Norðurland - 11.06.1904, Blaðsíða 2
NI.
146
17. maí 1904.
Þessi vortíð freðna fætur
fengið hefir í páskagjöf;
förlast sól við fannarköf.
Hríðardagar, hörkunætur
hrista nú sín brynju-löf.
Alt af sér og alla vega
í þann gráa slóða-kjól
út og niður af sumarsól.
Hríðarnornin hranalega
heldur nú sín Branda-jól.
Fimm missira Fimbulvetur
farið hefir um Norðurland,
reitt um öxl sér beran brand.
Strandhögg varla stórum getur
stærri en hans, né meira grand.
Alt er betra inni’ í dölum
Austnyrðingsins hóstaraust,
þar sem ísinn á sér naust,
hvæsir í hamra-súlna sölum,
sönglar og þýtur endalaust.
Ekki er kyn, þó bóndinn bogni.
Baggi lífsins sígur í
við hinn mikla veðragný
út hjá Norðra svolgar-sogni.
Sólskinsleysið veldur því.
Annars væri lífið íeikur,
Ijósálfa og dísa mök.
Nú er æfin — vörn í vök.
Dauðinn stiklar drýldinn, bleikur,
drýgir nú sín þrælatök.
Þessi grái, illi andi
otar bæði trýni og klóm,
fús að heyja féráns dóm
yfir »sekum« lýð í landi;
lög sín þylur grimmum róm.
Eg er reyndar öllum minni,
ekki fœr í styrjargný.
Vopnaskortur veldur því.
En andbyr kemur ilsku þinni
áður en eg á flótta sný.
Enn er þrek í íslendingi,
að þó steðji raunin mörg, —
snjórinn felur hæsta hörg: —
hefir oft á þrautaþingi
þrítug klifið meitil-björg.
Alt er lífið alla daga
eldraun, bæði mörg og stór,
herðabyrði, harður skór.
Yfirsmiður alheimsdaga
öllu stjórnar — kaldur, rór.
Hríðar-aftans hróðrar-skvaldur
hættir senn í næturkyrð.
Þykja munu stefin stirð. —
Sumarblíðu, sólarvaldur I
send’ oss nú úr þinni firð.
Sýndu, landi I þrek í þrautum.
Þessi hviða er reyndar hörð,
margföld, langstæð grimdargjörð.
Bráðum hlýnar; lauk f lautum
lítur senn og gróin börð.
Undirtyllur erkifjanda
eru að heyja gadda-þing,
útlegð dæma Islending.
Fjörbaugsgarður voða-vanda
vegi lykur alt í kring.
Pá skal verða í hlíðum hlegið,
hraun og melar brosi vígt,
margt af góðum dáðum drýgt;
vona og óska vængjum slegið,
vetrarlyndi bætt og mýkt.
G. F.
Gistihús.
Sigurði Jónassyni sýslunefndarmanni
á Bakka veittur 100 kr. styrkur til
að hafa gistihús í Bakkaseli við Öxna-
dalsheiði, með því skilyrði, að hann
hafi þar rúm handa alt að 10 gestum
með náuðsynlegum beina og húsbún-
aði og hús og hey handa alt að 20
gestahestum.
Bókasafn.
í stjórnarnefnd amtsbókasafnsins
voru kosnir til þriggja ára: Oddur
Björnsson prentsmiðjueigandi, Stefán
Stefánsson kennari og Sigurður Hjör-
leifsson héraðslæknir.
Jón Þorláksson
ingeniör kom hingað með Mjölni
frá Seyðisfirði. Erindi hans hingað er
það fyrst og fremst að binda enda,
að svo miklu leyti sem hér er unt,
á rannsóknir viðvíkjandi tiglsteinsgjörð
hér, og jafnframt gerir hann bæjar-
stjórninni kost á að rannsaka skipa-
kvíarstæðið í þessari ferð.
Frá árangrinum af þessum rannsókn-
um mun Norðurland skýra svo fljótt,
sem unt verður.
Frá Reykjavík fór ingenörinn 21.
maí austur að Brekku í Fljótsdal til
þess að kenna mörmum að steypa
steina. Sjúkraskýlið á Brekku verður
víst fyrsta húsið, sem reist verður úr
steini á þann hátt, er hr. J. Þ. kennir
mönnum. Því verður að nokkuru leyti
komið upp í sumar.
Jlf ófriðinum.
Síðnstu fregnir, sem hingað hafa
borist af ófriðinum, ná til 26. maí.
Þær standa í »ísafold« I. þ. m. Þar
segir svo:
Tíðinda hefir ekkert orðið að kalla
frá því er sfðast segir annað en að
Japanar hafa mist tvö herskip sín
hvort eftir annað, ekki í orustu, held-
ur af slysum.
Annað fórst 15. f. m., með þeim
hætti, að annað japanskt herskip rakst
á það í þoku og boraði það í kaf með
trjónunni. Þetta var brynsnekkja og
hét Yoshino, um 4000 smálestir. Þar
druknuðu nær 300 manna (283), en
um 50 var bjargað. Þetta gerðist úti
fyrir Port Arthur. Skipið, sem slysið
vann, er bryndreki og heitir Kasuga;
það er annar þeirra 2, er Japanar
keyptu í vetur af Chili-ríki.
Hinu skipinu grönduðu rússnesk
tundurdufl neðan sjávar. Það var
höfuðorustuskip, eins og þau gerast
mest, 15,000 smálestir og hét Hatsuse,
með 8—900 manna, er bjargað varð
af um 300, en hinir druknuðu, sukku
með skipinu. Það var ekki eldra en
4 ára, einhver hinn mesti og fríðasti
vígdreki í heimi. Þetta var því geysi-
skaði fyrir Japana. En auðvitað mega
þeir við því, svo lítið tjón sem þeir
hafa áður beðið. Þeir eiga eftir 5
höfuðorustuskip með sömu gerð og
Hatsuse, auk fjölda bryndreka og
minni skipa.
Það var úti fyrir Dalny, sem þetta
slys varð, 19. f. m.
Rússar hafa og mist nýlega enn
eitt herskip sitt, brynsnekkjuna Boga-
tyr, 2 ára gamla, 6,700 smál. að stærð;
hana bar upp á sker eða klett í stór-
viðri norður í Vladivostock. Mann-
björg varð; en skipið sprengdu Rúss-
ar sjálfir í loft upp, með því að því
var óbjargandi.
Japanar gerðu harða hríð að Port
Arthur fyrra þriðjudag, 24. f. m. Þeir
lögðu þar að 8 meiri háttar herskip-
um sínum og sendu hverja albyrðis-
drífuna eftir aðra inn yfir borgina.
Um árangur var enn ókunnugt.
Japanar draga sem óðast lið að sér
til umsátar um Port Arthur landmeg-
in. En aðsókn eigi beint byrjuð þar
að sjálfri borginni.
«
ff. M- Stan/ey.
Hann lézt í Lundúnum 10. f. m.
63 ára. Fáir ferðamenn veraldarinnar
hafa verið honum jafn-frægir.
Fjórtán ára gamall fór hann til
Vesturheims og hafði þá engan eyri
í vasanum, heldur vann fyrir sér á
leiðinni.
1861 var hann í Bandaríkjaófriðn-
um í liði norðanmanna. Svo fór hann
til Tyrklands og Litlu-Asíu og ritaði
þaðan greinar til ýmsra blaða. Upp
úr þvf varð hann fastur fregnritari
»New York Heralds«, og fyrir það
blað var hann í leiðangri Englend-
>nga gegn Theodor konungi í Abyssi-
níu. Því næst var hann lengi fregn-
ritari blaðsins á Frakklandi og Spáni.
í október 1869 fól eigandi blaðs-
ins, Gordon Bennet, honum á hendi
að standa fyrir leiðangri til þess að
leita að Livingstone. Þá hafði ekkert
til hans spurst um 2 ár, en menn
vissu, að hann var einhverstaðar langt
inni í Afríku. Eftir 10 mánaða ferða-
lag um Afríku og afskaplegustu mann-
raunir fann hann Livingstone 3. nóv.
1871 í Ujiji á strönd Tanganyika-
vatnsins. Stanley lýsir þeim fundi í
sinni nafnfrægu bók: »Hvernig eg
fann Livingstone*, og atburðurinn er
heimsfrægur.
Árið 1874 lagði Stanley á stað í
aðra af sínum miklu Afríkuferðum.
Gordon Bennet og »Daily News« í
Lundúnum kostuðu það ferðalag. Hann
lagði upp frá Zanzibarströnd með 300
manna, meiri hlutann svertingja, til
þess að rannsaka uppland Afríku. Rann-
sóknir hans á upptökum Nílar og ým-
issa vatnsfalla í hitabeltinu, einkum
Kongofljótsins, gerðu hann að einum
af allra-merkustu landkannendum ver-
aldarinnar, og enginn einn maður hefir
meira unnið að því en hann að ryðja
Norðurálfu-menningunni braut í Afríku.
Loks lagði^Btanley upp í þriðju og
síðustu stórferðina 1887 til þess að
leita að þýzka landkannandanum Emin
Pascha, sem menn héldu að væri í
nauðum staddur langt inni í Afríku.
Stanleyfann Emin, en hlaut misjafnar
þakkir fyrir. Þjóðverjar héldu því fram,
að Emin hefði alls ekki þurft á neinni
hjálp að halda og að »liðveizla« Stan-
leys hefði í rauninni ekki verið annað
en enskt ofbeldisverk til að leggja
undir sig lönd þar syðra. I þessari
ferð rataði Stanley enn oftsinnis í
mestu hættur og mannraunir, og hvað
eftir annað komu fregnir um andlát
hans til Norðurálfu. Hann var rúm 2
ár í þeirri ferð.
Á síðasta áratugi æfi sinnar fekst
Stanley við stjórnmál á Englandi og
var þingmaður frá 1895 til 1900. Á
þingi þótti lítið að honum kveða.
Flestir, sem kyntust honum nákvæm-
lega, segja, að hann hafi verið harð-
lyndur maður og lítinn skilning haft
á hugsjónaöflum mannlífsins. En þrekið
var óbilandi og þráin eftir baráttu og
æfintýrum óseðjandi. Fyrir þá sök hafa
fáir lagt meiri skerf til heimsmenn-
ingarinnar en hann.
\
Málaferli
Lárusar Bjarnasonar.
Lárus Bjarnason sýslumaður hefir
stefnt ritstjóra Norðurl. fyrir eftirfar-
andi orð í blaðinu 21. marz í fyrra:
»Fortíð Lirusar Bjarnasonar er svo farið,
að ef hann hefði ekki verið búinn að fá
Snæfellsnessýslu áöur en hæstaréttardóm-
urinn var upp kveðinn í Skúlamálinu, þá
hefði hann fráleitt fengið neitt embætti
til þessa dags. Og nú hefir landsyfirréttur
heimtað yfir honum sakamálsrannsókn. Með
slíkum mönnum er ekki flaggað sem ráð-
gjöfum.«
Vörn í málinu var lögð f rétt í dag.
Alþýða manna er þvf vön, að sjá alt
af við og við fregnir um málshöfðanir
og sektir á hendur blaðamönnum. Hitt
fær hún sjaldnar að sjá, hvað blaða-
menn færa sér til varnar í þessum
meiðyrðamálum. Þá þagmælsku teljum
vér ranga. Fyrir því mun vörnin í
þessu máli verða prentuð í næsta bl.
Norðurl.
\
Hákarlaskip hefir farist
með 12 mönnum.
Því miður má ganga að því vísu
nú orðið, að hákarlaskipið »Christian«,
eign Gránufélags o. fl., hafi farist.
Á því voru 12 menn, allir úr sömu
sveitinni, Svarfaðardal.
Hér fer á eftir skrá yfir nöfn þeirra
manna, sem á skipinu voru. Þeir þrír,
sem fyrst eru nefndir, voru kvæntir:
Sigurður Halldórsson, bóndi á Grund,
skipstjóri.
Sigfús Björnsson, Brekku, stýrim.
Rögnvaldur Jónsson, Skeggstöðum.
Halldór Þórarinsson, Syðra-Garðs-
horni.
Arngrímur Sigurðsson, Grund.
Jón Jónsson, Ytra-Hvarfi.
Sigfús Bergsson, Hofsá.
Jón Jónsson, Miðkoti.
Stefán Jónsson, Miðkoti.
Björn Björnsson, Hóli.
Magnús Jónsson, Upsum.
Sigurður Sigurðsson, Syðra-Garðs-
horni.
Hjalteyra<*bréf.
8. júnl 1904.
Tíðin hagstæð og góð, og er nú sjáan-
leg framför til landsins; menn starfa í óða
og önn að jarðabótum. Til sjávarins er
alt daufra. Þó er vert að geta þess, að
hér úti á firðinum, frá Svarfaðardal og
Hrísey, hefir dregist ofurlítið á færi. Það
langmesta, sem fengist hefir, fekk Þorsteinn
Jónsson á Dalvík á laugardaginn var út
við Hrólfsker — hann fekk á dorg ásamt
þrem mönnum ððrum Iiðug 200 fiska. Ann-
ars hafa dregist þetta frá 10 og upp í 50
fiskar yfir lengri tíma af 2—3 mönnum.
Nýlega var róið af Svarfaðarda! með línu
beitta með hnísuslængi og fengust 2 á