Norðurland - 14.03.1903, Qupperneq 2
g8
NI.
skoðun, að sumir sjúklingarnir hafi haft
virkilegan kíghósta, sem gengið hafi
hér jafnframt illkynjuðu kvefi. Aðgrein-
ing þessa er ekki svo einföld sem
margur skyldi halda, þegar veikin
hagar sér eins ógreinilega eins og
hún hefir víðast gert, þar sem eg þekki
til. Hvaðan þetta faraldur hefir borist
inn í héraðið, veit eg ekki, en nú hefir
það farið víða um land.
Langnabólga fylgir ætíð kvefsóttum
og kighósta eins og skugginn. Að hún
hefir verið svo almenn og hættuleg,
stafar af þvi, hve mikið hefir borið á
sóttum þessum.
Blóðkreppusóít sú, sem eg lýsti í
»Norðurlandi« í fyrra, Og fór þá yfir
mikinn hluta héraðsins, hefir stungið
sér niður hingað og þangað, en sýnist
hafa verið öllu vægri, svo að mér er
ekki kunnugt um, að neinir hafi úr
henni dáið. Alls hafa 26 slíkir sjúkl.
leitað mín og er það hálfu færri en
árið áður.
Kyerkabólga hefir verið mjög almenn.
Um 40 sjúkl. hafa leitað læknis og
er það mikið, þegar þess er gætt, að
fæstir leita læknis með ekki meiri kvilla
en hún er allajafna. Hvort hún er ein
afleiðing kvefsóttanna eða ekki, er mér
ókunnugt um.
Skarlatssótt gjörði vart við sig hér í
bænum í lok febrúarmánaðar og sýkti
5 eða 6 sjúklinga. Veikin var fremur
væg, enda dó enginn úr henni. Senni-
lega hefir það verið samgönguvarúð að
þakka, þó ófullkomin væri, að veikin
breiddist eigi meira út en þetta.
Líklega hefir veikin fluzt hingað úr
Skagafirðinum, en engin vissa er þó
fyrir því. Hitt er víst, að á því er eng-
inn efi, að um verulega skarlatssótt
hafi verið að ræða.
Barnaveiki gaus upp í ársbyrjun á
einum bæ og sýkti þar fleiri af heima-
mönnum, en breiddist ekki frekar út,
svo mér sé kunnugt, enda var gætt
strangrar samgönguvarúðar. Einn sjúkl-
ingur lá lengi illa haldinn af vöðvarýrn-
un ogmáttleysi eftir veikina. Enginn dó.
Sjúkrahúsið.
Aðsóknin að því hefir farið smávax-
andi, eins og sjá má á eftirfarandi yfir-
liti.
Ár
1898
1899
1900
1901
1902
Sjúklingatala
97
9i
126
139
>5i
Legudagar
1627
1686
3200
3085
3273
Aldrei hefir sjúklingatalan verið jafn-
há og nú, en legudögunum hefir ekki
fjölgað að því skapi. Fátækt flestra
neyðir þá til þess að dvelja svo stutt
í spítalanum, sem framast er auðið.
Af þessum 151 sjúkl. þetta árið
hafa 13 dáið, allir, nema einn, úr ó-
læknandi innvortis sjúkdómum.
Skurðum hefir farið heldur fækkandi
þetta ár, en aftur hafamenn notað sjúkra-
húsiðmeira en áður sem hæli fyrir ólækn-
anlega og þungt haldna sjúklinga. Eg tel
þetta í alla staði rétt, því oftast mun
slíkum sjúklingum líða þar betur en
í heimahúsum og dvölin litlu dýrari,
þegar þess er gætt, sem gengur til
sjúkrahjúkrunar á heimilunum. Það er
og mikils virði að losna við öll þau
óþægindi, sem leiða af aðframkomnum
sjúklingum og sýkingarhættu þá, sem
oft og einatt stafar af þeiin.
Alls hafa verið gjörðir tæplega 100
skurðir. Helztu eru þessir:
Holskurðir við ýmsuin meinsemdum . . 15
Skurðir við meinsemdum í liðamótum . 5
Brjóst skorin af konum ................. 3
Limir teknir af........................... 3
Sullur tekinn úr höfði.................. 1
Ymsir aðrir stærri skurðir................ 9
Tvisvar sinnum var holskurður gerð-
ur sökum botnlangabólgu. Hún er al-
gengur sjúkdómur hvarvetna og hefir
drepið fjölda manna. Með meðölum
má að vísu ráða mikla bót á kvilla
þessum, en langvísasta lækningin er
þó skurður, ef æfður læknir á í hlut.
A þann hátt má fá fulla trygging fyrir
því, að sjúkdómurinn taki sig ekki
endalaust upp á ný, en svo vill oft
raun á verða við meðalalækning eina.
Til þessa hefir ekki tíðkast hér á
landi, það eg til veit, að gera skurði
við veiki þessari og væri það eflaust
framför, ef þeir yrðu almennir.
Heilasullir eru líklega engan veginn
fátíðir hér á landi, en ekki veit eg til
þess, að þeir hafi verið læknaðir hér á
mönnum fyr en eg gerði skurð á einum
slíkum sjúklingi þetta ár og komst
hann til heilsu, þótt sullurinn væri
svo stór að hann fylti mikinn hluta
heilabúsins öðrumegin. Þó skömm sé
frá að segja, hefir alþýða verið fram-
kvæmdarsamarien læknarnir, hvað þetta
snertir, því mjög fátítt er það ekki
að bændur hafa náð sullum úr höfuð-
sóttarkindum og kindurnar lifað. Aftur
hefir höfuðsótt á mönnum verið marg-
sinnis læknuð erlendis og er um þetta
sem flest annað, að oss hættir til að
dragast ærið langt aftur úr útlending-
unum. Sjúklingur þessi var annars illa
haldinn, þegar hann komst hingað; var
þá máttlaus öðrumegin, töluvert blest-
ur í máli, hafði áköf höfuðverkjarköst
og stundum krampaflog og misti þá
stöku sinnum meðvitundina í köstun-
um. Andlega hæfilegleika hafði hann
að mestu óskerta, en þó ekki fyllilega
og náði hann sér fljótt að því leyti
eftir skurðinn. Máttleysið hélzt aftur
að mestu, en kvað hafa batnað síðar,
að því sem eg hefi frétt.
Sú breyting hefir orðið á þetta árið,
að cand. med. Steingrímur Matthías-
son hefir starfað hér mestan hluta
ársins sem aðstoðarlæknir minn. Hefði
hans ekki notið við, þá hefði eg lent
í mestu vandræðum, því hvað eft -
ir annað hefi eg orðið frá störfum
fyrir lasleika sakir. Undanfarin ár hefi
eg varla fatlast frá degi lengur, enda
kæmi slíkt sér ekki vel hér, sizt þeg-
ar margir eru í sjúkrahúsinu. Þetta,
meðal annars sýnir, hve erfitt er að
komast af hér með einn lækni, ef
nokkuð ber út af.
Guðm. Hannesson.
Brunabótafélag innlent.
A miðvikudaginn var haldinn fund-
ur í leikhúsinu til að ræða um stofn-
un innlends brunabótafélags og var
fundarstjóri kosinn sýslumaður Klem-
ens Jónsson. Páll Briem amtmaður og
Friðrik Kristjánsson kaupmaður skýrðu
málið fyrir hönd þeirra manna, sem
hafa gengist fyrir máli þessu. Mikill
meiri hluti fundarmanna var eindregið
með því, að reynt yrði að stofna bruna-
bótafélag hér á landi.
Sýslumaður Klemens Jónsson, skóla-
stjóri Jón Hjaltalín, kennari Stefán
Stefánsson, bóksali Friðbjörn Steins-
son mæltu með. Herra O. Myklestad
skýrði frá, að smá brunabótafélög í
Noregi hefðu fengið mikla mótspyrnu,
þegar þau voru stofnuð, en þau hefðu
gengið mjög vel, svo að þau hefðu
safnað stórum sjóðum og haft þó mjög
lágt vátryggingargjald (frá I kr. til
60 aur. fyrir 1000 kr.)
Akveðið var að kjósa framkvæmdar-
nefnd í málinu bæði af mönnum á
Akureyri ogí nágrannasveitunum. Þessir
voru kosnir:
Bóksali Friðbjörn Steinsson, Akur-
eyri.
Kaupmaður Friðrik Kristjánsson,
Akureyri.
Hreppstjóri Hallgrímur Hallgríms-
son, Rifkelsstöðum.
Kaupmaður Magnús Sigurðsson,
Grund.
Kaupmaður Jón Norðmann, Akur-
eyri.
Amtmaður Páll Briem, Akureyri.
Kennari Stefán Stefánsson, Möðru-
völlum.
Oddviti Stefán Stefánsson, Fagra-
skógi.
Kaupmaður Þorvaldur Davíðsson,
Akureyri.
Einnig var ákveðið að lagafrum-
varp það, sem prentað hefir verið í
Norðurlandi, skyldi gilda, þangað til
haldinn yrði fyrsti aðalfundur, er sam-
þykkir fullnaðarlög fyrir félagið. Um-
ræður voru fjörugar og sýnilega tölu-
verður áhugi hjá mönnum.
Sjóhrakningur.
Þann 9. þ. m. síðdegis lentu 5
Húsvíkingar og 4 Grímseyingar við
Oddeyri á nótabát af Húsavík í norð-
an hríðarbyl og stormi. Hafði skipið
slitnað upp í ofsaroki við Grímsey þá
um daginn kl. 4 árdegis.
Tilefni til ferðar Húsvíkinga út f
Grfmsey var það, að Stefáni Guðjohn-
sen og öðrum Húsvfkingum þótti ilt
að frétta ekki um afdrif skips úr
Grímsey, er sótt hafði nauðsynjavörur
til Húsavíkur í lok febrúar, en hrept
ofsarok á heimleiðinni. Það skip hafði
í óveðrinu lent í Fjörðum og beðið
þar byrjar og komist svo klaklaust út.
Þetta höfðu Húsvíkingar ekki frétt.
Nokkurir röskir menn á Húsavík tóku
sig því til að skreppa út í eyjarnar,
færa þangað nýjan vöruforða, ef hinn
hefði farist, og vita hvað títt væri.
Lögðu þeir þá af Húsavík þ. 7. þ. m.,
6 á góðum nótabát, Jón Flóventsson
formaður, Erl. Guðlaugsson, Björn
Friðfinnsson, Vagn Pétursson, Valde-
mar Þórarinsson og Stefán Bjarnason.
Gekk ferðin greiðlega til eyjarinnar,
enda veður þá allgott. En daginn
eftir (sunnud. þ. 8.), tók að hvessa
fyrri hluta dags. Fóru þá 4 menn úr
eyjunni, hreppstjóri Björn Guðmunds-
son á Básum, Eiríkur Jónsson í Greni-
vík, Halldór Einarsson og Eðvald jó»»
son, út til Húsvíkinga að færa þeim
keðju og akkeri til að festa bátinn
með og bjarga mönnunum í land.
Einn Húsvíkingurinn, Stefán Bjarna-
son, var þá f landi. Þegar Grímsey-
ingar voru komnir út í bátinn, gekk
í stórrok á suðntfctan, svo ekki var
auðið að komast í land. Lágu þeir
þá þar til kl. 4 á mánudagsmorgun-
inn en þá sleit sundur báðar keðjurn-
ar í rokinu. Skipverjar reyndu þá að
ná eyjunni og komast upp að innri
eyjarfætinum, en náðu ekki lendingu.
Var þá ekki annars kostur, en að
reyna að hleypa til Eyjafjarðar upp á
líf og dauða. Bát, sem Grímseyingar
komu á og bundinn var við nótabát-
inn, urðu þeir þegar að höggva frá
skipinu. Veður var afskaplegt með
stórhríð og roki svo dimmu, að varla
sást út fyrir borðið. Töldu skipverjar
sig af, en reyndu þó til að duga með-
an auðið væri, enda voru þar margir
hraustir drengir innanborðs og skip
gott þótt lítið sé. Dálítið birti, er
fram á sundið kom, svo skaut upp
fjöllum, en rokið hélzt hið sama, og
sjór var öfugur (tvísjávað), bæði aust-
rænn og vestrænn. Sigldu þeir með
fokkunni einni og höfðu áfóll stór.
Eitt ólagið sló þann, sem þá stýrði,
Eirfk Jónsson, frá stýrinu og kastaði
öfugum á borðstokkinn og meiddist
hann talsvert. Varð hann þá að láta
af stjórninni, en hann er talinn fyrir-
taks formaður. Úr því stýrði Halldór
Einarsson, ungur maður, ættaður af
Akranesi, og ágæta þeir félagar mjög
stjórn hans. Stóðu skipverjar stöðugt
í austri, enda gekk sjór stundum út
sem inn. Eftir 3 tíma náðu þeir inn
á Eyjafjörð og voru þá úr mesta lífs-
háska, þótt stórsjávað væri á firðin-
um og byljótt mjög. Bárust skipverjar
vel af, en skipið er ekki talið sjófært.
Yfirgangur Færeyinga.
Grímseyingar kvarta sárum undan
yfirgangi og lögbrotum Færeyinga. Um
það efni áttum vér tal við hr. Björn
Guðmundsson hreppstjóra í Grímsey
og segist honum frá á þessa leið:
»Færeyingar eru verstir allra gesta,
sem til eyjarinnar koma, auðvitað sæmi-
legir menn til í þeim hóp, en Færey-
ingar eru einu mennirnir, sem gera
þar óskunda. Þangað kemur mikið af
Norðmönnum og nokkuð af Englend-
ingum, og hvorugir hafa sýnt yfirgang.
Færeyingar hafa sýnt yfirgang öll árin
(5), sem eg hefi verið þar, og sá yfir-
gangur fer stöðugt vaxandi, og er
mest fólginn í því, að drepa fugl í
björgunum og æðarfugl við varpið.
Verst höguðu þeir sér einn dag í júlí-
mánuði síðastliðnum. Þeir veiddu þá ó-
grynni af fugli, bæði með skotum og
í háf; nóttina eftir skutu þeir æðar-
fugl óspart vestan í eyjunni. Þegar
þeir voru að þessum verkum í bjarg-
inu, kom eg fram á bjargið og ætl-
aði að stugga við þeim; þá miðuðu
þeir tafarlaust á mig. Ekki er neinn
kostur á að fá að vita, af hvaða skip-
um mennirnir eru, því að þeir fara úr
skipum sínum langt frá eyjunni og
róa til hennar í bátum. Þegar þeir
hafa verið spurðir um nöfn skipa
sinna, hafa þeir svarað ósannindum.t
Sýnilega er brýn nauðsyn á því, að
einhverjar ráðstafanir séu gjörðar til
þess að vernda eyjuna fyrir þessum
yfirgangi. Langsennilegast er, að hann
færist í vöxt hér eftir og aðrir fari
að taka hann eftir Færeyingum, ef
ekkert er gert til að aftra honum. Og
þá er atvinna manna þar í voða.
Fjárskaöi
Þann 19. f. m. var allmikill fjárskaði á
Lækjarkoti í Víðidal í Húnavatnssýslu.
Bóndinn þar, Þorsteinn Þorsteinsson, hafðii
undir höndum um 60 fullorðnar kindur.
Þar af átti Eggert Elíasson á Ásgeirsá
25 kindur í fóðrum. Var hann staddur á
Lækjarkoti þenna dag til að líta eftir, hvern-
ig fé sitt liti út. Þegar hann hafði skoðað
kindur sínar, var féð rekið í haga, en Þor-
steinn fylgdi Eggert þessum á leið. En um
sama leyti skall á norðvéstan hríðarbylur,
og er Þorsteinn kemur heim. finnur hann