Norðurland


Norðurland - 15.08.1903, Side 1

Norðurland - 15.08.1903, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 15. ágúst 1903. 47. blað. Jjárlaganejndarálitið. Ágrip það, sem prentað er hér í blaðinu af áliti fjárlaganefndarinnar, er ótvíræð bending um það, hvern- ig hugsunarháttur þessarar þjóðar er að breytast. Nefndarálitið er svo ákveðið framfaraskjal, að engum manni hefði komið til hugar að bjóða þingi og þjóð það fyrir ör- fáum árum. Ef einhver hefði fyrir svo sem 4 — 5 árum komið upp með það að veita einu framfarafélagi hér á Norð- urlandi 16,000 kr. á einu fjárhags- tímabili — svo vér að eins tilfærum eitt dæmi — þá hefðu menn ekki gert annað en hlæja að honum. Nú er þetta lagt til af allri fjárlaga- nefnd neðri deildar, fulltrúum fram- faramanna og íhaldsmanna. Einmitt þetta, að önnur eins nefnd og fjárlaganefnd neðri deildar verður sammála um hin afar-mikilsverðu og kostnaðarsömu framfaramál, sem nú eru uppi á teningnum hjá þinginu, sýnir áþreifanlega, hvernig nú er á- statt með oss. í nefndinni eru full- trúar Framsóknarflokksins: Stefán Stefánsson, Þórhallur Bjarnarson og Jóhannes Jóhannesson, þrír af á- kveðnustu framfaramönnum þjóðar- innar. Þar eru líka fulltrúar fram- faramanna í Heimastjórnarflokkinum: Pétur Jónsson og Árni Jónsson, menn, sem Nl. hefir aldrei véfengt að vildu koma þjóðinni út á fram- farabrautina. Og þar eru loks full- trúar íhaldsmanna í Heimastjórnar- flokkinum: Tryggvi Gunnarsson og Hermann Jónasson. Allir þessir menn verða sammála um stórmál þjóðarinnar. Allir þessir menn taka höndum saman um það, að sýna sig sem kappsamasta og á- kafasta framsóknarmenn. Með öðrum orðum: íhaldshugur- inn hér á landi er sem stendur eins og mús undir fjalaketti. Hann er svo aðþrengdur frá öllum hlið- um, að hann þorir ekki með nokk- uru lifandi móti að stinga upp höfð- inu. Framfaraöldurnar rísa svo hátt á alla vega, að honum liggur við druknun. En það, sem einkum þjakar hon- um um þessar mundir, er valdafíkn íhaldsmannanna. Þeir vilja hafa valdið áfram. Þeir vilja hafa launin, eins og afdráttarlaust hefir verið uppi látið hér á Norðurlandi. En sem stendur er gersamlega óhugsandi að ná þessum gæðum á annan hátt en þann að sýna sig framfaramann nú í bili. Þess vegna afneita þeir um stundarsakir eðlisfari sínu og fortíð sinni. Oott er meðan svo gengur. En því miður getum vér vitanlega enga ályktun af því dregið um atferli þeirra á ókomnum tímum, ef svo slysalega skyldi til takast, að valda- og launa-lörtgun þeirra yrði full- nægt. v Jramfarahugurinn og stjórnin. Þungri martröð hlýtur að létta af þinginu, hvenær sem því auðnast að fá góða stjórn til samvinnu. Jafnframt því sem framfaraviðleitnin hefir aukist, hefir verk þingsins stöðugt orðið örðugra viðfangs, mál- in þarfnast rækilegri undirbúnings og djúpsettari þekkingar. Nú er svo komið, að verk þingsins eru í raun og veru óvinnandi. Kalla má, að farið sé fram hjá stjórninni með öll framfaramál þjóðarinnar. Allir fara beina leið til þingsins. Og beri stjórnin við að hlutast fyrirfram til um stórmál vor, eru afskiftin oft svo fjarri vilja þings og þjóðar — svo að vér ekki segjum heilbrigðri skyn- semi — eins og reynd hefir nú síð- ast orðið í kláðamálinu — að þingið verður að vinna alt verkið af nýju. Alt er óundirbúið, þegar á þing kemur, og í mörgum efnum hlýtur þingið að vera í standandi vand- ræðum. Hugsum oss, þótt ekki sé annað en allan þann grúa af fjár- beiðnum, sem á fjárlaganefndina er dembt. Það hlýtur að vera sönn þján- ing fyrir samvizkusama menn aö eiga að taka við þeim og ráða fram úr þeim undirbúningslaust og rann- sóknarlaust. Og engurn getur dulist, að mál þjóðarinnar geta verið í voða með slíku fyrirkomulagi. Aðalverk góðrar stjórnar er, auk framkvæmdarinnar á því, sem stjórn °g þing hafa orðið ásátt um, að hafa vakandi auga á, l^vað þjóðinni megi til hagsmuna verða, gangast fyrir framfaramálum hennar, rann- saka þau og undirbúa og sannfæra þing og þjóð um nytsemi þeirra. Aðalverk þingsins er að styðja fram- faraviðleitni stjórnarinnar, gefa stjórn- inni góðar bendingar, samkvæmt vilja þjóðarinnar, og gæta þess vand- lega, að stjórnin vinni verk sitt vel og samvizkusamlega og í samræmi við þjóðarviljann. Undir þeirri afarlélegu stjórn, sem vér höfum haft að undanförnu, hefir mest þetta verk lent á þinginu, sem hér hefir verið bent á, að stjórnin eigi að hafa með höndum. Nú er von um, að bót verði á þessu ráðin fyrir næsta þing. Þegar öll stjórnin, að konungi undanskild- um, verður komin til 'Reykjavíkur og ráðgjafinn fer sjálfur að verða á þinginu, getur ekki hjá því farið, að samvinna þings og stjórnar breyt- ist til batnaðar. Eti afarmiklu máli skiftir það samt, hve hepnir eða óhepnir vér verðum með stjórn vora. Þessi ríki fram- farahugur, sem nú er lifnaður með þjóðinni, verður að fá samsvarandi stjórn, ef hann á ekki að kafna, eða að minsta kosti eiga mjög örðugt uppdráttar. Ekki væri það eingöngu bein í- haldsstjórn, sem mundi gera oss mein. Það er jafnvel mikið vafamál, hvort hún væri jafnskaðvænleg fyrir oss eins og stjórn, sem sigldi undir framfarafána, en hefði hvorki áhuga né þekkingu til að halda uppi fram- faramerkinu, svo að fullu gagni kæmi. Framfarahugur þjóðarinnar yrði á verði gegn íhaldsstjórn. Slík stjórn gæti með mótspyrnunni óbeinlínis orðið til þess að efla trú þjóðarinnar á framsóknina. Stjórn sem tæki fratn- förunum vel í orði kveðnu en ynni að þeim með hangandi hendi spilti framfaramálunum með hirðuleysi og vanþekking, væri að vorri ætlun tölu- vert hættulegri. Af henni stæði trú þjóðarinnar á framfarirnar verulegur voði. Það er þekkingin á framfaramál- um þjóðarinnar og áhuginn á þeim, kærleikurinn til þeirra, sem mest er um vert, að því, er til stjórnarinnar kemur. Og þar sem svo mikið er í húfi, er það sönn furða, að ekki skuli ætla að auðnast að fá framfara- menn vora á þingi til þess að taka höndum saman í því skyni að tryggja þjóðinni þá stjórn, er samsvarar þeim framsóknarhug, sem nú er svo auð- sær á alþingi. X £ð/i/eg afturha/dsuiðleitni. „Austri" flutti 18. júlí síðastl. með- al annars eftirfarandi fregn af amts- ráði Austnramtsins: „Amsráðsmennirnir létu bóka, að þeir, fyrir hönd amtsráðsins, vottuðu amtmanni Páli Briem innilegasta þakklæti fyrir þann framúrskarandi áhuga og dugnað, sem hann hefir sýnt í kláðatnálinu, og sem það væri að þakka, að nú væri vissa fengin fyrir því, að kláðanum verði innan skamms algjörlega útrýmt í Austuramtinu." Engum heilvita manni, sem nokk- uð þekkir til þessa máls, bliandast hugur uin það, að amtsráðsmenn Austuramtsins hafa hér farið með rétt mál. Það er eingöngu Páli Briem að þakka, hans óþreytandi elju, að nú verður væntanlega innan skamms séð fyrir endan á þessum gamla fjanda bændanna, fjárkláðanum. En 12 dögum eftir er blaðið flytur þessa fregn af amtsráðinu, flytur það aðra af alþingi eftir fregnritara sín- um í Reykjavík, sem auðsjáanlega er mjög nákominn afturhaldsliðinu á alþingi. Hún hljóðar svo: „Fjárkláðamálið komið úr nefnd. Ræður nefndin eindregið til að kláð- anum verði útrýmt „systematiskt", en ekki kákað lengur við hattn eftir methodu P. Br." Viðleitnin úr afturhaldsáttinni við að niðra helztu framfaramönnum þjóðarinnar er jafn-skopleg eins og hún er eðlileg. Úr því að afturhalds- seggirnir geta ekki stutt sig við II. ár. neitt, sem þeir hafa sjálfir gert, áð- ur en þeir tóku þá stefnu að herma alt eftir framfaramönnunum, þá var ekki annað hendi nær en að reyna að kasta rýrð á það, sem aðrir hafa af hendi leyst. Hvernig ættu þeir að öðrum kosti að ná í launin. X Jfærði skólinn Líkamleg og and/eg óhollusta. Ólagið í lærða skólanum í Reykja- vík hefir sjaldan eða aldrei verið verra en nú upp á síðkastið. Svo ramt kvað að því við skólauppsögn í vor, þar sem fjöldi var viðstaddur af aðkomumönnum, að piltar neit- uðu að syngja, þegar rektor nefndi það við þá, eins og venja er til við þá athöfn, og að þeir létu í ljósi vanþóknunarmerki mitt í ræðunni, sem rektor hélt yfir þeim. „Stúdent" einn ritaði í „Fjallkon- una" í síðasta mánuði um líkamlega og andlega óhollustu í skólanum. Hann kemst meðal annars svo að orði: „Ef menn forvitnaði að komast að raun um, hvernig kennari á ekki að haga sér við lærisvein sinn og lærisveinn ekki við kennara sinn, þá ættu þeir hinir sömu að vera stöku sinnum áhorfendur og áheyrendur uppi í lærða skóla. Vitanlegt er það um suma kennarana, að þeir eru einatt ólagnir sem kennarar og annars, ef til vill, lítt vaxnir sinni stöðu, enda er svo langt í frá, að þeir komi sér við piltana, svo langt í frá, að piltar virði þá, eins og lærisveinn á að virða kennara sinn, að þeir miklu fremur lítilsvirða þá, þótt hörmulegt sé til frásagnar, gera gys að þeim upp í opið geðið á þeim — ef þeir þá ekki hatast við þá undir niðri." Við foreldra, sem senda vilja sonu sína í lærða skólann, segir höf.: „Hugsið yður rækilega um, áður en þér sendið þá þangað; það eru talsverðir agnúar á verunni þar, eins og nú er ástatt. Það er allmikið undir hælinn lagt, hvernig þeir verða, er þeir koma til baka, bæði andlega og líkamlega talað og tekið." Hér er eitt af hinum mörgu og mikilvægu verkefnum, sem hin vænt- anlega stjórn vor á fyrir höndum. Það er gersamlega óhafandi, að skól- anum haldist uppi eftirleiðis að spilla blómanum af æskulýð vorum. Ein- hverra ráða verður að leita til þess að fá því afstýrt, hvað sem það. kostar og hverjir sem skakkafal kunna við það að bíða. X íslandsbanki. Stórkaupmaður A. Warburg er væntan- legur til Reykjavíkur í þessurn mánuði til þess að undirbúa stofnun bankans. Húsrúm handa bankanum er fengið, og er ætlast til að hann taki til starfa í næsta mánuði.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.