Norðurland - 31.10.1903, Blaðsíða 1
6. blað.
Akureyri, 31. október 1903.
Stjórnarskráin
staðfest
Hinn 3. okt. 1903 er merkisdag-
ur í sögu þjóðar vorrar. Þá voru
stjórnarlög þau staðfest af konungi
vorum, sem alþingi samþykti 1902
og 1903.
Alkunnugt er, að nokkuð eru
skiftar skoðanir um það hér á landi,
hvert haþþ vér hljótum með þess-
ari breytingu. Peir menn eru til, og
sjálfsagt tiltölulega nokkuru fleiri
en séð verður á þingi, sem líta svo
á nú sem stendur, sem réttur þjóð-
ar vorrar sé skertur með stjórnar-
skrárbreytingunni, og að vér stönd-
um miklu ver að vígi eftir en áður
með sjálfstæðikröfur lands vors.
En jafn-víst er hitt, að allur þorri
íslendinga tekur þessari breytingu
með fögnuði, af því að hann þigg-
ur hana með þeim skilningi, að nú
sé sjálfstæði þjóðar vorrar miklum
mun betur borgið en að undan-
förnu, að það sé einlæg alvara
stjórnarinnar í Danmörku, að láta
þjóðina alveg sjálfráða í sérmálum
hennar, að svo miklu leyti, sem
ekki stafar af því hætta fyrir Dana-
veldi í heild sinni.
Verði þeim skilningi haldið föst-
um í framkvæmdinni, sem vér höf-
um enga ástæðu til að efast um,
hljóta áhrifin að verða mjög mikils-
verð
Auðsætt er, hver áhrif þetta hefir
á sambúð vora við Dani. Því verð-
ur ekki neitað, að töluverður rígur
hefir átt sér stað. Hann er orðinn
arfgengur eftir margra alda misjafna
viðkynningu.
Og síðasti aldarhelmingurinn hefir
naumast dregið neitt úr honum. ís-
lendingar hafa fundiö til þess, hve
valdið yfir málum sjálfra þeirra hefir
verið skamtað þeim úr hnefa. Þrátt
fyrir ýms góðvildarmerki af hálfu
Dana, og einkum af hálfu konungs
vors, hefir þeim fundist Danir bera
frernur litla rækt til þessa lands og
þessarar þjóðar, eins og þeim stæði
nokkurn veginn á sama um hvoru-
tveggja, og afskiftin mest vera fólg-
in í smámunalegu eftirliti með því,
að þjóð vor fengi ekki of mörgum
óskum sínum framgengt. Og að
hinu leytinu hefir þjóð vor lagst
undir höfuð að kynna sér og færa
sér í nyt þá miklu menningarstrauma,
sem leikið hafa um samþegna vora
í Danmörku, sjálfsagt meðfram fyr-
ir þá sök, að oss hefir ekki fund-
ist anda þaðan sérlega hlýtt í vorn
garð.
Þegar vér höfum gert oss það
verulega ljóst, að oss er sjálfum
ætlað að ráða vorum eigin málum,
að engin tilraun er lengur gerð til
þess að setja oss skör lægra en
aðra þegna Danakonungs, þá hverf-
ur þessi rígur með öllu. Þá geta
menn ekki lengur alið í brjósti þann
ótta við að Danir sitji á einhverj-
um svikráðum við oss, sem svo á-
takanlega og óviðurkvæmilega hefir
kotnið frarn í sumum stórmálum
lands vors. Og þá tökum vér með
fögnuði öllu góðu, sern oss getur
frá Dönum borist.
Ekki verður því samt neitað, að
ágreiningsefni séu fyrirsjáanleg. Vér
mintumst áður á hættu fyrir Dana-
veldi, sem hugsanlega gæti stafað
af stjórnmálaráðstöfunum vor íslend-
inga. Vitanlega getur ágreiningur
risið út af slíkum málum. En séu
þar færð skynsamleg rök gegn oss,
þá liggur í hlutarins eðli, að vér
eigum að una því vel að láta und-
an. Slík mál virðist oss engin á-
stæða til að gera sér að grýlu. Því
síður, sem það er að sjálfsögðu fjarri
huga nokkurs íslendings að gera
Danaveldi tjón.
Fleiri ágreiningsefni eru auðvitað
hugsanleg. Alla getur greint á; feðga
og bræður getur greint á, hvað þá
þjóðir. En sennilega yrði slíkur á-
greiningur miklu meira fyrir ólag
en annað, ef hann kæmi upp. Brezk-
ar nýlendur komast af hvern ára-
tuginn eftir annan, án nokkurs á-
greinings við Breta. Þeim er þó
eins fjarri skapi eins og nokkurum
öðrum að þola nokkurn yfirgang
og Bretar eru alveg eins fyrir það
gefnir að láta til sín taka eins og
nokkurir aðrir. Það er slík samvinna,
sem vér eigum að keppa aö; í þá
átt á atferli vort að stefna. Og sé-
um vér oss þess meðvitandi og
finnum það stöðugt, eins og vér
gerum ráð fyrir, að vér séum eng-
ar undirlægjur og semjum um tnál-
in við jafningja vora, þá verður
slíkt atferli oss ljúft, svo framarlega
sem vér látum ekki teygjast út á
villigötur.
Að því, er til annara áhrifa af breyt-
ingunni kemur, liggur það fyrst og
fretnst í augum uppi, hve óumræði-
lega mikil framför er fólgin í því
út af fyrir sig, að þessu máli er nú
til lykta ráðið. Það hefir staðið oss
afarmikið fyrir þrifum að vefjast
með það um svo ntörg ár. Það
hefir lamað áhuga vorn á öðrum
framfaramálum þjóðarinnar. Og það
hefir hleypt megnustu beiskju í sarn-
búð og samvinnu manna hér á landi.
Tilhugsunin til þess að þjóðin fái
nú önnur viðfangsefni og losni við
allar deilurnar og úlfúðina út af
þessu máli er hið mesta fagnaðar-
efni.
Um hitt, sem er þó aðalatriðið,
hver bein áhrif breytingin hefir
á framfaramál vor og menningu
vora yfirleitt, verður ekki með vissu
spáð. Það er fyrsta sprettinn mjög
mikið komið undir því, hve heilla-
vænlega fyrsta ráðgjafavalið tekst.
Þrátt fyrir ýmsar hviksögur um það
efni, sem út hafa verið bornar, mun
mega fullyrða, að enn renni menn
alveg blint í sjóinn um það. Takist
ráðherravalið vel, fáum vér fram-
farasaman, lýðhollan, framkvæmdar-
saman og samvizkusaman ráðgjafa,
þá má búast við, að af breyting-
unni leiði ómetanlegar framfarir fyr-
ir þetta land þegar á næstu árum.
Nóg er verkefnið, þar sem öll vor
framfaramál hafa verið vanrækt, jafnt
mentamál og atvinnumál þessarar
þjóðar. En takist að hinu leytinu
ráðgjafavalið illa, þá tefur það að
sjálfsögðu fyrir menningu þjóðar
vorrar og getur jafnvel orðið til
þess, að magna þær eiturkveikjur
sumar, sem þegar hefir orðið vart
við hér á landi.
Vitanlega er, þegar til lengdar
lætur, alt undir þjóðinni sjálfri kom-
ið. Beri hún gæfu til þess að styðja
yfirleitt hverja góða stjórn, sem hún
fær, og að reka af höndum sér hverja
lélega eða illa stjórn, þegar hún hefir
fengið í hendur valdið til þess, þá
er auðvitað öllu vel borgið. Hún á
nú sömu vonirnar framundan sér,
og líka að sjálfsögðu sömu hætt-
urnar, eins og hvarvetna fylgja þjóð-
ræðinu í heiminum. Hún hefir nú
þá hvöt, sem valdinu fylgir, til þess
að láta mikið til sín taka. Og hún
hefir þá ábyrgð, sem valdinu fylgir.
Ábótavant er henni í mörgum efn-
um; ekki er nema sjálfsagt að við-
urkenna það. Hún er stödd í þeim
hættum, er sérstaklega stafa af ónógri
þekkingu og efnaskorti. Hvorttveggja
er aö sjálfsögðu örðugir þröskuldir
fyrir því að fara vel með valdið. En
fyrir þá sök hafa allir hennar beztu
menn á einn eður annan hátt fyrir
því barist, að hún fengi þetta vald,
að þeir hafa treyst því, að hún mundi
bera gæfu til að láta það verða sér
til blessunar.
Nú er tími til að gleðjast og vænta
hins bezta. En nú er jafnframt tími
til þess fyrir alla góða menn að
heita sjálfum sér því að vinna að
því af alefli, að þjóðin fari vel með
valdið.
I
Merki Islands.
Svo sem kunnugt er, hefir merki
íslands hingað til verið flattur þorsk-
ur, krýndur. Með þeirri mynd hefir
í skjaldmerki konungs vors verið
táknað, að ísland væri eitt af þeim
Iöndum, er honum lytu. Og þessi
krýndi og flatti þorskur er látinn
prýða hús það, er reist hefir verið
handa löggjafarþingi þjóðarinnar.
íslendingum hefir ávalt verið skap-
raun að þessu merki. Jafn-mikið og
vér höfum verið upp á þorskinn
komnir, höfum vér ekki kunnað því
sem bezt aö láta hann vera nokkurs
konar fulltrúa vorn. Oss hefir víst
ósjálfrátt orðið það að setja hann í
eitthvert samband við þá hugmynd,
sem aðrar þjóðir mundu gera sér
um vitsmuni vora. Og þó er ekki
að vita, nema vér hefðum kunnað
[ III. ár.
að una þorskinum þolanlega, ef hann
hefði verið sýndur lifandi á skjald-
merki konungs vors og alþingishús-
inu. En flattan þorsk höfum vér ekki
með nokkuru móti viljað sætta oss
við.
Nú er þetta óánægjuefni úr sög-
unni.
Sama daginn sem stjórnarskráin
var staðfest, fyrirskipaði konungur
eftir tillögum íslandsráðgjafans, að
merki Islands skyldi framvegis vera
íslenzkur, hvítur fálki, er snýr sér til
vinstri hliðar, á bláum grunni.
Kurteisin og góðvildin í þessari
fyrirskipan er ótvíræð. Þetta er í
engu öðru skyni gert (en því að
gera oss til geðs. Að sjálfsögðu
kostar það mikið ómak að tilkynna
þessa breytingu út um allan heim.
Og það er gert af konungi vorum
sjálfkrafa, án nokkurrar málaieitunar
frá vorri hálfu, eins og þegar val-
menni hugsar upp einhvern alveg
sérstakan góðvildarvott, er hann geti
glatt með vin sinn, honum alveg að
óvörum.
Enginn vafi er á því, að íslend-
ingar taka þessari breytingu með
því hugarþeli, sem hún á skilið.
Og jafnframt því, sem þeir þakka
fyrir hana af heilum hug, líta þeir
eflaust á hana sem fyrirboða og
byrjun nýs tímabils, þess tímabils,
er óskir þjóðarinnar verða verulega
teknar til greina og sérstaða henn-
ar í veldi konungs vors viðurkend
til fulls.
\
Horfur og heybirgðir.
Norðlenzkur búskapur í voða.
Sumarið sem leið var eitt hið versta,
sem gengið hefir yfir Norður- og
Austurland um langan aldur og ef-
laust hið Iang-versta íslaust sumar,
sem komið hefir í manna minnum.
Að undanteknum síðustu dögunum af
júní mátti heita að aldrei kæmi hlýr
dagur. Sífeldur norðaustan kuldabelg-
ingur með þokusuld, regni og snjó-
gangi hélzt nálega slitalaust sumarið
út. Þurrir dagar komu að eins örfáir
í bili og með löngum millibilum. Hvað
eftir annað snjóaði ofan í miðjar hlíð-
ar og stundum í sjó niður.
Það ræður að Iíkindum, að hey-
fengur manna í slíku sumri varð yfir-
leitt rýr og sumstaðar á útsveitum
lítill sem enginn, en út yfir tekur þó,
hve verkunin á þessum litlu heyjum
er ill. Sutnstaðar hröktust hey fram í
október og var svælt inn að lokum
illa þurrum. Ofan á alt þetta bættist
svo óhagstæð hausttíð með óvenju-
lega stórfeldum rigningum, svo hlöð-
ur láku, hey drápu og fénaður hrakt-
ist, ekki sízt nú undir veturnæturnar,
þegar stórrigningin s^asta snerist
upp í frosthríð. Og nú er veturinn
genginn í garð með grimdar hörkum
og fé komið víða á gjöf, að minsta
kosti lömb.