Norðurland


Norðurland - 14.03.1903, Side 3

Norðurland - 14.03.1903, Side 3
hvergi kindur sínar. Var þá tekið til að leita og eftir rúma viku var búið að finna 28 kindur, 11 af þeim dauðar. Talið var líklegt að hinar hafi aliar farist. í Höfðahverfi hafa verið haldnir tveir fjölmennir fundir í vetur, báðir á Grýtubakka. Á fyrri fund- inum — sem eiginlega var bindindisfundur — hélt einn af okkar áhugamestu bændum, Þorsteinn á Svínárnesi, langan og efnisrík- ann fyrirlestur, sem góður rómur var gerður að. Seinna á þeim fundi fóru fram gagn- legar umræður um efni það, er fyrirlesarinn hafði tekið fyrir, og snerust þær umræður að mestu um barnaskóla í þessari sveit. Á seinni fundinum, sem nú er rétt ný-af- staðinn (7. marz), fóru fram umræður um barnaskóla, er endaði með því, að almenn samskot voru hafin í þá átt. Urðu þau samskotaloforð kr. 475.55, en af þeirri upp- hæð voru þegar greiddar á fundinum kr. 79.30, er samstundis var lagt í sparisjóð sveitarinnar. Hæst gaf einn maður 100 kr.; aðrir 50—25—20 o. s. frv. Samskotin verða væntanlega auglýst í >Norðurlandi«. Það er áreiðanlegt, að skemtifundir sem eitthvert gagn hafa í för með sér, eru bráðnauðsynlegir í sveitunum; eitthvað verður að gera til að halda fólkinu þar kyrru; að öðrum kosti gleypa bæirnir sveit- irnar, áður en þjóðin veit af. — Þetta, sem hér er prentað á undan, er >N1.« ritað úr Höfðahverfi 12. þ. m. I sambandi við það getum vér eigi bundist þess að benda á, hve ríkur framfaraáhug- inn sýnilega er þar um slóðir. Þaðan kem- ur sjúkraskýlis-hreyfingin og þar er lagt fram mikið fé til þess fyrirtækis. Og nú kemur barnaskóla-hreyfingin og miklu fé tafarlaust lofað í því skyni að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Slíkur hugur er sæmd mikil fyrir sveitina. Sýslufund Eyjafjarðarsýslu er verið að halda þessa dagana. >Norðurl.« mun síðar flytja ítarlega skýrslu um fundinn, en verður að láta sér nægja í þetta sinn að geta tveggja mála, sem búið er að afgreiða. Þjóðjarðasölumálið. Sýslunefndin var í heild sinni eindregið hlynt því, að selja beri leiguliðum ábýlisjarðir þeirra, þær, sem landsjóðs eign eru. Sýslunefndin telur hæfilegt verð á Reyk- húsum (8,6 hndr.)- 1000 kr., Möðruvöllum í Hörgárdal (74,5 hundr.) 9000 kr. Um jarð- irnar í Svarfaðardal, sem lagðar hafa verið fölur á, greinir nefndina mjög á við umboðs- mann, sem metur hvert hundr. í þeim jörð- um alt að 200 kr. Sýslunefndin telur það óhæfilegt verð og metur jarðirnar sem hér segir: Hrísa (15,6 hundr.) 1900 kr., Skálda- læk (12,7 hundr.) 1600 kr., Syðragarðshorn (20,6 hundr.) 2200 kr., Ytragarðshorn (12,7 hundr.) 1600 kr., Grund (26,8 hundr.) 2500 kr., Tjarnargarðshorn (17,7 hundr.) 1800 kr. Ytraholt (i8,5hundr.) 2000 kr., Böggveis- staði (37,5 hundr.) 8000 kr. Kyennaskólamálið. Stjórnarnefnd kvenna- skólans réð til þess að halda skólanum á- fram sem sérstökum og bæta fyrirkomu- lag hans á allan hátt. Óvíst taldi nefndin að framvegis fengist leigt hið sama hús- rúm og nú er leigt til skólahaldsins, enda er það ónógt, og lagði því til, að bygt yrði sérstakt kvennaskólahús, er ekki mundi kosta yfir 12,000 kr. Sýslunefndin vísaði málinu í heild sinni til skólanefnd- arinnar, til bezta undirbúnings, annaðhvort undir aukafund í júní í vor eða næsta aðalfund. Æfiminning. 20. febrúar 1903 lézt öldruð kona að MöðruvöIIum í Hörgárdal, Guðrún Sigurð- ardóttir að nafni. Hún fæddist að Heiði í 99 Gönguskörðum við Skagafjörð 2. septem- ber 1831, og ólst upp hjá foreldrum sín- um, Sigurði hreppstjóra Guðmundssyni, þeim, er orti Varabálk, og Helgu Magnús- dóttur, prests að Fagranesi. Þegar hún var 23 ára giftist hún Stefáni Stefánssyni frá Keflavík í Hegranesi, og bjuggu þau hjón lengst búskapar síns, 28 ár, að Heiði, en 6 ár annars staðar. Á þessu tímabili eignuðust þau 7 börn, og dóu 4 í æsku, en 3 lifa: Síra Sigurður í Vigur, Stefán kennari að Möðruvöllum og Þorbjörg hús- freyja, kona Björns hreppstjóra Jónssonar að Veðramóti í Gönguskörðum. Eftir að þau hjón hættu búskap, fóru þau að vist- um að Möðruvöllum til Stefáns sonar síns. Þar lifir Stefán, maður Guðrúnar, enn þá. Guðrúni heitinni var við brugðið fyrir dugnað á yngri árum hennar, og hún vann mikið alla æfi sína, enda var hún mjög vel verki farin. Hún var önnum kafin í því að gæta bús og barna, eftir að hún giftist, og það því fremur, sem oft var gestkvæmt að Heiði, þótt ekki liggi sá bær í aðalþjóðbraut. Seinna hluta æfi henn- ar sótti á hana megn brjóstveiki, enda átti hún ekki langt að sækja hana, því að faðir hennar hafði andast úr brjóst- veiki eftir langa legu og stranga. Fullyrða má, að Guðrún hafi aldrei lif- að þjáningarlausan dag 10 seinustu ár æfi sinnar, og seinast varð brjóstveikin henni að fjörlesti, en hún bar þjáningar sínar með stakri þolinmæði og var lengstum á fótum, þótt allir, sem höfðu kynni af henni, sæju, að hún var alls ekki fótafær. Hún var aldrei iðjulaus, þegar annars var kost ur, og vann af veikum mætti fram undir andlátið, að heita mátti, og það er iíklega þetta starfsþrek eða þessi starfslöngun, sem hélt lífinu í henni svo lengi Guðrún heitin var greind kona, og þegar hún gat á heilli sér tekið fyrir hósta og kvölum, var hún skemtileg í tali, og fá voru þau tíðindi, sem gerzt höfðu í Skagafirði, með- an hún mundi til, sem hún kunni ekki frá að segja, en annars var hún þur í spuna við þá, sem voru henni ókunnir. Börnum sínum var hún hin bezta móðir, og henni var ávalt mjög sýnt um uppeldi barna. Trygg var hún í lund og vinföst, en allþung á bárunni, ef henni eða hennar var gert verulega á móti skapi, og mein- yrt gat hún verið, ef því var að skifta, en þeir voru fáir er gerðu á hluta hennar, því að hún ávann sér fljótt hylli þeirra, sem kyntust henni nokkuð. Þó að Guðrún heitin væri ekki þjóðkunn, má fullyrða, að merk kona hafi látizt þar, sem hún var, því að hún hafði unnið mikið og vel um æfina, og dagfarsbetri og vand- aðri konu getur ekki, en hún var. Jarðarför hennar fór fram í gær að Möðruvöllum, og fylgdi henni mikið fjölmenni til grafar. Ó. D. Hinn 26. desember dó úr lungnabólgu bóndinn Bjarni Angrímsson á 65. aldursári hjá lengdasyni sínum Sigurjóni Árnasyni í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. Faðir hans var síra Arngrímur Halldórsson á Bægisá, bróðir síra Jóns Halldórssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð afa síra Oeirs Sæmundssonar prests á Akureyri. Móðir hans var Ouðrún Magnús- dóttir, systir Oislaskólakennara Magnússonar í Reykjavík og Sigurðar dannebrogsmanns Magnússonar á Skúmstöðum. Kona Bjarna sál., er nú lifir mann sinn, var Sigurrós Þor- láksdóttir, Þorlákssonar dannebrogsmanns í Skriðu í Hörgárdal. Þrjár dætur og einn sonur þeirra hjóna eru lifandi. Bjarni sál. bjó lengst af að Vöglum á Þelamörk, þar sem tengdafaðir hans hafði búið, og nokkur ár var hann hreppsnefndaroddviti í Qlæsi- bæjarhrepp. Bjarni sál. var hinn grandvar- asti maður og guðhræddur; hann var mjög gefinn fyrir söng og hljóðfærasiátt, sem aðrir frændur hans. Greiðvikinn var hann, meðan efni hans entust, við hvern, sem þurfti. H. Mannalát í Húnavatnssýlu. Nýlega andaðist Hannes bóndi Þórðarson í Galtarnesi, á sjötugsaldri, með merkari bændum í Víðidal. Einnig er nýdáin úr tæringu Siglir- björg Jónsdóttir prests Þorlákssonar að Tjörn á Vatnsnesi. Efnileg og góð stúlka. Þá er og nýlega látin Marsebil Aradðttir, móðir Ara bónda Árnasonar á Illugastöðum og þeirra systkina, góð kona og vel látin. Sömuleiðis er og nýlega dáin Margrét Stefánsdóttir á Sauðadalsá. Einkar vænleg og efnileg stúlka. „Oft fer sá vilt, er gefa skal“. Af því að ýmsir — þar á meðal nokkurir sveitungar mínr — hafa Iátið það í ljósi, að eg mundi vera höfundur að bréfkafla úr Höfðahverfi, sem prentaður er í 4. tölubl. »Þjóðólfs« þ. á., þá lýsi eg því hér með yfir, að eg hefi ekki ritað nefnda grein og veit ekkert um það, hver hana hefir samið. Vona eg því að þeir, sem hingað til hafa eignað mér þessa ritsmíði, leiti sér að nýum höfundi. Máske þeir færist þá nær sannleikanum. Litlagerði 10. marz 1903. Skafti Jóhannsson. Heiðurssamsæfi héldu nokkurir Reykdælir, Jóni Ólafssyni fyrverandi umboðsmanni á Einarstöðum í Reykjadal, „fyrir framúrskarandi dugnað og góða samvinnu; færðu þeir honum að gjöf; vandaðan kampung, með gyltu nafni hans á. Fyrir mynni heiðursgestsinstöluðu: Hólm- geir Þorsteinsson í Valnakoti og Sigurður Sigfússon á Halldórsstöðum, en fröken Unn- ur Benekiktsdóttir frá Auðnum í Laxárdal flutti kvæði. Ennfremur var skemt með söng og fleiri ræðuin. Þótti samsætið fara vel fram, eftir því sem föng voru til“. Vindlagerðarverksmiðja ný, er væntanleg hér í bæinn. Með >Mjölni« kom danskur vindlagerðarmaður, Dahl, og á að standa fyrir verksmiðjunni, sem verður eign O. Tuliniuss kaupmanns. Tíðarfar. Vikan byrjaði með stórhríð, er hélst í þrjá daga. Rak þá niður fönn allmikla, en frost voru ekki mikil. En þegar hríðinni létti af, herti frostið til muna. >Mjölnir«, gufuskip Tuliniuss kom hingað fimtu- daginn 12. þ. m. Útlend blöð komu til 20. f. m. og er ekkert verulegt að frétta frá öðrum löndum, það er ekki hefir áður frézt. Skipið lagði á stað aftur í gær, og tóku sér far með því til Khafnar, verzlun- arstjóri Joh. Christensen, til Englands Mr. Jones trúboði og systir hans — hún al- farin, en hann væntanlegur aftur í vor. Af Hjalteyri fór með skipinu O. Möller kaupmaður til útlanda. Svo fóru og með >MjöIni« Húsvíkingar þeir og Grímseying- ar, er hingað hröktust á mánudaginn. Ferðamenn. Með síðasta pósti komu Halldór Gunn- laugsson, fyrv. verzlunarstjóri á Oddeyri, nú bókhaldari á Skagaströnd, til þess að vera við jarðarför móður sinnar, frú Mar- grétar Halldórsdóttur, og Þorkell Þorkels- son, merkur bóndi í Skagafirði, til þess að fá lækning á handarmeini. Um síðustu helgi voru hér á ferð Björn hreppstjóri Jónsson á Veðramóti með tveim sonum Nl. sínum, til þess að vera við jarðarför Guð- rúnar Sigurðardóttur á Möðruvöllum, tengda- móður B. J. Af Hjalfeyri er skrifað 15. þ. mán.: „Ooodtemplarastúkan „Fram" gekst fyrir því, að haldinn var sketntifundur hér þ. 1. þ. m. með söng, ræðum og stuttum sjón- leik, sem góður rómur var gerður að. Sam- komuna sóttu á annað hundrað manns. Hún mun vekja talsverða eftirtekt á stúkunni og starfsemi hennar, bæði að því er snertir hina góðu baráttu í bindindismálinu og svo við- leitni hennar við að skemta fólki, sem alt of lítið er gert í sveitum. Ef bindindisfé- lagsskapurinn legði stund á það alment, yrði gagnið af honum tvöfalt. Aflalaust með öllu." X Verzlunarfréttir frá Kaupm.höfn 21. febrúar 1903. Saltkjöt. Sem stendur er það mjög léleg vara. Eftir því er engin eftirspurn og óseljan- legt sem stendur. Frá íslandi komu árið 1901 11,000 tunnur, en í haust 17,000 tn. Alls mun hér vera óselt nú um 6,000 tn. kjöt; þetta er einkum frá Rússlandi, Búlgaríu og Síberíu, og nokkuð frá íslandi. Af ísl. kjöti mun vera óselt nú 1,300 tn. og er von á 700 tn. þaðan með vorinu. Fiskur. A þessum vetri hefir lítið sem ekkert aflast í Noregi, hvorki við Finnmörk né Lofoten, en vertíðin er hvergi nærri úti enn, svo þetta getur nú breyzt. Hvað íslenzkan fisk snertir, er nú ekkert fyrirliggjandi af málfiski og talsvert sózt eftir honum. Eftir smá- fiski og ýsu er minni eftirsókn í bráð. Útlit fyrir fremur gott verð á þessari vöru í vor og fram eftir sumrinu. Lýsi. Vara þessi er í allgóðu verði. Sem stendur fást 36—37 krónur fyrir tn. — 210 pd. — með tré, af ljósu, tæru lýsi. Síld. Við Skotland mikill síldarafii í vet- ur, en síldin fremur léleg og verðið lágt. Haustull. Af þessari vöru lítið fyrirliggjandi; verðið er 0.45—0.46 a. pd. Prjónasaumur. Vara þessi er í mjög lágu verði, og sumar tegundir lítt seljanlegar. X Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] >Farið þér nú, Páll«, sagði hann; >eg gleymi því ekki, að þér eruð maður, jafn- framt því sem þér eruð hermaður. Farið þér nú og fáið þér yður kaffi og hittið þér mig svo á gufuskipabryggjunni. Við verðum svo samferða yfir um og þér skul- uð fá að heyra, hvernig í öllu liggur.« Páll þakkaði honum með nokkurum sundurslitnum orðum og flýtti sér burt. Hersirinn horfði á eftir honum og augna- ráðið var ekki óvingjarnlegt. »Þarna er elskhugi á ferðinni, maður, sem hefir látið töfrast af laglegu andliti,« sagði hann eftir nokkura stund. »Hann fær sjálfsagt vitið smátt og smátt; en fái hann það ekki, þá vitum við, hvernig við eig- um að fara með hann. Við sendum hann oft út til vígisins; sé svo nokkur frekari

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.