Norðurland


Norðurland - 07.01.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 07.01.1905, Blaðsíða 3
59 Nl. að tala fyrst. Urðu þá Danir að miðla málum og kom þar, að varpað var hlut- kesti um, hver fyr skyldi tala. Margt fleira varð þeim og til sundurþykkis í för þessari. Viðbætir. Khöfn 9. des. Nýjustu fréttir segja, að Japönum hafi tekist a.lí>gereyða öllum flota Rússa, er kvíaður er inni í Port Arthur- höfn. Þetta er fyrsti árangurinn af því að Japanar náðu 203 metra hæðinni á vald sitt. \ Sextánmœlt. >Pegasus« síra Matthíasar rann nqrð- ur í Þingeyjarsýslu, svo sem fyr er ritað (Norðurl. 26. nóv.). Hann fór um á Sandi í hríðarveðri og sá Sigur- jón til. S. hefir gaman af hestum og þótti klárinn bera sig vel; greip hann þá beizli, hljóp í veg fyrir hestinn, handsamaði hann og lyfti sér á bak; en fákurinn var vanur sporinu og greip þegar niður: Haustar að; hvín í naustum; hrönn svellur; loftvog fellur; þrútnar hagl; hlíðar hvftna; hækka svell; röðull lækkar. — Elnar svall; alúð fölnar; aukast lín; trygðir dvína; magnast draipb; menning hnignar: málróf vex; smækka sálir. Sigurjóni heyrðist sem hlegið væri f fjöllunum. Hann leit í kring um sig og sá að hesturinn hafði sveigt til hægri handar á skeiðinu; sló hann þá í lend hestinum og lét hann taka annan sprett: Fýkur snær; fljótin lokast; fjall er hvítt; langt til vallar. Harðna frost; hrannir stirðna; hljótt er loft; spurul nóttin.— Magnast raun; montið dignar; mál lækkar; hugsýn stækkar; samhygð vex; — svellur að gamni; sjón sparast. Dregur að vori. >Ó, svei,« kvað við í fjöllunum. En S. knúði hestinn 1 þriðja sinn: Roðnar ás; ægir hljóðnar; eygló rís; dalinn lýsir; hlýnar blær; hjarnið þánar; hjóm þverrar; strengir hljóma.— Vakna þrár; varmi kviknar; von hækkar; sjóndeild stækkar; magnast vit; mæðu hnignar. Merki hefst: Allir til verka! >Ungæðisbragur er á, nú fer hann til vinstri,* kvað við í fjöllunum. Stökk þá S. af baki og bað Óðinn sjálfan eiga þann hest, sem ill mögulegt væri að rfða beint. En fákurinn frísaði, sperti taglið, hristi hausinn, brá honum undir sig, gerði snögt viðbragð og þaut af stað austur um. Sá þá S. hvar hryssa gnagaði á hnjótum, grannleg en af góðu kyni að sjá; útigengin og tam- in lítt. S. beizlaði hryssuna, scttist á bak og blístraði við; en hryssan brá á skeið, fór hægt fyrst en sókti sig þegar leið á sprettinn: Fró er að lóga af fróðleikssjóð, fagnað magna í óði, þjóð, — fléttað rétta fljóði ljóð — finna í minning gróðurstóð. * S. sté af baki, lagði höndina yfir makka hryssunni, klappaði framan á * Stóð=þyrping, sbr. hvannstóð. bóginn og mælti svo um að hún leit- aði sér staðar. En hryssan gneggjaði við og rann vestur sveitir; er svo sagt að hún hafi sést á Vaðlaheiði og stefnt til Akureyrar. Út með Laxá. Sólin uppá himni heiða hauður skrýðir geislahjúpi. Ain rennnr bjarta, breiða beina leið að hafsins djúpi. Ut með henni einn eg reika, augum víða renni mínum. Fram undan mér lömbin leika ljúfum eftir mæðrum sínum. Fram með straumi heldur hröðum heiðblá áin — prýði sveita. Einungis á stöku stöðum strengir hvftir litnum breyta. Silfur-tærum dropum dagga dreifðar glitra krónur blóma. Iðuhringir öndum vagga orpnir gulli sólarljóma. Ljósir runnar lágra skóga ljómaðir af sólu glita. Hinumeginn heiðin frjóa hlær í skrauti þúsund lita. Þegar sól úr sævi stfgur, sveipar roða jarðar vanga, og að kveldi, er hún sígur yndi mest er hét að ganga. Konráð Vilhjálmsson. A fundi >félags íslenzkra stúdenta í Khöfn« þ. 7. des. 1904 var svohljóð- andi ályktun samþykt í einu hljóði: »Fundurinn skorar á íslendinga að afstýra hluttöku íslands í »nýlendu- sýningu þeirri, sem halda á í Kaup- mannahöfn á sumri komandi, þar eð oss, sakir stöðu vorrar í ríkinu, menn- ingar vorrar og þjóðernis, er ósam- boðið að taka þátt í henni. Ennfremur lýsir fundurinn óánægju sinni yfir því, að nokkurir íslendingar hafa orðið til þess að heita liðsinni sínu til sýningar- innar, og er það því ótilhlýðilegra sem það eru einmitt þeir menn, er skyldir eru stöðu sinnar vegna og eiga beztan kost á, að halda uppi sæmd og sjálf- stæði íslands.* >Landsföðurleg umhyggja.« Ekki er það einsdæmi þetta, sem síra Einar Þórðarson alþingismaður gerir hér að umtalsefni í blaðinu f dag. Höfða- hverfishérað hefir staðið læknislaust sfðan 1. október f haust. Þó þrír læknar séu á Akureyri ber stjórnin ekki við að biðja neinn þeirra fyrir að sinna því læknishéraði, t. d. ef einhver drepsótt kæmi þar upp. Ekki er það varlega farið af stjórninni að skipa heilum læknishéruðum utan við allan rétt til læknishjálpar. Afleiðing- arnar gætu orðið dálítið óþægilegar, ekki að eins fyrir það læknishérað, heldur líka fyrir alt landið. Það þarf tröllatrú stjórnarinnar á roluhætti þjóð- arinnar, til þess að mönnum sé boðið slíkt. Bæjarstjórnarkosning fór fram hér síðasta fimtudag. Kosnir voru Júlíus Sigurðsson og Oddur Björns- son f stað þeirra Magnúsar Kristjáns- sonar og J. Norðmanns. Ekki lítur út fyrir að kjósendur hér í bæ séu vel búnir að átta sig á nýju kosningalögunum til bæjastjórna. Magn- ús Kristjánsson kaupmaður hafði feng- ið fyrir kosninguna áskorun frá um 130 bæjarbúum um að gefa kost á sér, þó ekki væri hann skyldur til að taka kosningu. Hann verður við þess- ari ósk og fær svo ein 40 gild atkvæði, er riðinn niður af flokksbróðir sfnum Júlíusi Sigurðssyni og fylgdarliði hans. Annað er það athugavert við þessa kosningu, að meðmælendur eins list- ans höfðu vanrækt að geta um stöðu sfna og heimili allflestir og er sú kosn- ing þvf að líkindum ógild, enda er sagt að yfir henni muni verða kært. Rjómabúin. Rjómabúið í Fnjóskadal, sem um er getið í síðasta blaði, er nú stofnað. Stofnfundur var haldinn á Hálsi 3. þ. m. Búist er við að félagsmenn verði um 40, með 200—250 kúgildi. For- maður félagsins er Bjarni Benedikts- son á Vöglum; meðstjórnendur Krist- ján Jónsson á Veisu og Guðni Þor- steinsson í Lundi. Endurskoðendur: síra Ásmundur Gfslason á Hálsi og Jóhannes Bjarnason á Þverá. Víða koma að fréttir um stofnun rjómabúa, eða hreyfingu í þá átt. Mý- vetningar er sagt að hafi málið á prjón- um og í Húnavatnssýslu er líka von á nýjum rjómabúum í Þorkelshóls- og Engihlíðarhreppum. »Perwie« kom hingað á nýársdag og fór aftur á þriðja í nýári. — Jón Guðmundsson, snikkari hér í bæ, fór með skipinu til útlanda. Jón f Múla, alþingismaður, kom hingað með Perwie. Héðan fer hann út í Höfða- hverfi og verður þar á aðalfundi Kaup- félags Svalbarðseyrar 16. þ. m. Ferð hans er heitið alla leið til Reykjavík- ur og þaðan til útlanda. Fyrsta skip Thorefélagsins, sem væntanlegt er hingað á þessu ári er »Mjölnir« ; á að fara frá Höfn í febrúarm. »Kong Inge« er væntanlegur hingað 16. marz. Alls fer »Kong Inge« 7 ferðir hingað frá Kaupmannahöfn á þessu ári og »Mjölnir« líklega álíka margar. Leiöréffing. Gjallarhorn getur þess að Bernharð sál. Laxdal hafi fyrst sýkst af botn- langabólgu, sem eg hafi opererað á- rangurslaust og sýkst ári síðar af berkla- veiki f lungum. Þetta er rangt. Mein- semd sú er eg opereraði var ígerð innvortis, sem stafaði af berklaveiki og kom skurðurinn að góðum notum, þó ekki gæti hann læknað aðalsjúk- dóminn, sem þá þegar var byrjaður, berklaveiki í lungunum. G. H. Mannaláf. í vetur hafa dáið Andrés Illhugason, realstudent, á Halldórsstöðum í Lax- árdal, var á þrítugsaldri, ættaður úr Rangárvallasýslu, Jósías bóndi Rafns- son, sem lengi bjó á Kaldbak við Húsavík, veiðimaður mikill og talinn forspár, ennfremur í Aðaldalnum Sigur- veig Guðmundsdót/ir, um sjötugt, móð- ursystir Sandsbræðra, en föðiysystir Fjallsbræðra. Nýdáinn er á sjúkrahúsinu Júlíus Jónsson, bóndi á Brakanda. Hann var fluttur þangað meðvitundarlaus eftir byltu á höfuðið hér í bænum, og and- aðist nokkurum dögum síðar. Heilinn hafði skaddast. Skarlafssóff er nú að eins á einu heimili, svo kunnugt sé. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. XXVIII. IFramhald.) »Þið eruð bæði börn,« sagði hann og tók frammí fyrir Marían. »Þið haldið að alt sé leikur — herskip Rússlands og her þess haldið þið að sé ekki annað en leik- fang og þó getið þið látið peninga detta ykkur í hug, eins og það fólk, sem eldra er og ráðsettara.« Hún þagði við þessum ákúrum. >Já,« bætti hann við í mjög alvarlegum róm. »Þið getið hugsað um peningana, en þið eruð líka börn. Þér, fröVen, hafið drýgt mikinn glæp gegn landi mínu. Ef eg ekki tryði þeirri sögu, sem Páll hefir sagt raér, ef eg ekki sæi að hér er að ræða um af- sökun, sem hlýtur að vera fullgild, þegar kona á í hlut, þá dytti mér ekki í hug að vera hér stundinni lengur. En eg er ekki eins og hinir piltarnir. Eg skal segja yður það, eg þekki karlmennina og eg þekki kvenfólkið. I mínum augum eru þau eins og fólkið í skáktaflinu. Eg hefi séð mörg- um mönnum stungið niður í líkkistuna og eftir eitt eða tvö ár er eg líka úr sögunni. Þér eruð ung og lífið liggur opið fyrir yður. Eg skal gera yður lífið þægilegt. Þér skuluð búa í Englandi og Páll fer með mér til Parísar. Mér er ljúft að sjá ungleg andlit í kringum mig og eg er orðinn einn míns liðs nú á elliárunum. Væri hér að eins um mig einan að ræða þá gæti eg lofað meiru. En þvf verð eg að fá framgengt að Páll geti snúið aftur heim til ættjarðar sinnar og það með fullum sóma. Þér megið ekki halda að eg sé harðbrjósta, eg tala eins og vinur ykkar beggja og öðru vísi getur þetta ekki orðið. Þetta er eina ráðið.« Marian maelti ekki orð, hún sat náföl og þegjandi. Henni fanst á þessari stundu sem guð og menn hefðu yfirgefið hana og þó fanst henni að hún mætti ekki neita þvf að leggja þetta í sölurnar »Það er Páls vegna,« sagði hún með beiskum tárum í augunum. »Sé þetta eina ráðið, þá verður það svo að vera, og guð hjálpi okkur báðum.« Ekkert var Tolma ógeðfeldara en að að sjá konu örvæntingarfulla og geta ekki þerrað tár hennar. Vöxtur og ásýnd hinnar fögru, grannvöxnu meyjar, er var svo brjóst- umkennanleg, vakti upp í huga hans endur- minninguna um tilfinningar hans á æsku- árunum. Hann tók Marian um höfuðið, lagði það á hné sér og þerraði burtu tár- in, er glitruðu á augum hennar. »Barnið mitt,« sagoi hann blíðlega, »ef gamall maður getur gert kraftaverk, þá ætti það að ske í dag. En hvað á eg að gera? Ef við óskum þess sð nafn Páls þekkist fram- ar á Rússlandi, verðum við þá ekki að Ieggja þetta f sölurnar og það með ánægju? Sé hann hjá yður, verði hann maður- inn yðar, þá mun verða sagt: í hennar augum er hann þess virði sem hún getur á honum grætt. Menn munu segja að þér hafið ekki alla þá uppdrætti, er þér ætlið að selja ensku stjórninni og Páll eigi að gera þá fyrir yður. Þegar það sé fengið gerið þér að eins gys að honum, leitið yður uppi annan skotliðsforingja og annan Krónstað. Þetta mun verða sagt.« Prjónavélar með verksmiðjnverði pantar Otto Tulinius. Sauðakjöt, Sauðatólg, Satt/iskur alt ágœt vara, fæst keypt í pakkhúsi J. Norðmanns á Oddeyrartanga all- an síðari hluta pessa mánaðar (út- sala byrjar 16. þ. m.) kl. 12 — 2 á hverjum virkum degi.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.