Norðurland - 09.07.1904, Qupperneq 2
Nl.
162
Jsafo/d!
Eit land mot nord med snjo um tind,
der Ishavsbylgja leikar inn,
eit land av nordmenn byggt;
með sogeglans um jökulrand,
med Noregshug hjaa möy og mann
og fedramaal paa folkemunn
med rot i gamall grunn.
Den leidi, Ingólfs skuta fór
paa baareveg fraa gamle mor,
gjeng nordmanns hug idag,
ja, stödt hans ljose draum det var
aanyo verta landnámsfar’
og slaa med ungdoms-glod eit slag
fyr norrönt systkinlag.
Ho ligg der aust med fjell og skard
og minnest, kva du eingong var,
du Snorres fagre öy;
ei moderkjensla, rik og varm,
enn logar högt i hcnnar barm
— i heim ved sjo, i kvar ei bygd,
av blodets samband tryggd.
Eit lite folk paa stendig vakt
det synte tidt, det var ei magt
mot vald og framand ham;
ei fagna takk daa, Isafold
— fyr fedramaal vaar beste skjold —
gaa djervt, som fyrr forutan skam,
bak falkefana fram !
Hans Reynolds.
•••••••••••••••••••
meðmælendur. Eg er ekki í miklum
vafa um, hver sú reynsla verður.
Og þeir tímar munu koma innan
skamms, að tveir búnaðarskólar með
fullkominni bóklegri kenslu, er styðjist
við ágæt áhöld og tilraunir, þykja
nægilegir fyrir land alt, annar á Norður-
landi undir umsjón Ræktunarfélagsins
og hinn á Suðurlandi undir umsjón
Landsbúnaðarfélagsins.
Menn þreytast á kákinu til langframa.
Þeir, sem eru að slá því fram, að
í þessum skóla eða skólum »á mölinni*
eigi »bara að lesa bækur«, virðast
ekki hafa hugmynd um bóklega kenslu,
er annan veg sé farið en þeirri, sem
tíðkaðist í latínuskólanum, þegar þeii
voru sjálfir þar við nám, eða þeir
gera þetta til þess að varpa ryki í
augu alþýðu, sem lítið skynbragð ber
á skólamál, eins og von er, en þess
vil eg ekki geta til.
Hvenær og hvar höfum við, sem
aðgreina viljum bóklega og verklega
námið, haldið því fram, að kenslan ætti
að vera fólgin í einberum bóklestri?
Aldrei.
Nei, svona hefir kenslan verið og
er enn á flestum búnaðarskólunum, af
því öll tæki hefir vantað; en þá kenslu
vil eg sem fyrst fyrir kattarnef, eins
og ljóst er tekið fram í fyrri grein
minni.
Sjálfsagt tel eg að styðja Torfa til
þess að halda uppi skóla sínum, með-
an hans nýtur við. Vér höfum ekki
efni á að láta aðra eins krafta ónot-
aða. Eg vona^ að þingmenn bregðist
ekki því trausti hans að veita fé til
búnaðarskólanna »um fram það, sem
veitt hefir verið, svo sem 10—12 þús.
krónur«. Síðasta þing sýndi, að þetta
traust er ekki óverðskuldað!
Hólaskóli stendur nú með svo mikl-
um blóma, síðan verklega og bóklega
námið var aðskdið, að ekki getur ann-
að verið umtalsmál, en styrkja hann
svo ríflega, að hann geti haldið I
horfinu. Þó má búast við, að ein-
hverjir verði sammála Eyjólfi bónda
á Hvoli, sem segir í ísafold 4. júní:
»Að greina sundur verklega kenslu í
búfræði og bóklega er svo mikill barna-
skapur að undrum sætir, að mentaðir
menn skuli geta látið sér detta í hug
að vilja vinna slíkt til að geta lifað
þægilegu lífi í Reykjavík.* Frá slík-
um mönnum getur Hólaskóli lítils
styrks vænst. En væntanlega verða
það fleiri en færri, sem ekki finst
þetta eins mikill barnaskapur og Eyj-
ólfi bónda, þetta sem langa lengi hefir
reynt verið í Danmörku og víðar og
reynst vel (sbr. grein Sig. Sigurðs-
sonar í Búnaðarr. 18. ár 1. h.) enda
reynt verið hér um tvö ár með bezta
árangri.
Og enn fleiri munu þeir verða, sem
eiga örðugt með að Iáta sér skiljast,
hvernig það getur miðað til »að geta
átt þægilegt líf í Reykjavíkc að nokk-
urum mönnum hefir dottið í hug að
aðgreina beri verklega búíræðiskenslu
og bóklega.
Björn búíræðingur Bjarnarson, sem
fyrstur mun hafa hreyft þessu og allra
manna bezt og viturlegast hefir ritað
um þetta mál, mun tæplega geta bú-
ist við þægilegu lífi í Reykjavík, þótt
tillaga hans komist í framkvæmd. Þeir
ráðunautarnir Einar Helgason og Sig-
urður Sigurðsson hafa þegar fengið
stöðu í Rvík og svo naun vera um
marga þá »mentuðu menn«, er greiddu
atkvæði á aukafundi Búnaðarfélagsins
með búnaðarskólastofnun í Rvík. Hvað
sjálfan mig snertir, þá get eg ekki
komið því inn í höfuðið á mér, hvernig
flutningur Hvanneyrarskólans til Rvík-
ur og aðgreining verklegs og bóklegs
náms á honum ætti að geta flutt mig
hænufeti nær »þægindum« Reykjavík-
urlífsins.
Eg hefi orðið miklu langorðari en
eg ætlaði mér, og er þó fjölda margt
eftir, sem eg hefði viljað og þurft að
taka fram. En það verður að bíða
betri tíma.
Eg verð að eins að endingu að láta
vin minn Torfa f Ólafsdal vita, að eg
fylgi glaður góðum og viturlegum til-
lögum, hvaðan sem þær koma, svo
hann furði sig ekki á því næst, þegar
mér verður það að vera á sama máli
og einhver, sem hann hefir lítið álit
á. Og engin vansæmd þykir mér í
því að fylgja fyrverandi samþingis-
manni mínum Birni í Gröf að jafn-
góðu máli og því, sem hér er um að
ræða. Hann er ekki síður »orkusling-
ur« í því en eg, eins og greinar hans
sýna og sanna, þótt óþarfi sé að tala
um nokkura teymingu. Við höfum víst
báðir komist að skoðun okkar hvor
öðrum óháðir.
Hvort sem ritstjóri »Þjóðviljans«
getur rent nokkurn grun í það, hver
vera muni höf. þessarar greinar, eða
ekki, þá ætla eg samt að láta mér
nægja að rita undir hana »nafnleys-
una«, sem hann kallar svo,
Stefán Stefánsson.
Sira þórh. Bjarnarson
er væntanlegur hingað í næstu viku
á fund landbúnaðarnefndarinnar. A leið-
inni hefir hann hér og þar átt fundi
með bændum, ásamt ráðunautum Lands-
búnaðarfélagsins, Sigurði Sigurðssyni
og Guðjóni Guðmundssyni, til þess að
ræða um stofnanir rjómabúa og kyn-
bótafélaga.
Prestafundur
prestafélags hins forna Hólastiftis var
haldinn á Sauðárkrók dagana 2.-4.
júlí samhliða fundi Ræktunarfélagsins.
18 prestar sóttu fundinn, 4 úr Húna-
vatnsprófastsdæmi, 8 úr Skagafjarðar-
prófastsdæmi, 5 úr Eyjafjarðarprófasts-
dæmi og I úr Suðurþingeyjarprófasts-
dæmi og lektor Þórhallur Bjarnarson.
Fyrst prédikaði síra Davíð Guð-
mundsson út af Mt. 13., 31.— 33.; síð-
an voru lagðir fram reikningar félags-
ins, og ákvörðun tekin um að verja
félagssjóði nær öllum til hjálpar einum
bágstöddum félagsbróður.
Síðan hélt Jónas prófastur Jónasson
fyrirlestur »um opinberun guðs«, eink-
um fyrir Krists daga; varð það álit
fundarins, að fyrirlestri þessum yrði
á einhvern hátt komið á prent.
Eftir það hélt Hjörleifur prófastur
Einarsson fyrirlestur um »Jónas spá-
mann«, lagaðan eftir dönskum fyrir-
lestri um sama efni, og var gerður
að honum góður rómur; talsverðar
umræður urðu út af honum, einkum
að hve miklu leyti bók þessi væri
sögulega sönn.
Þá áleit prestafélagið sér skylt að
láta í ljós til kirkjumálanefndarinnar
álit sitt um nokkur þau hin helztu at-
riði, er nefnd sú ætti um að fjalla.
Var kosin nefnd til þess að gera undir-
búningsatriði þess máls. í nefndina
voru kosnir síra Halfdán Guðjónsson
á Breiðabólstað, og prófastarnir Zofoní-
as Halldórsson og Jónas Jónasson.
Síra Hjörleifur Einarsson hélt síðan
fyrirlestur »um ferminguna og hina
fyrstu altarisgöngu«, skýrði frá skoð-
unum þeim, er nú væru að ryðja sér
til rúms og ríkjandi að verða í kirkj-
unni um það efni, og hélt því fast
fram, að dæmi margra hinna beztu
og áhugamestu presta erlendis, að þörf
væri á að breyta fermingunni allmikið,
og draga altarisgönguna úr sambandi
við hana. Allmiklar umræður urðu út
af fyrirlestrinum; en að síðustu varð
sú niðurstaða að skora á handbókar-
nefndina að láta hinar tvær fyrstu
spurningar til barnanna við ferming-
una byrja með orðinu : »Viltu« o. s. frv.,
en láta hina þriðju ásamt handsalinu
niður falla, en í þess stað komi ein-
hver vel valin ritningarorð og bænar-
orð, ög blessun drottins á eftir. Hét
forstöðumaður prestaskólans því að
styðja þetta mál í nefndinni.
Því næst skýrði forstöðumaður
prestskólans fundinum frá því, hve
langt væri komið hinni nýju útlegg-
ingu biblíunnar, og gat þess, að von
væri til, að henni yrði lokið nálega á
6 árum. En nýja testamentisins gæti
orðið von að líkindum á næsta ári.
Þá mintist hann og á handbókina, og
bjóst við, að hún gæti orðið prentuð
næsta ár; en lítt var honum kunnugt
um framkvæmdir til þess að koma út
vasaútgáfu af sálmabókinni, er lofað
hafði verið á þessu ári.
Þá kom fram álit nefndarinnar í
kirkjumálunum. Voru þau alllengi rædd
og ítarlega, og voru að síðustu sam-
þykt þessi atriði (stytt):
1. Að varlega sé farandi að mjög
mikilli stækkun prestakalla, og það
tekið fram, að hvergi ætti að vera
meira en 3 kirkjur fyrir hvern prest,
eða 4 þar sem eigi yrði hjá komist.
2. Að ekki sé fækkað kirkjum og
prestaköllum nema í samráði við söfn-
uðina og eigi verði neinstaðar gerð
lengri kirkjuferð en svo, að vel megi
fara á dag fram og aftur.
3. Til þess að bæta tekjukjör fá-
tækra kirkna, skal með lögum svo út
búið, að allar jarðir séu tíundarskyld-
ar til kirkju, ef tekjur þeirra verða
bygðar á þeim grundvelli sem verið
hefir.
4. So'Á«atekjur presta sé af teknar
(d: tíundir, dagsverk, lambsfóður, lausa-
mannagjöld og offur), en laun I þeirra
stað verði greidd úr landssjóði. Eftir-
launum presta og prestaekkna verði
sömuleiðis létt af prestunum, og láns-
kjörum til endurbyggingar prestssetra
verði breytt í sanngjarnara horf en
verið hefir.
4. Störfum, sem sérstaklega ekki
snerta prestsskapinn, verði létt af
prestunum, t. d. manntali og fl. skýrsl-
um, sem heimtaðar eru í þá átt.
Eftir þetta hélt síra Björn á Mikla-
bæ fyrirlestur: »Jesús Kristur á heimil-
unum«. Ræða þessi var ljómandi falleg.
Þá mintist formaður á samþyktir
og ákvarðanir fyrri funda, einkum frá
fyrra ári. Beindist það umtal og þær
umræður mest að sálgæzlu og barna-
fræðslu í kristindómi. Talaði forstöðu-
maður prestaskólans með í því máli
sem fleirum.
Að síðustu fóru fram kristilegar sam-
ræður meðal fundarmanna um ýms efni.
Svo var að endingu kjörinn formaður
félagsins áfram síra Zófonías í Viðvík,
en varaformaður síra Hálfdán Guðjóns-
son á Breiðabólstað, með því að Davíð
prófastur Guðmundsson baðst undan
endurkosningu.
Að endingu hélt síra Zófonias tölu
og bæn, og að því loknu var fundi
siitið. /. j.
5»
Norskir gesfir.
Tveir Norðmenn hafa komið hingað
í vikunni og dvelja hér eitthvað. Ann-
ar heitir Hans Reynolds, hinn Torleiv
Hannaas.
Hr. Reynolds er merkur blaðamað-
ur og rithöfundur. Hann er hingað
kominn í því skyni að kynna sér
þjóðina og landið og hefir samið við
norsk blöð um að rita fyrir þau grein-
ar um ferð sína. Jafnframt er honum
hugleikið að efla og glæða það bræðra-
þel til Noregs, sem vitanlega býr í
brjóstum alls þorra manna hér á landi.
í því skyni hefir hann í hyggju að
halda fyrirlestra nokkura um Noreg.
Hér á Akureyri ráðgerir hann að
halda fyrirlestur annan sunnudag og
sýnir þá fjölda af ágætum myndum
frá Noregi. Hug þann, er hann ber til
íslands, má sjá á kvæði því, hinu ný-
norska, sem prentað er hér í blaðinu.
Hr. Hannaas er ungur málfræðing-
ur frá háskólanum í Kristjaníu og
hefir fengið styrk til ferðar sinnar af
rfkissjóði Norðmanna og háskólasjóði
einum. Erindi hans hingað til lands
er að læra sem bezt íslenzku. Undir-
búningslaust gengur hann ekki að því
starfi, því að hann skilur íslenzku vel
á bók og getur töluvert talað hana.
Hann er óvenjulega fróður um íslenzka
menn og málefni. Hann ætlar að rita
í stórblaðið »Verdens Gang« um ferð
sína.
ísafjarðarsýsla
og bæjarfógetaembættið á ísafirði er veitt
Magnúsi sýslumanni Torfasyni í Árbæ.
1