Norðurland


Norðurland - 09.07.1904, Qupperneq 3

Norðurland - 09.07.1904, Qupperneq 3
IÓ3 NI. Alþingismannskosning. Klemens Jónsson landritari hefir sagt af sér þingmensku. Alþingismann fyrir Eyjafjarðarsýslu á að kjósa sama dag sem kosning fer fram á Akureyri, io. sept. næstkomandi. Sauöárkróksfundirnir. Mikið var um dýrðir á Sauðárkróki 2.—4. þ. m., meira en þar hefir nokk- uru sinni verið áður. Prestar hins forna Hólastiftis og Ræktunarfélag Norður- lands héldu þá fundi þar samtímis. Sauðárkróksbúar töldu þetta skemti- legustu dagana, sem yfir bæ sinn hefðu liðið. Enda gerðu þeir alt til þess að þeir yrðu sem viðfeldnastir. Bærinn var skreyttur veifum á fjölda- mörgum húsum og eins voru bátar á höfninni skreyttir. Fundirnir voru að mestu haldnir í húsi Goodtemplara, sem var skreytt utan og innan. Mannfjöldi hafði aldrei verið saman- kominn jafn-mikill á Sauðárkrók eins og nú. Samt gekk greiðlega að koma mönnum fyrir, með því að fyrirbúnað- ur hafði verið góður. Ferð hafði verið fyrirhuguð með fundarmenn út í Drangey með Skál- holti. En skipstjóri fekst ekki til þess að auka á sig því ómaki, og olli það nokkurri óánægju. í sambandi við fund Ræktunarfélags- ins var haldin sýning á ýmsum jarð- yrkjuáhöldum, sem Ræktunarfélagið á, og sömuleiðis sýning á gripum úr Skagafjarðarsýslu. Um Ræktunarfélagsfundinn og sýn- ingarnar kemur skýrsla í næsta blaði. í þetta sinn ekki unt að koma henni að vegna þrengsla. í fundarlok var haldið samsæti, sem fulltrúar Ræktunarfélagsins gengust fyr- ir. Heiðursgestir voru þar forseti Lands- búnaðarfélagsins lektor Þórh. Bjarnar- son, nefnd sú, er stóð fyrir viðtöku gestanna á Sauðárkrók (kaupmennirnir Claessen og Popp og verzlunarstjóri St. Jónsson), og ráðunautar Landsbún- aðarfélagsins (Sig. Sigurðsson og Guð- jón Guðmundsson). í samsætinu tóku þátt allir fulltrúar Ræktunarfélagsins og prestarnir og ýmsir fleiri. Þar var mælt fyrir fjöldamörgum minnum, þar á meðal íslands, Páls Briems amtmanns, síra Þórh. Bjarnarsonar, Búnaðarfélags Islands og Ræktunarfélsgsins, og skemt- un hin bezta. Samsöngur var haldinn í kirkjunni á Sauðár- króki mánudagskveldið 4. þ. m. kl. 6 síðdegis. Síra Geir Sæmundsson á Akureyri og frú Sigríður Lárusdóttir á Hvanneyri sungu þar sóló, sín sex lögin hvort, en síra Bjarni Þorsteins- son lék undir á orgel. Kirkjan var troðfull, enda sungu þau bæði með frábærri snild og fegurð. Sérstaklega þóttu meistaralega sungin »Systkinin« af síra Geir, og »Vængjum vildi eg berast« hjá frú Sigríði. Arangurinn af samsöng þessum varð um 120 kr., og var honum varið til þess að styrkja síra Emil Guðmundsson á Kvíabekk í veikindaraunum hans. /•/• Mannaláf. Frú Sylvia Thorgrimsen, ekkja Guð- mundar kaupmanns Torgrimsen, sem lengst bjó á Eyrarbakka, andaðist í Rvík 20. f. m. hálfníræð. Vafnsveifa Rvíkur. Um hana virðist ætla að verða sam- kepni. Tveir danskir verkfræðingar eru komnir til Rvíkur til þess að gera rannsóknir þar að lútandi, boranatil- raunir m. m. JVIaður druknaði hér á Pollinum í fyrri nótt í bezta veðri. Hann hét Ármann Jónsson frá Krossum á Arskógsströnd. Hann var á hákarlaskipi hér og var sendur um nóttina til lands til að leysa trássu, sem var föst við bryggjuna. Maður, sem var uppi á þilfari á skipinu, brá sér ofan, en þegar hann kom upp aftur, var Armann horfinn. Hefir lík- lega dottið útbyrðis og straumurinn tekið hann og flutt hann útfyrir mar- bakkann. Goodfemplarasfúkur nýjar. Hr. Sigurði Eiríkssyni, regluboða Goodtemplara, verður prýðisvel ágengt. Um síðustu helgi stofnaði hann 2 stúk- ur í viðbót við þær 3, sem hann hefir áður stofnað í sýslunni. Aðra þeirra stofnaði hann að Kaup- ang' 3- þ- m- Hún heitir »Hlíf«. Með- al starfsmanna í þeirri stúku eru Einar Arnason bóndi á Litla-Eyrarlandi, Sig. Björnsson bóndi á FIóli, Ari Jónsson bóndi á Þverá, húsfrú Elín Aradóttir á Jódísarstöðum og ungfrú Svava Her- mannsdóttir á Varðgjá. Stofnendur voru 24, og von á góðri viðbót í stúkuna innan skamms. Hina stúkuna stofnaði S. E. 4. júlí hér á Akureyri og hún heitir »Brynja«. Meðal starfsmanna þar eru Vilh. Knud- sen verzlunarstjóri, Hallgr. Pétursson bókbindari, Þórður Lýðsson, Guðm. Jónsson bæjarpóstur, trésmiðirnir Guð- björn Björnsson, Halldór Metúsalems- son og Arni Stefánsson og íshússtjóri Isak Jónsson. Stofnendur voru 15. Báðar þessar nýju stúkur eru svo mönnum skipaðar, að ganga má að því vísu, að þær blómgist vel. Frk. Jónína Sigurðardóffir, systir Sigurðar skólastjóra, kom hingað ineð Vestu um daginn frá útlöndum. Hún fór til Noregs vorið 1901 og dvaldi hálft ár hjá skólastjóra O. Alvestad á Voss. Næsta ár stundaði hún nám við hússtjórn- arskólann á Vældegaard, og var síðan kenslu- kona við þann skóla um tíma. Þá fór hún á hússtjórnarskóla í Sórey og því næst til Khafnar, var þar við tilsögn þá er veitt er kenslukonum af ríkisins hálfu (Statens Kur- sus for Lærerinder). Næst fór hún í garð- yrkjuskólinn í Vilvorde, til þess að læra þar niatreiðslu garðjurta. Þá tók hún fyrir sig að iæra brauðgjörð og kryddbakstur. Að síðustu hefir hún dvalið við þá deild hússtjórnarskólans í Sórey, sem ætiuð er kenslukonum, er leggja stund á umgangs- kenslu. Enn má geta þess, að hún hefir dvalið tvo mánuði hjá hinni nafnkendu ostagerðarkonu frk. Nielsen á Havestegaard. Frk. Jónína hefir mikinn hug á að koina upp urngangskenslu í hússtjórn hér á landi. Um Eyjafjarðarsýslu höfðu sótt, þegar utnsóknarfrestur var út- runninn, sýslumennirnir Guðl. Guðmunds- son, Jóhannes Jóhannesson og Steingr. Jóns- son og hinn setti sýslumaður vor og bæjar- fógeti Páll Vídalín Bjarnason. Fullyrt er úr Rvík, að Guðl. Guðmundsson verði hlutskarpastur. Áður en „Vesta" komst að bryggjunni á miðvikudaginn, var hrópað ofan af skipinu, að nú væri ekki lengur hætta á að Lárus Bjarnason yrði yfirvald manna hér. Það flaug tafarlaust eins og eldur í sinu um allan bæinn og vakti fögnuð mikinn. Siglingar. Enska herskipið »Bellona«' hefir legið hér á höfninni þessa viku. »Vesta« kom að sunnan þ. 6. þ. m. með fjölda farþega, meða! annarra fundarmenn af prestafundi og Ræktunarfélagsfundi af Sauðárkrók, fjölda skólapilta og agentana W. H. Pauison og Pál Bjarnarson. »Modesta«, gufuskip Thorefélagsins, kom frá útlöndum og Austurlandi 5. þ. m. með marga farþega, þar á meðal frú Hólmfríði Þorsteinsdóttur frá Sauðanesi, Snæbj. Arn- ljótsson verzlunarstjóra frá Þórshöfn, Jakob Háifdánarson og syni hans frá Húsavík o. fl. og H. Reynolds rithöfund frá Noregi. Þilskipin. Þessi hákarlaskip hafa komið inn: »Fönix« með 50 tn.; »Anna« 98; »Aage« 80; »Marianna« 55; »Æskan« 32; »Brúni« 48; »Minerva« 25; »Hríseyjan« 14; »Erik« 25; »Kjerstine« um 40; »Vonin« um 90. Fiskiskipin, sem komið hafa, eru þessi: »Geysir« með 14000 fiska; »Otto« tæp 9000; »Gestur« 4000; »Helena« 3000; »Lot- tie« 7000. Fiskiskipið »Robert« fekst við rekneta-síldarveiðar hér úti fyrir 6 sólar- hringa og fekk einar 180 síldir. Tóverk- smiðjan á Akureyri kembir og sjðinnur ull fyrir almenn- ing. Vinnan verður fljótt og vel af liendi leyst og vinnulaunin á grófu spunaverki ódýrari en verið hefir að undanförnu. Þeir, sem láta vinna ull, eru beðn- ir að gæta þess: 1. að hún sé vel þur og hrein. 2. að hver poki sé merktur með fullu nafni og heimili eigandans, og að ofan í hvern poka sé lát- ið blað með sama merki, og á það blað sé auk þess skrifuð fyrirsögn um, hvernig vinna skuli ullina. 3. að óblandað tog verður ekki kembt í lopa eða spunnið. 15 kr. hafa tapast, 10 kr. seðill og 5 kr. seð- ill, á leiðinni af Akureyri fram að vöðunum fyrir neðan Brunná. Finnandi beðinn að skila til Sölfa Magnússonar í Kaup- angi. ▲▲▲▲▲▲▲▲▲ÁÁAAÁAAAAAAA slenzk frímerk TTYYTVYTVYTTVTYTVYTTV kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Rubeij, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K- Cakið eftir. ! Verzlun Stefáns Sigurðssonar & Einars Gunnarssonar er vel birg af mat- vörum og nýlenduvörum og hefir með s/s »Vesta« og s/s »Modesta« fengið margt, sem vert er að sjá og kaupa. Komið og skoðið varninginn og verzlið með ull, prjónles, smjör og pen- inga, sem alt er borgað vel. Fljót afgreiðsla og ódýr vara. »Reynið á hurðir FlosaU Akureyri, 8/r 1904. Stefán Sigurðsson. Hillevaag Ullarverksmiðjur taka enn sem fyr á móti uH, sem og ull og tuskum, til tóskapar og biðja þess getið, að til umboðsmanna séu nú kornin ný og falleg sýnishorn af alls konar fata- og kjólatauum. Þar sem það er margra manna reynsla að þessar verksmiðjur vinna fult eins vel, fljótt og ódýrt, eins og nokkur hinna, ættu menn, sem ætla að senda ull til tóskapar, að snúa sér til umboðsmanna verksmiðjanna, sem munu gefa mönnum allar nánari upplýsingar. Umboðsmenn eru: { Reykjavík herra bókhaldari Ólafur Runólfsson. ÁBíldudal — — Ármann Bjarnason. - ísafirði — kaupmaður Árni Sveinsson. verzlunarm. A. Sæmundssen. bókhaldari FI. Gunnlaugsson. verzlunarm. Ó P. Blöndal. kaupmaður Metúsalem Jóhannsson. — Stefán Sigurðsson. verzlunarm. Jóh. Sigurðsson. - Blönduósi — - Skagaströnd — - Sauðárkrók — - Oddeyri — - Akureyri - Seyðisfirði — Aðalumboðsmaður á íslandi Rolf Johansen, Akureyri.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.