Norðurland


Norðurland - 03.10.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 03.10.1903, Blaðsíða 2
Nl. 6 sendi slíka geisla út frá sér í allar áttir. Heldur ekki þarf sólarljós eða önnur birta að hafa áhrif á þau. Hvað- an þau fá þennan undarlega kraft, vita menn enn þá ekki svo mér sé kunn- ugt. Þetta er í raun og veru stór furða og efni þessi eru eins og nokk- urs konar lampi, sem lýsir eilíft og endalaust með sama ljósmagni, án þess nokkurn tíma sé á hann látið. I fyrstu fann Becquerel geisla þessa skína frá frumefni einu, sem nefnt er Uraníum, og ýmsum efnasamböndum þess. Þá þektust eigi nein önnur efni, sem hefðu þennan eiginlegleika. Síðar hafa verið uppgötvuð 3 áður ókunn frumefni, sem senda sams konar geisla út frá sér og það með margfalt meira krafti. Kunnugast þessara efna er Radi- um og er skin þess 300 þúsund sinn- um sterkara en Uraníum. Nú er það því eingöngu notað við rannsóknir á Becquerelsgeislum. Geislar þessir hafa marga kynlega eiginlegleika. Þess er áður getið, að þeir ganga í gegn um ýmsa ógagn- sæja hluti og hafa áhrif á ljósmynda- plötur. Loftið umhverfis efni þessi verður leiðandi fyrir rafmagn og úr hlaöinni rafmagnssjá (electroskop) hverf- ur rafmagnið óðara en þau koma ná- lægt henni. Mörg efni lýsa sterkt í myrkri, þegar geislar þessir falla á þau, bæði þau sem annars eru lýs- andi í myrkri og önnur, sem ekki eru það. Segulstál getur beygt geisla þessa og dregið þá að sér. Flestalt, sem verður fyrir áhrifum þeirra, dautt og lifandi, fær sama eðlið og sendir Bec- qu'erelsgeisla út frá sér í lengri eða skemmri tíma, en þó helzt þetta eigi til langframa, ef hlutirnir koma eigi nálægt Radium eða öðrum slíkum efnum. Á lifandi verur hafa Becquerelsgeisl- ar ýms kynleg áhrif. Sjálfur Becquerel rak sig á þetta á ónotalegan hátt. Hann hafði stungið ofurlitlu glasi í vasa sinn með Radiumsalti í, sem annars var vandlega lokað (lakkað yfir stútinn). Eftir nokkura stund fór hann að kenna sársauka undan glasinu og kom þá í ljós, að geislarnir höfðu brent allmikið sár á hörundið gegn um fótin. Sár þetta greri fyrst seint og síðar meir. A sjónfæri manna hafa geislar þessir sterk áhrif. Þó bundið sé fyrir augun með ógagnsæju bindi, þá sér maður ljósglampa, þegar radiumsalt er borið að höfðinu, jafnvel þó komið sé með það aftan að hnakkanum, og er auð- velt að greina í hverri átt glampinn sést. Steinblindir menn verða þó eigi þessa varir, en sé eigi sjónin alger- lega sloknuð (t. d. elding sjáist), sést þessi glampi jafnvel þó hún sé svo sljó, að ekki sjáist munur á degi og nóttu. Séu geislar þessir látnir skína á spjald í dimmu herbergi, sem mál- að er með myrkurlýsandi efnum, sjá hinir blindu spjaldið sem lýsandi flöt. Ef nú ógagnsær hlutur er borinn fyrir það, þá sést hann sem svartur skuggi á spjaldinu og má á þennan hátt kenna nærfelt steinblindum mönnum að þekkja hluti, jafnvel kenna þeim að lesa og skrifa. Hvílík feikna áhrif geislar þessir geta haft, sést ef til vill bezt á nokk- urum tilraunum, sem þýzkur læknir hefir nýlega gert. Til tilrauna sinna hafði hann að eins 30 milligröm af einskonar Radiumsalti (Radiumbromid) og er það tæplega sem svaraði ein- um hundraðasta hluta af tóbaksnefi .* Efni þetta var geymt í dálítilli lokaðri öskju og var hún lögð ofan á lokið á íláti sem rottur voru aldar í. Dýrin voru reynd að því að vera hraust og heilbrigð og þeim var séð fyrir öllum lífsnauðsynjum. Nú kom það í ljós, að rotturnar sýktust bráðlega. Eyrun urðu rauð, dýrið dauft og niðurdregið, hætti síðan að éta, lagðist svo fyrir og hreyfði sig ekki nema við þvf væri ýtt, varð máttlaust að aftan, misti meðvitund- ina og drapst síðan á 4.-5. degi. Þegar hin dauðu dýr voru síðan skoðuð, var á þeim mikið hárlos, en auk þess húðin svo sundurgrotnuð, að stykki úr henni fylgdu með hár- unum, þegar í þau var tekið. Vefirnir undir húðinni voru allir blóðhlaupnir. Þegar þess er gætt, að alt þetta orsakaðist af örlítilli efnisögn, sem að eins lá f lokaðri öskju uppi á lok- inu á ílátinu, án þess að hún snerti dýrin hið minsta eða breyttist sjálf á nokkurn hátt, þá verður ekki á móti því borið, að þetta er miklu furðan- legra en nokkurn tfma Röentgensgeisl- arnir og áhrif þeirra. Hitt er eftir að vita, hvort Becquerelsgeislarnir fá eins mikla praktiska þýðingu, en ekki virð- ist það þó ósennilegt. Guðm. Hannesson. K Frá Vesfur-íslendingum. Nítjánda ársþing kirkjufélagsins vest- ur-íslenzka var haldið í kirkju Argyle- safnaða í Manitoba 18. — 24. júní og stóð þannig yfir eina viku. Ekkert kirkjuþing Vestur-íslendinga hefir verið eins fjölment eins og þetta síðasta. Reglulegir þingmenn 50. Þar af 6 prestar, sem að undanförnu hafa heyrt kirkjufélaginu til. Einn prestur bættist félaginu á kirkjuþinginu, Pétur Hjálmsson, ráðinn þar sem missiónar- prestur, með 720 dollara Iaunum og prestvígður á þinginu. Jafnframt var síra Einari Vigfússyni, samkvæmt beiðni hans, gefið tækifæri til að gera tilraun til missiónarstarfsemi fyrir kirkjufélagið, um fjóra mánuði fyrst um sinn, gegn ofurlítilli þóknun. Merkasta málið, er rætt var á þessu kirkjuþingi, er skólamál kirkjufélags- ins. Frá því segir »Sameiningin« á þessa leið: »Eins og fyrir fram var búist við, var á þinginu all-mikill ágreiningur út af skólamálinu, og gekk mikill tími til þess að komast þar að nokkurri niðurstöðu. Eftir að nefnd sú, er haft hefir það stórmál með höndum á liðnu ári, hafði skilað af sér og lagt fram tillögur sínar, var því vísað til sér- stakrar fjölmennrar þingnefndar, sem í voru fulltrúar allra hinna ólíku skoð- ana því viðvíkjandi. Ekki tókst þeirri nefnd að verða algerlega á eitt sátt. Og málinu var aftur vísað til nefnd- arinnar, er hún hafði lagt fram álit sitt. Síðan breytti hún talsvert tillög- um sfnum, og náðu þá tillögur meiri hluta nefndarinnar samþykt alls þorra þingmanna. Skólamálið var einkum á tveim fundum rætt á þinginu (22. og 23. júnf). A fyrra fundinum töluðu ekki færri en 20 þingmenn, sumir oftar en einu sinni, og sumir lengi; * Efni þessi eru afardýr, svo að verð gulls er ekkert í samanburði við það, og nær- felt ófáanleg enn sem komið er. en 11 á hinum síðari. Tilfinningar manna hitnuðu stundum til muna með- an á þeim umræðum stóð; en frið- samlega og með bróðerni skildu menn þó við málið. Niðurstaðan var þessi: Hinu íslenzku kennaraembætti kirkju- félagsins í sambandi við Wesley Coll- ege í Winnipeg skal næsta ár haldið áfram, og síra Friðrik J. Bergmann hafa það á hendi eins og áður. En auk sams konar standandi skólamáls- nefndar (Friðjón Friðriksson, Sigtrygg- ur Jónasson, N. Steingrímur Þorláks- son, Tómas H. Johnson, Magnús Paul- son, Arni Sveinsson, Runólfur Mar- teinsson) eins og þeirrar, er verið hefir að undanförnu, setti þingið tvær aðrar nefndir, aðra til þess að rann- saka, hvort kirkjufélaginu er fært að byrja á sjálfstæðri skólastofnun í Winnipeg á næsta ári, (síra Friðrik J. Bergmann, Tómas H. Johnson, W. H. Paulson, dr. B. J. Brandson, Elís Þorvaldsson), en hina til þess, ef hitt þykir ótiltækilegt, að reyna að stofna annað íslenzkt kennaraembætti við einhvern College-skóla í Bandaríkjun- um. í þessa síðastgreindu nefnd kaus þingið að eins þá menn, sem heimili eiga þar syðra (dr. B. J. Brandson, sfra Björn B. Jónsson, Bjarna Jones, Danfel J. Laxdal, síra Hans B. Thor- grímsen).« Söfnuðir kirkjufélagsins eru nú 36 að tölu. Síra Jón Bjarnason prédikaði á þinginu og síra Friðrik J. Bergmann flutti fyrirlestur: »Krists mynd úr ís- lenzkum steini.« Jarðarför eins af ágætustu bændum vesturíslenzkum, (Skafta Arasonar úr Þingeyjarsýslu), fór fram um kirkju- þingstímann. Aðalembættismenn kirkjufélagsins voru allir endurkosnir Sunnudagsskólaþing og bandalags- þing voru haldin í sambandi við kirkju- þingið, en »Sameiningin« segir, að þau hafi ekki notið sín, af því að tíminn hafi verið alt of stuttur, og er ráð- gert að fara að halda þau að vetrar- lagi. Snemma á þessu ári var það sam- þykt í fyrsta Iúterska söfnuði í Winni- peg, að hann skyldi á árinu reisa sér nýja, vandaða og veglega kirkju. Fimtán manna nefnd, sem kjörin var til þess að standa fyrir kirkjubyggj- ingarfyrirtækinu, réð sér byggingar- meistara, og eftir að hafa komið sér niður á því í sambandi við hann, hvernig kirkjan skyldi verða, bæði hið ytra og innra, auglýsti hún hina fyrir- huguðu húsgerð og tók svo beztu boðum, sem fengust, frá múrgjörðar- mönnum, trésmiðum, málurum o. s. frv., til að framkvæma verkið. Sam- kvæmt því er búist við, að kirkjan muni kosta um 25 þúsundir dollara. Hornsteinslagning nýju kirkjunnar fór fram á mjög hátíðlegan hátt þ. 20. ágúst, með söngvum, biblíulestri, bæna- haldi og ræðum. Þeir síra Friðrik J. Bergmann og síra Hans B. Thorgrím- sen fluttu sína ræðuna hvor á ensku, en síra N. Steingrímur Þorláksson og síra Jón Bjarnason töluðu á íslenzku. Frú Lára Bjarnason lagði horn- steininn. Á hann er höggvið: »FÍrst Lutheran Church — Icelandic — A. D. 1903«. Þessir hlutir voru lagðir í hornstein- inn: nýja testamentið á íslenzku; passlu- sálmar Hallgríms Péturssonar; sálma- bókin; barnasálmar Valdimars Briem; biblían öll á ensku; Sameiningin XVIII, 5 (Júlí 1903); Kennarinn VI, 8 (Ágúst l9°3); Verði ljós! (Júlí 1903); Tíð- indi frá síðasta ársþingi kirkjufélags ins; Aldamót síðustu (1902); Lög- berg frá 7. maí með lýsing á kirkj- unni og myndum af henni; prentað blað sérstakt með lesmáli á ísl. um kirkjuna og myndum af henni, og annað samskonar blað á ensku; enn fremur skjal, þar sem á voru rituð nöfn allra núverandi embættismanna safnaðarins og félaga þeirra, er hon- um tilheyra (kvenfélagsins og banda- lags unga fólksins), svo og kennara og bókavarða sunnudagsskólans 24 að tölu, og loks mannanna allra í kirkju- byggingarnefndinni. Á því hinu sama skjali var þess og getið, að fyrsti vísir safnaðar þessa væri frá árinu 1878 og hefði þá verið nefndur Þrenn- ingarsöfnuður, en hið núverandi nafn sitt hefði söfnuðurinn borið síðan 1884, og enn fremur, að 1887 hefði söfn- uðurinn komið sér upp kirkju (á suð- austur-horni strætanna Pacific Ave. og Nena) og haft hana til guðsþjón- ustufunda sinna ávalt síðan. Það er ekki neitt smáræði, sem Winnipeg íslendingar hafa færst í fang, þar sem er þessi kirkjubygging fyrir 25 þús. dollara — yfir 92 þús. kr. Eða réttara sagt nokkur hluti Winnipeg íslendinga. Þrír söfnuðir íslenzkir eru í bænum: Fyrsti lúterski, Tjaldbúðar og Únítara. Auk þess er mikill fjöldi íslendinga í bænum, sem ekki heyrir neinum söfnuði til. Og það er að eins einn af þessum söfn- uðum, sem tekur sér þetta fyrir hend- ur. í honum eru sennilega eitthvað innan við 1000 manns. Ekki verður sagt, að þetta bendi á, að landar vorir eigi þar við miklar þrengingar að búa, eins og stundum er verið að fræða oss um. Hr. Sigbjörn S. Hofteig f Minne- otanýlendunni íslenzku segir í »Sam- einingunni* frá einkennilegri, kirkju- legri athöfn, sem fram hafi farið í sumar í Vesturheimssöfnuði þar í ný- lendunni. Síra Björn B. Jónsson fermdi þá hjón, sem höfðu verið í hjóna- bandi nær fjórum árum og eignast tvo drengi. Við ferminguna voru þau með sinn drenginn hvort á hand- leggnum og Iétu svo skíra þá að fermingunni afstaðinni. Siglingar. „Ceres" kom þ. 26. f. m. frá útlöndum nieð mikið af vörum til ýmsra verzlana hér. Skipið lagði að bryggjunni hér og greiddi það mjög fyrir affermingunni. Það lagði á stað vestur og suður daginn eftir. Með því var frá útlöndum Claessen kaupmaður frá Sauðárkrók. .Mjölnir" kom 2. þ. m. Skipakaup. Auk þeirra, sem áður er getið, hafa þeir Sigurður skipstjóri Sigurðsson og tveir aðrir i félagi við hann keypt skútuna „Erling", sem auglýst var i síðasta blaði Nls. Aflabrögö engin að heita má í innfirðinum og fremur rýr ytra. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.