Norðurland


Norðurland - 07.01.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 07.01.1905, Blaðsíða 4
NI. 60 Otbú ISLANDSBANKA á /Ucureyri veröur fyrst um sinn ekki opið nema um miðjan daginn, frá kl. 11 f. h. til kl. 2 e. h. Þeir bæjar- semekki strax borga skuldir sínar við Gudm. Efterfl. verzlun, mega búast við LÖGSÓKN. menn, ZZ'Z „Hjorten“ I Mastet Kutter c. 23 Register Tons i god Stand, Pris 1800 Kro- ner, er til Salg hos Fœröcrnes Handels & Fiskeri Selskab, Thorshavn, kan leveres paa Island i Maj for 2100 Kroner. JMýkomið með s/s uPerwie“ til verzlunar H. Schiöths miklar birgðir af allskonar matvöru, steinolíu o. fl. Þar fæst einnig appelsínur, fyrirtaksgóð epli og þrjár sortir af hnotum, ennfremur hefir verzlunin til íslenzkt smjör, kartöflur, saltaðan smáfisk, saltað sauðakjöt, norskan kavring og ótal, ótal fleiri vöru- sortir, sem of langt yrði hér upp að telja. Mánaðarreikningslán fást með góð- um kjörum. Ýmislegt dót af jólabasarnum verð- ur nú selt f verzlun H. Schiöths með mjög miklum afslætti. Akureyri 6. janúar 1905. Carl JF. Schiöth. Segl,Kaðlar,blakkir, stangavír, keðjulásar, síldarönglar og ýmislegt fieira til skipaútgerðar fæst keypt hjá J. Norðmann í Norðurgötu 6. Bátar. Stór flutningsbátur (rúmar um 50 tn.) með nýjum seglum, akkeri og festi og bygður var upp að nýju fyrir ári síðan, svo og stór uppskip- unarbátur fást keyptir. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, sem gefur frekari upplýsingar. Sauðárkrók 21. október 1904. Kristján Blöndal. Við C. Höepfners verzlun fást ágæt epli, ágætar danskar kartöflur, enfremur mót borgun út í hönd gott sþaðkjöt og ágæt tólg. Lausar jarðir tilheyrandi Vaölaumboöi: Skógar á Þelamörk í Glæsibæjar- hreppi, Hallgilsstaðir í Arnarneshreppi, Grund í Þorvaldsdal í sama hreppi, Skáldalækur í Svarfaðardalshreppi, Hjaltastaðir í sama hreppi og tilheyrandi Jóns Sigurðssonar legati: Miðland í Skriðuhreppi. Þeir, sem óska að fá þessar jarðir bygðar frá næstkomandi fardögum, snúi sér tll undirskrifaðs umboðs- manns fyrir útgöngu þ. in. með skriflegri beiðni þar um. Akureyri 5. janúar 1905. Stephán Stephensen. Ágæta rammalisfa selur Einar Jónsson málari, Strandgötu 1. Jarð- næði. Hér með auglýsist að þjóðjörðin RugfludaluríBólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu fæst til ábúðar frá næstu fardögum með þeim kjörum að hún sé afgjaldslaus fyrsta árið, en úr því greiðist 40 álna land- skuld á ári. Jörðin hefir hér um bil Þriggja kúa tún, beitiland gott og víðlent, útheysslægjur dágóðar. Jarð- arhúsin eru í allgóðu lagi. Kúgildi eru engin á jörðunni. Lysthafendur snúi sér til umboðs- manns Þingeyrarklausturs: Benedikts Blöndals á Kornsá í Húnavatnssýslu. „PERFECT“- skilvindaq endurbætta tiibúin hjá Burmeister & Vain er af skólastjórunum Torfa í Ólafsdal, Jónasi á Eiðum og mjólkurfræðingi Grönfeldt talin bezt af öllum skilvindum, og sama vitnisburð fær „Perfect“ hvarvetna erlendis. Hún mun nú vera notuð í flestum sveitum á íslandi. Grand prix Paris 1900. Alls yfir 200 fyrsta flokks verðlaun. „Perfecf' er bezta og ódýrasta skilvinda nútímans. „Perfect“ er skilvinda framtíðarinnar. Utsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunn- arsson Reykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Hall- dór í Vík, allar Grams verzlanir, allar verzl- anir Ásgeirs Ásgeirssonar, Magnús Stefánsson Blönduós, Kristján Gíslason Sauðárkrók, Sig- valdi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar Örum & Wulffs verzlanir, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Fr. Hallgrímsson Eskifirði. Einkasölu fyrir ísland og Færeyjar hefir JAKOB GUNNLÖGSSON, Köbenhavn, K. Otto Monsteds danska Steinolíumótorinn „D-A-N“ er bezti mótorinn. Umboðsmaður hér er OTTO TULJNIUS. smjorlfki ER BEZT. ♦.Noröurland'* kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, lVa dollar í Vesturheimi. Ojalddagi fyrir miðjau júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýaingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Smá-úrklippur með viðurkenningu fyrir hina miklu yfir- burði, sem KÍNALÍFSELIXÍR frá Valde- mar Petersen í Kaupmannahöfn hefir til að bera. Maga- og nýrnaveiki. Eftir áeggjan laeknis míns brúkaði eg elixírinn við henni og batn- aði alveg, Lyndby, sept. 1903. Kona óðals- bónda Hans Larsens. Lœknisvottorð. Eg hefi notað elixírinn við sjúklinga mína. Það er fyrirtaksgott meltingarlyf og hef eg rekið mig á ýms heilsubótaráhrif þess. Christiania, dr. T. Rodian. Tœring. . . leitað margra lækna, en fekk þá fyrst töluverðan bata, er eg reyndi elix- írinn. Hundested í júní 1904. Kona J. P. Amorsens. kaupm. Meltingarslæmska. Elixírinn hefir styrkt og lagað meltinguna fyrir mér og get eg vottað það, að hann er hinn bezti bitter, sem til er. Kaupmannahöfn, N. Rasmussen. Brjóstslím. Eftir að eg er búinn n»eð 4 fl. af hinu nýja elixírseyði, get eg vottað það, að það er tvöfalt sterkara en hið fyrra og hefir gert mér meiri og skjótari fróun. Vendeby, Thorseng, Hans Hansen. Niðurgangur . . . leitað lækna til ónýtis, en batnað alveg af elixírnum. Kvistlemark 1903. Julius Christensen. Vottorð. Eg get vottað það, að elixírinn er ágætt meðal og mjög gott fyrir heilsuna. Khöfn, marz 1904. Cand. pil Marz Kalckar. Slœm melting, svefnleysi og andprengsli. Mér hefir batnað til muna af nýja seyðinu í vatni, 3. teskeiðum þrisvar á dag, og mæli eg því fram með þessum frábæra elixír við meðbræður mína, því það er hinn bezti og ódýrasti bitter. Kaupmanna- höfn. Fa. Stórkaupmanns L. Friis Efterf. Engel. Bleikjusðtt. Elixírinn hefir læknað alveg í mér bleikjusótt. Meerlöse, sept. 1903. Marie Christensen. Langvinnur niðurgangur. Sá kvilli fór sívaxandi þrátt fyrir stöðuga læknishjálp og mjög reglubundið mataræði. En af elix- írnum hefir mér batnað og má nú borða hvað sem er. Kaupmannahöfn, apríl 1903. J. M. Jensen agent. Tek elixírinn inn daglega í portvíni með morgunverði og finst það vera hið bragð- bezta og þægilegasta sem eg hefi nokk- urn tíma fengið í staupinu. Kaupmannahöfn, sept. 1904. Fuldmægtig Schmidt, Endurbœtta seyðið. Það vottast, að hinn nýi elixír er töluvert kraftmeiri, og þó að eg væri ánægður með fyrrí bitterinn yðar, vildi eg þó heldur gefa tvöfalt fyrir hinn nýja, með því að manni batnar miklu fljót- ara af honum og var eg eins og nýr mað- ur eftir fáa daga. Svenstrup á Skáni. V. Eggertson. Slœm melting. Þó að eg hafi alt af ver- ið mjög svo vel ánægður með hinn alkunna elixír yðar, verð eg þó að segja yður, að eg tek hið umbætta seyði fram yfir hitt, með því að það vinnur miklu fljótara á harðlífi og virðist vera miklu notasælla. Eg hefi reynt ýmsa bittera og meðul við magaveiki, en þekki ekkert meðal, sem verkar eins milt og þægilega, og votta því þeim það hefir fundið upp mínar beztu þakkir. Virðingarfylst, Fodbyskóla, J. Jens- en kennari. Sinadráttur í kroppnum 20 ár. Eg hefi brúkað elixírinn eitt ár og er nú sama sem Iaus orðinn við þá plágu og finst eg vera sem endurborinn. Eg brúka bitterinn að staðaldri og kann yður beztu þakkir fyrir, hvað eg hefi haft gott af honum. Norre Ed, Svíþjóð. Carl J. Anderson. 7 augaveiklun og niðurgangur. Þrátt fyrir læknishjálp að staðaldri hefir mér ekki batnað, en fekk heilsuna þegar eg fór að brúka elixírinn. Sandvík, marz 1903. Ei- ríkur Runólfsson. Máttleysi. Eg sem er 76 ára, hefi iVa ár hvorki getað gengið né notað hendurn- ar, en hefir nú batnað það af elixírnum, að eg get gengið til skógarvinnu. Rye Mark, Hróarskeldu, marz 1903. P. Isaksen. Biðjið berum orðum um Waldemar Peter- sens ekta KÍNA-LÍFS-ELIXÍR. Fæst al- staðar. Varið yður á eftirstælingum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.