Norðurland


Norðurland - 03.10.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 03.10.1903, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 3. október 1903. III. ár. 2. blað. Bækur. Aldamót. m. (Síðasti kafli.) Frá ritstjóra Aldamóta, prófessor Friðr. J. Bergmann, fáum vér í þetta sinn 3 ritgjörðir auk fjölda ritdóma. Fyrsta ritgjörðin heitir: »Hverjar kröfur aetti þjóð vor að gjöra til skálda sinna?« Kröfur síra F. J. B. eru mjög strangar. Hann heimtar af skáldunum, að þau séu stórskáld og riti stórar bækur. Og af því að höf. hefir athug- að það, að þeir eru ekki svo afar- margir I öllum heiminum á hverri öld, sem er það gefið að vera stórskáld, og þá eiginlega ekki við þeim að bii- ast feikimörgum með þessum 70—80 þúsundum, sem þennan hólma byggja, þá verður niðurstaðan hjá höf., að alt of margir yrki hér á landi. Margt af því, sem höf. tekur fram, er ágætlega sagt, eins og honum er títt. Hann mótmælir prýðisvel leirburð- arstaglinu og holtaþokuvælinu, sem urgar meira í eyrunum á Vestur-Is- lendingum en öðrum manneskjum á þessari jörð. Og mjög skilmerkilega tekur hann það fram, er honum virð- ist vera aðalatriðið: Að skáldin hafi eitthvað það að segja, er öðrum ligg- ur lífið á að vita, en aðrir hafa þagað um. Að þeir eigi að vera spámenn þjóðar sinnar og gera framfarahug- myndirnar ljósar og skýrar og öllum skiljanlegar. Að skáldskapurinn verði að einhverju leyti að geta kent mönn- um þá vandasömu list að lifa o. s. frv. Vitaskuld væri það dýrmætt fyrir þjóð vora að eignast skáld, sem yrði við öllum kröfum síra F. J. B. En annar gallinn á þeim kröfum er sá, að þó að einhver maður yrði við þeim öllum, þá er alls ekki sjálfsagt, að hanti vœri neitt skáld. Og hinn gall- inn er sá, að þó að skáld verði við mjög fáum þeirra, getur samt verið yndi að honum í bókmentunum. Mér dettur í hug eitthvert fegursta kvæðið eftir Longfellow. Dagurinn er liðinn, og skáldið finnur koma yfir sig dapurleikatilfinning, sem sál hans get- ur ekki veitt mótspyrnu, dapurleik og þrá, sem ekkert á skylt við kvöl, og líkist sorginni að eins á sama hátt, sem mistrið líkist regninu, eða eins og skáldið kemst að orði: A feeling of sadness and longing, that is not akin to pain, and resembles sorrow ouly as the mist resembles the rain. Hvað vill nú skáldið láta lesa sér, þegar svona er ástatt fyrir honum? Hann vill ekki láta lesa sér stórskáld- in; hann vill ekki heyra í fjarska berg- málið af þrammi þeirra um göng tím- ans. Hann vill ekki láta þeirra vold- ugu hugsanir minna sig á endalaust strit og baráttu lífsins. Því að hann vill hvílast. Hann vill láta lesa sér ljóð eftir eitthvert smáskáldið, sem lét söngvana streyma út úr hjarta sér, eins og skúrir streyma niður úr. sumarskýjunum, eða tár út úr augun- um — eitthvert skáld, sem heyrði í sál sinni leikin dásamleg lög á löng- um erfiðisdögum og andvökunóttum. Read from some humbler poet, whose songs gushed from his heart, as showers from the clouds of summer, or tears from the eyelids start. Who, through long days of labour, and nights devoid of ease, still heard in his soul the music of wonderful melodies. Það er mikilsvert, að oss sé sagt það, »sem oss liggur lífið á að vita« ; að vér fáum »spámenn«; að oss sé kend »sú vandasama list að lifa«; að það sé *■ heilbrigt«, sem oss er boðið — þó að nokkurir örðugleikar mundu verða á að finna réttu dómarana um það, hvað heilbrigt sé —; að skáld- skapurinn »veki« þjóðina; að skáld- skapurinn hafi »ákveðið markmið«; að skáldskapurinn »leggi rækt við skiln- ing fólksins«; að skáldin »standi á kristindómsins grundvelli«. En þegar um skáldskap er að tefla, verður samt hitt aðalatriðið, að skáldið hafi heyrt »músíkkina dásamlegu« (»the music of wonderful melodies«) í sál sinni og sé gæddur þeirri undragáfu að láta aðra heyra hana líka. Eg segi fyrir mig, að hvenær sem eg verð slíks manns var, finst mér, við eigum að fagna og vera glaðir, því að brúðguminn sé þá hjá okkur, hvað sem öllum »kröfum« líður um það, hvernig skáldin »eigi« að vera. Eg get með engu móti á það fall- ist, að vér séum vaxnir upp úr smá- kvæðunum, eins og síra F. J. B. virð- ist ætla. Eg hefi meira grætt á þeim mörgum en á löngum bókum. Eg hefi meira yndi af fögru erindi, hvort sem það er eftir Hallgr. Pétursson eða Bjarna Thorarensen eða Jónas Hall- grímsson eða Pál Ólafsson eða Matth- ías Jochumsson eða Hannes Hafstein eða Þorstein Erlingsson eða hvern sem er, en á mörgum löngum skáld- ritum. Og eg held ekki, að auðhlaupið sé að því að setja fram kröfur, sem eigi við öll skáld. Neikvæðar kröfur get- um vér vitaskuld sett fram, svo sem þá, að skáldin eigi ekki að hafa ljót- an munnsöfnuð. En á þeim er lítið að græða. Jákvæðar kröfur naumast. Eg get ekki sagt fyrirfram, hvernig fjallið eigi að vera, til þess eg hafi yndi af því, eða hvammurinn, eða blómið, eða frostrósin á gluggan- um. Og eg get ekki sagt það held- ur um skáldin. Sé það skáldskap- ur, sem oss er boðið, þá verður það áreiðanlega til yndis fyrir margan mann, og þá jafnframt til gagns — vitanlega til þeim mun djúpsettara yndis og þeim mun víðtækara gagns, sem hugsanirnar eru mikilfenglegri og lengra eftir þeim seilst inn I mann- eðlið. En vér höfnum ekki yndinu fyrir þá sök, að um annað yndi, sem ekki er á boðstólum, gæti verið meira vert. í raun og veru virðist mér miklu frjórra umhugsunarefni, hverjar kröf- ur þjóð vor ætti að gera til sjálfrar sín, ef hún vill eignast stórskáld. Hver sem verulega íhugar, hve miklum örðugleikum það er bundið að vera þó ekki sé nema smáskáld á þessu landi, hann sér, að það er fjarstæða að gera sér vonir um að fá stórskáld- ið. En stundum ber fjarstæðan við. Og vegurinn til að fá þá fjarstæðu í framkvæmd er áreiðanlega ekki sá að amast við smáskáldunum. Hæstu tindar veraldarinnar standa ekki upp úr jafnsléttu. Fyrir neðan skáldskap- artindinn verður að vera margbreyti- legt hugsanalíf með ótal lágfellum og háfjöllum vitsmuna og tilfinninga. Og vér erum ekki einu sinni á jafnsléttu með þjóðlíf vort, heldur niðri í djúpri kvos. Þökkum hamingj- unni fyrir hvert fellið, sem upp úr henni gægist, þó að það sé ekki nema lítið smákvæði, og reynum að fylla hana. »Köllun nemandans« er önnur rit- gjörðin eftir síra F. J. B. Það er ræða, sem höf. hafði flutt á samkomu ís- lenzkra námsmanna í Winnipeg. Og hún er gullfalleg. Hún gefur manni ljósa hugmynd um, hvers konar áhrif það eru, sem fslenzkir námsmenn þar vestra verða fyrir hjá þessum kennara sínum. Óskandi væri, að allir íslenzk- ir námsmenn yrðu fyrir slíkum áhrif- um. Þriðja ritgjörðin eftir sama höfund er um »heimatrúboð«, fögur ritgjörð og einkar gætilega samin. Höf. er sýnilega ljóst að miklir annmarkar séu á leikmannaprédikun, eins og hún verður að jafnaði, þó að hann annars haldi heimatrúboði fram, og hyggur bezt að geta verið án hennar. Mest- alt af því, sem höf. segir um það efni, getur Nl. fallist á. En að hinu leytjnu höldum vér því föstu, sem drepið var á hér í blaðinu í fyrra, að engin líkindi eru til þess í vorum augum, að heimatrúboð hér á landi, sem leikmenn fengjust við að meira eða minna leyti og runnið væri und- an rifjum heimatrúboðsins danska, mundi verða oss til verulegrar bless- unar. Auðvitað skal við það kannast, að því mundu fylgja kostir: meiri kristilegur áhugi og meiri siðferðisleg alvara yrði í landinu. En því mundu jafnframt fylgja svo megnir ókostir: dómgirni, andlegur hroki, úlfúð og ýmis konar vitleysa, að miklu réttara er í vorum augum að leita annarra ráða til þess að blása lífi í kristin- dóminn hér á landi. Að síðustu er fjöldi af rækilegum ritdómum eftir ritstjórann. Þrjú kvæði eru í bókinni eftir síra Valdimar Briem. A kápunni er lofað kvæði eftir sama skáld með fyrirsögn- inni »Guð veit það«; en það kvæði er hvergi í bókinni, hvernig sem á því stendur. Eg geri ráð fyrir, að einhverjum kunni að þykja mér hafa orðið of skrafdrjúgt um þennan árgang »Alda- móta«, þar sem það efni hefir treinst í 3 kafla. Afsökun hefi eg ekki aðra en þá, sem tekin var fram í byrjun þessara greina, að »Aldamót« leggja svo mikil umhugsunarefni fyrir oss, að mér finst ekki nema sæmilegt að sýna, að eftir þeim sé tekið. Menn- irnir vilja sýnilega koma á stað um- ræðum um stórmerkileg mál, og það er eitthvað fátæklegt af oss hér heima, ef vér skorumst allir undan að taka þátt í þeim umræðum. Höfundarnir eru allir svo merkir menn, enda hafa allir orðið þjóð sinni til svo mikils gagns og sóma í annari heimsálfu, að ekki má minna vera en vér viljum eiga orðastað við þá um alt það, er miklu varðar fyrir þjóð vora. X Jítjir geislar. Það þóttu fyrir nokkurum árum býsn mikil, að fundist hefðu eins konar ljós eða geislar, sem skinu fullum fetum gegn um líkama manna og ýmsa ó- gagnsæja hluti. Fregnin um þessa svo nefndu Röntgensgeisla flaug líka óð- ara um heim allan og jafnvel íslenzku blöðin skýrðu allítarlega frá þessari uppgötvun. — Aftur hefi eg ekki séð þau minnast á ýmsar nýjar uppgötv- anir, sem fara í líka átt og eru engu slður kynlegar. — Fólkinu til skemt- unar skal eg segja frá því litla, sem mér er kunnugt um þær. Árið eftir að Röntgen íann geisla þá, sem við hann eru kendir, fann Niewenglowsky aðra tegund af geisl- um, sem síðan eru nefndir Niewen- glowskygeislar. Þeir geta eins og Rönt- gensgeislarnir skinið í gegn um ógagn- sæja hluti t. d. svartan pappír og hafa áhrif á ljósmyndaplötur, en eru þó annars eðlis. Yms efnasambönd, sem eru þess eðlis að lýsa í myrkri, senda þessa geisla út frá sér. Skífur á úr- um, sem sjá má á í dimmu, eru mál- aðar með slíkum efnum. — Ef efni þessi eru lengi geymd í myrkri, án þess ljósið skíni á þau, missa þau öll sinn lýsandi kraft. Það er því sólar-* ljósið, sem þau geyma og ummynda á þennan hátt, en sjálf eru efnin alls ekki lýsandi. Ekki er mér kunnugt um, að þessir Niewenglowskygeislar hafi fengið verulega praktiska þýðingu. Nokkuru síðar fann frakkneskur vís- indamaður, Becquerel að nafni, enn aðra geislategund, sem síðan er -kend við hann og kölluð Becquerelsgeislar. Þeir eru að því leyti líkir Röntgens- og Niewenglowskygeislum, að þeir skína gegn um ýmsa ógagnsæja hluti og hafa áhrif á ljósmyndaplötur, en eru þó að ýmsu frábrugðnir. Næsta einkennilegt er það við uppruna þessara geisla að þeir stafa frá efnum, sem engum breyt- ingum virðast iaka, þó þau án afláts

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.