Norðurland


Norðurland - 01.10.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.10.1904, Blaðsíða 2
Nl. 2 Sigurður JSunn/augsson óðalsbóndi í Ærlækjarseli. Eftirmæli. Okkur vantar ást til landsins engu síður en fé, ást sern lætur landi og fólki lífstarf sitt í té. Okkur vantar Islendinga eftir fornum sið: þá sem hafa kempu-krafta, kjark og stefnumið. Okkur skortir óðalsbændur, aðalborinn lýð, þá sem vilja og þora að berjast, þegar harðnar stríð; þá sem vinna gagn og gæfu gamal-frægri þjóð; þá sem ekki þolað geta þynt og svikið blóð. Þú varst einn af þessum mönnum, þjóðlegur í raun, sem af kongsins kjöltu-þingum kýs sér engin laun. Atgerfin í okkar landi ekki er mikið ræmd, jafnvel þótt ’ún hafi á herðum heillar þjóðar sæmd. Höfðingsmaður heim að sækja, hald og traust og dáð þeim sem undir þínar hendur þurftu að sækja ráð. Sveitarstoð og sómi varstu sæti þínu í. Verið hefir í voru landi virðing stór að því. Verið hefir, — verður ennþá, vild’ eg geta sagt. Þegar landsins bygðir batna blómskrúð verður lagt yfir bænda leiðin lágu, lýðsins grafir, — því þeir hafa barist, líf sitt látið landvörn sinni í. Allra mesta okkar nauðsyn er í vörnum þeim: byggja landið, bjarga lýðnum, berjast höndum tveim móti vorri örbirgð allri, auðn í hverjum stað; ekki að gleyma mentun múgsins. Mest er vert um það. Eittsinn þegar ungur var eg augum þig ég leit gervilegan, gamlan höldinn góðan bónda í sveit. Mér er enn í minni fersku myndin gjörvöll þín. Ótal slíka einkasyni aldu fóstra mín! fjárhag landsins í betra horf. Hann kvaðst og mótfallinn trúarbragðaof- sóknum og kvað það skoðun sfna, að hvert trúbragðafélag ætti að hafa leyfi til að lifa samkvæmt trú sinni. Þó kvað hann ekki takandi í mál að veita Gyðingum svo mikið frelsi sem kirkjutrúarmönnum. Frá Finnlandi. LandstjóriFinnlands,Obolenskifursti, hefir nýlega ferðast um alt landið. Hefir hann þótt koma undarlega vel fram í fór þessari, veitt móttöku fjölda sendi- nefnda til viðtals, sagt bændum, að keisari Rússa hefði alls ekki í hyggju að gera þjóðina rússneska, beðið verka- menn að tala við sig um það, sem þjak- aði að þeim o. s. frv. Við blaðamann einn sagði hann, að hann væri því mjög hlyntur, að fult prentfrelsi kæmist aftur á, en bætti því við, að blöðin mættu ekki spilla æskulýðnum. Hann hefir tekið öllum vel og er hann sagður óbráður og bregst ekki illa við, þó að menn segi honum ofurlítið til syndanna. En að öðru leyti er alt í sama horfi á Finnlandi, en þó þykir þetta heldur góðs viti. Frá Frakklandi. Hin frjálslynda Frakkastjórn lætur hvergi undan síga í leiðangri sínum gegn klerkum og kirkju. Combes ráða- neytisforseti hélt nýlega ræðu eina, þar sem hann lýsti yfir því, að nú skyldi látið ^erða úr því að aðskilja ríki og kirkju og að það væri óhugs- andi, að nokkur málamiðlun kæmist á í því efni. Combes er algerlega sjálfmentaður maður og er sagt, að hann hafi verið prestahatari frá því að hann var barn, enda hefir hann verið klaustrum og munkum og klerkum óþægur ljár í þúfu, síðan hann hófst til æðstu valda í Frakklandi. Ýmislegt. Voðaslys af gaddavír. Á stað einum í Svíþjóð lét járnbrautarfélag eitt ný- lega afgirða svæði nokkurt með gadda- vír. Af ógáti voru fáeinir hestar girtir inni, að því er virtist. En að þessu afgirta svæði lágu víðáttumiklir hrossa hagar. Hnegg hrossanna, er voru kró- uð inni, hefir svo kallað á hrossin, er voru í högunum umhverfis, þau hlaupið til og rekið sig á vírinn — þetta var um nótt. — Girðingin var sex feta há með sex gaddaröðum og stungust þær allar inn í hestana. Er hroðalegt að heyra, hversu þeir voru leiknir. Einn flaut í blóði sínu dauður, er að hon- um var komið um morguninn, með sundurskorna hálsæðina og láu inn- ýflin út úr kviðnum. Annar lá þar hjá, lifandi, þó að báðir aíturfæturnir væru skornir af, annar lafði að eins við á ofurlítilli ræmu af húðinni, er hafði ekki farið í sundur. Drápust io—20 hestar af þessu. Hefir þetta vakið mikla eftirtekt, bæði í Svíþjóð og Danmörku, og segja merkustu blöð hér, að það sé yfirleitt mjög hættulegt að girða með gaddavír og sé ofmikið gert að því. Gaddavírslöggjafarnir islenzku ættu að hugleiða þetta. Morð og sjálfsmorð í Kaupmanna- höfn. Nafnkunnur blaðamaður og rit- höfundur, Gústav Esmann, var skotinn til bana af konu einni, cand. phil. Karen Hammerich, sunnudaginn 4. sept., er skaut sig á eftir. Var hann Guðm. Friðjónsson. Japanar hafi hvorki náð vistum né vopnum við Liaoyang, en Dyama marskálkur, yfirhershöfðingi Japana, segir að þeir hafi náð miklum birgð- um af hvorttveggja, og mun það meira að marka. Er sagt, að það hafi verið ætlun Kuropatkins, yfirhershöfðingja Rússa, að kvía Kuroki, einn af hers- höfðingjum Japana, inni með lið sitt, af því að hann hafði hætt sér yfir ána Taitse, en þetta mishepnaðist algerlega. Mannfallið var afskaplegt: 17500 fallnir og særðir úr liði Jap- ana í orustunni við Liaoyang. Og rússneskir fangar gizka á, að Rússar hafi mist um 25000 manns frá 26. ág. til 4. sept. Flótti Rússr.. Það var ætlun Kuro- patkins að hafa vetrarsetu í Mukden, en eftir ósigurinn við Liaoyang hefir hann hætt við það, og hefir nú látið það boð út ganga, að menn skyldu flýja úr Mukden. Ráðgerir hann nú að hafast við í Charbin í vetur. Fyrst er þó för hinna flýjandi rússnesku hersveita heitið til Tieling, og er nú förinni hraðað svo mikið sem auðið verður. En þó að Rússar hafi járn- brautina á valdi sínu, þá gengur þó ferðalagið ærið seint. Því að þótt rússneskum hermönnum sé viðbrugðið fyrir þolgæði, þá eru þeir nú teknir að þreytast eftir þessa sífeldu ósigra, sem Rússar hafa beðið frá upphafi stríðsins. — Rússar hafa ekki unnið neinn sigur, enn sem komið er —. Fólkið flýr óttaslegið með heljarhraða úr borgum og bæjum, er að járn- brautinni liggja, og hefir ekki ráðrúm til að taka með sér annað en það allra nauðsynlegasta. Fara vagnar með særða menn á undan öðru. — Japanar reka vasklega flóttann og hefir aftur- hluti hers Kuropatkins æ átt fult í fangi með að verjast aðsókn Japana, og viðbúið að meiri eða minni hluti þess verði kvíaður inni og stýjað írá aðalhernum og falli í greipar Japön- um. Er sagt, að 12000 manns séu staddir í hinni mestu hættu. Er og ekki enn séð, hversu Kuropatkin reið- ir af, því að hersveitir Japana brjót- ast áfram báðum megin við hann og járnbrautina, er flytur Rússa norður á bóginn. Er Oku að vestan, en Kuroki að austan. Við Port Arthur hefir lítið gerzt sögulegt nú um hríð. 3. sept. gerðu Japanar harða atrennu að víggirðing- um borgarinnar, en fengu ekki áunnið. Heima í Rússlandi gerist nú mikill kurr í fólki. Vex óánægjan dag frá degi og berst út næstum meðal allra stétta þjóðfélagsins. Hefir Rússastjórn og leynt menn hinu sanna um ástand og horfur þar eystra, látið mjög drjúg- lega yfir öllu og kveðið enga hættu á ferðum og það jafnvel, þegar alt hefir verið í sem mestu óefni. En mælt er, að Kuropatkin hafi alt af greint rétt frá öllu og á hann enga sök á atferli stjórnarinnar í Péturs- borg. Blöð Rússa hafa og stutt stjórn- ina drengilega, að því er snertir að hylma yfir hrakfarir þeirra í Austur- heimi. En nú er svo komið, að þau fylgja henni ekki öll lengur að málum, og greina nú sum blöðin sem gerzt frá öllum óförunum, og fær nú rúss- neska þjóðin allan sannleika að heyra, og má geta nærri, hversu henni bregð- ur við. Eftirmaður Plehve. Hann heitir Sviatopol Mirski og hefir alið aldur sinn að mestu úti á landsbygðinni. Þess er getið, að hon- um hafi aldrei verið veitt banatilræði. Hann hefir látið það í ljós við blaðu- mann cinn, að hann vildi vinna að aukinni sjálfstjórn héraða og svcita og að hann hefði áhuga á að koma örendur, er að þeim var komið, hafði verið að klæða sig, er kúlan hitti hann, en hún var með lífsmarki, en meðvitundarlaus. Dó hún morguninn eftir. Höfðu kærleikar verið með þeim um nokkur ár. Ætla menn, að afbrýðis- semi hafi valdið tiltæki hennar. Hann var kvæntur maður. Lík hans var brent, samkvæmt skriflegri ósk hans, er fanst í skjölum hans. Kom enginn prestur þar nálægt, en einn af vinum hans, skáldið Hermann Bang, flutti stutta ræðu, áður en hann var á bál borinn. X Hrapallegt stórslys. Mánudag 5. þ. m. varð hrapallegt stórslys vestur á Patreksfirði. Þar var nýkomin inn á skipaleguna (um kl. 2) fiskiskútan Bergþóra frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, eign Guðmundar bónda Olafssonar. Skipstjóri Sigurður Guð- mundsson, brá sér fyrst á land að fala þar ís til beitugeymslu. Það gekk vel. Hann ætlaði síðan aðra ferð til lands á kænunni sömu og með honum stýrimaður og 8 hásetar. Þegar kæn- an er að leggja á stað frá skipinu, beiðast 3 þeirra 6, er eftir voru, leyf- is að koma með yfir í aðra fiskiskútu, Gunnvöru, er var alveg nýlögst fáa faðma frá Bergþóru. Þeir fengu það. En þá hefir kænan ofhlaðist. Því að vörmu spori gekk sjór upp f hana aftan. Ruddust þá skipverjar fram í, en við það sökk hún með þá alla 13, og kom ekki upp aftur fyr en löngu eftir, né heldur skaut mönnunum fyr upp en þeir voru allir druknaðir. Skipstjóri á Gunnvöru lét þegar höggva bátinn þar úr tengslum og hleypa nið- ur, og henda út bjargsveigum; slysið varð þar rétt hjá. En það kom fyrir ekki, með því að ekki bólaði á nein- um manninum. Veður var hvast nokkuð á norðan, en sjólaust þó inni á höfninni. Þrír af skipverjum höfðu kunnað nokkuð til sunds. En hinir ósyndu hafa sjálfsagt haldið sér í þá og allir farið fyrir það eina leið. Ellefu þessara 13 voru úr Reykja- vík og tveir af Seltjarnarnesi. Líkunum skaut upp síðar og rak á land eða þau náðust hins vegar öll nema 1. Þau komu hingað á miðviku- daginn, öll 12 í einu, sitt í hverjum kassa, og voru flutt upp í líkhús. Harma- sjón var það, enda blöktu merki í miðri stöng þann dag um bæinn allan. (Eftir »ísafold«.) X Laffarfljótsbrúin var opnuð til umferðar 21. f. mán. Verkfræðingur Sigurður Thoroddsen lýsir brúnni á þessa leið. »Brúin er bygð á staurum þannig, að með 16 álna millibili eru reknir niður í botninn 2 — sumstaðar 3 — staurar, sem mynda tréstöpla undir brúna, alls eru í henni 29 þannig lagaðir stöplar, en til endanna eru hlaðnir 2 rúmlega 5 álna háir sementeraðir steinstöplar; ofan á stöplana eru Iagðir járnbitar eftir endi- Iangri brúnni — tveir í breiddinni —; þvert yfir bitana liggja þvertré með 2 feta millibili og á þessi þvertré er planka- gólflð nelgt; til beggja handa er 3 feta hátt handrið úr járni. —Lengd allrar brú- arinnar er um 480 álnir, en frá báðum steinstöplum ganga upp á land háir vega- spottar (5—6 álna háir þar sem þeir eru hæstir), að norðanverðu um 70 álna lang- ur kafli, að mestu hlaðinn úr grjóti, en

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.