Norðurland - 11.06.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
37. blað.
Akureyri, 11. júní 1904.
III. ár.
Ritstjóraskifti
oið Jforðurland í uændum.
Stjórn hlutafélagsins Norðurland
hefir orðið sammála um að réttast
sé að gera háttvirtum kaupendum
blaðsins viðvart um það nú þegar,
að ritstjóraskifti eru í vændum við
blaðið nú með haustinu.
Einar fijör/ei/sson fer þá frá rit-
stjórninni eftir hans eigin ósk.
Kaupendafjöldi Norðurlands ber
órækt vitni um það, að blaðles-
endur hafa kunnað að meta starf-
semi hans síðan hann kom hingað
norður.
En fyrir þær góðu viðtökur, sem
blaðið fekk þegar í fyrstu og hinar
sívaxandi vinsældir þess, sér félags-
stjórnin sér fært að ráða einmitt
þann manninn í skarðið, sem hún
að öllu athuguðu mundi einna helzt
kjósa.
Maðurinn er Sigurður Hjörleifsson
héraðslæknir í Orenivík.
Af greinum þeim, er liann hefir
ritað í blöð, er hann alkunnur að
því að vera mjög vel ritfær rnaður,
sem vandar fyrirtaksvel röksemdir
sínar. Hitt er eðlilega ekki jafn-
kunnugt mönnum útí frá eins og
þeim, sem mest hafa haft saman
við hann að sælda, hve ljóst skyn-
bragð hann ber á landsmál, hve
áhugasamur hann er um alt, sem
að haldi má koma þjóð vorri, og
live mikill atorkumaður hann er.
Hann segir nú af sér einbætti,
sern hann hefir haft með höndum
við bezta orðstír um 10 — 11 ár, enda
hefir orðið honum sæmilega arð-
samt fjárhagslega.
Á Grenivík hefir hann búið um
sig hið bezta, bygt ágætt lnis og
ræktað mikið land umhverfis það.
Hann hefir því frá miklu að hverfa
og er á engan hátt til þess knúður
að breyta um stöðu. Það er ein-
göngu áhuginn og kærleikurinn til
þeirrar stefnu, sem Norðurland vill
halda fram, sem veldur því.
Eg óska og vona, að hann þurfi
aldrei að iðra þessarar djarfmann-
legu tilbreytni, sem lýsir svo óvenju-
legri ósérplægni. Eg veit að allir,
sem Norðurlandi unna, taka undir
það með mér og vinna að því eftir
megni, að sú verði raunin á.
p. t. Akureyri 8. júní 1904.
Stefán Stefánsson,
p. t. formaður.
íslandsbanki.
Eftir Pál Briem.
III.
Eins og eg hefi tekið fram í síð-
ustu grein, getur hver einasti maður
fengið lán I íslandsbanka gegn trygg-
ingu í fasteign. Alt, sem sagt er í
gagnstæða átt, er ekki rétt.
En það sem menn vilja fá að vita
um, það er, hverjum vaxtakjörum menn
geti búist við að sæta. Það sem mestu
skiftir fyrir ísland í þeim efnum er
að geta komist í samband við ná-
grannalöndin og geta fengið peninga
með líkum kjörum eins og menn í
siðuðum löndum. íslandsbanki á að
vera bandið, sem tengir ísland við
siðuð lönd í þeim efnum. Hann á að
vera eins og nokkurs konar viðskifta-
brú. Þjóðbankinn í Kaupmannahöfn
segir til um það, hvernig vextirnir
eru í Danmörku, og það er hann,
sem einnig á að vera leiðandi f þessu
efni fyrir ísland. Fyrir 7—8 árum síð-
an voru vextir Þjó^bankans 3V2 %—
4 °/o og komust jafnvel niður í 3 °/o—
3V2 °/0 frá 26. febr. til 15. maí 1896;
við Búaófriðinn urðu vextirnir miklu
hærri, en síðan þeim ófriði lauk hafa
vextirnir lækkað og eru nú um 4Ú2 °/0.
Það er álit fróðra manna að ófriður-
inn milli Rússa og Japana hafi engin
veruleg áhrif á hæð vaxtanna. Stjórn
bankans hefir sérstaklega rætt um
þetta mál og álit hennar er að bank-
inn geti að minsta kosti boðið mönn-
um söniu kjör eins og menn hafa haft
í Landsbankanum, en að öllum líkind-
um verði þau betrí, af því að bankinn
getur jafnan aflað sér peninga með
þeim kjörum, sem heimsmarkaðurinn
setur.
Þó að einhverjir vilji fara að rægja
Islandsbanka með því að tala um okur-
vexti o. s. frv. þá ætti enginn skyn-
samur maður að trúa slíku, og þó að
einhver reyni til að tortryggja bank-
ann, af þvf að hann vilji eigi fast-
ákveða vexti sína um aldur og æfi,
þá verða menn að athuga að vext-
irnir byggjast á alheimsverði og að
sá mælikvarði er miklu öruggari en
gjörræðisákvæði fárra manna.
Þegar jarðir eru bygðar, þá eru af-
gjöldin miðuð við meðalalin, en hún
fer eftir verði á búfé og ýmsum af-
urðum.
Þegar meðalalin hækkar, þá hækka
afgjöldin að peningaverði, sem er eðli-
legt, af því að bændur fá meira verð
fyrir afurðir búa sinna. Á sama hátt
eiga vextirnir að miðast við alheims-
verðið og lækka, þegar alheimsverðið
lækkar. Annars er of langt mál að
fara út í þetta. Eg hefi að eins tekið
þetta fram til þess að sýna að vext-
irnir eiga ekki að vera fastir og að
þeir eiga heldur eigi að byggjast á
gjörræði.
Amtsráösfundur Norðuramtsins.
(Ágrip.)
• Hann var haldinn dagana frá 3. til
7. júní.
SÝSLULÁN.
Skagafjarðarsýslu leyft að taka 2000
kr. lán til 10 ára og 1000 kr. bráða-
birgðalán um I ár til vegagjörða.
Bóluefnis-útbýting.
Búnaðarfélag íslands hafði farið fram
á það, að Magnúsi Einarssyni dýra-
lækni væri veitt þóknun fyrir útbýting
á bóluefni. Amtsráðið vísaði málinu
frá sér til Búnaðarfélagsins aftur.
Styrkur af prentsmibjusjóbi.
Af prentsmiðjusjóði Norður og Aust-
uramtsins var veittur 27 kr. styrkur
gagnfræðanemendum Birni H. Guð-
mundssyni, Gísla Bjarnasyni og Pálma
Jónasi Þórðarsyni og kvennaskólanáms-
meyjum Helgu Tómasdóttur frá Gler-
árholti og Jósefínu Stefánsdóttur frá
Siglufirði.
SjÚKRASKÝLI.
Eftir umsókn héraðslæknisins í Höfða-
hverfishéraði var með 3 atkv. gegn 2
IOOO kr. styrkur veittur til sjúkraskýlis
fyrir héraðið með því skilyrði, að hlut-
aðeigandi sýslufélög eða sveitarfélög
taki að sér ábyrgð á viðhaldi sjúkra-
skýlisins, þegar það verður bygt, og
að þau leggi fram jaínmilda upphæð.
Þegar að því kemur, að þessi fjárhæð
verði greidd, skal hún tekin að láni
og afborguð með jöfnum afborgunum
á 10 árum.
SÓTTVARNARLYF.
Akveðið, að verja mætti kr. 25.65
fyrir þau.
Hólakirkja.
70 kr. veittar til hennar, til við-
gjörðar á ljósahjálmum og ljósastjökum.
Hólaskóli.
Ákveðið, að prenta skuli skýrslu
um búnaðarskólann fyrir þrjú síðustu
ár.
1 tilefni af bréfi kennaranna við bún-
aðarskólann, bústjóra og tilsjónar-
manns um endurbætur á skólahúsinu
og bygging leikfimishúss ásamt um-
sögnum sýslunefnda um málið var á-
kveðið, með þremur atkv. gegn tveim-
ur að fresta málinu til næsta fundar,
en jafnframt ákveðið að verja alt að
200 kr. til nauðsynlegra viðgjörða á
skólahúsinu.
Akveðið, að bústjóri skyldi hafa 15
kr. á mánuði síðastl. vetur fyrir að
hirða lampa, leggja í ofna og þvo úr
rúmum skólasveina. Skólastjóra jafn-
framt veitt heimild til að verja eftir-
leiðis alt að 25 kr. á mánuði til þessa
og bústjóri leystur frá þeirri skyldu,
sem hann hefir samkvæmt samningi
til að gera þetta kauplaust.
Hús og önnur mannvirki, sem gerð
hafa verið á Hólum síðastliðin 2 ár,
nema samkvæmt mati kr. 1849.50. Frá
þeim dregst matsverð gamals fjóss,
sem lagt hefir verið niður, 150.00.
Amtsráðið athugaði það við þessa
skýrslu, að dagsverkið væri of hátt
metið á kr. 2.50, og áleit, að eftir-
leiðis ætti ekki að meta dagsverkið
við túnasléttun og skurðagröft hærra
en 2 kr. Sumt virtist og amtsráðinu
að bústjórinn hefði talið í þessum
mannvirkjum, sem f raun réttri ætti
að teljast sem viðhald, »og eftirleiðis
má slíkt ekki eiga sér stað«.
Lagt var fram bréf frá prófasti
Zófoníasi Halldórssyni í Viðvík, þar
sem hann eftir tilmælum amtmanns
skýrir frá þvf, hvernig hann hyggur
að koma megi á verklegri kenslu á
Hólum í maí, júní og fram í júlí;
jafnframt lætur hann þar uppi þá
skoðun, að amtið taki aftur að sér
skólabúið á Hólum og láti reka það
fyrir sinn reikning.
Um inntöku 1' búnaðarskólann hafa
sótt 30 nemendur, en vegna húsrúms
er eigi hægt að taka móti fleirum en 14.
Forseta var falið að ráða mann næsta
vetur til að kenna við búnaðarskólann
á Hólum, raða kensluáhaldasafninu, að-
stoða kennara skólans og fara yfir dag-
bækur, sem nemendur við verklegt nám
eiga að halda, samkvæmt leiðbeiningu
skólastjóra, íyrir 350 kr. laun.
Amtsráðið lét í ljós, að það teldi
æskilegt, að haldinn yrði bændaskóli
í marzmán. næsta vetur, ef skólastjóri
sæi sér það á nokkurn hátt fært.
Amtsráðið fól forseta að flytja pró-
fasti Zófoníasi Halldórssyni í Viðvík
einlægt þakklæti ráðsins fyrir kenslu
hans í móðurmálinu, urnsjón hans með
búi og jörð á Hólum og önnur störf
hans í þarfir búnaðarskólans, með ósk
utn, að hann vildi halda störfum þess-
um áfram.
Ákveðið, að af námsstyrk þeim, sem
ætlaður er skólapiltum á Hólum, skuli
verja alt að 250 kr. til verðlauna fyrir
góðar teikningar, grasasafn, færslu á
dagbókum og ritgjörðir í húsdýrafræði
og jarðyrkjufræði. í hverjum af hinum
nefndu námsgreinum má veita þrenn
verðlaun. Þau má ekki borga í pen-
ingum, en einhverjir hlutir skulu keypt-
ir, sem afhendist þeim, er verðlauna
þykja verðir, það skal vera eign skól-
ans, sem verðlaunað er.
Dagbækur lærisveina, sem taka þátt
í verklegri kenslu, skulu vera eign skól-
ans og forseta var falið að ráða mann
til að fara yfir dagbækurnar með þriðja
kennara búnaðarskólans.
Kvennaskólar.
Kvennaskólum Eyfirðinga og Hún-
vetninga voru veittar 400 kr. hvorum.
Um kvennaskóla Eyfirðinga var það
athugað, að ekki sæist af reikningi
hans, að þeim 300 kr., sem honum
hafa verið veittar til vefnaðarkenslu,
hafi verið varið samkvæmtj tilgangin-
um. Ákveðið, að skólinn skuli greiða
það fé aftur, ef hann kemur eigi á
vefnaðarkenslu á næsta hausti.
Reglugjörð kvennaskólans á Blöndu-
ósi staðfest með þeirri breytingu, að
enska sé feld burt sem skyldunáms-
grein.
Thomsens vindlar—með miö&ódyru verhsmiðiuverði —fást á Apátekinu.