Norðurland


Norðurland - 05.08.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 05.08.1905, Blaðsíða 2
Nl. 186 kendi vor þjóð nokkurrar kúgunar hjá Dön- um, heldur áttu höfðingjar, skáld og far- menn ávalt gott friðland hjá þeim; gekk svo alla tíð fram að lókum 14. aldar er Kalmarsambandið hófst. Fram að siðabót- inni þverruðu, að því er sýnist, almenn eða nytsöm viðskifti héðan; voru það helzt konungsmenn og ungir klerkar, sem þá leituðu suður um Eyrarsund. En með siða- bótinni örfast samgöngurnar að góðum mun, enda voru flest viðskifti þá stjórniegs eðlis eða kirkju- og vísindaleg. Hefst og þá hin eiginlega viðskiftasaga Iandanna. En fóru þau viðskifti fram milli þjóðanna? Nei, þau stöfuðu mest öll frá Danastjórn, verzlunin sem annað. Þjóðin átti nálega engan hlut í málunum. Á 17. öldinni snemma hófst einokunin. Var þá skilningur manna sá í Norður-Evrópu, að konungar, sem bundnir voru af aðalsmannastéttinni, mættu tolla skip og ráða verzlunarviðskiftum, við nýlendur og skattlönd. Kom þeim það vel, því að£með því eina móti, að þeir ykju tekjur sínar, gátu þeir neytt valds síns til nokkurs jafnréttis við hina ágengu baróna. Þessu valdi héldu Danakonungar eða, frem- ur, eftir að þeir urðu einvaldar og gekk svo alla stund þangað til öll verzlun var gerð frjáls, sem kallað var, undir lok 18 aldar — með takmörkunum þeim, sem hjá oss entust fram yfir miðja 19. öldina. Þrátt fyrir þessi viðskifti, bænda við einokunar- kaupmenn, okrara.og sjómenn, svo og stú- denta og nokkurra embættismanna við danska kennara og Hafnarbúa, lærðu lands- menn vorir lítið að þekkja Dani í heildinni eða land þeirra; til þess að það gæti orðið höfðu mcnn of lítið saman að sælda, enda hvað kaupskapinn snerti mest til að vekja óvild og hleypidóma eins og tímum og mentun manná í þá daga var háttað. Al- þýðleg og almenn viðskifti milli landanna komust aldrei á, vér stóðum og aldrei undir stjórn hinnar dönsku þjóðar og vorir beztu menn vissu það ávalt full vel. En dönsk alþýða mun sjaldan hafa gert sér þesskonar mál Ijóst, því alt stjórnarfar, einkum eftir að einveldið hófst, kom bænd- um eða alþýðunni hvergi nærri. Enda Iágu Danir sem þjóð skoðaðir, undir miklu verra oki, en íslendingar, oki, sem byrjaði snemma á öldum undir ófriði klerka og aðalsherra og alls ekki batnaði með siðabótinni, heldur fór hríðvesnandi eftir þau tímaskifti. Kon- ungar erfðu að vísu mikinn auð eftir páfa- dóminn, en aðallinn magnaðist þeim mun meira og batt hendur sinna eigin drottna uns ríkið, um miðja 17. öld, var nær orðið öðrum að bráð og misti stóra landshluta. Þá kom einveldið, en enginn Kristján annar til að frelsa rétt bændanna. Einmitt undir einvöldu konungunum píndu höfðingjarnir þá mest, þessir herrar, sem hinir uppruna- legu þýzku Aldinborgarar fengu fiesta sunnanað og gerðu að lendum mönnum. Áþján danskra bænda á fyrri hluta 18. aldar er alkunn; þá stóð í blóma »hóv- eríið« eða skylduvinnan og »stafnsbandið«, eða búfestan og þá er tréhesturinn al- kunnur. Hvernig átti slík þjóð að þrælka oss. I riti því, er eg samdi í fyrra, er nokkuð sagt frá ánauð danskra bænda og því, hvernig ræktun landsins, afurðum og þjóðmenning þá var komið. Hví skyldum vér segja, að Danir e.iia hin danska þjóð hafi misboðið vorri þjóðr í oina Mefnu má að vísu tala um allþýðingarmikil viðskifti vorrar þjóðar við Dani, auk hinna stjórn- legu; eg meina hin bóklegu. Þau hófust þegar fyrir siðabót Lúthers og óðara eftir að háskólinn í Kaupmannahöfn var settur á 15. öld, þótt ýmsir Islendingar leituðu, eins eftir það, náms og frama jöfnum höndum suður á Þýzkaland, eins og títt hafði verið frá 11. öld. En eftir að Krist- ján 4. veitti íslenzkum stúdentum »Garð« lögðust mjög lengri utanfarir niður — oft- lega til lítils ábata mönnum og vísindum. En annað bar við um sömu mundir, sem Garðstyrkurinn hófst og tók að kyrsetja Islendinga í Kaupmannahöfn. Það var hin vaknandi eftirtekt á vorum fornu bók- mentum; var það sá viðburður, sem táknar endurfæðing vors þjóðernis. Tóku hinir vitrustu og beztu Danir báðum höndum á móti hinum miklu gersemum, fornbók- um vorum; er nóg að nefna Ola gamla Worm og Friðrik konung hinn 3. Frá þeim tíma tóku danskir höfðingjar og fræðimenn að virða land vort og þess hagi miklu meira en áður og æ síðan hafa leiðandi menn Dana viðurkent á margan hátt í verki sem orði, að þeir og öll Norðurlönd ættu feðrum vorum afar- veglegan arf að þakka. Að vísu drógust frumbækur vorar út úr Iandinu uns Danir skoðuðu þær eins eða fremur sína eign en Islands, — íslendingur varð og til að mynda með þeim danska stofnun; en alt var betra en að ritin hyrfu úr sögunni, margt af þeim var nálega komið í fulla eyðileggingu, þegar Árni lagði lífið í söl- urnar til að safna þeim og frelsa á einn stað, þar sem hann hugði þeim helzt vera borgið. Hinsvegar hljótum vér að viður- kenna, að Danir, bæði stjórn og þjóð, hafa lagt ógrynni fjár fram, til kostnaðar og útbreiðslu þessara bókmenta. \ £oftskeytafréttir til 28. f. m. 19/7 kl. 1140 síðd. Fregnað er frá Tokio, að japanskur her hafi gengið á land fyrir norðan Vladivo- stock (í Síbiríu). Skemdir á sokknum herskipum í Port Arthur eru miklu minni en við var búist. Bayan, Peresviet og Retvisan verða bráð- um haffær til Japans. Fimtíu menn dóu af hita í New York I gær. Hitamælirinn komst upp í 100 stig (Fahrenheit, = 37 Celsius). James Phelp Stokes, nafnkendur miljóna- mæringur í New York, kvæntist í gær í Noreton í Connecitut ungfrú Rósu Pastor, sem vann að vindlagerð í einu fátækasta hverfinu í New York þangað til fyrir 2 ár- um. Hið lítilmótlega vinafólk brúðurinnar var í brúðkaupinu innan um auðugusta stór- menni frá New York. Hjónin nýgiftu leggja á stað til Englands á morgun með White- Star-gufuskipinu Cedric. Zemstwo-samkoma hófst í gær í Moskva, í aðseturshöll Dolgorowkoffs fursta. 20/7 kl. 11,30 síðd. Lítil eftirspurn eftir saltfiski. Verð á stórum saltfiski 66 til 70 kr. Eftirspurn eftir ísl. ull. Umboðsmaður Zöllners í K.höfn hefir selt 1200 balla til Fíladelfíu fyrir 207 aur. kílógr. (=104 a. pd.) 21/7 kl. 11,40 Hitinn í Ameríku hefir komist í hæsta stig á miðvikudaginn, en þrumuveður dró úr hitanum, Neðri málstofan (í Lnndúnum) hefir sam- þykt frumvarpið um að banna útlendingum landsvist. Lögreglan brauzt inn á (Zemstwo)-þing- ið í Moskwa og skipaði því að hafa sig á brott. Þegar því var neitað, ritaði hún hjá sér nöfn fulltrúanna. Þingið úrskurð- aði að frumvarp Bulygins (innanríkisráð- gjafa) um þjóðþing væri gersamlega ónógt, en ályktaði þó að taka þátt í því, með því, áformi, að fá frekari tilslakanir. Varalandsstjórinn á Finnlandi var særð- ur með sprengikúlu, er hann var að fara burt úr stjórnarráðinu. Sá sem sprengi- kúlunni kastaði, fekk forðað sér Witte er lagður á stað frá Pétursborg á leið til Parísar, en þaðan ætlar hann til Washington (á friðarfundinn, væntanlega). Ungur maður nokkur ætlaði að skjóta Pobedonostzeff, er hann var að fara nið- ur úr járnbrautarlestinni í Pétursborg, en var höndiaður áður en hann skaut. 24. júlí kl. 1040 síðd. Hraðskeyti frá New York segir að ame- rískur fallbyssubátur hafi sprungið í loft UPP °g farist fullir fimm tugir manna. Fult þúsund verkamanna er iðjulaust í Liverpool sakir verkfalls við skipakví þar. Mr. Balfour brá sér í ferðalag á laugar- daginn. f dag Iýsti hann yfir því í neðri málsstofunni, að stjórnin mundi ekki leggja niður völdin. Þýzkalandskeisari hefir haldið skipi sínu Hohenzollern frá Rússlandi til Svíþjóðar. Þeir Rússakeisari hittust í Borgo á Finn- landi og átu dögurð saman á skútunni og er margs tilgetið hvað undir búi. Er það grunur nranna, að keisarinn hafi óttast uppreisn í St. Pétursborg og þá tekist sjó- ferðina á hendur, enda var búist við róst- um þar á laugardaginn; þá voru sex mán- uðir liðnir frá blóð-sunnudeginum, 22. jan- úar. — Uppþot nokkurt varð á fundi í Kursaal við Gestroruz nálægt Pétursborg; nokkrir ræðumenn kvöddu söngflokk til þess að syngja útfararsálm; vakti það mik- inn ótta og voru hermenn sendir til þess að eyða uppþotinu. Nokkurar þúsundir ribbalda-skríls hafa borgina Nishni Nowgorod með öllu á valdi sínu. Veita þeir árásir og banatilræði hverjum manni, sem sæmilega er búinn og brjótast inn í hús með oddi og egg til þess að fremja illvirki á mönnutn. Stjórn Bandaríkjanna hefir ákveðið að störfum við Panamaskurðinn skuli haldið áfram fyrst um sinn undir umsjón her- stjórnar. Miss Monroe, dóttir hins alkunna banka- stjóra, yndisleg stúlka, fyrirfór sér við South Michigan, af því að hún fékk eigi að gift- ast enskum aðalsmanni, með því að kveikja í fötum sínum, er hún hafði bleytt þau í olíu. Fólk hennar sá eldstöpul, en vissi ekki, af hverju hann stafaði. 28/7 kl. 940 síðd. Eftir að Mr. Balfour (forsætisráð- gjafi Breta) hafði tilkynt, að stjórnin ætlaði ekki að fara frá völdum, bað hann neðri málstofuna um trúnaðar- traustsatkvæði og var það veitt án reglulegrar atkvæðagreiðslu. Norðurfarargufuskigið Roosevelt, sem Peray er fyrir, er lagt á stað frá Sidney í Cape Berton í norðurskautsferð. Elding sló niður í ellefu oliuþrær í Houston í Texas með 24 milj. tunn- um í af steinolíu. Tólf manns týndu þar h'fi og eldsvoðatjón varð ákaflega mikið. Hermálaráðgjafi Bandaríkjanna, Mr. Taft, og miss Alice Roosevelt (dóttir forsetans) voru boðin í veizlu hjá keis- aranum í Tokio (Japan), og var þeim eftir veizluna ekið um skemtigarð keis- arans sjálfs, en þar hefir enginn út- lendingur fengið að koma fyr. Fulltrúi Rússastjórnar, Witte, lagði á stað frá Cherbourg á s/s Kaiser Wilhelm vestur um haf. Japanar sækja þúsundum saman stöðvar Rússa við Tumenelfi og veitir betur. Landstjórinn í Odessa hefir gefið út auglýsing um, að Gyðingar hafi valdið óeirðunum og samblæstrinum í Odessa. Mælt er, að í friðarskilmálum Jap- ana sé meðal annars 200 milj. pd. sterl. skaðabótakrafa (sama sem 3,600 milj. kr.), og að Valdivostock skuli vera hlutlaus höfn, en heita þar 1' móti að víggirða ekki Port Artur. Mannflutningar til Bandaríkjanna hafa aldrei verið eins miklir og árið sem endaði 30. júní; þeir námu 1,027,421 manns. Rafmagnshraðlest rakst á aðra járn- brautarlest, sem hélt kyrru fyrir nærri Liverpool, á Lancashire- og York- shire-brautinni. Þar létu tuttugu menn lífið og margir meiddust. Mr. Phelp Stokes, miljónamæringur frá Ameríku, og kona hans, sem hét áður Rósa Pastor og vann að vindla- gerð, eru komin af hafi til Liverpool og lögð á stað í langt bifreiðarferða- lag um Bretland hið mikla og megin- land álfunnar. Vaxandi neyð er í Pétursborg, vegna verkfallanna, og ástandið út um land að versna. \ Oflenf kvikfé. Nefnd í n. d. leggur til að lög um bann gegn innflutningi á útlendu kvik- fé séu ítrekuð og bætt við banni gegn því að flytja inn svín og geitur. Þó má landsstjórnin veita undanþágu með ráði dýralæknis. Mútubrigzlin. I báðum deildum alþingis hefir svo- hljóðandi fyrirspurn verið beint til ráð- herrans. »Á stjórnin nokkurn hlut í því, eða er það með hennar vitund og vilja, að í blaði henn- ar iReykjavík", sem hefir að rilsjóra einn af hinum kouungkjörnu þingmöunum, hefir nýlega staðið aðdróttun til allmargra þing- manna o.fl. um mútur í hraðskeytamálinu ?« Vonandi lætur ráðherrann ekki hjá líða, að svara fyrirspurninni fljótt og greinilega. Aflabrögð. Siglufjarðarpóstur, sem kom að vest- an 2. þ. m. segir bezta fiskafla á Siglu- firði, Olafsfirði og Svarfaðardal. Á Siglufirði voru 8—17 kr. hlutir og hafði jafnvel á einn bát fengist 21 kr. hlutir. Lungnabólga áköf hefir gengið um alt þetta hér- að í vor og sumar og muna víst fáir aðra eins lungnabólgutíð. Alstaðar hefir nokkuð dáið úr henni en fullkomnar skýrslur um það er ekki hægt að gefa og sízt að svo stöddu. I Svarfaðardal hefir veikin orðið skæð og er sagt að dáið hafi þar síðan í vor um 30 manns, flest úr lungnabólgu. í síðasfa hretinu kom svo mikill snjór á Siglufjarð- arskarði, að menn urðu að bera klyfjar af hestum, er farið var yfir það rétt á eftir. Slátturinn. Óþurkasamt hefir verið síðan slátt- ur byrjaði, svo enn eru töður úti því nær alstaðar. Góðan þurk gerði I. og 2. þ. m. og munu menn þá víða hafa náð upp miklu af töðunni, en aðfara- nótt 3. þ. m. kom áköf rigning, svo hætt er við að sæti hafi víða dregið. Inni í Eyjafirði var útlit fyrir að töð- ur yrðu vel f meðallagi, ef þær hefðu ekki hrakist, en út með sjónum mun grasspretta ekki hafa verið í meðal- lagi. Færsla þingfímans. I efri deild fiytja 5 þingm. frumvarp um að þingtíminn sé fluttur, vilja láta það hefj- ast 15. febr. Ólafur Guðmundsson héraðslæknir í Rangárvallasýslu hefir sótt um lausn frá embætti, vegna heilsu- brests. /tmtmannshúsið. Ibúðarhús Páls Briems heitins amt- manns hefir Guðlögur sýslumaður Guð- mundsson keypt ásamt lóð þeirri er því fylgir. Slysfarir. Á Bakkafirði druknuðu 13. f. m. 2 Fær- eyingar. Voru í róðri og höfðu mjög hlað- ið bátinn. Vindur var á austan, þéttings- hvass og sigldu þeir til lands, en alt í einu hvarf báturinn og hefir ekkert sést til hans síðan. atin 1. p. m. tapaðist stórt karlmannsvasaúr í horn- kassa, festarlaust, annað- hvort á leiðinni úr gróðr- arstöðinni og rétt út fyrir kirkjuna, eða á svonefndri Krók- eyri fyrir framan Akureyri. Finnandi geri svo vel að skila pví gegn fundarlaunum til Friðriks Klemenssonar, Aðalstræti 49.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.