ágætur Sigluneshákarl selst hjá Jóh. Vigfússyni. Perfekt Skilvindan. Þær einu egta frá Burmeister & Wain hvergi ódýrari en við Gudm. Efterfl. verzlun. Jóhann Vigfússon. Trosfiskur fæst hjá Jóhanni Vigfússyni. Þrjú naut, vel feit, verða keypt um miðjan marzmánuð næstkom. og eftir þann tíma verða naut keypt öðru hvoru í alt sumar. Geta þeir, sem kynnu að vilja selja, samið við undirritaðan. Akureyri 27. jan. 1903. Jóh. Vigfússon. Óheyrt í Skagafirði. Þar eð eg hefi nú undanfarið verið á ferð í Noregi og Dantnörk og er nú staddur í Þýzkalandi til að kaupa inn vörur fyrir verzlun inína, þá gefst heiðruðum almenn- ingi til vitundar: að eg nú eftir heimkomuna til Sauðárkróks hefi mjög fjölbreyttar vörur og góð- ar ogmeð svo óheyrt góðu verði, að slíkt er óþekt hjá Skagfirðingum. Eg get selt svo ódýra hluti, sem tnest má verða, en eg hefi einnig dýra hluti, af því þeir eru af beztu tegund. Komið því Skagfirðingar og aðrir þér, er til kaupa komið á Sauðár- krók, til mín og sjáið vörur mínar. Þér munið þá sannfærast um, að skynsamlegast er að verzla með penittga yðar og vörur hjá Jóhann- esi Norðfjörð. Komið til mín áður þér kaupið annarstaðar. Þér munið sjá, að það borgar sig. p. t. Hamborg í febrúar 1903. Jóh. Jforðfjörð. Óskilafé selt í Hofshreppi haustið 1902. 1. Hvítur sauður veturgamall mark: Sýlt í hálftaf fr. h., stýft v. 2. Hvítur lambhrútur mark: Tvístýft fr. fjöður a. h., sneiðrifað fr. v. 3. Hvítkollótt lamb mark: Vaglskorur tvær fr. h., stýft v. Bæ 10. janúar 1903. Konráð Jónsson. ,»Noröurland“ kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, lVa dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.