Norðurland


Norðurland - 14.08.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.08.1905, Blaðsíða 2
Nl. 194 kvæman taldi hann og þjóðarviljann mundu vera, einkum á Norðurlandi (Hrafna- gili!), og því væri ekki svo sem mikil ástæða til að rjúfa þing o. s. frv. Þetta vandlega hugsaða, sannorða og viturlega svar var það, sem fekk þær undirtektir af bænda hálfu og viðstaddra Reykvíkinga, sem fyr segir. Til alþingis og alþingismanna. Alþingi í heild sinni sendi fundurinn bréflega fyrnefndar ályktanir, ásamt ♦ einróma yfirlýsing fundarmanna um, að yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda í nefndum kjördæmum (Rangárvalla-, Arness-, Gullbringu-, og Kjósar-, Borgar- fjarðar- og Mýra) sé, að því er þeim sé frekast kunnugt, af alhuga samdóma fundarályktununum.« Samhljóða bréf að miklu leyti var þeim ritað, þingmönnum þessara kjör- dæma, þeim er kunnugt er um að eru andvígir þjóðarviljanum í stjórnmálum þeim, er hér um ræðir, undirskrifað hvert um sig af þar til kjörinni fyrnefndri tylft manna úr hverju kjördæmi, er skyldi flytja þeim bréfið sjálfir, og var í niðurlagi bréfsins áskorun um að fylgja fram ályktunum fundarins á alþingi, »en leggja að öðrum kosti niður þingmensku-umboð yðar tafarlaust«. Annar þm. Rangæinga, f. landsh. Magnús Stephensen, gerði sér lítið fyrir og synjaði þeim áheyrnar, er honum skyldi fiytja þetta bréf. Hinir gerðu þó ekki það; en svarið var bergmál af orðum húsbónda þeirra, ráðgjafans, nema hjá þm. Borgf. (Þórh. B.) einhverjar vífilengjur, sem lítið þótti vera á að græða, nema það þó, að hann kvaðst vera fús að leggja niður þingmensku, ef sá væri vilji kjósenda. Skilnaðarsamkvæmi Iftils háttar var þeim haldið um kveldið, þriðjudagskveldið, í Báruhúsinu, gest- unum úr sveitinni, þeim er fundinn höfðu sótt, með forgöngu Þjóðræðisfé- lagsstjórnarinnar. Þar var húsfyllir. Veitingar kaffi og óáfengir drykkir. Sam- kvæmið stóð nokkuð fram yfir miðnætti, nál. 4 stundir, og varð að kalla aldrei þann tíma allan nokkurt hlé á ræðum, söng eða hljóðfæralist (á lúðra). Þessir voru ræðumennirnir, taldir í stafrófsröð — og má þó vera, að einhverj- um sé gleymt: Agúst Jónsson amtsráðsmaður í Höskuldarkoti, ritstjórarnir Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson, Eyólfur Guðmunds- son oddviti í Hvammi, mag. Guðm. Finnbogason, Guðmundur Lýðsson bóndi á Fjalli, cand. theol. Haraldur Níelsson, Jens prófastur Pálsson, Kolbeinn Ei- ríksson bóndi í Mástungu, síra Ólafur alþm. Ólafsson, Pétur hreppstjóri í Hjörsey Þórðarson, Stefán Hannesson kennari úr Mýrdal, Stefán f. prestur Stephensen frá Laugardalshólum, Stefán alþm. Stefánsson kennari frá Möðru- völlum, alþm. dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennari, Vigfús Guðmundsson bóndi í Haga, Þorsteinn Hjálmsson bóndi í Örnólfsdal og Þórður hreppstjóri Guðmundsson frá Hala. Þess eru engin dæmi, að jafn mikill og góður rómur hafi verið gerður að máli manna á neinni samkomu hér, og þótti engu síður til þess koma, sem ýmsir bændqr töluðu, heldur en hjá Reykvíkingum, sem vanari eru við að tala í margmenni. Fór samkvæmið hið bezta fram, skipu- lega og prúðmannlega, og töluðu það mjög margir, að ánægjulegra kveld hefðu þeir ekki lifað á æfi sinni. Þvi lauk með því, að Þórður héraðslæknir Pálsson söng kvæði: Þú ert móðir vor kœr, af mikilli snild. Margt manna reið með bændum á leið, er þeir lögðu á stað heimleiðis daginn eftir; þeir kusu það heldur en að eiga þátt í þjóðhátíð þeirri á Landa- kotstúninu, er stjórnarhöfðingjarnir höfðu efnt til og stóðu fyrir. Þjóðarviljinn á JMorðurlandi. Eitthvað hlýtur að vera bogið við upplýsingar þær sem ráðherrann fær héðan um þjóðarviljann á Norðurlandi. Hann segir nefnd þeirri er gekk fyrir hann í Reykjavík og sagt er frá hér að framan, að þjóðarviljinn á Norðurlandi sé hlyntur samningi þeim er hann gerði við St. n. r. Skyldi mönnum hér nyðra ekki þykja þetta dálítið hlálegt. Öllum hlýtur þó að vera í fersku minni hvað Húnvetningar og Skagfirð- ingar samþyktu á þingmálafundum þeirra í vor og ekkert hefir bólað á því hér að þeir væru búnir að breyta skoðun sinni ; miklu fremur hefir hitt heyrst, að þeir sem þá voru eitthvað efablandnir, væru nú orðnir einbeittir andstæðingar ritsímans, væru jafnvel að tala um að það væri gaman að bregða sér suður, svona í eitthvað lík- um erindum og þeir áttu þar bænd- urnir í Sunnlendingafjórðungi. Um Norðurþingeyjarsýslu er það kunnugt að þar hafa menn verið mjög ákveðnir móti ritsímasamningnum, enda hafa þingmanninum verið sendar full- gagnorðar áskoranir, um það mál. Þá eru Suður-Þingeyingar. A þing- málafundinum í vor, létu þeir telja sér trú um það allflestir, að loftskeytin væru mjög óáreiðanleg og hæpið væri að koma þeim hingað, jafnvel frá Hjalt- landi til Færeyja og þaðan til íslands. Því varð ályktun fundarins stjórninni að suma leyti f vil. Samt vildu þeir ekkert úr því skera hvort ráðherrann hefði farið iengra en umboð hans og heimildir náðu til, en samþyktu þó ef svo væri að, »þá sé þingið eigi bundið af þeirri athöfn, heldur beri því þá að ráða fram úr málinu í sumar einungis eftir eigin sannfæringu um það hvað haganlegast sé fyrir þjóðina*. Síðan þetta gerðist hefir loftskeyta- stöðin verið sett upp í Reykjavík og þinginu verið boðið sambandið við útlönd og alla fjóra kaupstaðina fyrir álíka hátt gjald og íslandi var ætlað að leggja St. n. r. til sæsímans ein- göngu, en sá er munurinn að vér eig- um að fá allar tekjur af hraðskeyta- sambandinu, ráðum einir verði á hrað- skeytunum og getum auk þess sjálf- sagt fengið sfórfé til sambandsins frá öðrum þjóðum, ef vér viljum. Varlega mun því treystandi að Þingeyingar séu nú hlyntir ritsímasamningnum og ekki er þeim síður ætlandi en öðrum, að átta sig á svo einföldu máli, enda munu margir þeirra vera búnir að gera það. Fyrir Akureyrarbúum vakti hið sama °g þingeyingum. Þeir héldu, meiri hlutinn, að ekki væri hægt að fá áreið- anlegt samband nema með ritsíma. Nú hefir verið boðin trygging fyrir því að loftskeytasambandið væri engu óáreið- anlegra en ritsímasamband. Með því er aðalástæða þeirra oltin um koll, enda mun símablindan vera farin að skafast af augum manna síðan, þeirra sem nokkurntíma er von um að geti orðið sjáandi. Eina vonin verður þá Eyfirðingar. Þó er varla vert að gera of mikið úr henni. Kunnugt er það að mikill fjöldi þeirra kjósenda er voru á Hrafna* gilsfundinum greiddu ekki atkvæði og svo er það líka kunnugt nú, að nokk- urir af fylgismönnum stjórnarinnar héð- an af Akureyri lyftu upp hendinni við atkvæðagreiðsluna þar, einn hafði jafn- vel rétt upp báðar hendurnar. En auk þess hafa svo þýðingarmiklir viðburð- ir orðið síðan í hraðskeytamálinu, að ekkert getur verið á því að byggja sem samþykt var á Hrafnagili. Enginn minsti vafi virðist því geta verið á því, að mikill meiri hluti kjós- enda í Norðlendingafjórðungi er ein- dregið andvfgur ritsímasamningnum. % Giffing. Hallgrímur Davíðsson verzlunarstjóri gekk 8. þ. m. að eiga frk. Sigríði Sæ- mundsen dóttur verzlunarstjóra Sæmund sens á Blönduós. Nýgiftu hjónin komu til bæjarins { íyrrinótt. Riddarar eru þeir orðnir prestaskólakennari Jón Helgason og Zophonias Halldórsson próf. í Viðvík. Ennfremur L. Zöllner stórkaup- maður í Newcastle. Hornafjarðarlæknishérað er veitt cand. med. Halldóri Gunnlaugs- syni. Spifali í Vesfmannaeyjum. Frakkastjórn ætlar að láta reisa þar spít- ala. og er efnið í hann komið til eyjanna. Hann á að rúma 9 sjúklinga. Bald er þar yfirsmiður. Sýnilega líta Frakkar nokkuð öðruvísi á spítalamálið, en stjórn vor gerir, sem ekki gat séð af einum eyri til sjúkraskýlabygg- ingar á fjárlagafrumvarpinu. Þjóðminningarháfíð var haldin í Rvík. 2. ágúst. Veður var hið bezta, en hátíðin daufari og tilkomu- minni en dæmi eru til áður, segir ísafold. Húsbruni. Aðfaranóttina síðasta laugardags brann brauðgerðarhúsið á Siglufirði; húsið stóð í björtu báli þegar Mjölnir sigldi inn á höfn- ina. Brauðgerðarhús þetta áttu þeir kaupm. St. Sigurðsson og Einar Gunnarsson og bak- arinn Sigurður Sveinsson. Hann svaf með aðstoðarmanni sínum í húsinu og vaknaði ekki fyrri en hann var vakinn og var hús- ið þá mikið brunnið. Hús, áhöld og vörur voru í ábyrgð fyr- ir 4000 kr. Er þó sagt að eigendurnir bíði töluvert tjón, því vörur voru •nýkomnar í húsið, enda von um bezta atvinnu fyrir húsið í þessum mánuði. Kennaraskólinn. Frumvarp um hann var samþykt við 2. umræðu í efri deild 1. þ. m. með 10 atkv. gegn 2. Skólinn á að standa í Flensborg. Ráðgjafinn talaði einn fyrir jiví að hafa hann í Reykjavík. Afsláfíar hesfa kaupir CARL HÖEPFNEPS VERZL- UN í haust. Akureyri 27. júlf 1905. Joh. Christensen. og vel verkaðan saltfisK kaupirHÖEPFNERS VERZLUN móti peningum. Kjöfbúðin verður flutt næstkomandi fimtudag í hið nýja hús Kolbeins & Ásgeirs á Oddeyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Komið! Skoðið! Kaupið! í hinni nýju verzlun Jósefs Jónssonar Strangötu 3, Oddeyri, sem hefir nægar birgðir af allskonar nauðsynjavöru, álnavöru mjög fjölbreyttri, glysvarning ótal tegundir, sömuleiðis mesta úrval af leirtaui, sem hvergi fæst betra, hvar sem leitað er í bænum. -h. JCoergi betri kaup að já.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.