Norðurland


Norðurland - 06.05.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 06.05.1905, Blaðsíða 3
Nl. 131 lega við Norðurlönd, þó verzlunarvið- skifti bendi oss að líta í áttina til Bretlands. Eðlileg tnála- Ef málinu væri þannig lok. s* ráðið til lykta, þá sé eg ekki að Dönum gæti verið fast í hendi, að kalla oss óaðskiljanlegan hluta Danaveldis. Vér yrðum vinveitt sam- bandsþjóð þeirra eftir sem áður og lík- indi til, að vér mundum þá fyrst kunna að meta réttilega marga og mikla kosti þeirra, sem oss hættir við að gleyma meðan vér »höfum þá til að rífastviðc. Hinsvegar er það auðsætt að Norður- landasambandinu er það lífskilyrði, að sem fæst séu ágreinings- og ásteyt- ingsefni milli sambandsþjóðanna, en það verður svo bezt, að réttur allra sé hnífjafn. Þá verður öllum deilum Dana og íslendinga, Svía og Norð- manna lokið. Þá fyrst fá löndin það bolmagn, sem þau vantar nú, smá og sundruð, opin og varnarlaus fyrir rán- skap og ójafnaði annara þjóða. fslendingar Öll vor utanlandspólitík og Datiir. byggist á friðsamlegu, góðu samkomulagi við Dani, en lausu við alt smjaður og sleikjuhátt. Alt Danahatur kippir undan henni fótunum. Að vísu eru Danir og Islendingar undarlega ó- líkar þjóðir, jafn skyldar og þær eru, en þegar báðar þjóðirnar menta börn sín, munu þær þó betur og betur skilja hvor aðra og sinn sameigin- lega hag. $jálfstœðisbaráttan Alla vora sjálfstæðis- landsréttindin. baráttu höfum vér til þessa bygt á nokkurskonar laga- bókstaf Gamla sáttmála og hinum svokölluðu fornu landsréttindum. Oss hefir orðið ótrúlega ágengt til þessa, mest fyrir þá sök, að Danir hafa verið oss yfirleitt velviljaðir og góðgjarnir. Eg hygg að þess muni fá dæmi að, þjóð fái á friðsamlegan hátt svo mik- ils varðandi réttarbót, sem stjórnar- skrá vora 1874 og þar að auki stór- fé, til þess að geta staðið á eigin fótum, þó aldrei nema vér ættum, að nafninu, tilkall til þess. En í raun og veru var það ekki lagabókstafurinn og landsréttindin, sem færðu oss þessa réttarbót, þó svo væri á yfirborðinu. Það var sama aflið, sem færði Dönum þing og los- aði þá undan einveldi konungs. Júlí- og febrúarbyltingin á Frakklandi með öllum afleiðingum þeirra, hinum miklu frelsishreyfingum um miðja öldina, sem náðu einnig til vor, þó afskekktir værum. Framtíðargrund- Framvegis eigum vér völlurinn. sar s* tæplega að byggja ut- anlandspólitík vora á Iandsréttindunum, þó sjálfsagt sé að rýra þau á engan hátt eða gera lítið úr þeim, heldur á sérstöku þjóðerni voru og sameigin- legum hag beggja landanna, eða eins og jon Sigurðsson kemst að orði: »Þvf sem samsvarar bezt eðli og þörfum beggja.* En óhjákvæmilegt skilyrði fyrir þvf, að oss miði nokkuð áfram í sjálfstæðis- áttina, er það, að vér smámsaman verð- um sjálfbjarga í öllum greinum og sýn- um með því, að vér séum því vaxnir að stjórna sjálfir landi voru. Hjartanlega þökkum við öllurn þeim, sem ineð nærveru sinni, eða á annan hátt, heiðruðu jarðarför Jakobínu sál. Jóns- dóttur Thorlacius. Akureyri 5. maí 1905. Sigríður Jónsdóttir. Kolbeinn Árnason. otorvindlar1, Brasil-Sumafra, otorvindlar', Java, ,Framtíðarvindlar‘, Havanna, sem fást aðeins 1' verzlun Sn. Jóns- sonar, hljóta almennings hylli og Iof mikið. ný, vönduð og ó- brúkuð, handa kven- manni, eru til sölu. Ritstjóri vísar á. Frá 10. maí n. k. geta nokk- urir herrar og dömur fengið keypt gott fæði í rólegu og hreinlátu húsi í miðj- um bænum. — Ritstjórinn vísar á staðinn. Oll ólokin bæjargjöld er féllu í gjalddaga 1. þ. m., verða, án frekari fyrirvara, tek- in lögtaki á kostnað gjaldendanna, séu pau eigi greidd bæjargjaldkeranum innan 8 daga. Skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri 3. maí 1905. Guðl. Guðmundssoij. Skófatnaðar -iSHHÞf-verzlun Suðmundar Vigfússonar, Jikureyri, hefir nú meiri birgðir af smekklegum og góðum skófatnaði, en nokkuru S i n n i á ð U r. Kostar enga peninga að skoða og vita verð á. Sömuleiðis nægar birgðir af alls konar verkefni til vinnustofunnar, enda daglega afgreiddar vatnstígvéiapantanir og alt sem menn óska eftir, er að skó- fatnaði lýtur. ^ undirrituðum fæst talsvert af Álnavöru, sem ^gj verður seld mjög ódýrt - mikið úrval af Ullar- nærfatnaði handa karlmönnum, Galanteri-varn- 1 M I Mfc inSur> Rammalistar af mörgum tegundum, Oliu- tryksmyndir, Lithografiur, Bréfspjöld. Fólk ætti að koma og líta á varninginn, til að sannfærast um, að það borgi sig. Eins og að undanförnu tek eg á móti ullarsendingum til Volkerts ull- arverksmiðju, sem hefir áunnið sér traust og álit fyrir sína vönduðu vinnu og fljóta afgreiðslu, þeir sem senda ull héðan geta fengið dúkana eftir 1 Ú2 mánuð, þegar vel stendur á með ferðir, menn geta einnig pantað fataefni og annað sem búið er til af verksmiðjunni, án þess að senda Ull, og verða þá dúkarnir tiltölulega dýrari. Munið eftir að skoða sýnis- horn hjá undirrituðum, áður þér sendið ullina. Akureyri 6. maí 1905. H. Einarsson. Gudmanns Efterfl. verzlun hefir nú með síðustu skipum fengið miklar birgðir af allskonar vörum. Auk matvöru og nýlenduvöru má sérstaklega nefna mikið úrval af góðri og smékk- legri vefnaðarvöru, svo sem svört alklœði frá 2.00 alinin. Hálfklœði ýmis- lega lit fra 0.65 al. Enskt vaðmál. Karlmannafataefni margskonar. Ágætt en þó mjög ódýrt efni í vinnuföt handa karlmönnum. Flónel ódýrara en annar- staðar gerist. Tvisttau margvísleg. Fóður og alt, sem til fata þarf. Hvít léreft frá 0.16 al. Ennfremur mikið úrval af höttum, húfum, fatnaði og skótaui handa konum og körlum, eldri og yngri. Allar vörur verzlunarinnar eru seldar með svo lágu verði sem unt er. Þegar kvenfólkið úr sveitunum ríður í kaupstaðinn í vor og sumar, ætti það að skoða sig um í sölubúð Gudmanns Efterfl. Það mun þá ekki fara á mis við bezta happið, sem hlotnast getur í hverri kaupstaðarferð: Sóð kaup á gódri uöru. TMQ Akureyri 6. marz 1905. Hallgr. Da víðsson. AAAAAAÁAAA s aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa ftórar og velvaldar birgðir af allskonar skófatnaði, sjölum, regnkápum, nærfatnaði, klútum, háls- taui, eldhús- Og búráhöldum Og ótal margt fleira er nýkomið í verzlurj Sn. Jónssonar Eins og áður hefir auglýst verið, þá fékk hún í marzmánuði miklar birgðir af allskonar komvörum, nýlenÚUVÖrum, tóbaki og í einu orði sagt allskonar verzlunarvörur, svo hún er nú einhver hin langfjölbreyttasta verzlun þessa bæjar; að verðið sé lágt, sannfærast menn bezt um með því að skoða varninginn og spyrja um verð d honum, því »sá veit gjörst sem reynir«. Fjölbreyttar og góðar vörur, sanngjörn viðskifti, fljót og góð afgreiðsla er altaf í verzlun W I Verzlui) Guðl. SlGURÐSSONAR & V. Gunnlaugssonar fást Skozk svuntutau, ýmsar tegundir, Flónel í fleiri litum á 28 aura, Tvisttau á 30 aura. Ennfremur mjög ódýr en góð HnífapÖF, Vasahnífar, Eldhúshnífar, Fiskihnífar. Mikið úrval af SKÓFATNAÐI, sérstaklega skal bent á handa karl- mönnum fallega spariskó á 8.50—12 kr. úr ýmsum skinnsortum, enn- fremur Touristskó og hina ágætu hér tilbúnu VATNSLEÐURS- SKÓ á kr. 9.00—9.50 og aljárnuð VERKAMANNASTIGV^U sem aldrei bila. Þá má nefna fín kvenstigvél með lakk-táhettum og ýmsar fleiri sortir af kvenskóm. Reykt svínslæri, sfðuflesk, spegipylsur, niðursoðinn lax, Hummer, Leverpo- stej, Sardínur, Anchow- is og ýmiskonar ostar fást í verziun Sn. Jónssonar. IslenzK frímerki, sérstakarmisprentanir, afbrigði o. s. frv., eru keypt af H. Rllben, Istedgade 30 Kjöbenhavn. Verð óskast gefið upp. Laukur fæst í verziun Sn. Jónssonar. Bezta skilvindan, ,Alfa Laval‘, fæst ineð verksmiðjuverði í Gudmanns Efterfl. verzlun.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.