Norðurland


Norðurland - 12.08.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 12.08.1905, Blaðsíða 2
Nl. 190 JVorðurland Háttvirtir kaupendur blaðsins áminnast um að síðasti gjald- dagi 4. árs var fyrir miðjari júlí. urðsson skólastjóra um tilraunir Rækt- unarfélagsins árið 1904. Skiftist hún í 3 kafla, um áburðartilraunir, gróðr- artilraunir og tilraunir með verkfæri. Allir þeir sem unna ræktun landsins, ættu að lesa vel grein þessa og full- komin ástæða er til þess að vara menn við því að heimta að svo stöddu of mikið af áburðartilraununum, af því rannsóknirnar á þeim þurfa að vera margháttaður. Um fulla reynslu verð- ur því ekki hægt að tala fyr en eftir mörg ár, þó víst sé um það, að til- raunirnar hafa þegar gefið ýmsar mik- ilsverðar bendingar, Þrjár greinar aðrar eru í ritinu eft- ir Sigurð skólastjóra: Tilraunastöðvarn- ar, Frœðslustarfsemi fe'lagsins og Um nfnarœkt og má búast við að síðast- nefnda greinin verði bændum ekki sízt kærkomin. Þá er stutt en fróðleg grein eftir dbrm. Jón Chr. Stephánsson um Trjá- ræktarstöðina á Akureyri. Auk þess er ýmislegt annað í rit- inu, grein um jarðræktarfélögin, lög félagsins og reikningur, skrá yfir nýja meðlimi o. s. frv. Skýrslan endar á gullfallegu kvæði eftir Guðmund skáld Friðjónsson; sendi hann það á aðalfund félagsins í vor og var því tekið með miklum fögnuði. í því er þetta erindi: Okkar félag eins og stjarna augum Norðurlandsins barna á að Iýsa, — ætti að varna ýmsu myrkri heim við bæ, inn í dölum, út við sæ. Björg úr vegi kljúfa og kvarna kepni, von og hugur verði samrýnd vizka manns og dugur. X íftlendar fréttir. Frá fréttaritara Norðurlands. Kaupmannahðfn 13/7 ’05. Kristján konungur er nýlega kominn úr utanlandsleiðangri sínum, sem hann fer í á hverju sumri til baðstöðvanna Wiesbaden í Þýzkalandi sér til heilsu- bóta. Hann er hraustur og ern og ber elli sfna einkar vel. Þýzkur herskipafloti hefir verið á sveimi um nokkura síðustu daga í sund- unum hér og er nú kominn hér til Hafnar. Alls eru skipin 33, bæði smá og stór og af ýmsum gerðum. Hér hefir verið töluvert um dýrðir, veizluhöld og viðhöfn meðal herliðsins og stjórnenda landsins. Hér á götum borgarinnar þverfótar maður ekki fyrir þýzkum her- mönnum og hvar sem komjð er inn á veitingastaði heyra menn naumast ann- að leikið á hljóðfæri en þýzka þjóð- söngva. Floti þessi er á æfingaferðum. Nú búast menn við að Wilhjálmur II. komi hér við á ferðum sínum um Eystrasalt til þess að láta þakklæti sitt í ljós við dönsku hirðina fyrir gestrisni þá og göfuglyndi sem her- mönnum hans hefir verið í té látið við þessa heimsókn; sumum þykir það hafa verið næstum ofmikið af því góða eftir framkomu Þjóðverja við Dani í Slesvík, sem altaf eru að hrjá og hrekja danska menn þaðan. Fríðurinn. Muraviev greifi sem rússastjórn hafði valið til fulltrúa síns á friðarfundinn í Washington treystist ekki til að taka þátt í friðarsamningunum fyrir lasleika sakir. Stjórnin á Rússlandi hefir því valið í hans stað Witte ráðaneytisforseta. Witte lagði af stað frá St. Péturs- borg 19. þ. m.; fer þaðan til Parísar og frá París til Washington. Hann fær 5000 rúbla í ferðakostn- að og 400 rúbla á degi hverjum þar að auki á meðan hann dvelur erlend- is í friðarerindum. Witte er mjög hlynt- ur friðnum og álíta menn þvf, að nú sé það innilegasta ósk Rússa, að frið- ur komist á, þareð Witte er sendur til til Washington. Morokkomálið. Nú hefir stjórn Englendinga ákveð- ið að taka þátt í alþjóðarfundinum sem halda á um það mál, þareð Frakkar og Þjóðverjar hafa orðið á eitt sáttir um að halda þenna fund. Englendingar krefjast þess, að menn fái að heyra um öll atriði smá og stór, sem undir fundinn verða borin, áður en menn koma á fundinn. Holland og Spánn ætla einnig að taka þátt í þessum fundi ef stórveld- in leyfa það. Rússland. Semstvoar hafa haldið þing í Moskva í tvo daga. Þingið byrjaði 19. þ. m. þar voru saman komnir 250 útvaldir. Þegar fundurinn hafði staðið 1 V2 tíma kom lögreglan og ætlaði að banna fund- arhaldið en varð að sneypast í burtu. A fundinum hafa verið haldnar ýms- ar ágætar ræður og óvægilega flett of- an af stjórninni og bent á hvernig alt gengur á tréfótum í Rússlandi og hvað gera megi til að ráða sem bráðast bót á þvf illa ástandi í landinu. Samþykt var uppástunga, sem bor- in var upp á þinginu; hún var 11 máls- greinir alls og í henni er stjórnlaga- frumvarp Bulygins vegið og léttvægt fundið. A fundinum kom fram grundvallar- lagafrumvarp, sem samþykt var með 227 atkv. mót 7. Þetta frumvarp er prentað og á að sendast út um alt Rússland. Þinginu var frestað þangað til 28. ágúst. Formaður þingsins var kosinn Haydn greifi, en fundarstaðurinn var hjá Paul Dolgorukov fursta, sem er sonur yfir- kammerherra Dolgorukov við hirð keis- arans. í Tiflis hefir lögreglan fundið stað einn leyndan, þar sem unnið var að sprengikúlugerð. Þar fundust um 30 sprengikúlur fullar af dynamiti, og mörg hundruð bögla af alls konar sprengiefni. Þegar lögreglan braust inn reyndu þeir sem höfðu aðsetur sitt þar inni að sprengja hús og menn í lopt upp en það mishepnaðist. Því næst var 12 manns varpað í fangelsi. Bulygin innanríkisráðherra hefir lagt fyrir stjórnina frumvarp viðvíkjandi þjóðarþinginu, sem fram á að fara í Moskva 29. þ. m. en stjórnarráðið hef- ir breytt því töluvert og gert það að mun frjálslegra en Bulygin hafði stung- ið upp á. Þar á meðal hefir stjórnarráðið á- kveðið, að þjóðfundurinn skyldi velja formann sinn en ekki keisarinn, eins og Bulygin hafði ætlast til. Síðustu fréttir skýra svo frá að tölu- verðar óeirðir hafi átt sér stað í Nisnij Novgorod fyrir skömmu Óróaseggirnir brutust inn í húsin, rændu og drápu fyrir augum Iands- stjórans, sem við ekkert réði : Fjöldi manna var því næst hneptur í varð- hald. Finnland. 19. þ. m. var Dentricu aðstoðar- manni landstjórans I Finnlandi veitt banatilræði. Þegar hann gekk frá ríkisráðsbygg- ingunni kastaði einhver náungi sprengi- kúlu á hann. Hann særðist dálítið á bakinu og útlimunum. Maðurinn sem sprengikúlunni kast- aði flúði og náðist ekki þótt honum væri veitt eftirför þegar í stað. Pólland. Allir þeir sem vinna við járnbrautirn- ar er liggja milli Varshav og Wien hafa ákveðið að tala Pólsku í þjón- ustu sinni og prenta allar auglýsingar á því máli, þótt þeim hafi verið bann- að slíkt áður. Nú ógna þeir með verk- falli ef stjórnendurnir bregðast illa við þessu áformi. Tyrkland. Blöð frá 21. þ. m. skýra svo frá, að soldáninum hafi verið veitt bana- tilræði. Soldáninn ætlaði til guðsþjón- ustu í bænahúsinu, Sofia og íór með fríðu föruneyti; á leiðinni var kastað sprengikúlu að vagni hans. Hann slapp heill á húfi, en sagt er að um 200 menn hafi særst og beðið bana. Mik- ill fjöldi manna hafa verið hneptir í varðhald við rannsóknirnar, en enginn veit en hver illræðismaðurinn er. Sum- ir halda að það hafi verið einhver út- lendur stjórnleysingi. England. Fregnir hafa nýlega borist um það að heldur sé róstusamt í enska þing- inu um þessar mundir. Stjórnin hefir verið borin oíurliða í atkvæðagreiðslu um stórpólitfskt mál, sem John Redmond foringi íra hefir borið upp í neðrimálstofunni. Mál þetta fjallar um írsk landfarar- leyfi. Þegar atkvæðagreiðslunni var lokið stóð Campbell Bannermann upp og spurði hvað ráðaneytið vildi leggja til þessara mála, en Balfour forsætis- ráðherra kvaðst ekki geta neinu svar- að að svo komnu. Nú bjuggust menn við, að Balfour mundi hugsa til að segja af sér og breyting kæmist á ráðaneytið, en síð- ustu fregnir skýra svo frá, að hann sæti fastur við sinn keip og vilji hvergi fara. Ameríka. I New-York hafa verið voðalegir hit- ar í þessum mánuði. Hin háu stálhús þar hafa verið gló- andi. Fólkið hrynur niður á götunum svo þúsundum skiftir. Um tíma dóu á hverjum degi yfir 100 manns af sólstungu. Sjúkrahúsin eru troðfull af fólki sem er orðið vit- skert af hita. Fólkið hefir sofnað á götunum og í skemtigörðunum svo þúsundum skiftir á næturnar og eina nóttina dóu og særðust yfir 200 manns, sem lágu á götunum og vagnar óku yfir. Einn daginn var hitinn yfir ioo° (Fahrenheit) Ekki er eilíf sæla í Ameríku. Ófríðurinn milli Rússa og Japaua. Um þessar mundir berast því nær engar fréttir austan úr Asíu. Það helzta sem þar ber til tíðinda er landvinning Japana á Sachalin. Þeir hafa senn lagt alla eyjuna undir sig. Síðustu símskeyti skýra svo frá að japönsk herskip hafi verið á sveimi fyrir utan Alexandrovskoja sem er á miðri austurslrönd eyjunnar Sachalin. I byrjun þessa mánaðar settu Jap- anar töluverðan liðsafla á land skamt fyrir norðan Vladivostok og hafa menn því búist við, að þeir mundu ann- aðhvort gera árás á borgina eða ein- angra hana og varna öllum afskiftum við umheiminn, en ekki hafa borist neinar nánari fréttir um það síðan. Wilhjálmur Þýzkalandskeisari hefir verið á ferð um Eystrasalt nokkura stund; hann hefir komið við á ýmsum sænskum höfnum og einn daginn sigldi Oskar Svíakóngur á móti honum. Það varð mikill fagnaðárfundur þegar þeir hittust um borð á keisaraskipinu, en ekki geta blöðin þess að neitt hafi borið sögulegt við á þessum fundi annað en þessir ríkishöfðingjar hafi veitt hvorum fyrir sig eftir beztu föng- um við heimsóknir sínar á skipum þeirra. Síðari fregnir skýra svo frá að Wil- hjálmur hafi einnig hitt Nikolaj Rússa- keisara að máli. Þeir sigldu hvor til móts við annan í Borgá í Finnlandi. Menn halda að Rússakeisari vilji sýna heiminum, með því að heilsa upp á nágranna sinn á þessari ferð hans, að hann nýtur meira álits í Evrópu en Asíu og lifir í friði við Þjóðverja og nýtur þeirra hylli og er það auð- vitað Japan, sem hann ætlaðist til að veiti því athygli fremur öllum öðrum. X Brennisteinsnámurnar * * * * við JMývatij. Járnbraut frá Húsavík til Mývatns. Fundið gull og fleiri málmar. Black ingenier, sá sem í fyrra skoðaði brennisteinsnámurnar við Mývatn, hefir verið í Reykjahlíð í fyrra mánuði á- samt fleirum frá því félagi. Er sagt að nú sé fullráðið að leggja járnbraut frá Húsavík til Reykjahlíðar og þykj- ast þeir hafa fundið þar auk brenni- steins, blýhvítu og ýmsar fleiri vörur til málninga. Gull segjast þeir líka hafa fundið nálægt Kröflu. Sagt er ennfremur að Black hafi boðið Einari bónda í Reykjahlíð 14 þúsund kr. fyrir jörðina (hún var keypt fyrir fám árum fyrir 7 þús. kr.) en jörðin mun ekki vera föl að svo stöddu. Fregn þessi er höfð eftir skilorðum bónda í Mývatnssveit. X Ræktunarfélag JVlorðurlands. Á þessu ári hefir félagið haft allmik- ið starf með höndum. Það hefir ráðið sérstaka menn í maí og júnf til að ferðast um og leiðbeina bændum í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Auk þess hefir Sigurður skólastjóri ferðast um Suður-Þingeyjarsýslu og nú nýlega um Skagafjörð og Húnavatns- sýslu, meðfram til þess að velja staði fyrir tilraunastöðvar. Afráðið er að koma á fót tilrauna- stöðvum, 2 í Skagafjarðarsýslu á Hól- um og á Sauðárkrók og 1 í Húnavatns- sýslu á Blönduósi. Á fundi sem hald- inn var á Blönduósi til að ræða um stofnun tilraunastöðvarinnar var gefið til hennar og borgað út 210 krónur. Einnig verðúr síðar í sumar sendur maður um Norður-þingeyjarsýslu og hér í Eyjafjörðinn tii ýmsra leiðbein- inga. Frá 14. maí til 26. júní fór fram kensla við tilraunastöðina hér á Akur- eyri. Kenslunnar nutu 16 piltar og 5 stúlkur. Vinnutíminn var 8 tímar á dag og auk þess flutti skólastjóri Sigurður Sigurðsson flesta dagana fyrirlestur, 1 tíma á dag, um ýmsar greinar jarð- ræktarinnar. Á þessu ári hefir félagið útvegað sér ýms verkfæri bæði til notkunar fyrir sig og mönnum til sýnis. Af stærri jarðyrkjuverkfærum má helzt nefna spaðaherfi og fjaðraherfi. Spaðaherfið vinnur líkt gagn og diskherfi og hefir reynst alt eins vel; er álíka dýrt, Fjaðra- herfið hefir einnig reynst vel til að mylja órætna jörð. Sömuleiðis hefir félagið fengið ýms handverkfæri bæði til vinnu og sýnis. Tilraunir sem gerðar hafa verið á þessu ári hafa gengið í líka átt og í fyrra; að eins hafa þær verið gerðar nokkuð víðtækari og yfirgripsmeiri. Þannig hafa t. d. verið gerðar tilraun-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.