Norðurland - 31.10.1903, Side 3
Bækur.
Jóti Þorláksson: Nýtt
bygfzinstarlag:.
Steyptir steinar.tvo-
faldir veggir.
Ritgerð þessi (sérprentun úr XVII.
árg. Búnaðarritsins) hefir nýlega bor-
ist hingað norður. Og er hún, þótt
stutt sé, sannarlega þess verð, að
henni sé margfalt meiri gaumur gefinn,
en mörgum öðrum ritgerðum og bók-
um, sem stærri eru.
Hinn ungi og efnilegi höf. ritgerðar-
innar, Jón Þorláksson, sem landstjórnin
hefir fengið til að rannsaka byggingar-
efni hér á landi, og gefa bendingar
unr, hvert byggingarefni oss mundi
hentugast, hefir nú að undanförnu feng-
ist við rannsóknir í þessa átt með
miklum áhuga og ötulleik.
Eftir þeim rannsóknum, sem hann
þegar hefir gert, er hann kominn á
þá skoðun, að steypa úr sementi, sandi
°S grjóti verði bæði mun hentugri
og líka ódýrari en torf og timburbygg-
ingar þær, sem hér hafa tíðkast. Það
sem helzt má að því finna, að nota
slík efni í stað torfsins, er það, að all-
niiklir peningar ganga burt úr landinu
fyrir sementið. En aftur eru á aðra
hlið svo miklir kostir, er sementsteyp-
unni fylgja, sé hún rétt gerð, að ekki
þykir höf. horfandi í kostnaðinn við
sementskaupin.
í ritgerðinni er, meðal margs annars
fróðleiks, stutt en greinileg lýsing á
því, hvernig steypa megi einfalda hús-
veggi í móti, svipað því, sem steypur
hafa verið gerðar hér á stöku stað,
helzt í Reykjavík. Þannig gerðir vegg-
ir geta orðið sterkir og varanlegir,
sé sementi, sandi og grjóti hrært
saman eftir réttum reglum og vel
þjappað niður í mótið. Miklir ókostir
fylgja þó slíkum veggjum, svo sem
raki og kuldi, og ræður hann því
ekki til að nota þessa byggingaraðferð.
Sú byggingaraðferð, sem hann á-
lítur að hentugust yrði hér á landi,
og hann ræður mönnum til að reyna,
er að steypa steina og hlaða síðan
hús úr þeim, líkt og hlaðið er úr
höggnu grjóti. Á þann hátt er hægt
að gera veggina tvöfalda, en við það
verða þeir bæði hlýir og rakalausir,
sé rétt að öllu farið.
Enn fremur hefir slík byggingarað-
ferð þann mikla kost, að hægt er að
búa sig undir bygginguna á mörgum
árum, því hina steyptu steina má
geyma svo lengi sem vera vill. En
þetta er mjög þægilegt fyrir þá sem
fátækir eru, og örðugt veitir, að leggja
mikið í k-ostnað í einu.
Steinana geta menn steypt á frístund-
um sínum á hverjum tíma árs sem er,
alt eftir beztu hentugleikum og svo
er það vandalítið verk, eftir lýsingu
höf., að hver maður, með fullu verks-
viti, getur að því unnið.
Fari nú svo, að rífa þurfi eða breyta
húsi, sem hlaðið er úr þannig gerðum
steinum, má nota þá aftur í aðra bygg-
ingu. En efni úr heilsteyptum húsum,
sem rifin eru, er gersamlega ónýtt.
Eg ræð öllum til þess, sem hér
eftir ætla að byggja, að Iesa þessa
ritgerð vel og vandlega, áður en þeir
ákveða að byggja úr torfi eða timbri.
Höf. þakka eg fyrir hana, og óska og
vona, að honum endist aldur og heilsa
til að vinna vel og lengi í þarfir þessa
mikilsverða framfaramáls.
Páll Jónsson.
Fjárkláðalækningarnar.
Með síðustu ferð Egils komu 113
böðunarpottar úr kopar frá Noregi.
Sumir þeirra urðu eftir fyrir austan
en 72 komu hingað, en af þeim fóru
með Vestu 21 til Skagastrandar handa
Húnvetningum, 21 til Sauðárkróks
handa Skagfirðingum og nokkurir
gengu til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar
og Dalvíkur. Alt Austurland og Norð-
urland er vel birgt nema Húnavatns-
sýsla, enda er óvíst, að Myklestad
geti annað því að útrýma fjárkláðan-
um þar.
Myklestad var kominn 22. þ. m.
að Grímsstöðum á Fjöllum, og ætlar
sýslunefndarmaður Kristján Sigurðs-
son að standa fyrir útrýmingunni í
hinum fjármarga Fjallahreppi.
Myklestad hitti Davíð Jónsson fjár-
kláðalækni 19. október á leið hans
austur og veitti honum skipunarbréf,
til að standa fyrir útrýmingunni eystra.
Myklestad ætlaði frá Grímsstöðum
niður í Axarfjörð og Kelduhverfi, til
að undirbúa útrýminguna.
í næstu viku verður byrjað á út-
rýmingunni hér í firðinum, og hafa
þeir Hallgrímur hreppstjóri Hallgríms-
son á Rifkelsstöðum og Sigurgeir
bóndi Sigurðsson á Ongulsstöðum um-
sjón með henni, en síðan verður hið
bráðasta byrjað á útrýmingunni í
Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtu-
bakkahreppi undir umsjón Sigurgeirs
Sigurðssonar, en í Hálshreppi undir
umsjón Hallgríms Hallgrímssonar.
Það er tilætlunin, að Suður-Þing-
eyjarsýsla verði búin að útrýma fjár-
kláðanum með öllu fyrir jól.
Myklestad hefir nýlega ákveðið, að
merkja skuli allar baðaðar sauðkindur,
til þess engin hætta verði á að nokk-
ur sauðkind verði óböðuð.
íslandsbanki.
I bankaráðið eru kosnir af hluthöf-
um Arntzen hæstaréttarmálafærslumað-
ur, Andersen deildarstjóri í fjármála-
ráðaneytinu danska og Kjielland Thor-
kildsen bankastjóri frá Sentralbank-
anum í Kristjaníu.
Danska blaðið »Politiken« flytur
26. f. m. ritstjórnargrein um stofnun
bankans, og er þar fremur illvíg í
garð Landsbankans og bankastjóra
Tr. Gunnarssonar, segir meðal ann-
ars, að pólitískt manngreinarálit hafi
sýnilega átt sér stað í stjórn Lands-
bankans.
Jafnframt tekur blaðið það fram, að
með stofnun íslandsbanka sé væntan-
lega stórt spor stigið í áttina til efna-
legrar velgengni manna hér á landi.
Þó að landsbúar séu ekki nema
tæpar 80 þúsundir, nemi viðskifta-
magnið við önnur lönd 18 miljónum
króna um árið, og að auðsætt sé, að
kaupmenn þurfi á bankamálum að
halda til þess að reka jafn-milda verzl-
un, enda sé áreiðanlegt, að skortur á
peningum hafi hingað til þrengt að
mörgum þeirra.
Sauöfjár-úfflufningurinn.
Úr Höfðahverfi er ritað 27. þ. m.:
,/Eftir bréfi frá Jóni í Múla, dags. 23.
okt., hafa fjárflutningar héðan af landi á
þessu hausti gengið fyrirtaks vel. 5 farmar
komnir til Englands er síðast fréttist og
ekkert farist teljandi. Ásigkomulag fjárins
úr skipunum framúrskarandi gott, en féð
yfirleitt með rýrara móti, sem stafar af hinu
erfiða árferði hér heima og slæma sumri,—
Yfirleitt munu skipin hafa fengið gott yfir
hafið, en verið þó alllengi á leiðinni stund-
um, vegna dimmviðra og þoku; féð verið
að minsta kosti í eitt skifti meira en viku
á skipinu.
Vafalaust er þessi heppilegi útflutningur
í þetta skifti mestmegnis að þakka góðtnn
útbúningi á skipunum og mjölvatnsfóðrun,
sem féntt er, eins og gefttr að skilja, bráð-
nauðsynleg.
Petta er sérstakt gleðiefni þeim, sem mest
hafa barist fyrir því, að fá útflutningnum
breytt í það horf, sem nú er, og umboðs-
ntaður kaupfélaganna á bæði þökk og heið-
ur skilið fyrir þann áhuga, er hann hefir
sýnt á því að bæta fjárflutninginn, þótt hann
lengi vel teldi ýms tormerki á því.“
Eldsvoði enn.
Aðfaranótt þ. 19. þ. m. kviknaði í töðu-
heyi síra Björns Blöndals á Hvantmi í Lax-
árdal. Það brann alt, og auk þess fjósið með
öllum kúnum, 5, og skemma, sem ekki hefir
frézt, hvað geymt hefir verið í.
Ekkert af þessum eignum var vátrygt, og
tjónið er því afarmikið fyrir efnalítinn mann.
Áfengissölumálið.
Höepfners verzlun hefir unnið áfengis-
sölumál sitt fyrir hæstarétti. Fyrir báðum
íslenzku dómstólunum tapaði hún því, svo
sem kunnugt er.
Úr Höfðahverfi
er ritað 28. þ. m.: »Talsverður snjór.
Sagt jarðlaust á Látraströnd utan við
Hringsdal. Síldar verður hvergi vart og
þar af leiðandi alls enginn afli. í síðustu
rigning um 19.—20. þ. m. láku afskaplega
hús og hlöður. Talið víst, að hey hafi
víða stórskemst.«
Sfeingrímur Matthíasson
er orðinn skipslæknir á „Prins Valdemar",
skipi, sem fer milli Norðurálfunnar og ýmsra
hafna f Austurlöndum í Kína og Japan.
Ritsnild.
Því verður naumast neitað, að sum af
ritum þeim, er Vestur-íslendiugar setja sam-
an og gefa út, eru furðu-skringileg. í Vestur-
heiini eru nú nokkurir af allra-helztu rit-
höfundum íslenzku þjóðarintiar. E11 jafnfrarnt
því, sem þeir semja, er þar gefið út ýmislegt,
sem ekki er sjáanlegt, hvert erindi á út í
heiminn.
Eitt af þeim smáaritum, sem „Norðurl."
hafa verið send að vestan, heitir „Hugboð
og tönn fyrir tönn" eftir einhvern C. Ey-
mundsson. í því er eftirfarandi klausa:
„Af öllum þeim hugmyndum, sem vakn-
að hafa í sálu minni um eðli guðs, er ein
mér sælust, og hún er guðs eiginleiki í
nianninum, svefn með draumutn sælunnar
og rannsókn sálarinnar í það óskiljanlega. Ó,
svefn, ó,sá svefn er það sælasta af öllu í heimi.
Sála mín! berst því að lifa gegnum sorg og
strfð á æðri næringu, en sem skömtuð er
af úreltri heimsku, því að það fjötrar skyn-
semi þína. Berstu fyrir að sjá, heyra og
skilja guðs þegjandi óm, þar til þú finnur
þína seinustu sælu í svölum og sætum svefni."
Þess má geta, að flestar eða allar aðrar
klausur í ritlingnum eru álíka vel skiljanleg-
ar og fimlega samansettar.
A ritlingnum má sjá, að höfundurinn
hefír ritað og látið prenta bækur á ensku.
Hvort hann er sami snillingurinn á enska
tungu, látum vér ósagt.
Siglingar.
„Egill" kont 24. frá útlöndum og Aust-
fjörðum og fór aftur þ. 29.
„Ceres" kom þ. 25. sunnan að. Með henni
voru meðal annara Pórður Pálsson héraðs-
læknir með frú sinni Guðrúnu Björnsdóttur
ritstjóra, á leið til læknishéraðs síns, og Þor-
valdur Arason póstafgreiðslumaður á Víði-
mýri. Skipið lagði á stað aftur austur og tii
útlanda á mánudaginn.
„Vesta" kom frá útlöndum og Austfjörð-
um þ. 26. og hélt áfram ferð sinni daginn
eftir.
Mannaláf.
Þ. 17. þ. m. andaðist á Skjöldólfsstöðtim
í Jökuldal húsfrú Þórdís Eiríksdóttir, kona
Jóns Jónssonar bónda þar. Fyrri maður
hennar var Þórður Einarsson bóndi á Skjöld-
ólfsstöðum, og þeirra synir eru þeir síra
Einar alþingismaður í Hofteigi og Þórður
bóndi á Fossi í Vopnafirði. Þórdís sál. var
ein at beztu og mikilhæfustu konum þessa
lands.
%
Veðurathuganir
á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Valtý Stefánsson
1903. Okt. Um miðjan dag (kl •2). Minstnr h.! (C)ásólar-j hringmtm.j
O — > £ Hiti (C.) '< •3 KO ko 9i >Æ Skýmagn I Úrkoma j
Fd. 15. 75.2 «5.6 NAU 1 10 R 3.2
Fd. 16. 76.3 3.9 NAU 1 9 R 2.4
Ld. 17. 76.4 2.0 0 5 R -1.0
Sd. 18. 75.7 2.5 0 10 R -2.0
Md.19. 75.6 4.3 NAU 2 10 R - O.i
Þd. 20. 75.6 2.2 NAU 1 10 R 0.3
Md.21. 75.6 3.9 NAU 2 10 R 0.6
Fd. 22. 75.9 -r- 0.3 NAU 1 8 S -l.o
Fd. 23. 76.i 1.4 0 8 S -4.4
Ld. 24. 76.o -f- 1.3 0 9 s - 8.2
Sd. 25. 75.9 -f- 2.o N 1 10 s - 5.9
\
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
Reuben stakk höfðinu upp úr lúkugatinu,
yfir vélasalnum; enn var glott á andlitinu
á honum. Hver mínútan leið af annari og
töfrunum Iétti ekki af. Enn var jafn-bjart
á þeim og glampi var á hverri hefilskák
og hverjum sigluk.aðli, og mennirnir gátu
ekkert til bragðs tekið, annað en það,
sem »Esmeralda« gerði; hún þaut áfram
á fleygiferð, eins og henni væri fögnuður
að veðhlaupinu, og hún hygðist enn að
vinna sigur.
Reuben fekk fyratur málið.
>Þetta er >Pétur Veliky« frá Reval«,
sagði hann stillilega; eg mundi þekkja
hann innan um þúsund skip; hann hefir
fjórar tólf þumlunga fallbyssur og tlýtir-
inn er fjórtán — í bókunum að minsta
kosti.«
»Fja'ndinn hafi bækurnar,« öskraði Jón
Hook. »Hitt kemur okkur við, hvað flýt-
irinn er mikill nú, og hvenær á hann
verður reynt.«
Glottið komst enn lengra út á andlitið
á Reuben.
>Við fáum nú bráðum að sjá það,
Jón minn,« mælti hann. »Ef þig langar til
að dansa, þá stendur nú ekki á hljóð-
færaslættinum.«
Fallbyssudrunur heyrðust svo miklar, að
þær báru raunahljóð vindarins ofurliði og
reykurinn hékk eitt augnablik yfir þilfar-
inu á »Pétri Veliky*. Svo heyrðist kven-
rödd. Páll sneri sér við skyndilega og sá
Marian standa við hlið sér.
»Fg gat ekki haldist við þarna niðri,«
sagði hún; »mér fanst eins og eg ætla að
kafna — og eg sá Ijósið, Páll.«
Hún stakk hendinni á sér f lófann á
honum og stóð kyr við hlið hans. Hún
var ekki lengur hrædd um sjálfa sig, en
hún var hrædd um manninn, sem hafði
stofnað lífi sínu og æru sinni í hættu
hennar vegna.
»Það verður aldrei neinn sjómaður úr
þér, Marian,« svaraði Páll; »því að þú
kant ekki að hiýða.«
»Eg er hingað komin til þess að fá eitt-
hvað að vita, vinur minn. Eg gat ekki
haldist við niðri, og eg þoldi ekki að
hugsa.«
Páll benti á skipið úti á sjónum. Ofsa-
skært ljóskerið færði sig hægt og hægt
yfir freyðandi öldurnar.
»Þarna sérðu, hvað við eigum í vænd-
um,« sagði hann önuglega. »Eg ætlaðist
ekki til þess, að þú fengir að vita þetta.
Eg vonaði, að þú mundir sofa og vakna
einhverstaðar, þar sem enginn gæti gert