Norðurland


Norðurland - 05.08.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 05.08.1905, Blaðsíða 3
18 7 N/. Bankaúfbúið. Friðrik kaupm. Kristjánsson, sem verið hefir gæzlustjóri við útbú Lands- bankans hér, á bráðlega að taka við formensku fyrir útbúi íslands banka. Sagt er að J. V. Havsteen kaupm. verði aftur gæzlustjóri við Landsbank- ann. Hamburg heitir stærsta skipið, sem enn hefir komið hingað til lands og var það nýlega í Reykjavík með þýzka skemti- ferðamenn. Það er 10,500 smálestir. Marconiloftskeytastöð er á skipinu, en farþegjarnir voru 250. Auðséð er að ferðamannastraumurinn færist hingað nokkuð árlega og mundi verða miklu meira, ef vér gætum meira gert fyrir þessa ferðalanga. Sagt er úr R.vík, að á bazar kvetifélagsins hafi útlend- ingar keypt fyrir 3000 kr. á skömm- um ttma. Þá höfðu og þessir ferða- menn á Hamburg gefið um 500 kr. til þess að útvega rúm handa sjúk- lingunum í Laugarnesspítalanum. Ferðamenn. Sigurður Sigurðsson skólastjóri lagði af stað héðan 3. þ. m. suður til Reykja- víkur. í för með honum héðan var ráða- nautur búnaðarfélagsins, garðfræðing- ur Eitiar Helgason og einn af búfræð- ingunum dönsku Fredriksen að nafni. Ennfremur var söngstjóri Sigurgeir Jónsson á Akureyri í för með þeim, sömuleiðis á leið til Reykjavíkur. Gufuskipaferðirnar. Ekki er það neinn smáræðis greiði, sem stórkaupm. Thor E. Tulinius hefir gert íslandi með samkepni sinni við Sameinaða gufuskipafélagið. Henni eig- um vér það einni að þakka, að S. g. færði niður gjöldin fyrir rnannflutn- inga til mikilla muna nú síðastliðið vor og nemur það ekki litlu fé á mörgum árum. En nú.er það honum og félagi hans eingöngu að þakka að vér komumst framvegis að miklu betri kjörum en áður. Tillagið til gufuskipafél. sam. á að verða næst 60 þús. kr. um fjárhagsárið í stað 150 þúsunda. Það er því hvorki meira né minna en 90 þús. kr. sem vér græðum á því á fjárhagsárinu, að hann kepti nú um ferðirnar við gufu- skipafélagið. Fyrir þetta 60 þús. kr. tillag eigum vér að íá 29 ferðir alts, þar af 4 strandferðir. Reyndar bauð Tulinius þinginu, ef samið væri við hann, að láta skip sín fara 36 ferðir (t stað 29) þar af 7 strandferðir (t stað 4) og að gera þetta fyrir einar 20 þús. kr. um fjárhagsárið (í stað 60). Ef boði Tuliniusar hefði verið tekið, hefðum vér með því fengið 7 ferðum fleira og sparað enn 40 þús. krónur. Auðséð er það að þingmenn vorir og valdhafar kunna að meta þann greiða, sem Tulinius hefir gert land- inu og ekki sýnist það lítið dreng- skaparbragð, þegar svona stóð á, að hafna betra boðinu en taka hið lak- ara. Bak við þessa ályktun er sagt að standi allur stjórnarflokkurinn á þingi og að auki þeir Magn. Krist- jánsson og Jón í Múla. Undirskriffarmálið. Svofelda þingsályktunartillögu bera 7 þingmenn upp í neðri deild: Neðri deild alþingis ályktar að lýsa yfir því að hún álítur það eitt rétt og í samræmi við stjórnarskipun vora, að ísandsráðherra sé skipaður með und- irskrift sjálfs hans, eða fráfarandi ís- landsráðherra, en ekki með undirskrift forsætisráðherra Dana og skorar á ráðherrann að gera sitt til, að svo verði eftirleiðis. Frumvarp um aðflufningsbann ber Guðmundur Björnsson og nokk- urir aðrir þingmenn upp í neðri deild. Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar svo: Til íslands má engan áfengan drykk flytja, eftir að lög þessi öðlast gildi, til annara nota en þeirra, er getið er um í 2. gr. En það er áfengur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 2 J/4 °/o af vínanda (al- kohol). Duft, kökur og önnur slík efni, sem upp má leysa f vökva og í sér hafa fólgið því líkt áfengi, skal skoða sem áfengan drykk. Kennaraskóli í Flensborg. Nefnd í efri deild vill hafa hann þar en ekki í Reykjavík, eins og stjórnin lagði til. Hefir hún orðið sammála, þó skipuð sé mönnum úr báðum flokkum. Til húsabóta og áhalda á að verja alt að 33 þús. kr. Við skólann eiga að vera 35 heimavistir. Fastir kennarar við hinn sameinaða gagnfræða- og kenn- araskóla eiga að vera 4 og hafa að launum 2500, 1800, 1600 og 1200 kr. 10 lög hefir þingið nú afgreitt. Öll eru þau smávægileg og meinlaus, nema toll- hækkunarfrumvarpið sæla. 3 eru um stækkun verzlunarlóðar, í Vestmanna- eyjum, Bolungarvík og á Búðareyri. Ilin eru um stefnufrest til hæðstaréttar, lögaldursleyfi handa konum, heimild fyrir embættismenn til þess að full- nægja framfærsluskyldu sinni við elckj- ur sínar með því að kaupa lífsábyrgð í ríkisstofnuninni, um hegning fyrir til- verknað er stofnar hlutleysisstöðu rík- isins í hættu, um fjarlægð milli húsa á ísafirði og um lóðarsölu á Isafirði. Múfubrigslin enn. Fyrirspurninni sem prentuð er hér framar í blaðinu, svaraði ráðherrann á þá leið í efri deild 24. þ. m. að hann þóttist ekkert hafa að gera með blaðið sem róginn bar, eða ritstjóra þess, konungkjörna alþingismanninn. Hann er þá seldur undir sömu fordæm- inguna eins og ritstj. Gjallarhorns og hans félagar. Óþarfi er að dæma um hve karl- mannlegt þetta er, þar sem það er á allra vitorði að ráðherrann er einn af eigendum blaðsins. Ekki var hún síður karlmannleg rökstudda dagskráin, sem þeir sam- þyktu flokksbræður ráðherrans í efri deild út af þessu, þess efnjs að hann hefði svarað fyrirspurninni fullnægjandi, því af þeim 8, er greiddu með því atkvæði, eru ekki færri en 4 hluthaf- ar í blaðinu. Aðalflutningsmaður fyrirspurnarinn- ar var Sigurður Stefánsson og var nokkuð þungorður til ritstjóra »Reykja- víkur«. Því svaraði konungkjörni þing- maðurinn með því að gefa sér vottorð að hann (J. Ó.) œtti langan og heiðar- legan œfiferil að baki sér. Þá varð hlátur mikill á áheyrenda- pöllunum, en þingmennirnir stungu upp í sig vasaklútunum. Kosningin í Suður-Múlasýslu. Sameinað þing hefir Samþykt með miklum atkvæðamun að taka gilda kosn- ingu Guttorms Vigfússonar, þó ólögleg væri hún bæði að formi og efni. Þingið er æðsti dómari 1' því máli og kann auðsjáanlega að fara vel með dóms- valdið. Löggildingar. Nefnd í neðri deild leggur með lög- gilding verzlunarstaðar: að Gerðum í Garði; að Marfuhöfn í Kjósarsýslu; að Syðra-Skógarnesi; að Látrum í Aðal- vík; við Lambhúsavík á Vatnsnesi; við Ólafsfjarðarhorn; og við Holtsós und- ir Eyjafjöllum. Ennfremur er talað um löggildingu á Skildinganesi á Seltjarn- arnesi. Niðurlagning amfsráðanna. Nefndin í sveitarstjórnarfrumvarpi milliþinganefnarinnar og stjórnarinn- ar hefir klofnað. Aðalnýmælið þar er niðurlagning amtsráðanna. Meiri hlut- inn vill aðhyllast frumvarpið, en Guðl. Guðmundsson vill fella frumvarpið að svo stöddu, telur varhugavert að leggja hið æðsta vald í sveitarstjórnarmálum í hendur umboðsstjórnarinnar, er enga sérþekking hafi á högum eða þörfum eða hugsunarhætti sveitarfélaganna. Hitt hafi um langan aldur verið stefna all- flestra mentaðra þjóða að láta sveitar- stjórnir hafa sem frjálsasta sérstöðu og sjálfstæði í sínum málum. Bændaskólarnir. Nefndin í neðri deild leggur til að frumvarp milliþinganefndarinnar og stjórnarinnar sé samþykt alveg óbreitt, enda eru 2 úr milliþinganefndinni f þingnefndinni, þeir Þórh. Barnarson og Hermann. Einn nefndarmaðurinn, Einar Þórðarson. er þó mótfallinn nið- urlagning Eiðaskólans. Áfengisveifingabann á mannfl. skipum. Neðri deild hefir frumvarp um það til meðferðar. Nefndin í því máli (M. A., E. P. og J. M.) leggur til að á skipum, er koma hér við land eða ganga meðfram ströndum landsins eða innfjarða, megi ekki veita áfenga drykki meðan skipið liggur í höfn, hvorki far- þegum né aðkomumönnum. Heimilt er þó útgerðarmanni eða skipstjóra að veita gestum sínum. Þetta nær þó ekki til skipa þeirra er eingöngu flytja hing- að útlenda ferðamenn. Sektir 50—500 kr. Afengið sé upptækt, ef brotið er ft- rekað. Bryti ber ábyrgð á veitingum þjóna sinna. Læknishéruð. Efri deild hefir samþ. að skifta Barðastrandarlæknishérnði í tvent, í Patreksfjarðarhérað og Bíldudalshérað. Þá flytur St. í Fagraskógi frumv. um breytingu á 4 læknishéruðum hér nyrðra, Ieikurinn til þess gerður að flytja læknissetrið af Grenivík. Nýtt læknishérað á að mynda sem heiti Arnarneshérað. í því á að vera allur Arnarnes- og Svarfaðardalshreppur og allur Grýtubakkahreppur. Brettings- staðasókn á að leggja til Húsavíkur- héraðs en Draflastaðasókn til Reyk- dælahéraðs. Skipaferðir. »Kong Inge« kom 30. f. m. vestan af Sauðárkrók. Með skipinu var stórkaupmaður Thor E. Tulinius rneð frú sinni og frk. Sig- ríður Björnsdóttir (ritstjóra). Höfðu þau far- ið landveg frá Rvík til Sauðárkróks. Þau fóru aftur með skipinu 1. þ. m. »Egill« kom 31. f. m. Með honum kom verzlunarstjóri Jóhannes Stefánsson úr ferð sinni I Noregi »Alf« fór héðan 2. þ. m. til útlanda. Stór- kaupmaður Thor E. Tulinius leigði skipið til þess að flytja vörur sem K. I. ekki gat tekið. »Skálholt« kom 3. þ. m. Með skipinu var Páll Stefánsson verzlunarerindreki, frú Hall- dóra Vigfúsdóttir, frk. Kristín Einarsdóttir (frá Khöfn) og frá Sauðárkrók kaupmaður Kristján Gíslason. Ýmsar fréffir. Isafjarðarsýsla. Allgott fiskirl, 6 — 7 kr. hlutir. Tíð mjög köld, snjór í fjöllutn, mikl- ar úrkomur. Hey undir sketndum. Engin fs fyrir Horni er Skálholt fór um. Strandasýsla. Síld inni á Norðurfirði, Iá djúpt, náðist ekki í net. Hánavatnssýsla. Kvartað um þurkleysi alstaðar í vestur- og uppsýslunni. Skaga- strönd bezt, þar var þurkur á laugard., sunnud. og mánud. síðastliðinn. Sauðárkrók. Friðþjófur fór 2. þ. m. það- an með 850 hesta. Einn hestur fótbrotnaði við fratnskipun, nokkurir stukku út úr fram- skipunarbátnum út við skipið og syntu í land. Næst áður þegar skipið var þar stökk jarpur foli út úr framskipunarbát og var 3 tíma á sundi, náði landi, en síðan hefir ekki tekizt að handsama hann, þrátt fyrir marg- ar tilraunir; hefir follinn stokkið á hvað sem fyrir var, þó ætlað væri öllum skepnum ófært. ytfsláttarhesfa kaupir Qudmanns Efterfl. verzlun. Akureyri 4. ágúst 1905. JCallgr. Ðavíðsson. Ullarfau Og Silkifau og öll önnur álnavara mest úrval og ódýrast hjá OTTO TULINIUS. Samkoma verður haldin í SJÓNARHÆÐARSAL sunnudaginn 6. þ. m., kl. 5 eftir hád. Allir velkomnir! Jlrthur Sook (frá Englandi). Iveikindum mfnum sfðastliðinn vetur og lasleika mínum í sumar hefir herra lyf- sali O. C. Thorarensen á Akureyri gefið mér öll þau meðöl, sem eg hefi þurft á að halda. Þetta bið eg góðan guð að launa honum. Akureyri 4. ágúst 1905- , Helgi Olafsson. Jyrir bændur í soeitinni. Til sölu hefi eg, með ágætu verði, hefilbekki, skrúfstykki, ambolta og ýms verkfæri til tré- og járnsmíða. Oddeyri 4. ágúst 1905. Frímann Jakobsson. Hús á Oddeyri er til sölu. Stærðin er 14x9 álnir og að auki geymsluhús, fjós og heyhlaða. Húsið verður selt mjög ódýrt og borgunar- skilmálar eru aðgengilegir. Menn snúi sér til Jrímanns Jakobssonar á Oddeyri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.