Norðurland - 09.07.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
41. blað.
Ákureyri, 9. júlí 1904.
Búnaðarmálafundur
á
JVlöðruvöllum
í Hörgárdal
Sunnudaginn 17. þ. m.
1. Sigurður ráðunautur Sigurðsson held-
ur fyrirlestur um Mjólkurbú og
væntanlega setur eitt á laggirnar.
2. Ouðjón búfrœðiskandídat Ouðmunds-
son talar um kynbætur búpenings
og gefur leiðbeiningar um val á
kynbótagripum. — Nokkurir gripir
verða til sýnis.
Umræður verða á eftir hvorum fyrir-
lestri.
Áríðandi að sem allra flestir komi.
Möðruvöllum 8. júlí 1904.
Stefán Stefánsson.
<3\
*
Fundur
(Ð
to
*
Verður haldinn á Grund í Eyjafirði
laugardaginn 16. júlí, kl. 3 e. m. Þar
heldur Sigurður Sigurðsson ráðanautur
fyrirlestur og umræður um rjómabú,
Guðjón búfr. Guðmundsson um kyn-
bætur, og fl.
Viðstaddur verður á fundinum Iector
ÞórhallurBjarnarson, formaðurbúnaðar-
félags Islands.
Allir þeir, sem ant er um framfarir
í búnaði íslendinga, eru beðnir að
sækja fundinn í réttum tíma.
p. t. Akureyri 6. júlí 1904.
Fyrir hönd fundarboðenda.
Jónas Jónasson.
Háttvirtir kaupendur
Norðurlands, sem
eru í skuld fyrir
blaðið, geri svo vel
að hafa pað hugfast, að síðasti
gjalddagi að 3. árg. er fyrir miðj-
an júlí.
Itilefni af auglýsingu í Norð-
urlandi 39. tölubl. dagsett
21/e p. á. frá 3 kaupmönn-
um ÚTLENDUM á Ak-
ureyri um ullarverð, læt eg undir-
ritaður, fyrir hönd hlutafél. Örum
& Wulff í Húsavík, ekki hjá líða
að gera kunnugt:
að eg hefi fastlega ásett mér
AÐ GERA ÖLLUM JAFN-
HÁTT UNDIR HÖFÐI MEÐ
ULLARVERÐ í KOMANDI
SUMARKAUPTÍÐ, HVORT
HELDUR ERU EYFIRÐING-
AR EÐA ÞINGEYINGAR.
Húsavík 4. júlím. 1904.
Sf. Suðjohnsen.
ITinraunastöði M
er opin á sunnudög-
um frá kl. 4-6 e. h-
• • • • #^ • ♦ ♦•♦ ♦ ♦ ♦ ♦
r^íjjii... %|i-”*«(|ji'- ■njn" •njii-'iijji--
♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦♦♦■
Y'^>i|nirs|rT’'rT1ii.mr^Ki.
ðFrá öðrum löndum.
Yfirlandstjóri Finnlands, Bobrikoff
hershöfðingi, alræindur harðstjóri,
var inyrtur 16. f. m., skotinn þrem
skotum, sem hann lézt af daginn
eftir.
Maðurinn, sem verkið vann, hét
Eugen Schaumann, ungur lögfræð-
ingur og aðstoðarmaður í einni
stjórnardeildinni í Helsingfors. Hann
réð sjálfum sér bana tafarlaust á
eftir. ^
Voðaslys varð nálægt New York
15. f. m. Skemtiskip var þar á ferð
með kennara og nemendur lútersks
sunnudagsskóla. Eldur kviknaði í
skipinu, þar sem hamrar voru beggja
vegna, og Hellgate (Vítishlið) heitir.
Þarna brunnu til bana, köfnuðu og
druknuðu um 1000 manns, lang-
flest börn. Af skipshöfninni sjálfri
týndi að eins einn maður lífi, og
Þykir það bera vitni um slælega
framgöngu hennar við að bjarga
fólkinu, enda hafði hún verið sett í
varðhald til rannsóknar, þegar síð-
ast fréttist.
Tvær orustur hafa orðið á landi
með Rússum og Japansmönnum ný-
lega, önnur 13. og 14. f. m. við
Port Adams, meira en 11 mílur
danskar fyrir norðan Port Arthur,
hin rétt um sömu mundir á Lia-
otungskaga vestanverðum við Wafan-
kau. Rússar biðu lægra hlut í báð-
um orustunum. Mannfall varð mikið
við Wafankau, um 3000 af Rússum
og að minsta kosti um 900 af Jap-
önum. En í hinni orustunni er sagt,
að mannfall hafi ekki orðið mikið.
Rússum hefir tekist að sökkva í
Japanshafi þremur eða fjórum lið-
flutninga og vöruskipum fyrir Jap-
önum. Japanar mistu þar full 1000
manna. Að eins ein skipshöfnin þá
grið. Hinir vildu heldur týna lífinu.
\
£nn umJHHHiji
búnaðarskólamálið.
ii.
(Síðari kafli.)
Eins og margsinnis hefir verið
bent á og kvartað um, fjölgar fólk-
inu stöðugt í bæjunum en vinnukraft-
ur í sveitunum þverrar, landbúnaðinum
til stórtjóns; þessu fer fram þrátt fyrir
sveitabúnaðarskólana, eins og þegar er
fram tekið.
Hvernig geta menn látið sér detta
í hug, að úr þessu verði bætt með
sífeldum umkvörtunum um það, hve
bæirnir dragi fólkið til sín og bjóði
því betri kjör en bændur hafi efni á
að bjóða, eða með því að reyna að
stía fólkinu frá kaupstöðunum með
því að hafa skólana sem lengst frá þeim
og láta það sem minst um kaupstað-
ina vita, en tala þó sífelt um »að
þangað liggi flest sporin frá land-
búnaðinum« og þar vilji flestir veraf
Það er algild regla, að það sækjast
menn mest eftir að kynna sér, sem
þeim er varnað að vita um, ekki sfzt
þegar þeir sjá og heyra að fjöldinn
keppir eftir því.
Hvergi á landinu eru eins mikil
brögð að fólkstraumnum úr sveitinni
eins og einmitt á suðurlandi. Reykja-
vík dregur til sín og gerir það fram-
vegis, þó reynt sé að aftra mönnum
með því ýmist að kalla hana spillingar-
bæli eða fjargviðrast út af hinum að-
laðandi áhrifum Reykjavíkurlífsins.
Nei, hugsunarhátturinn þarf að breyt-
ast. Það verður að vakna lifandi »áhugi
á landbúnaðinum og virðing fyrir bónda-
stöðunni«. Þessa vakning geta menn
hvergi fengið eins fljótt og alment
eins og á góðum búnaðarskóla, er
veiti mönnum »staðgóða búþekking«,
standi í sambandi við góða tilrauna-
stöð og beztu búmenn þjóðarinnar
víðsvegar um alt land, þar sem nem-
endur skólans geti lært og séð hin
ýmsu búnaðarstörf og kynt sér með
eigin augum hve landbúnaðurinn borg-
ar sig, þegar hann er rekinn með
þekkingu og hyggindum. Jafnframt er
nauðsynlegt að skólinn eigi kost á
að sýna nemendum sínum skuggahlið-
ar kaupstaða og sjávarþorpalífsins.
Þetta ætti hvergi að vera hægra en
í Reykjavík. Þar er fjöldi fólks, sem
ekkert þekkir til sveitalífs eða búnað-
ar; þangað safnast það fólk, sem
snúið hefir bakinu við sveitinni vegna
sannra eða ímyndaðra erfiðleika, í
von um betri daga í slcauti höfuð-
staðarins, von, sem oftar bregst en
rætist.
Einmitt mitt á rneðal þessa fólks
þarf að flytja evangelium landbúnað-
arins með mestum krafti, og það
verður ekki gert á neinn annan hátt
en með góðum búnaðarskóla, er skip-
aður sé þeim beztu kenslukröftum, sem
völ er á, mönnum, sem hafi brennandi
áhuga á starfi sínu og framför land-
búnaðarins. Það ætti að vera auðvelt
j III. ár.
fyrir slíkan skóla að innræta nemend-
um sínum lifandi sannfæringu fyrir
því, hvílíkur ógrynnis auður liggur
falinn og ónotaður í landinu okkar
í móum og mýrum, og hversu það
er tiltölulega hægt að finna og vinna
þennan auð, ef vit og þekkingu vant-
ar ekki; miklu ódýrara og áhættu-
minna en að ausa úr hinni marglofuðu
»óþrjótandi auðsuppsprettu kringum
landiðc. Mikið land má rækta fyrir
eitt þilskipsverð, og arðurinn af því
vissari og hin árlega aðvinsla áhættu-
minni en skipsýtgerðir, þar sem miklu
fé og mörgum mannslífum er árlega
teflt í voða.
Eg nefni þetta sem dæmi.
Ætli sveitapiltum, þótt ekki væru
þeir uppaldir við neina sérlega vel-
megun, brygði ekki í brún, ef kenn-
arar þeirra færu við og við með þá
á gönguför um úthverfi Reykjavíkur,
sem sjálfsagt væri að gera, og sýndi
þeim, við hvaða kjöt sjóara og verk-
mannalýður bæjarins lifði ? Mundi þeim
ekki þykja »búrið autt og búið snautt«
í híbýlum þeirra, þrátt fyrir hin háu
vinnulaun, ólíkt snauðara, en heima í
sveitakotinu þeirra, þótt fátækt væri,
hvað þá heldur á efnabænum? Ætli
marga þeirra fýsti að hafa skifti? Það
mundi heldur ekki ýta undir þá, ef
þeir hittu á þessum skoðunarferðum
sínum einhverja uppgjafabændur, sem
hlaupið hefðu frá góðum jörðum og
sæmilegum búum, en yrðu nú að
þræla baki brotnu, og ættu ekki mál-
ungi matar, eða þá ef þeir hittu unga
uppeldisbræðuivsína, sem hlaupið hefðu
frá foreldrum sínum í sveit á þilskip
til þess að ná í háa kaupið, en ættu
þrátt fyrir það ekki fótin utan á sig
skuldlaus. Piltum, sem uppaldir væru
hjá fátækum sjómönnum og verkmönn-
um í Reykjavík; mundi hins vegar
þykja allfýsilegt að gerast bændur í
sveit, þegar þeir hefðu dvalið sumar-
langt á góðu sveitabúi.
Eg er sannfærður um, að allir heil-
skygnir menn, sem ekki eru blindaðir
af einhverjum heimskulegum hleypi-
dómum, verði mér samdóma um, að
slíkur búnaðarskóli í Reykjavík yrði
ekki að eins fullkomnari og betri en
tök væri á að gera hann upp til
sveita, heldur mundi hann vinna á
móti fólksflutningnum í kaupstaðina
fremur öllum öðrum búnaðarskólum
landsins, einmitt fyrir það, að hatin
er í Reykjavík og hefir bezt tök á því
að sýna mönnum tneð áþreifanlegum
dœmuni muninn á sveita og kaupstaða-
lífi. — Af þessum tveimur ástæðum
aðallega, auk margra fleiri, sem eg
nefndi í fyrri grein minni, eiga Sunn-
lendingar að setja skóla sinn í höfuð-
staðinn, þar sem þörfin er mest, og
landið á að hjálpa þeim til að gera
hann sem bezt úr gárði. Hinir amts-
skólarnir ætlast eg til að standi óhreyfð-
ir fyrst um sinn; rétt að láta reynsl-
una skera úr, hversu Reykjavíkurskól-
inn gefst og hvorir hafa haft réttara,
andmælendur hans hinir mörgu eða