Norðurland


Norðurland - 11.02.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.02.1905, Blaðsíða 3
79 N1 Ráðaneytisskifti í Danmörku. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir samlyndið meðal vinstri manna í Danmörku ekki verið sem bezt í seinni tíð, einkum voru margir óánægðir yfir hermálaráðherr- anum Madsen fyrir áleitni hans við þingið og kröfur til landvarnar, og mjög var mörgum líka gramt í geði til Alberti fyrir hýðingarfrumvarpið o. fl. Á þrettánda í jólum sögðu svo 5 af ráðherrunum sig úr ráðaneytinu, þeir Madsen, Alberti, Christensen-Sta- dil, Enevold Sörensen og Ole Hansen. Nýja ráðaneytið komst aftur á lagg- irnar 13. janúar og allir komust þeir í það ráðherrarnir, er sagt höfðu sig úr fyrra ráðaneytinu, nema Madsen einn. J. C. Christensen-Stadil er nú for- sætisráðherra, er hann jafnframt land- varnarráðherra, stýrir bæði málum land- hersins og flotans, en áður stýrðu þeim 2 ráðherrar. Alberti hefir aftur orðið dómsmálaráðherra og Ole Hansen land- búnaðarráðherra. Kirkju- og kenslumála- ráðherra er Enevold Sörensen ritstjóri en áður stýrði hann innanrikismálum. Samgöngumálaráðherra er Svend Högsbro hæstaréttarmálafærslumaður. Innanríkismálaráðgjafi er Sigurd Berg, ritstjóri og fólksþingsmaður. Vilhelm Lassen ritstjóri frá Álaborg og fólks- þingsmaður er fjármálaráðherra, en utanríkisráðherra er Raben-Levetzau greifi. Edvard Brandes hefir látið af ritstjórn blaðsins »Politiken« en við henni hafa tekið Henrik Cavling og Ove Rode rit- höfundar. Um áramótin varð mikið tjón í Dan- mörku af vatnagangi og ofveðri. \ Nobelsverðlaununum hefir verið úthlutað nýlega. Bókmenta- verðlaunin fengu Mistral, franskt skáld og Echegary sjónleikahöfundur á Spáni, efnafræðisverðlaunin enskur prófessor Ramsay, eðlisfræðisverðlaunin fékk og enskur prófessor, Rayleigh; læknis- fræðislaunin rússneskur próf. Pavlow, friðarverðlaunin » A Iþjóðaréttarfélagið« svokallað. \ Kosningaundirbúningurinn. 1. í síðasta blaði Norðurl. skýrði eg frá því, að áður en að Verzlunar- mannafélagið tók að sér að gangast fyrir undirbúningi væntanlegrar þing- mannskosniugar hér á komanda vori, hafi verið fengin full vissa fyrir því, hvern kjósendur yfirleitt vildu fá fyr- ir þingmann. Eg á þar við það, að nokkurir meðlimir félagsins rannsök- uðu þetta til hlýtar, að því leyti sem ekki lá fyrir vissa um það áður. í sama blaði heldur Guðm. Plannes- son þvf fram, að það sjáist af orðum mínum, að það sé ekki Verzlunarmanna- félagið, sem standi fyrir kosningaund- irbúningnum, heldur þeir, sem hafi afl- að sér vissunnar um vilja kjósendanna og dregur hann svo af þessu þá á- lyktun, að kosningin sigli undir fölsku flaggi. Nú eru það meðlimir félagsins, sem hafa unnið þann verknað, er G. H. telur varða svo milclu. Það hafa þeir gert sem sjálfboðaliðar í þjónustu síns félags. Félagið hefir þegið starf þeirra og hagnýtt sér það, og er það ná- kvæmlega sama sem að félagið hafi látið vinna verkið. Kosningaundirbún- ingurinn er því réttmætur, en G. H. hefir eignað mér orð, sem eg hvorki hefi talað né skrifað, og dregið svo ályktun af þeim. Sú ályktun er fölsk. Það vita allir—við G. H. líka—að það er ekki einhlýtt að vita vilja kjós- endanna, því enginn er skyldur að leyfa kjósendum að kjósa sig, og það getur komið fyrir, að sá sem flestir vilja kjósa, gefi ekki kost á sér til þingmensku. Því er líka svo varið með vilja kjós- endanna, að hann getur breyzt ýmis- lega eftir þeim áhrifum, sem hann verð- ur fyrir. Það verða því þýðingarmikil atriði í kosningaundirbúningnum, að koma því til vegar, að sá maður sem kjósendur óska eftir, gefi kost á sér, og eins hitt að vernda vilja kjósenda gegn utanaðkomandi áhrifum, sem gætu orðið til að spilla honum. Þetta hvor- tveS&ja ætlar Verzlunarmannafélagið að annast, og eg get nú þegar fullyrt það að áskorun þess til bróður mi'ns, Magnúsar Kristjánssonar, verður það sem veldur mestu um það, hvort hann gefur kost á sér til þingmensku eður eigi- Um leið og eg nú lýk máli mínu, að sinni, get eg þess við Guðmund lækni Hannesson, að eg vænti þess af honum, að hann reyni ekki frekar að ófrægja Verzlunarmannafélagið fyrir framkomu þess í málinu, né að rang- færa orð mín til þess að spilla kjör- fylgi bróður míns, að ósekju. Akureyri 8. febr. 1905. Fr. Rristjánsson. II. I tveim síðustu blöðum Norðurlands voru geinar um þetta efni. Þó að eg nú álíti, að bæði þeir menn, sem um þetta hafa skrifað, og eg sjálfur, hafi eitthvað þarfara með tímann að gera, vil eg þó fara fáum orðum um málið. Kaupmaður Fr. Kristjánsson segir í grein sinni, að áður en Verzlunar- mannafélagið tók að sér að gangast fyrir kosningarundirbúningnum, hafi ver- ið fengin vissa fyrir því, að kaupmaður Magnús Kristjánsson hafi fylgi meiri hluta kjósenda. Með þessu veit e|j. að átt er við, að þeir menn í VerzhUrar- mannafélaginu, sem gengust fyrir því, að Magnús Kristjánsson gæfi kost á sér, hafi verið búnir að rannsaka vilja kjósenda, og komist að þeirri niður- stöðu, að meiri hluti kjósenda óskuðu að Magnús gæfi kost á sér. — Þegar Guðm. læknir Hannesson því í grein sinni segir, að kosningin sigli undir fölsku flaggi, er það misskilningur, sem nú er leiðréttur. Guðm. læknir Hannesson lætur f ljósi óánægju sína yfir að menn skriflega skori á Magnús Kristjánsson, þó eng- inn sé keppinautur, og svara eg því svo, að það er sama aðferðin sem hann sjálfur viðhafði við síðustu al- þingiskosningu, á meðan enginn var keppinautur. Að endingu vil eg að eins geta þess, að eg álít að æskilegra væri, að kjós- endur, sem láta álit sitt í ljósi í blöð- unum, haldi sér að aðalefninu, sem í þessu máli er, hvaða þingmannsefni sé heppilegast, en láti ekki allar hugs- anir sínar snúast um aukaatriðin. Otto lulinius. Greinum þessum svarar Guðmundur læk- ir Hannesson í næsta blaði. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefir fengið veitingu fyrir kennaraembætti því við hinn al- menna mentaskóla, er hann var settur til að þjóna í haust, er leið. Þetta sýnist vera dásamleg ráðstöfun; stjórn- in þykist ekki fær um að láta sjá um þau mannvirki, er henni ber að annast, fyrir verkfræðingsleysi og svo tekur hún eina verkfræðinginn, sem er í þjónustu hennar, mann sem staðið hef- ir svo vel í stöðu sinni, að óvíst er að annar fáist betri og er orðinn ná- kunnugur störfum hér í landi og ger- ir hann að skólakennara. Hver á nú að annast þær framkvæmdir sem »þeg- ar eru í gangi?« porvaldur Pálsson læknaskólakandidat er settur héraðs- læknir í Hróarstunguhéraði. Til þess embættis er hann þó ekki væntanlegur fyr en á vori komandi. Hjörleifur Einarsson prófastur á Undornfelli lærbrotnaði 16. f. m., hafði dottið á hálku í hvass- viðri. Þegar póstur kom að vestan leið honum bærilega vel, eftir atvikum. Benedikf Blöndal umboðsmaður á Kornsá, hafði feng- ið heilablóðfall í f. m. Var rúmfastur er síðast fréttist. Síra Sfefán þb Jónsson á Auðkúlu hefir afsalað sér Stokks- eyrarprestakalli og verður kyr á Auð- kúlu. Benedikf Gröndal skáld, sem legið hafði sjúkur, er nú á batavegi. Skaffafellsýsla er veitt Björgvin Vigfússyni umboðs- manni á Hallormsstað. Slysfarir við ísafjarðardjúp. Laugardaginn 7. f. m. fórust við Isafjarðardjúp 3 bátar með 15 mönn- um á og var eitt þeirra mótorbátur af ísafirði. Við það urðu 9—10 konur ekkjur og 15 — 20 börn föðurlaus. Hafnarbryggjan. Samningar eru nú fullgerðir milli hafnarnefndar Akureyrarkaupstaðar og O. W. Olsens timburmeistara í Taar- bæk um smíði á hafnarbryggju á Torfu- nefi með syðri skipakvíarálmunni. Hef- ir Jakob Gunnlaugsson stórkaupmaður í Höfn gert samninga fyrir hönd hafnar- nefndarinnar. Á verkinu á að byrja í júnfmánuði í sumar og því að vera lok- ið í síðasta lagi 4 mánuðum síðar. Skarlafsóffin er nú um garð gengin í húsi Kol- beins og Ásgeirs á Oddeyri og sótt- vörn lokið þar. En strax hefir hún gosið upp í öðru húsi nr. 13 í Lund- argötu; tvö börn hafa lagst þar. All- ir hljóta að sjá, hve áríðandi það er að lækni sé sagt til hvar sem grunur er um veikina. Það er skilyrði fyrir því að hún fari ekki um alt eins og eldur í sinu. Mannalát. 4. þ. m. andaðist hér á Akureyri Puríður Björnsdóttir dóttir Björns gull- smiðs Olafssonar, einkar efnileg stúlka. Banameinið var tæring. Um miðjan þ. m. lézt að Bæ á Höfða- strönd merkisbóndinn Konráð hrepp- stjóri Jónsson. Hann var stakur dugn- aðar og atorkumaður og fjörmaður hinn mesti meðan honum entist heilsa. Er í honum hin mesta eftirsjá. »Veröi ljós« hætti að koma út nú um nýárið. Níu ár eru síðan það var stofnað. Ráðsmenskusfarfið við Laugarnesspítala er laust frá 14. maí. Árslaun eru 1500 kr. og ó- keypis húsnæði, ljós og hiti. Umsókn- arfrestur til I. apríl. Félagshús er talað um að byggja í Reykjavík fyrir 11 félög þar í bænum. Eitt af þeim er leikfélag bæjarins. Bœjarsfjórnarfundur. Þriðjudaginn 7. febr. Utsvarskærur Jóns Hjaltalíns, skólastjóra og Halldórs Briems kennara úrskurðaðar. Beiáni frá J. Gunnarssyni og S. Jóhannes- syni um land til erfðafestu vísað til Eyrar- landsnefndar. Framlagður bréflegur samningur milli fjárhagsnefndar og hreppsnefndar Hrafna- gilshrepps um viðskifti kaupstaðarins og hreppsfélagsins út af Naustatúni, að því er aukaútsvar snertir. Við samning þenna fann bæjarstjórnin ekkert að athuga. Út af bréfi frá bókaverði Amtsbókasafns- ins, var rætt um að fjölga þurfi útláns- tímum við Amtsbókasafnið. Bæjarstjórnin samþykti að veita bókaverði 30 kr. úr bæjarsjóði, með því skilyrði að fjölgað verði útlánstímum við safnið um 2 tíma á viku og safnið haft opið tvívegis í hverri viku hvorttveggja til loka aprílm. þ. á. Samþykt að kjósa 3. manna nefnd til þess að semja skrá yfir sótaragjald 1905 og í hana kosnir Friðbjörn Steinsson, Kr. Sigurðsson og bæjarfógetinn. Eftir beiðni frá V. Knudsen, Ásgeiri Pét- urssyni og Páli Friðrikssyni fyrir hönd Goodtemplara um kaup á lóð til að byggja hús, næst fyrir utan lóð Mr. Jones við Hafnarstræti, var samþykt að selja beið- endunum byggingarlóð í hinum nefnda staá fyrir 20 a. hverja feralin, mcð því skilyrði að hús sé reist á lóðinni innan tveggja ára. Beiðni um aðsetursleyfi frá Steingrími Pálssyni á Bjargi frestað, til þess að út- vega nánari upplýsingar. Samþykt að veita Birni Jónssyni, ritstjóra, meðmæli ti! þess að fá 1000 kr. lán úr Ræktunarsjóði, eftir beini hans. Fyririesfur um þýðingu bóka og bókasafna held- ur Ouðmundur Hannesson í kvöld kl. 8V2 á „Hótel Akureyri". Aðgangur kostar 25 aura. Ágóðinn gengur til bókasafnsins á Akureyri. Brauðsala es- Framvegis selur Páll Jónsson kennari brauð úr brauðgerðarhúsi J. V. Havsteens. Kálfskinn, Folaldaskinn, Sauðskinn, Geitaskinn kaupi eg hæsta verði. Jakob Gíslason. ér undirritaðri var á næstliðnu hausti dreginn svartur lamb- hrútur með mínu marki: stýft, biti fr. hægra, hvatt vinstra, sem eg ekki get átt. Réttur eigandi gefi sig fram og borgi áfallinn kostnað. Hryflu 12. d. nóvbr. 1904. Sigurbjörg: Jónsdóttir.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.