Norðurland - 15.08.1903, Qupperneq 4
Nl.
188
Veiöiskipin.
»Fönix« kom með 3000 fiskjar og 65
tn. af síld 9. þ. m.
Reknetaskipið »Danmark« (útgerð Ol-
sens og fél. frá Khöfn) kom með um 250
tn. af síld, þar af um 150 tn. fengnar þann
dag í einum drætti, n. þ. m.
Reknetaskipið »Varild« frá Bergen kom
s. d. Hefir aflað á vertíðinni um 300 tn.,
þar af 120 tn. nýfengnar í einum drætti
»Talisman« kom 12. þ. m. með 2000
fiskjar.
»Brúni« kom 13. þ. m. með 60 tn. síldar.
Utan frá Hrísey hefir frézt, að rekneta-
skipin, sem héðan ganga og ekki ern nefnd
hér að ofan: »Helga«, »Familien« og »Hel-
ESBHB^HBHM
ena«, hafi fengið góðan afla eftir fárra
daga útivist.
Tíöarfar
mjög óhagstætt síðustu tvær vikurnar,
stöðugir óþurkar, rigningar og þokur og
kalsaveður. Alt af öðruhvoru snjóar í fjöll.
Víða er mikið af töðu enn úti, og hefir
hrakist til muna.
Mannaláf.
Frú Anna Jóhannesdóttir, kona dr. Val-
týs Guðmundssonar alþingismanns, andað-
ist í Rvík eftir mjög þunga legu 28. júlí
síðastl. Hún var dóttir Jóhannesar heitins
sýslumanns Guðmundssonar og systir Jó-
hannesar sýslumanns á Seyðisfirði og þeirra
systkina.
JCoergi meira úroal af oörum en í
Höepfners verzlun.
jlfsláttur gefinn gegn peningaborgun.
JMýkomið
til HÖEPFNERS VERZLUNAR
mikið úrval af allskonar skófatnaði,
svo sem:
Karlmannaskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Kvenskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Barnaskór svartir og brúnir,
margar sortir.
Filtskór og Morgunskór fyrir karl-
menn og kvenmenn,
og enn fremur Brunelskór og Brunel-
stígvél fyrir kvenfólk.
Joh. Christensen.
CT*rá og msö næstkom-
andi nýári borgar
tSudmanns Sfterfl. s
oerzlun enga oexti af inni-
eign.
Akureyri 10. júlí 1903.
Jóhann Vigfússon.
erfect skilvindan ENDUR-
BÆTTA fæst að jafnaði við
Gudm. Efterfl.s verzlun.
M
óunnum viði.
eð s/s „Egil" kom nú
til Gudm. Efterfls.
verzlunar mikið af
ýmsum TRJÁVIÐ,
sérstaklega mikið af
Akureyri 8. júní 1903.
Jóhann Vigfússon.
TIL SÖLU:
4 bátar með seglum og öllum út-
búnaði til síldar eða fiskiveiða.
Sömuleiðis net, kútar og dregg.
Alt nýtt og vel vandað.
Akureyri 25. júlí 1903.
Jóhann Vigfússon.
<>minr keypt 1 CARL HÖEPF-
OIIIJUI NERS Verzlun.
Joh. Chrisfensen.
Hús til sölu.
Semja má við undirritaðan.
Páll Briem.
Oll innlend vara tekin
hæstu verði við
Gudmanns Efterfl.s
verzlun.
Akureyri 10. júlí 1903.
Jöh. Vigfússon.
ÓSKILAHROSS.
Dökkrauð hryssa tæplega miðaldra,
klárgeng, hefir fundist fyrir nokkru að
Hamri í Vopnafirði. Hún er aljárnuð.
3 skeifurnar eru 4 boraðar en ein 6
boruð. Réttur eigandi getur vitjað hryssu
þessarar til Jóns Sveinssonar í Ytri-Hlíð.
Ytri-Hlíð í Vopnafirði 26h 1903.
Jón Sveinsson.
Þeir, sem skulda CARL
HÖEPFNERS verzl-
un, og lítil sem eng-
in skil hafa gert nú
í sumarkauptíðinni, eru fastlega
ámintir um að borga hið allra
fyrsta.
Joh. Christensen.
Pprfppf “ Hinn eini útsölu'
99* tJI ltJLl, maður á Akureyri
fyrir skilvindur frá Burmeister &
Wain selur hina ágætu endurbættu
„Perfect" skilvindu með betri kjör-
um en nokkur annar.
Sigvaldi Pórsteinsson.
BjörnÓlafsson
Strandgötu nr. 11 tekur að
sér viðgerð á gull- og silf-
urstássi, forsilfruðum borð-
búnaði og viðgerð á blikk-
ílátum, að gylla og forsilfra.
Afsláftarhesta
kaupir undirritaður á komandi hausti.
Joh. Christensen.
Vindlaoerksmiðja
OTTO TULINIUS hefir nú mik-
ið af vindlum ódýrum eftir gæðum.
Fást hjá flestum kaupmönnum.
BYGGINGAGRUNNAR til sölu,
menn snúi sér til verzlunarstjóra
Joh. Christensens.
dýrasta og bezta skilvinda,
nú er til á íslandi.
Nr. 12 kostar kr. 120. Nr. 14
kostar kr. 80.
Alexandra er óefað sterkasta
og vandaðasta skilvinda sem snúið er
með handkrafti. Létt að flytja heim
til sín, vegur tæp 65 pd. í kassa og
öllum umbúðum.
Alexandra er fljótust að skilja
mjólkina af öllum þeim skilvindum,
sem nú eru til.
Nægar birgðir hjá aðalumboðsmanni
fyrir ísland,
Sf. Th. Jónssyni.
Biðjið kaupmennina, sem þið verzlið við, að útvega ykkur Alexöndru, og
munuð þið þá fá þær með verksmiðjuverði, eins og hjá aðalumboðsmanninum.
Þessir kaupmenn selja nú vélarnar með verksmiðjuverði:
Agent Stefán B. Jónsson f Reykjavík,
kaupmaður J. P. Thorsteinsson & Co. á Bíldudal og Vatneyri,
verzlunarstjóri Stephán Jónsson á Sauðárkrók,
kaupmennirnir F. & M. Kristjánsson á Akureyri,
kaupmaður Otto Tulinius á Akureyri,
kaupmaður Jakob Björnsson á Svalbarðseyri,
verzlunarstjóri Sig. Johansen á Vopnafirði.
ffin norska netaoerksmiðja í Xristjaníu
mælir með sínum viðurkendu síldarvörpum, síldarnetum O. s. frv. Pöntun-
um veitir móttöku umboðsmaður vor í Kaupmannahöfn, herra Lauritz Jensen,
Reverdilsgade 7-
<5Lrv' endurbætt.
Jfíustads J
smjörtíki f
Jíýkomið *
er bezta smjör-
líki, sem hingað
flyzt, og fæst hjá
flestum l^aup-
monnum.
Samsöng
halda þeir í Akureyrarkirkju síra
Geir Sæmundsson og læknir
Steingrímur Matthíasson kl.
6 e. h. á morgun (sunnudag).
í bókaverzlun Frb. Steins-
sonar! Þjóðvinqfélagsbœkur,
Andvari, Dýravinur og Almanak.
Strengleikar..................0,50
Bæjarskrá Reykjavíkur........0,80
Barndómssaga Krists...........0,40
Kort af Reykjavík.............1,00
— » Hafnarfirði o. fl.......0,25
Albúm falleg og óvenjulega ódýr.
fCjálpræð isherinn,
sem sendir fulltrúa hingað til Akur-
eyrar um næstu mánaðamót, vill
leigja 2 — 3 herbergi til íbúðar fyrir
ein hjón, helzt frá 5. sept næstk.
Ritst. Norðurlands tekur við tilboðum.
** GÆTT PORTLANDS-
CEMENT nýkomið með
y I MCeres'' í Gránufélags-
* verzlun á Oddeyri.
Herbergi, bjart og rúmgott, til leigu nú
þegar fyrir 1-2 einhleypa, í miðjum
bænum. Ritst. vísar á.
Prentsmiðja Norðurlands.