Norðurland - 01.08.1903, Page 4
f
Nl.
180
falið á hendur að útvega til Norður-
og Austuramtsins 106,700 pund af
tóbaki til fjárböðunar og 200 katla
til þess að sjóða í tóbakið. Ef fjáreign
skyldi hafa aukist eftir seinasta fram-
tali, þá eiga hreppstjórar að gefa sýslu-
mönnum skýrslu um viðbótina, en
sýslumenn aftur amtmanni, því að þá
þarf að bæta tóbaki við. Til þess, að
böðunin geti farið í lagi, á hver hrepps-
sjóður að útvega ker til böðunar, tvö
fyrir hver 2000 fjár í hreppi hverjum.
Þau eiga að vera 20 þuml. að hæð
og helzt með járnhandföngum á end-
unum, 14 þuml. frá botni og víðari
að ofan en að neðan. Kerin mega vera
bæði sporöskjulöguð og ferstrend. Þau
sporöskjulöguðu eiga að vera 35 þuml.
á lengd að innanmáli en 26 þuml. á
breidd á sama veg. Þau ferstrendu
eiga að vera 36 þuml. að lengd en
27 þuml. að breidd, hvortveggja að
innanmáli.
Norðurland ræður öllum Norðlend-
ingum og Austfirðingum, sem vilja
halda fjárkláðanum hér í landi ár eftir
ár og öld eftir öld til þess að fara
ekki eftir þessu.
Prófessor Finnur Jónsson
kom hingað með sunnanpósti 27. júlí,
og hefir hér nokkura viðdvöl.
fslenzkt þjóöerni.
Norðurlandi hefir verið send bók, er svo
heitir. Hún er eftir }ón Jónsson sagnfræðing,
og er samsafn af alþýðufyrirlestrum þeim,
er hann hélt í Reykjavík vetur, er var. Kostn-
aðarmaður Sigurður Kristjánsson. Bókin virð-
ist vera mæt mjög, og verður seinna minst
ítarlegar á hana í Norðurlandi.
»Sen< og „son.<
Ef konurnar viðhafnar komast í stöður,
þær kynlega breytast, og skifta um föður,
já, breytast svo þvert og svo beint nióti vonum,
að bónda síns föður þær verða að sonum.
Pær sérrétti kasta, og sjálfstæði fleygja.
Þær sjálfri sér týna og ætt sinni deyja.
Ef virðingar dingluðu krossar á konum,
þá, kann ske, menn yrðu að dætrum úr sonum.
(Ó.)
Aflabrögð.
Mjög mikil hafsíldarganga hefir komið
hér inn á fjörðinn seinustu dagana. Þó hafa
nótaúthöld aflað lítið enn þá, því að síldin
er stygg, og gengur illa að landi. Talsvert
hefir aftur aflast í lagnet utantil á firðinum,
og í gær var mikill Iagnetaafli hér á Poll-
inum, enginn í dag. f netakvíarnar við fjörð-
inn hefir aflast að marki, 100—200 tunnur
í hverjar, og er þó óvíst um sumar. Þorsk-
afli talsverður. Fá fiskiskip komið inn: Talis-
man með 13,000 og Qestur frá Hjalteyri
með Iítinn afla.
Tíðarfar
hefir verið hlýrra en í fyrra sumar vik-
una, sem leið, en mjög þurklaust yfirleitt,
einkum fyrra hluta vikunnar, stundum
þoka ofan undir bæi fram eftir öllum degi.
Seinna hluta fimtudagsins glaðnaði til, og
hefir haldist nokkur þurkur siðan. í miðri
vikunni var óvfða töðubaggi kominn í tóft,
en tún víðast alslegin eða slegin að mestu.
Seinna hluta vikunnar hefir mikil taða ver-
ið bólstruð, og sumstaðar hirt nokkuð.
Gleði verzlunarmanna á Akureyri.
Mánudaginn 3. ágúst halda verzl-
unarmenn á Akureyri fyrstu allsherjar-
gleði sína, og verður öllum búðum
lokað þann dag. Slík gleði hefir hvergi
verið haldin fyr hér á landi en í Reykja-
vík, í nokkur ár. 5 manna nefnd hefir
verið kosin úr félagi verzlunarmanna
Akureyrar til þess að sjá um gleðina,
og er hún svo skipuð: Vilhelm Knud-
sen verzlunarmaður, Asgeir Pétursson
kaupmaður, Baldvin Jónsson verzlunar-
maður, Vigfús Sigfússon veitingamað-
ur og Jón Stefánsson verzlunarmaður.
Aliir verzlunarmenn á Akureyri eru
velkomnir, þótt þeir séu ekki í félag-
inu og svo aukafélagar. Hver má taka
með sér þrjá gesti. Gleðin byrjar á
Hótel Akureyri kl. 11 f. h. Þaðan
verður gengið í skrúðgöngu út á Odd-
eyri, og hefst samkoma þar kl. 12.
Ræðuhöld og söngur. Flest kvæðin
spánný. Veitingar í tjöldum. Oddeyrar-
samkomunni lokið kl. 5. Kl. 7 e. h.
verður aftur byrjað á Hótel Akureyri.
Ræður, söngur og dans fram til mið-
nættis.
»Norðurland< óskar glæsilegs veð-
urs og góðrar skemtunar.
Siglingar.
Tiltölulega fá gufuskip á ferðinni síð-
ustu viku. »Egil< kom og fór, eins og til
stóð. Þessi skip norsk hafa komið hing-
að til fjarðarins til síldveiða: »Björgvin<,
>Leif<, »Alf< og »Hæggholmen<. Beskytt-
eren kom hingað í dag.
Pósfmál.
Nýlega hefir póststjórnin sent nýja „stimpla"
til allra bréfhirðingarmanna á landinu, og er
ekki breytt til batnaðar. Á gömlu stimplun-
um stóðu nöfnin á bréfhirðingarstöðunum,
og voru niargir þeirra fallegir, en á nýju
stimplunum standa að eins tölur, sem erfitt
er fyrir alþýðu manna að botna í að minsta
kosti í bráðina. Hæst tala á nýju stimplun-
um er 173.
Póststjórnin er farin að gefa út nýtt blað,
Póstblaðið. Út eru komin 3 nr. síðan á
nýári. í blaði þessu standa allar þær nýj-
ungar, er snerta póstmál, og eiga þeir, sem
fást við póstafgreiðslu, að halda því saman,
enda er þeim sent það ókeypis.
JCvergi meira úrval af vörum en i
Höepfners verzlun.
TRJAVIÐUR.
s/s „Hermes" er nýkominn frá Kristjaníu hlaðinn með timbur
til J. Gunnarssonar & S. Jóhannessonar Akureyri og er því gott
fyrir pá, sem þurfa að kaupa trjávið að kaupa hann hjá peim, pví
þeir selja MJÖG BILLEGA móti peningum.
þlýkomið
til HÖEPFNERS VERZLUNAR
mikið úrval af allskonar skófatnaði,
svo sem:
Karlmannaskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Kvenskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Barnaskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Filtskór og Morgunskór fyrir karl-
menn og kvenmenn,
og enn fremur Brunelskór og Brunel-
stígvél fyrir kvenfólk.
Joh. Christensen.
TIL SÖLU:
4 bátar með seglum og öllum út-
búnaði til síldar eða fiskiveiða.
Sömuleiðis net, kútar og dregg.
Alt nýtt og vel vandað.
Akureyri 25. júlf 1903.
Jóhann Vigfússon.
Afsláttarhesta
kaupir undirritaður á komandi hausti.
Joh. Christensen.
erject skilvindan ENDUR-
BÆTTA fæst að jafnaði við
Oudm. Efterfl.s verzlun.
Með s/s „Egil" kom nú
til Oudm. Efterfls.
verzlunar mikið af
ýmsum TRJÁVIÐ,
sérstaklega mikið af
óunnum viði.
Akureyri 8. júní 1903.
Jóhann Vigfússon.
Tilbúin karlmannaföt
góð en þó ódýr, hjá
Otto Tulinius.
Cminr keypt f CARL höepf-
OIIIJUI NERS verzlun.
Joh. Christensen.
Oll innlend vara tekin
hæstu verði við
Gudmanns Efterfl.s
verzlun.
Akureyri 10. júlí 1903.
Jóh. Vigfússon.
€T*rá og með næstkom-
andi nýári borgar
Sudmanns (jfterfl. s
uerztun enga uexti af inni-
eign.
Akureyri 10. júlí 1903.
Jóhann Vigfússon.
Múrsteinn — þakpappi
- veggjapappi -
eldavélar — sauma-
vélar hjá
Otto Tulinius.
BjörnOIafsson
Strandgötu nr. 11 tekur að
sér viðgerð á gull- og silf-
urstássi, forsilfruðum borð-
búnaði og viðgerð á blikk-
ílátum, að gylla og forsilfra.
Þeir, sem skulda CARL
HÖEPFNERS verzl-
un, og lítil sem eng-
in skil hafa gert nú
í sumarkauptíðinni, eru fastlega
ámintir um að borga hið allra
fyrsta.
Joh. Christensen.
U*.. og aðrar
, smjor fslenzkar
vörur kaupi eg mót vör-
um með peningaverði.
Munið hið lága pen-
ingauerð.
Otto Tulinius.
p X* í (( Hinn eini útsölu-
„I 0FT6CI. maður á Akureyri
fyrir skilvindur frá Burmeister &
Wain selur hina ágætu endurbættu
„Perfect" skilvindu tneð betri kjör-
um en nokkur annar.
Sigva/di Pórsteinsson.
Sunnudaginn 26. júlí hvarf
úr forstofunni á Hótel Akur-
eyri talsvert stór kassi merkt-
ur Ólafi Davíðssyni á Hofi.
Þeir, sem hafa tekið kass-
ann til handargagns, eða vita eitthvað
um hann, eru beðnir að gera Ólafi
aðvart eða Sigurði Sveinssyni á Hótel
Akureyri. Góð orð og bítalingur.
Prentsmiðja Norðurlands.