Norðurland


Norðurland - 22.10.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 22.10.1904, Blaðsíða 2
erfðaprins frá Montenegro. Annars var Pétur smeykur um líf sitt við vígsluna og var sterkur hervörður haldinn um hann. Krónan var steypt úr gömlum íallbyssugarm úr bronze, sem tekin hafði verið frá Tyrkjum 1804. Við athöfn þessa ringdi orðum og titlum — og hinir virðulegu manndráparar, morðingjar þeirra Alexanders og Drögu, voru auðvitað ekki hafðir út undan. Þeir fengu sinn skerf, eins og aðrir! Leikur orð á því, að Pétur muni vera svo hár og lár sem þeir konungsmorðingjarnir vilja. Vantrúarmenn úr öllum löndum héldu fund í Róm um þessar mundir, undir handarjaðrinum á sjálfum páfanum, og er það sá 10. í röðinni. Voru þar marg- ir frægir vísindamenn og skáld, þar á meðal Björnstérne Björnsson. Forseti hins ítalska vantrúarmannafélags setti samkomuna. Hann endaði ræðu sfna með þvf að segja, að mark þeirra væri að frelsa mannlega hugsun frá draumórum trúbragðanna. »Vér berj- umst fyrir sigri bróðurkærleika og friðar á jörðu.< 3000 manus voru á þessu alheims- þingi vantrúarmanna. Páfinn varð óður og æfur og lét loka söfnum Vatikansins, meðan á þingi þeirra stóð. Vesúvius gýs voðalega þessa dagana. Auslrœna stríðið. Þar hefir lítið gerst sögulegt, síðan eg skrifaði seinast. Jap- anar eru með öllu liði sínu við Mukden, ekki minna en 300 þúsundum manns, og er búist við hörðum bardaga á hverri stundu. Aftur og aftur hafa símarnir Hutt skeyti um, að orustan væri byrjuð, en það hefir jafnan verið borið til baka. Japönum þótti leítt, að Kuroki tókst ekki að um kringja ber Kuropatkins við Liaoyang. Inni í Port Arthur tekur nú mjög að þrengja að varnarliði Rússa. Hefir borgin nú verið um setin 4 mánuði. Var varnarliðið upphaflega 30—35000, en er nú komið niður í 8000. Þar er og mikill vatnssljortur, því að Japanar hafa náð vatnsbólum utan borgarinnar á vald sitt. Þar er og ódaunn mikill af líkum dauðra manna, er fallið hafa sem hráviði í umsát þessari. I kring um 20. sept. gerðu Japanar mikið á- hlaup og náðu mörgum vígjum á vald sitt, sem mikils var um vert. Sendiherra Japana í Lundúnum, Hayashi, hefir blaðamaður einn kom- ið að máli við og átti hann tal við hann um stríðið. Sendiherrann sagði, að það væri misskilningur, ef menn héldu, að Japanar fengju ekki eins lengi og Rússar risið undir kostnaði þeim, er stríðið hefði í för með sér. Þeir mundu neyta alira krafta sinna til að fá yfirbugað Rússa. Czarinn er sagður í illu skapi nú yfir öllum óförunum, enda þarf víst ekki mikið á að bjáta til þess, að honum verði skapþungt. Það var spaugilegur atburður, er gerðist hér í Danmörku fyrir skömmu og mikið hefir verið rætt um. Barón nokkur japanskur átti leið hér um Danmörk. Hann hefir síöðu á skrif- stofu sendiherra Japana í Berlín. Um þær sömu mundir var von á Eystra- saltsflota Rússa í eyjasundin hérna, því að þá var svo ráð fyrir gert, að hann færí til Austurheims. Danastjórn þótti ferðalag Japanans ískyggilegt f meira lagi. Það var svo sem ekki um að villast, að hann var njósnari, var kominn til Danmerkur til að halda njósnum fyrir um farir Rússaflotans. En ^það vildi Danastjórn með engu móti, og á Skaganum var hann tek- inn fastur og hafður í varðhaldi 7 tíma. Svo var honum slept þaðan, en á leið hans um landið hafði lögreglan gætur á honum. Hefir mikill kurr verið í frjáls- lyndum mönnum út af þessu tiltæki Danastjórnar, og er haldið, að Alberíi, íslandsráðgjafi sællar minninga, hafi átt mestan þátt að þessu, enda er það hon- um líkt! X Xot uppi á heiði. Eg hafði fyrir löngu heyrt hrósað fegurð og ágæti Mývatnssveitar og blóma heiðarlandanna þar í grend, og eg ásetti mér að gera mér skemtidag með ferð um þær slóðir einhvern tfma, meðan eg dveldi í Þingeyjarsýslu. Þó varð eigi af því fyrri en nú fyrir nokk- urum dögum, að eg réð för með góð- kunningja mínum Davíð Sigurðssyni á Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Við hrept- um veður og útsýni hið blíðasta og fríðasta. Við riðum, svo sem leið liggur, aust- ur yfir Reykjadal og Laxárdal, upp yflr Hólasand að Grímsstöðum og Reykja- hlíð, austan vatns að Skútustöðum og aftur ofan yfir Mývatnsheiði. Frá Mý- vatnsför þessari hefi eg þó ekkert sérstakt að segja. Mér kom flest fyrir sjónir alveg eins og eg hafði búist við því, og eins og flestum mun hafa litist það: fjöllin tiguleg, hraunið hrika- legt, vatnið með eyjunum yndislegt, fólkið glaðvært og gestrisið. — En mér er í hug að segja frá komu okk- ar að koti einu •— eða svo hefir mátt nefna það til skamms tíma—,sem vel er þess vert, að getið sé á prenti. Vestarlega á heiðinni breiðu milli Mývatnssveitar og Bárðardals, þar sem mývetnski gróðurinn er horfinn, er býli eitt nefnt Brenniás. Það er eign land- sjóðs, 6 hndr. að dýrl. Bóndi þar heitir Guðni Sigurðsson, rúmlega sextugur að aldri. Við höfðum heyrt getið um umbætur hans á túni og húsum. Fýsti okkur að sjá þær. Og af því skamt var þangað af veginum og komið kvöld, en við höfðum vakað full 3 dæg- ur, fórum við heim þangað og báðum gistingar. Við fórum þegar að sofa og sváfum vært, því að vel fór um okkur. En næsta morgun fylgdi bóndi okk- ur, eftir beiðni, ásamt elzta syni sín- um Jóni, sem mjög hefir aðstoðað föð- ur sinn að umbótunum, um tún og hús öll. Komumst við að raun um, að eigi hafði verið sagt ofsögum af starf- semi og dugnaði heimilis þessa. Neðarlega í gamla túninu eru húsa- tóftir grónar. Þær eru þrjár saman; gólfstærð hverrar þeirrar hefir naum- ast getað verið meira en 10—15 feráln- if. Þetta var fyrsti bærinn að Brenniási. Hann var bygður líklega á öndverðri næstliðinni öld af manni, er Jón hét; nefndur »Jón kerri<. Hafði hann þózt hart leikinn af kvenmanni niðri í Bárðardal, hélt sig uppi á heiði og magnaði draug að senda stúlkunni. Var það hundur með rjúpkera-höfði. En sendingin mistókst, svo að draugsi fylgdi jafnan Jóni sjálfum. Af því fekk hann nafnið. Næst bjó þar Sigurður »brennir< eftir 1830, og svo ýmsir, flestir fá ár, unz Guðni byrjaði búskap þar nú fyrir 36 árum. Byrjaði hann með litl- um efnum og gerðist brátt fjölskyldu- maður. Bæði það og vanheilsa olii því, að hann átti fult í fangi að hafa ofan af fyrir sér og sínum; þá þó eigi af sveit. En bráðum tókst honum að rétta við, koma fyrir sig fallegu búi og framkvæma það, sem nú er til sýnis. Túnið var 3—4 dagsláttur að stærð, raklent og þýft; nú er það alslétt og þurt og fært út um fullan helming. í þetta sinn var búið að tvíslá nokkuð af því. Sumt af útgræðsiunni hafði verið gert í tnelbrekku, og hafði all- mikið af þökunum verið flutt að. Til þess að þurka túnið hefir lokræsi verið gert 70 faðm. að lengd. Kring um túnið með álíka stóru Iandi neðan við það, sem byrjað var að plægja í vor, er hlaðinn garður því nær ein- göngu úr grjóti. Alt svæðið innan- garðs er fullar 15 dagsl. I vor var plægt, herfað og sáð 1000 feríaðmar af óræktaða landinu. Á túninu eru peningshús öll. Taka þau til gjafar 200 sauðfjár. Einnig er hesthús. Heyhlöður eru yfir nær 400 hesta af heyi. Flest er þetta nýlega reist. Veggir víðast hvar gerðir af grjóti, 2 álnir eða meira frá jörðu. Margur steinn er þar aflraunalegur. Eg tók t. d. eftir einum, sem var um 3 al. á lengd, I !/3 á hæð og '/2 — 1 á þykt. Öll eru húsin björt og loftmikil; strompar allir úr tré. Hlöð- urnar hafa hurðir á járnum bæði í dyrum (fram í garða) og í bagga- götum. Bærinn er eitt hús (nema skemma) 14 X! 8 al., með kjallara eins stórum. Er það á lítilli hæð ofarlega í túninu, snýr mót austri gengt ásbrekkunni, sem áður var melur, en nú er fagurt tún. Veggir eru hlaðnir að húsinu á þrjá vegu, fullar 6 al. á hæð. Eru þeir gerðir úr grjóti á þriðju alin frá jörðu; streng hlaðið þar ofan á. — I kjallaranum er vetrarfjós og búr, að- skiiið með tvöföldu, fyltu þili og tvö- faldri hurð. A neðra gólfi eru bæjar- dyr, eldhús og baðstofa, en á efra gólfi smíðahús, svefnherbergi og geymslu- klefi. Hús öl! eru með torfþaki, en svo vandlega gerðu og vel hirtu, að varla munu þau leka nema í aftaka-rigning- um. Guðni sjálfur og synir hans hafa unnið því nær einir að öllum þessum jarðabótum, byggingum og smíðum. Sýnist það ótrúlegf, hve miklu 3 — 4 menn hafa afkastað á eigi svo mörg- um árum, þegar einnig hefir þurft að vinna að talsverðu búi, og allir aðflutn- ingar hafa verið mjög erfiðir. En það Ieynir sér ekki, hve efni öll hafa verið nýtt haganlega : hvergi vottur af óþarfa íburði, en alt þó varanlega gert, eink- um nýrri húsin, snoturt og þrifalegt. Auðsjáanlega hefir verið haft fyrir aug- um að nota sem mest og bezt þau efni, er næst voru; en tii bygginganna var það einkum grjótið. Hagnýtni og heimataka lýsir sér hvarvetna í svip heimilisins. Eg fæ varla stilt mig um að segja frá einu smávegis í þessu sambandi. í glugg- um inni voru ræktaðar nokkurar blóm- jurtir. Auk íslenzkra tegunda sá eg þar 4 eða 5 útlendar. Þóttist eg vita, að fræ til þeirra mundi vera keypt að. En hvaðan ? Eg hafði reynt að fá fræ að einni tegundinni hjá fræsölum á Akureyri, en þar var það eigi til. Spurði eg því hvaðan fræið væri keypt. Kom þá upp, að það hafði alt verið tínt úr korni, áður en það var malað. »Hoit er heima hvað<, hugsaði eg, og svo má segja um margt það, sem reglusamir, þrifnir og hagsýnir heimil- isráðendur geta kent æskulýðnum, þeg- ar fer saman alúðarsöm ástundun og eftirtekt. Og víst er það, að rnikið má læra af starfsemi og atorku þessara heiðar- búa. Þegar slíkur blómi, sem þelta býli sýnir, sprettur uppi á háheiði úr íátækt og ófrjóum jarðtegi á einum 10—20 árum, þá kennir það, hve mik- ið mætti blómga sólsæla dali og sveitir landsins vors. Og hvað er það, sem hér hefir orðið svo happadrjúgt til framfaranna? Hyggindaríka starfsemi má nefna fyrst og fremst, en það er fleira: ein- lægur, ósérplæginn áhugi á framförum, samhuga kærleikur til bústaðar síns og löngunin til að prýða hann. Fyrir nokkurum árum fór Guðni þess á leit að fá bújörð sína keypta, en alþingi synjaði þess. Mundi þá marg- ur hafa lagt árar í bát, og jafnvel farið að hugsa um að komast í burtu. En síðan hefir hann unnið býlinu hvað mest gagn. — Þarna virðist fjölskyld- an öll, foreldrarnir og börnin, hafa hugsað og unnið eins og einn maður með frábærri alúð. Þarna vilja »allir eitt < : launa heiðinni fóstrið og láta hana bera sæmdarrfkar menjar inn í ókomna tímann og greiða þannig fyrir niðjunum. Eg spurði Guðna, hvort honum væri það eigi áhyggjuefni að bær þessi kynni að fara í eyði að nokkurum árum liðnum, eins og gerist um afdalabygð- ir nú. Hann kvaðst eigi óttast það svo mjög, og auðvitað verður það því síður, sem hann býr betur í haginn. »Fyrir það fyrsta finst mér að börnin mín langi nú til að vera hér,< sagði hann. Lærum af þessum heiðarbúum sam- heldnina og heimkynnistrygðina. Ættu sveitirnar vorar víða slíka, þá mundi eigi fólkinu stöðugt fækka í þeim, og býlin fara í auðn. Bráðum mundu þá heilla hugi »bleikir akrar og slegin tún.< Þóroddstað í Kinn, í ágústmánuði '04. Sigtr. Guðlaugsson. (Grein þessi hefir ekki komist í blaðið fyr vegna rúmleysis). % jNíýjar bækur sendar Norðurlandi. Guðmundur Friðjónsson: Undir beru lofti. Sannar sögur. Kostnaðar- maður Oddur Björnsson. Jónas Jónasson: Opinberun Guðs. Bókaverzlun Odds Björnssonar. Zacharias Topelius: Sögur her- lœknisins. 1. bindi. Gústaf Adolf og þrjátíuárastríðið. Matthías Jochums- SON þýddi. Kostnaðarmaður Sigurður Jónsson o. fl. ísafjörður. Fjóla. Urvalssafn íslenzkra kvæða. Utgefandi Hannes Porsteinsson. Rvík. \ Verðlaun úr Rækfunarsjóði. Úthlutað hefir verið 4300 kr., en þeim skift milli 65 manna. Þessir fengu þau: Norður-Múlasýsla: Brynjólfur Bergs- son Ási 75,00. Runólfur Bjarnason Hafrafelli 75,00. Þingeyjarsýsla: Pétur Jónsson Gaut- löndum 50,00. Einar Friðriksson Reykja- hlíð 100,00. Guðni Sigurðsson Brenni- ási 50,00. Sigurður Hjörleifsson lækn- ir Grenivík 50,00. Helgi Laxdal Tungu 75,00. Eyjafjarðarsýsla: Guðmundur Guð- mundsson Þúfnavöllum 75,00. Guttorm- ur Einarsson Osi 50,00. Skagrfjarðarsýsla: Guðmundur Sig- urðsson Ytra-Vallholti 100,00. Jón Jónsson Hafsteinsstöðum 100,00. Jón Jóhannesson Neðra - Lýtingsstaðakoti

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.