Norðurland - 31.10.1903, Síða 2
NI.
22
Verri undirbúning undir harðan vet-
ur og ilt vor, er tæplega hægt að
hugsa sér fyrir sveitabóndann, sem
lifir eingöngu á fénaði sínum.
Ekki er útlitið glæsilegra, þegar litið
er til sjávarins og þeirra, sem á hann
treysta.
Fjörðurinn lagður nú þegar út eftir
öllu, skautasvell komið hér á Pollinn
og enginn maður, er á sjó rær, verð-
ur lífs var. Svo hefir verið í alt haust
að hei-ta má og afli verið mjög rýr í
alt sumar. Fisklaust fram eftir öllu
sumri.
Það er auðsætt, hvar lendir fyrir
þurrabúðarlýðnum, ef þessu fer lengi
fram, mönnum, sem ekkert eiga og
ekkert hafa við að stýðja nema sjáv-
araflann. Þeir hljóta að leita aðstoð-
ar hjá sveitunum.
En til þess að sveitabændurnir,
bændurnir, sem einhvern búskap eiga,
geti rétt öðrum hjálparhönd, verða
þeir sjálfir að standa föstum fótum
og hafa bústofn sinn vel trygðan, hvað
sem á dynur; annars er alt í bersýni-
legum voða, ef harðindin haldast og
við því á ao búast.
Eg hefi verið að furða mig á því
í haust, hve bændur hér úr nærsveit-
uwum seldu lítið fé, og eg hefi verið
að spyrja mig fyrir um það, hvort
menn slátruðu meira heima en vant
er, því mér virtist óhugsandi, að eins
margt mætti setja á hinar litlu og
lélegu heybirgðir, eins og á mikið og
gott hey undanfarið. En eg hefi oft-
ast fengið það svar, að menn slátr-
uðu heima líkt og vant væri, en féð
væri með færra móti, miklu fargað í
fyrra og geldneytum mjög í sumar,
svo menn gætu miðlað sauðfé nokk-
uru af hinu venjulega kúafóðri. Nokk-
urir hygnustu og beztu búmenn vorir,
hafa þó sagt mér, að þeir »hafi drep-
ið alt að ám og kúm, það sé óðs
manns æði að setja lömb á það hey,
sem þeir hafi, því þau mundu drepast
af því, en eldra fénu, sem gæti
máske dregið fram lífið á ruddanum,
væri stofnað í enn meiri voða«.
Þetta hefir mér þótt viturlega mælt
og betur að þetta ætti ekki víðar við,
en hjá þessum heiðursmönnum, og
því hefi eg skrifað þessar Iínur, að eg
er hræddur um að svo sé.
Eg má ekki hugsa til þess, að
hinn mikli áhugi, starfshugur og fram-
faraandi, sem komið hefir fram hér á
Norðurlandi hin si'ðustu ár og sýndi
sig svo bersýnilega við stofnun Rækt-
unarfélagsins síðastliðið vor, kafnaði
alt í einu niður, félli bókstaflega úr
hor fyrir eintómt fyrirhyggjuleysi,
undir eins og harðindi bæru að hönd-
um.
Nei, það má með engu móti eiga
sér stað! Menn verða nákvæmlega að
leggja niður fyrir sér, hve miklum
peningi þeir geti fleytt á þeim fóður-
birgðum, sem þeir hafa, hvernig sem
viðrar, og ekki gleyma því, að fóður-
gildi heyjanna er með lakasta móti.
Komist þeir að þeirri niðurstöðu, að
of sé á sett, þá er fyrst fyrir að
farga svo miklu, sem frekast má, án
þess stofninn skerðist mjög tilfinnan-
anlega, en nægi það ekki, þá að sjá
sór tafarlaust fyrir fóðurbæti. Heppi-
legast væri, menn slægju sér sam-
an, helzt heil sveitarfélög, og pönt-
uðu nægar fóðurbirgðir fyrir hrepp-
inn. Ættu sveitarstjórnirnar og aðrir
forvígismenn sveitanna, að gangast
fyrir þessu. Þar sem varla er við því
að búast að allir séu svo hygnir að
ætlast á, hvort þeir þurfi nokkurn
fóðurbæti, eða hve mikinn, er á-
ríðandi að beztu menn í sveitunum
skoði fóðurbirgðir manna og ætlist á,
hve miklu henni þurfi við að bæta.
Þegair sú áætlun er fengin, má panta
fóðrið og gerir ekki til, þótt það sé
ríflegt. Eg tel víst, að kaupmenn yrðu
fúsir á að útvega það, þegar þeir
gætu átt borgunina vísa. En bregðist
þeir, ættu kaupfélögin að geta tekið
pöntunina að sér.
Bezt álít eg að panta rúg. Ef ekki
þarf til hans að taka til skepnufóðurs
eða ef eitthvað yrði afgangs af hon-
um, má Ieggja það til heimilisins. Nota-
drýgst væri að gefa hann kúnum og
byrja það tímanlega, en láta það af
töðunni, sem sparaðist við rúggjöfina,
ganga til sauðfjárins. Það mun Iáta
nærri, að rúgpund samsvari 2—3 pd.
af góðri töðu og 3—4 og ef til vill
5 pd. af léttri og hrakinni töðu eða
útheyi. A það verður ekki ætlað með
vissu, en eitt er víst, að hrakið hey,
sem mist hefir mikið af hinum beztu
og auðmeltustu næringarefnum sínum
og er orðið mjög lélegt fóður, getur
komið að góðum notum með kjarn-
fóðri, sem einmitt hefir í sér fólgin
ýms þau efni, sem það hefir mist.
Það notast því margfalt betur með
kjarnfóðrun en eitt sér. — Lýsi og
síld væri og ágætt að hafa með, en
þess verður líklega ekki kostur.
I síðasta blaði »Norðurl.« er skýrt
frá því, að amtmaður hafi skorað á
sýslumenn að brýna fyrir sýslubúum
sínum að sjá fénaði sínum fyrir nægu
fóðri. Eg varð glaður, þegar eg Ias
þetta, og eg vona að menn taki þess-
ari áréttingu minni vel.
Eg get ekki að því gert, eg er á
nálum, hættan, sem yfir vofir, er svo
mikil, ef menn fara ekki hyggilega að
ráði sínu og sjá sér ekki farborða í
tíma. Það er svo mikið í veði: hag-
sæld og þrif tveggja landsfjórðunga
um langan aldur. í mínum augum er
almennur horfellir hin mesta þjóðar-
smán, talandi vottur um fyrirhyggju-
leysi og framtaksleysi þeirra, sem hlut
eiga að máli.
En ekkert bæri ljósari vott um vax-
andi menningu og mannrænu en góð
skepnuhöld á komandi vori eftir ann-
að eins sumar og haust og harðan og
langan vetur í ofanálag.
Eg óska af heilum hug og vona
fastlega að hægt verði að leiða það
vitni.
A fyrsta miðvikudag í vetri.
Stefán Stefánsson.
Elzfi Goodfemplar landsins.
í „Frækornum", blaði hr. D. Östlunds á
Seyðisfirði, er mynd af elzta Ooodtemplara
landsins, hr. Fnðbirni Steinssyni, og grein
um hann. F. St. hefir verið f Reglu Good-
templara síðan er hún var stofnuð hér á
landi og ávalt verið einn af hennar ágætustu
mönnum. Myndin af þessum merkismanni
er ekki nærri því eins góð og æskilegt væri.
\
Jarðlausf
hefir verið að mestu þessa viku hér á
næstu bæjum, en frammi í firðinum er
snjórinn ekki eins mikill. Fyrir austan
Vaðlaheiði sagður mikill snjór. Mönnum
þykir veturinn ganga örðuglega í garð
ofan á sumarið eða sumarleysið.
X
fiý rif um náttúru íslands.
1.
Helsti Pétursson: Fort-
satte Bidragtil Kundskaben
oin Islands „glaciale Pala-
gonit-formation". - Qeol.
Fðren. Förhand Nr. 215.
Stockh. 1902.
Eins og menn mun reka minni til,
kom kandidat Helgi Pétursson jarð-
fræðingur fram með þá kenningu fyrir
þrem árum í Eimreiðinni, að sumt og
ef til vildi mikill hlu»i af móberginu
íslenzka, sem dr. Þorvaldur Thorodd-
sen og eldri jarðfræðingar höfðu hald-
ið fram að væri samrunnin eldfjalla-
aska, væri harðnaðar jökulurðir. Bygði
hann þessa kenningu á athugunum
sfnum og rannsóknum í Arnessýslu
ofanverðri sumarið 1899. — Hann
ritaði allítarlega um málið á ensku
og rökstuddi þessa kenningu sína
betur en kostur var á í Eimreiðinni.
Vakti sú ritgj'órð allmikla eftirtekt
meðal jarðfræðinga, sem þóttu upp-
götvanir Helga merkilegar.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen ritaði
þegar á móti kenningu Helga í Eim-
reiðinni og sfðan í sænska ritið, sem
flytur þessa nýju ritgjörð Helga. Hélt
hann því fram, að kenning Helga
væri sumpart á veikum, sumpart á
engum rökum bygð. •— Athuganir hans
væru heldur engin nýjung, því bæði
hann sjálfur og aðrir jarðfræðingar
hefðu fundið á ferðum sínum hér
jökulurðkend hnullungaberg hingað og
þangað um ísland lík þeim, sem Helgi
fann í hreppunum f Arnessýslu og
bygði kenningu sína á.
í ritgjörð þeirri, sem hér liggur
fyrir, bendir Helgi á, að dr. Þ. Th
hafi 1899 1' »yfirliti yfir rannsóknir
sínar«, er kom út í ensku tímariti
áður en Helgi skýrði frá athugunum
sfnum, Iýst því yfir, að hann hefði
hvergi fundið slíkar bergmyndanir á /s-
landi, en nú þættist hann hafa tekið
eftir þeim, þegar búið væri að benda
á þær. Hér væri hann þrí í beinni
mótsögn við sjálfan sig. Hið sanna
væri, að bæði honum og öðrum hefði
sést yfir þessar myndanir, þó undar-
legt væri, eða ekki skilið uppruna
þeirra og eðli, uppgötvun sú væri
því spánný, hvað sem dr. Þ. Th. segði.
Jafn-framt þvf að svara dr. Þ. Th.
reynir Helgi að styðja móbergskenn-
ingu sína með nýjum rökum, sem hann
hefir safnað síðan á rannsóknarferðum
sínum og telur ýmislegt sannað og
ýmsar eldri kenningar hraktar, sem
dr. Þ. Th. telur ósannað og óhrakið
og heldur fast við. Dr. Þ. Th. álítur
t. d. að yfirborð landsins hafi verið
fullmótað eða aðallega verið búið að
ná þeirri sömu lögun, sem það nú
hefir, þegar ísnúnu dolerit- eða grá-
grýtishraunin (Reykjavíkurgrjót) urðu
til. Þessu neitar Helgi og nefnir mörg
fjöll og dali, sem myndast hafi seinna.
Dr. Þ. Th. heldur því enn fremur fast
fram að hraun þessi séu tilorðin fyrir
ísöldina. Þá kenningu kveðst Helgi
hafa hrakið með svo »gildum rökum,
að það þurfi annað meira en gamlar
skoðanir, er stafi af athuganaleysi, til
þess að hnekkja þeim, hve fast sem
þessum skoðunum sé framhaldið« ; bend-
ir hann á ýmsa staði, þar sem hraun
þessi liggi ofan á hörðnuðum jökulurð-
um, jöklar hljóti því að hafa verið til
áður en hraunin mynduðust og þetta
nægi til þess að hrekja algerlega
kenningu dr. Þ. Th.
Margt mætti fleira nefna, sem þess-
um vísindamönnum ber á milli, en
þetta verð eg að láta nægja. Mun
mörgum, sem fylgt hafa með áhuga
hinu mikla rannsóknarstarfi dr. Þorv.
Thoroddsens þykja fróðlegt að heyra,
hver úrslit verða þessarar deilu og
hver réttara hefir fyrir sér, því á það
legg eg engan dóm.
En eitt er víst, og það hefir deila
þessi sýnt, að jarðfræði íslands á enn
margar óráðnar gátur og er vonandi
og alt útlit fyrir, að Helga Péturs-
syni megi auðnast að ráða ýmsar
þeirra áður en lýkur.
II.
Bjarni Sæmundsson:
Bidrag til Kundskaben
om de isl. Hydroider.
- Vidensk. Medd. fra
Naturh. Forening i Kbh.
1902.
Hydroidur eru smá hveljudýr, er
teljast til sama flokks og marglittur.
Smádýr þessi sitja föst á þangi, stein-
um, skeljum o. fl. í sjó og sum í
vatni og þá fest við ýmsar vatna-
jurtir. Hér hefir þessum dýrum verið
lítill gaumur gefinn hingað til. Dýralíf
landsins er yfir höfuð mjög lítið rann-
sakað eins og von er. Síðan Eggert
Ólafsson leið, hefir enginn íslending-
ur lagt stund á dýrafræði svo telj-
andi sé, nema skáldið Benedikt Grön-
dal, er safnað hefir miklu og ritað
talsvert, bæði um fiska hér við land,
og þó einkum um íslenzka fugla. Bjarni
kennari Sæmundsson er sá fyrsti ís-
lendingur, er Iagt hefir stund á dýra-
fræði einvörðungu, og hefir þegar rit-
að ýmislegt, bæði á dönsku og ís-
lenzku, um dýralíf landsins.
í ritgjörð þeirri, sem hér liggur
fyrir, telur hann 60 »hydroida« eða
blómhveljutegundir, sem hann sjálfur
og ýmsir aðrir hafi fundið hér við
land. Ein af þeim er ný fyrir vísind-
in og fyrst fundin af Bjarna. Áður
voru að eins 25 teg. kunnar hér, svo
þetta er ekki svo lítil viðbót.
Höf. skýrir frá, hvar hver tegund
hafi fundist og hver hafi fundið hana.
Enn fremur getur hann þess, hvar
dýrið hafist við, hvort heldur skamt
frá landi eða á nokkuru dýpi o. s. frv.
Myndir fylgja ritgjörðinni mjög vel
gerðar af 5 tegundum.
Eg get búist við, að einhverjir kunni
að spyrja sem svo: »Hvað eigum við
að gjöra með að vita um þessi smá-
kvikindi?* Enginn mun neita því, að
gagnlegt sé að vita um líf og lifnaðar-
háttu hinna æðri dýra í sjó og vötn-
um, er við höfum bein not af. En
ekkert verður um það vitað til fulln-
ustu fyr en glögg þekking er fengin
á hinum óæðri dýrum, því á þeim
byggist líf hinna æðri dýranna og
fyrir þá sök er nú á tímum mikíl
stund Iögð á að rannsaka smáverur
vatns og sævar. Yfir höfuð sannfærast
menn æ betur og betur um það, hve
afarvíðtækt veldi hinna smáu og oft
ósýnilegu lífagna er, hvort sem þær
teljast til dýra eða jurta ríkisins og
að þekkingin ein getur sett því veldi
takmörk, hvort heldur er til þess að
verjast voða þess eða gera sér það
undirgefið til gagns og nytsemdar
oss hinum stærri og æðri verum.
Stefán Stefánsson.
X