Norðurland - 01.08.1903, Page 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
Akureyri, 1. ágúst 1903. J II. ár.
45. blað.
Sndurskoðuð trúarjátning.
ii.
(Síðari kafli.)
Röksemdir þær gegn Westminster-
játning Kalvínstrúarinnar, eins og dr.
Story bar fram og lítt eða ekkert
var mótmælt á kirkjuþingi hinna
skozku kennimanna, voru þessar
hinar helztu:
Sköþunarsagan, sem játningin er
bygð á, er öldungis ófullnægjandi
nú á dögum; að maðurinn hafi verið
skapaður „Quði til dýrðar", lendir
í ósamkvæmni og algjörri mótsögn.
Játningin segir sjálf að guðs dýrð
eflist alls eigi fyrir manninn, sem
kóróna hans sköpunarverks, þar eð
maðurinn hafi óðara orðið gjörspilt-
ur. Og þó er í sömu andrá kent,
að guð sé almáttugur og alvís.
Hann hafi því hlotið að skapa
manninn í þeim tilgangi, er eigi
varð náð. Hvernig sem kenning
þessi væri skoðuð, kæmi alt í mót-
sögn, er enga skýring gæfi viðvíkj-
andi hugsjón og markmiði drottins.
Pví næst er kenningin um mann-
eðlið og þess gjörspilling. Hún gengi
næst því að sýna og sanna að sköp-
un mannsins hefði mistekist. Öll bót
og líkn kæmi og ekki innan frá
eða væri samfara nokkuru góðu í
eðli mannsins, heldur utan frá og
eingöngu frá guðdómsins yfirnáttúr-
lega krafti. Játningin geymir rangar
skoðanir á forsjón guðs — æzta
auglýsing hans afskifta er t. d.
sögð að sé eingöngu hans eiginn
vilji. Og sá vilji verður samkvæmt
játningunni gjörræðisvilji, sem fer
eigi eftir siðgæðishugsjón, heldur
leitar sinnar dýrðar einungis —, vilji,
sem bindur manninn undir dauðasekt
sakir syndar hans, en ætlar að frelsa
suma frá dóminum „til vegsemdar
guðs dýrðlegu náð" (segir trúarjátn-
ingin), undir eins og hinir fordæm-
ast „til vegsemdar hans dýrðlega
réttlætis", þótt torvelt sé að skilja,
hvar það réttlæti komist að, úr því
kent er, að þar sem sumir séu
dæmdir til eilífra kvala, þá hafi
náðinni verið afturhaldið og þeir
með því ákvarðaðir til fullrar glöt-
unar „til vegsemdar guðs dýrðlega
réttlætis". Er þetta nokkuð svipað
siðgæðishugsjón, eða hugsun bygðri
á viti? Öll röksemdin í trúarjátn-
ingu Kalvíns er togaröksemd en
ekki mórölsk (siðgæðisleg). Öxullinn,
sem alt snýst um, er útvalningin.
Það er viljinn, sem öllu ræður, hver
útvalinn sé eða útskúfaður. í sama
tilgangi er öll sköpunin gerð sam-
kvæmt játningunni — „til guðs dýrð-
ar". í gjörvöllu kerfinu er guðs fað-
erni, hans föðurást, hvergi nefnd á
nafn. Guðs kærleikur er ekki til f
trúarjátningarkerfi þessu. Alt er gjör-
ræði. Sjálf dýrðlinganna helgun hefir
engan styrk né varanleik nema fyrir
þann órjúfanlega úrskurð guðs, að
sumir skuli standast, en sumir falla
frá. Er nokkur kenning hugsanleg,
sem sé fremur villandi, fremur fallin
til að framleiða sjálfstraust annars
vegar ogsiðferðissljóleik hins vegar?
Þá kemur friðþægingin. Sú hug-
sjón þarf alt eins öðruvísi skýring.
Yfirleitt var hugsunin sú, að full-
næging þess, er kallað var guðs
réttlæti, var eigi auglýsing guðs
kærleika, er mannsins sáluhjálp væri
undir komin, heldur fullnæging guðs
réttlætis, fyrir djúpsett hjálpræði, er
komi manninum undan sekt synd-
anna, sekt, sem lögð væri á annan.
I þeirri kenning fælist engin kær-
leikur, sem lyfti manni til aldurs-
hæðar hans helgunar, engin opin-
berun sem leiddi hann inn í það
elskunnar samlíf við skaparann, er
yfirynni sorg og dauða. Hér væri
opinberað lagakerfi, er sýndi hvern-
ig réttlæti guðs yrði fullnægt, og
sumir gæti komist hjá hegning fyrir
syndir þeirra. Þessi friðþæging væri
alls ekki fyrir alla, hvernig sem hún
væri skoðuð. Hún væri fyrir fáa —
takmörkuð friðþæging.
Ræða rektorsins er hér stórum
samandregin, en engu verulegu at-
riði slept, né nokkuru óviðkomandi
bætt við. Og enn tók hann fram,
að engu síður bæri nauðsyn til, að
lagfæra mörg önnur atriði hinnar
fornu trúarfræði kirkjunnar, svo sem
sabatslög Skotanna og hjúskaparmál
o. fl., sem alt er mjög strangt þar í
landi, og — eins og hann sagði —
„gagnofið Gyðinglegum hugmynd-
um«. Aftur nefndi hann hvergi
biflíudýrkun Skotanna, sem ein gerir
mjög torvelt að endurskoða og
bæta kirkjulega fræði og kenningar
þar í landi. Aftur tók hann og fleiri
fram, hversu laga þyrfti hinn forna
harðlynda hugsunarháttog hið grimma
umburðarleysi, sem enn þá lægi í
máli og röksemdum manna frá siða-
bótartímanum.
Loks fór kennimaður þessi mjög
hörðum orðum um hina nefndu
trúarjátning, að því er snertir kenn-
ingu hennar um „hið síðasta á-
stand". Bendir hann skorinort á
það, hve torveld viðureignar sú
kenning sé eftir trúarjátningu kirkj-
unnar; þar er sagt að sálunum sé
varpað í helvíti og bíði þar í myrkr-
anna ofraun og eldi til dómsins. Þá
sameinast sálin hennar fyrri líkama
og bæði mæti fyrir dóminum. Og
tilgangur hins hræðilega réttarhalds
á dómsdegi sé að birta guðs dýrð,
dýrð hans miskunar á þeim útvöldu
en dýrð hans réttlætis á hinum út-
skúfuðu. Alt er sakir guðs dýrðar,
en ekki vegna barna hans, mann-
anna; ekki til hjálpræðis þeim, held-
ur var alheimurinn skapaður ein-
göngu til dýrðar hins almáttuga. Á
þessu endar og byrjar trúarjátningin.
Var þá ekkert annað markmið í
guðs alheimsstjórn? Var það, að
skapa mennina, hina aumu og veiku,
og glata ótölulegum miljónum þeirra
í endalausum píslarstað, sem engin
orð fá útmálað, — var petta alföð-
urnum til dýrðar, honum, sem Jesús
Kristur sagði um: „Sá sem hefir
séð mig, hefir séð föðurinn!" Og
þessu ættu þeir eigi einungis að
trúa, heldur staðfesta sína trú á því
eins og skilyrði þess, að kirkjan
leyfði þeim að fara út til allra þjóða
og kunngjöra það, sem þeir í bitru
háði kölluðu „gleðiboðskap mikils
fagnaðar"! ættu menn eigi að segja,
að betra hefði þeim verið að vera
heiðingjar, aldir á útslitinni kreddu,
heldur en að beygja kné frammi
fyrir jafn skelfilegri skrípamynd af
guðdómi og almætti eins og þetta
væri." — Síðan lýsti rektorinn ei-
fifri útskúfun svo ógurlega, að eg
vil ekki bjóða íslenzkum lesendum
það, eða meir en komið er, því, sem
betur fer, hefir sú voða kenning,
aldrei náð föstum tökum á alþýðu
vorri, þótt hún enn gangi nær viti
margra, en vorir „lærðu" kunna frá
að segja. — Að endingu skoraði
hinn mikli kennimaður á kirkju-
þingið, að athuga tákn tímanna, at-
huga hið mikla fráfall, athuga prest-
anna ógurlegu ábyrgð og byrja hik-
laust á endurskoðun hinnar nefndu
trúarjátningar. „Brott — kallaði hann
— úr böndum 17. aldarinnar! Brott
með þokur og sjónhverfingar, og
horfið glaðvakandi augum á guðs
stórmerki og áframhaldandi opin-
beranir títnanna, sem vér lifum á!
Guðs andi er með oss og innra í
oss. Vér viljum hrinda af oss þeirri
möru, sem neyðir og sligar svo
margar sálir, og sjáum til að vér
leggjum hana eigi á fleiri kynslóðir
þjóðar vorrar!"
En þótt kirkjuþingið tæki furðu
vel og frjálslega í strenginn, og eng-
inn andæfti nokkuru sérstöku að-
finsluatriði þessa eða annara ræðu-
manna, létu menn sér duga ofan
nefnda ályktun, að biflían skyldi
enn sem áður gilda, sem túlkur
allra trúargreina og játninga — með
heilags anda „yfirsýn".*
Og þeir sem þekkja trúarlíf og
kirkjusögu Skota til hlýtar, munu
alls eigi furða sig á, að stærra spor
var ekki stígið á þessu þingi. Prest-
um í öllum löndum er vant, en ekki
sízt á Skotlandi þar setn — eins og
Buckle sagði — lærða stéttin er hin
vitrasta í Evrópu en alþýðan ein-
hver hin heimskasta og vanabundn-
asta.
Loks skal þess getið í sambandi
við þetta mál, að samskonar játn-
ingar-endurskoðanir eru annarstaðar
í löndum á dagskrá, og með svip-
uðum (o: litlum) árangri. Nokkurir
Kalvínstrúarflokkar í Ameríku héldu
slíkt þing í fyrra, og þótti sú tillaga
merkust þeirra, er þar voru fram-
bornar, að hætta skyldi að deila um
eða endurskoða öll trúarrit 16. og
* „Með beztu manna yfirsýn," stóð líka
aftast í gamla sáttmála vor íslendinga.
17. aldar, heldur leggja þau sem
helgigripi til hliðar — þau hefðu
hæft þeirra tíma og skyldu halda
heiðri sínum óbreytt. En í stað trúar-
banda skyldi koma virkilegt trúar-
frelsi, þannig að hver kennimaður
hefði leyfi til að kenna út af lífinu
og helgum ritum, eins og hann
sjálfur vildi gjört hafa. Þegar slíkt
verður leyft, mun margan undra,
því það var ekki leyft löngu fyrri!
M.f.
%
Skógrækt á Jslandi.
Eg hefi verið á ferð í sumar um
ísland til þess að rannsaka skilyrðin
fyrir skógrækt í landinu bæði frá bún-
aðarlegu og náttúruvísindalegu sjónar-
miði. A þessu ferðalagi hefi eg haft
tækifæri til þess að kynna mér ná-
kvæmlega skógana við Egilsstaði, Hall-
ormsstaði, Háls, Vaglir og Sörlastaði.
Til Akureyrar kom eg 18. júlí, og
var ferðin þá hálfnuð.
Eins og kunnugt er, var það Carl
Ryder, höfuðsmaður í herskipaflota
Dana, sem kom það fyrst til hugar
í fullri alvöru að eitthvað þyrfti að
gera til þess að auka og bæta skóg
á íslandi, og hann hefir eflaust litið
rétt til, því að brýn þörf er á skóg-
um hér á landi. Skógar að marki
mundu ekki að eins bæta úr þeim
vandræðum, sem nú eiga sér stað, að
menn verða að hafa sauðatað til elds-
neytis. Menn hafa líka fulla reynzlu
fyrir því í öðrum löndum, að skóg-
arnir gera hreyfingar vatnsins ofan
eftir hlíðunum hægari, og svo mundi
einninn fara á íslandi. Enn mundu
auknir skógar víða varna því, að jarð-
veginn blési upp. Þetta sýnir alt, að
skógræktarmálið stendur í nánu sam-
bandi við önnur jarðræktarmál, en á
hinn bóginn hefir fjárræktin það í för
með sér að girða verður um nýjar
skógargræðslustöðvar.
Auk þessa erfiðleika verður enn að
taka tillit til erfiðleika þeirra, sem
stafa af jarðvegi og loftslagi. Til þess
að finna réttar aðferðir til þess að
græða skóg þar, sem staðhættir eru
ólíkir, verða menn að fika sig áfram
með tilraunum ár eftir ár, og þetta
hefir Flensborg skógfræðingur gert,
eins og flestum mun vera kunnugt.
Hann hefir gert vandaðar og nákvæm-
ar tilraunir, og hefir þegar öðlast all-
mikla reynzlu í öllu því, er lýtur að
íslenzkri skógrækt. Hann hefir komist
að þeirri niðurstöðu, að sama skógar-
græðsluaðferðin eigi ekki allstaðar við,
og er það hverju orði sannara. Alt
bendir á, að skógar geti þrifist á ís-
landi, bæði skógarleifar þær, sem eru
til víða um landið og einkum skógar
þeir, sem enn vaxa í einstaka stað,
t. d. í Fnjóskadal, en einmitt þessir
skógar sýna ljóslega, að það þarf al-
veg sérstaka þekkingu til þess að fara
með skóga, svo að vel fari. Margt
getur orðið til þess að eyða þeim,