Norðurland


Norðurland - 14.03.1903, Page 1

Norðurland - 14.03.1903, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 25. blað. Akureyri, 14. marz 1903. II. ár. 2únaðurinn á j\Corðurlandi. Eftir Sigurð Sigurðsson. V. No rður-P i ngeyja rsýs la. Þegar kemur norður yfir Reykjar- heiði, blasir við manni Kelduhverfið og Axarfjörðurinn. Það er fagurt hér- að yfir að líta, og víða er þar all- björgulegt. Búskapur í Kelduhverfi er fremur góður, túnin vel hirt og flest girt gripheldum girðingum, með grindarhliðum á heimreiðum. Engjar eru par blautar, en grasgefnar. Á vatnabæjunum, sem kallaðir eru, Vík- ingavatni og bæjunum par í kring, er heyskapurinn erfiður. Menn standa þar niðri í vatni í mitti og hendur við sláttinn. Heyið er látið reka til lands, ef vindur er; annars er pví ýtt á flekum pangað, sem hægt er að koma pví á purt. í Kelduhverfi er búnaðarfélag. Þar hefir einnig verið stofnaður ábyrgðarsjóður fyrir kýr. Það eru konur sveitarinnar, er sjóðinn hafa myndað á pann hátt, að leggja til hans árlega nokkur pund af smjöri, eða andvirði pess. í Axarfirðinum eru nokkurar engja- jarðir; par á meðal Skógar og Ær- lækjarsel. Engi pað, sem þessum jörð- um fylgir, nefnist Lónengi, og dregur naí.n af pví, að sjór fellur inn á það að vetrinum. Þegar líður undir slátt- inn, ergerður skurðurgegnum sjávar- katnpinn, og sjónunt eða vatninu hleypt af. Þetta engi bregst aldrei.. Björn Sigurðsson í Ærlækjarseli slær það ávalt með sláttuvél, sem hann keypti fyrir nokkurum árum. Tún eru víða all-góð í Axarfirð- inum, en af peim, sem eg sá, bar þó túnið í Sandfellshaga langt af Æðrum. Hreppstjóri Björn Jónsson .hefir bætt það mikið, sléttað og girt, (Buda er það í alla staði vel hirt og ■spyg&fcir ágætlega. Inn'i í Axarfirðinum er hið ein- kennilega og nafnkenda Ásbyrgi. Þor- valdur Thoroddsen hefir lýst pví í jAndvara 11. árg. 1884, og 22. árg. T897, og vil eg því eigi tefja tím- ann með Jþví, að minnast frekar á pað. Fyr á tímum hefir Axarfjörður verið grösug sveit og engjarík. En graslendið í innanverðum firðinum hefir eyðst af hlaupum úr Jökulsá og sandi. Af þessum hlaupum eru einna ljósastar sagnir um hlaupið, sem kom 1717. Eyddist pá nrjög Æygðin í Axarfirði og Kelduhverfi. iSeinna, 1736, kom og annað hlaup ©g olli miklum skaða. Frá bæjun- u u) í Kelduhverfi, sem eyddust í þess- um blaupum, var heyskapur sóttur niður j Petta mikla engi' sem nú er sandi ^Pið' °8 síást enn götu' slóðarnir n,;% greinilega. - Milli Axarfjarðarnúp.'s Snartastaðarnups liggur Núpasveitin, ^ blasir hún mot austri. Á Daðastöó>m * Nhpasveit mætti gera nokkurar' £r<BÍabætur, með því að þurka og veita vatni á, án stórvægilegs kostnaðar. Sama er að segja um engjarnar á Núpi, enda liggja engjar jarðanna saman. Báðar eru jarðirnar þjóðeign. Á Melrakkasléttunni eru 14 jarðir, og flestar þeirra eða allar hafa meiri ög minni hlunnindi. Þar er eggvarp og dúntekja á 10 jörðum, er nemur hér um bil 500 pd. til jafnaðar á ári. Með hlunnindum má einnig telja reka, fjörubeit, silungsveiði og s. frv. Selveiði var par áður mikil, en henni hefir verið spilt af Færey- ingum og öðrum útlendum fiski- mönnum, svo nú er hún mjög til þurðar gengin. Mótak er þar víða gott, og sauðganga ágæt. Féð er þar einnig vænt, svipað því, sem það er á Hólsfjöllum og Jökuldal. jón íngimundsson á Brekku, myndar- og dugnaðarmaður, sagði mér, að sauðirnír hjá honum, 3 — 4 vetra, skærust tíl jafnaðar með 70 — 75 pd. falli, og 16-18 pd. tveggja mörv- anna. Þeir vænstu hafa skorist með 80-83 pd. falli og 25-27 pd. af mör. Nýlega fargíði Jón hrút 3 vetra, er gerði 90 pd. kjöt. Lifandi vigt á sauðum er þar 150 — 160 pd., og þyngstir hafa þeir orðið 175 pd. Einna vænst er féð á Leirhöfn og á :Snartastöðum. - í Grjótnesi fórst ær ,um sumarmál 1901. Þegar hún var gerð til, kom það í ljós, að hún var aneð tveim lömbum, og kjötið af henni var 50 pd. Hún varð ekki hordauða, ærin sú. Heyskapur er lítill á Sléttunni; lítið annað en túnin til að slá. En íéð er þar einnig létt á. Síðastliðinn veior var sauðunum á Brekku gefið að eins einu sinni. Þá gengu og úti 40 lömb frá Leirhöfn, er ekki lærðu itið. — Kýrnar eru fáar, þetta 1—2 i bæ, en þær mjólka heldur vel. Vegir eru illir yfirferðar á Slétt- unni, einhverjir þeir lökustu, sem eg hefi farið um. Á Sléttunni er vind- mylla hér um bil á hverjum bæ, og svo er það víðar um Norður- Þingeyjarsýslu. Bæjarhús eru víða lagleg, og á Brekku er reisulegt timburhús, mjög vandað að frágangi. Yfir höfuð má svo að orði kveða, að á Melrakkasléttu sé mjög lífvæn- legt, og sama má segja um flestar sveitir Norður-Þingeyjarsýslu. Þó landið sýnist sumstaðar snögt og hrjóstugt, þá er það þeim mun kjarnbetra, og grösin undirstöðu- góð. Það má segja um þessa sýslu, og sérstaklega Sléttuna, sem stund- um er haft að orðtaki, að »mörg sé þar matarholan". Þistilfjörðurinn er lagleg sveit, en flestir eru þar fátækir og skuldugir. Túnræktinni mun þar stórum ábóta- vant, og lítið er unnið að jarðabót- um. Fénaðurinn fár, 1—2 kýr á bæ, en gerir gott gagn, því landkostir mega þar heita góðir. Mér var sagt, að í sveitinni væri um 200 leiguær, og leigan 10 — 12 kr. eftir ána um árið. Þetta sýnir fénaðarfæðina og fátæktina. — Flestir bændur í Þistil- firðinum sækja nauðsynjar sínar á Þórshöfn, og eru þar bundnir á skuldaklafa og hafa veðsett verzlun- inni, sem er eign Örum & Wulffs, allar sínar eigur. Þessi verzlun er nafnkend fyrir einokun, og mun naumast ofsögum af því sagt. Marg- ar vörutegundir eru þar ’Þ dýrari en þær eru í Reykjavík, t. d. grjón, hveiti, ljáblöð og fleira, og á sum- um er alt að helmings verðmunur. Ekkert búnaðarfélag er í sveitinni, og svo sagði mér Árni Davíðsson á Gunnarsstöðum, einn bezti bónd- inn í hreppnum, að lítil von væri um að fá því komið á fót sökum fátæktar og framtaksleysis. En nokk- urir menn þar eru í búnaðarfélagi Þórshafnar, er Snæbjörn Arnljótsson veitir forstöðu. Kirkjuvegur er langur frá mörg- um bæjum í Þistilfirði. Frá Ormars- lóni t. d. er 4 tíma reið til kirkj- unnar að Svalbarði, og frá sumum’ bæjum 2 — 3 tíma reið. Þó er kirkja þar ekki að öllum jafnaði ver sótt en víða annarstaðar, þar sem skemmra er að fara, eftir því, sem síra Páll Hjaltalín, sem þar er prestur, sagði mér. Á Langanesinu er búskapur betri en í Þistilfirði, og meira um jarða- bætur. Reki er þar á flestum jörð- um meiri og ininni, og æðarvarp á 3 eöa 4. Flestir bændur eru þar bjargálnamenn og líðun fólks yfir höfuð all-góð. Sjóróðrar eru stundaðir víða á Langanesi, og aflasí oft dável. Frá Þórshöfn gengu í surnar 13 bátar, er gerðir voru út af ýmsum mönn- um þar á staðnum. Flestir af þeim, er eg átti tal við í þessari sýslu, voru þolanlega á- nægðir með lífið, og hugðu ekki á brottför. Lítið eitt bólaði þó á Amer- íkuhug í lökustu sveitunum, en eigi get eg þó sagt, að verulega kvæði að því. Eg efast einnig um, að Norður-Þingeyingar skifti um til batnaðar, þó þeir flyttu þaðan. í Ameríku fljúga ekki steiktar gæsir upp í munninn á mönnum fyrir- hafnarlaust, fremur en í Þingeyjar- sýslu, og alstaðar er eitthvað að. Það sem bændur í þessari sýslu þurfa sérstaklega að leggja stund á, er túnræktin. Fram að þessu hefir verið lítið hugsað um jarðabætur eða túnbætur, sízt alment. Það eru að eins einstakir menn, er gert hafa nokkuð verulegt í því efni. Meðal þeirra má nefna: Daníel Jónsson Eiði, Vilhjálm Guðmundsson Ytri- Brekku, Björn Jónsson hreppstjóra Sandfellshaga, Jón Ingimundsson Brekku, bræðurna Jón og Svein Einarssyni á Raufarhöfn, feðgana síra Arnljót Ólafsson og Snæbjörn og fleiri. V • • Ollum þeim, sem hafa sýnt okkur hluttekning við frá- fall okkar ástkæru móður og tengdamóður og öllum þeim, sem heiðruðu útför hennar með návist sinni, vottum við okkar innilegasta þakktæti. Akureyri, 13. marz 1903. Halldór Gunnlögsson. Margrét Gunnlögsdóttir. Gunnl. Oddsen. yjirlit yfir heilbnfði oj /æknisstörf í Jlkureyrarlæknishéraði 1902. Arið 1902 hefir verið æði kvillasamt hér í héraðinu. Þannig hafa leitað til mín 1205 sjúkl., sem eg hefi bókfært, en auk þess 222 til Steingríms læknis Matthíassonar, svo alls hefir sjúklinga- talan verið 1427, og er það nokkuru meira en venjulegt er. Eigi að síður hafa tæplega fleiri dáið en vanalega. Mér hefir talist til að eigi hafi fleiri dáið en um 15 af hverju 1000 íbúa, og er það eigi meira en góðu hófi gegnir, því eigi sjaldan deyja helmingi fleiri, einkum þegar landfarsóttir láta í meira lagi til sín taka. Því miður eru engar skýrslur um banamein manna hér á landi og mundi þó margt mega læra af þeim. Þær hlytu að sýna skýrt, hvar skórinn eink- um kreppir að og af hverju mest hætta stafar, en ljós þekking á því er grund- vallarskilyrði fyrir því að reynt sé að bæta úr göllunum og varast verstu hættuna. Prestar héraðsins hafa góð- fúslega látið mér í té yfirlit yfir dána í héraðinu þetta ár og dauðaorsakir, að svo miklu leyti, sem þeim var kunn- ugt og eg þá eigi vissi um þær. Al- mennustu dauðaorsakir eru þessar: Ur kvefsótt og kvef-lungnabólgu dóu 16 » almennri lungnabólgu....... — 15 » tæringu.................... — 9 » krabbameinum............... — 6 Það er þannig lungnabólgan, sem yfir alt annað gnæfir þetta ár, enda hafa 72 sjúkl. með kvefsótt leitað læknis en 52 með lungnabólgu, og hafa þó sennilega nokkurir lungna- bólgusjúklingar látið vera að leita læknis. Lan dfarsó ttir. Á kvefsóttum hefir óvenjulega mikið borið þetta ár. Þær byrjuðu hér I bæn- um og grendinni snemma vorsins og hafa síðan haldið áfram til ársloka. Þyngst hefir þessi faraldur lagst á börn, en fjöldi fullorðinna einnig sýkst. Mörg börn fengu meiri eða minni sog- hósta líkt og í kíghósta, en af því veikin hagaði sér víðast mjög ólíkt reglulegum kíghósta, þá hugði eg lengi, að um illkynjað kvef væri að ræða og annað eigi. Síðar hefi eg með því að bera mig saman við aðra lækna og sjá fleiri sjúklinga hallast að þeirri

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.