Norðurland


Norðurland - 19.08.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 19.08.1905, Blaðsíða 2
NI. Það eru þá hin bóklegu sem fyrst þarf að sjá og meta rétt. Þar hafa áhrifin verið mikil og rík á báðar síður. Það eru forn- bækur vorar, sem eru hin fyrsta og mesta rót vors nýja þjóðlífs og flest mikilmenni Dana hafa játað að þar eigi einnig hin nýja þjóðmenning Danmerkur, og þó sér- staklega hinn norrœni þáttur hennar, ein- hverja sína sterkustu hvöt. En hinsvegar vil eg hér einkum nefna áhrif danskra bók- menta og mentastrauma á oss. Sízt er hinu að neita, að þar hefir oss stundum orðið auðlærðust hin Iakari danskan, og oftlega höfum vér blekkjast látið, tekið sora fyrir silfur og dependerað af því, sem minst sat á oss eða sómdi. En hin betri áhrifin urðu nær æfinlega efri. Af mentabrunni Dana drukku margir vorir beztu menn margan góðan teig — ekki sízt þeir, sem menning og gæfu báru til að forðast rílinn og hleypidóma höfuðstaðarins, en leita hinna göfugustu linda í Iandinu. Þangað sóttu þroska sinn þeir Guðbrandur og Oddur, Brynjólfur, Jón Vídalín og Finnur Jónsson biskupar; þar námu þeir vísindin Árni Magnússon, Skúli fógeti, Jón Eiríksson, Eggert og Bjarni Pálsson, Hannes Finnsson, Sveinn Pálsson og Magnús Stephensen, svo eg nefni ekki vora yngri menn. En þar varð nýi skáldskapurinn til, þar Fjölnir og þar vor nýja sjálfsforræðisbarátta. Sum- ar framfarir tökum vér í arf af Dönum eða að þeirra dæmum. Eða hver er sú veru- lega framfara- og umbóta hugsjón ianda vorra síðan fyrir siðabót Lúthers, að hafist hafi fyrst hér heima? Eg man enga, sem allsherjarþýðingu færði landinu. Hitt er satt, að fáar slíkar hugsjónir hafa verið Dönum eingöngu að þakka, heldur því, að þær mættu íslendingum í Danmörku eða dönskum ritum; enda kunnum vér þá stundum fljótar að skynja og melta sumt, sem utan frá kom, en Danir, fyrir þá sök að alþýða vor var betur bóklæs og bókum vön en þeirra. Á eg þar einkum við bókalest- ur og nám allskonar fróðleiksmola; lék og það orð á, að óvíða væri alþýða betur að sér í almennum fróðleik, en hér á Iandi; var það þó áður en skólamál hófust. Það að svo mikill hluti þjóðar týnir ekki nið- ur listinni að lesa á bækur, það flýtir ó- trúlega fyrir þcim mentagróðri, sem hinir nýju skólar hafa á prjónunum. Þjóðirnar eru samvafin, Ianggæð og lífseig vera, sem lifa meira á liðinni tíð, en flesta grunar. Síðast nefni eg lýðháskólana dönsku. Það er stofnun, sem nokkurir vorra gáfuðustu manna hafa fyrir skemstu reynt að lýsa (þeir Jón sagnfræð., síra Þórh. Bjarnarson, mag. Guðm. Finnbogason). En þeim hefir gleymst að benda á hina djúpu þjóðernis- legu þýðingu þess flokks fyrir oss íslend- inga. Pólítíkin hefir þar sem endranær blindað augu vor. Mín skoðun er sú, að það hafi sú stefna verið, sem setti lýðfrelsis- smiðshöggið á viðskifti vor og Dana. Því það er sami flokkurinn, sem mest vann að þingræði Dana, því sem nú er, og ræður sem stendur lögum Danmerkur og lofum. Lýðháskólamenn Dana og þeirra sinnar er sá flokkur, sem einn ann oss fullra sérrétt- inda í ríkinu. í þeim flokki höfum vér átt, eigum og getum ávalt átt vora traustustu vini á Norðurlöndum. En þetta mál er miklu umfangsmeira en eg fái það skýrt til hlýtar hér. Ráð væri, að íslenzkir þingmenn færi að ilæmi Englendinga og Frakka og gerði sendinefndir á fund danskra vildismanna, lýðháskóla og stjórnvitringa; og svo að Danir gerði hið sama. Þá mundu óðara sjást þess einhver ný og hlý merki — ef ekki á sól og stjörnum, þá í blöðum vor- um, almenningsáliti og ýmsum innbyrðis- viðskiftum vorum og Dana. % 196 Virðing stjórnarliðsins fyrir þjóðarviljanum. Eftirtektavert er það, hvernig blöð stjórn- arinnar tala um bændafundinn í Reykjavík og bændurnar, sem fundinn sóttu. Þeir eiga að hafa verið gintir til fararinnar, ekki vit- að hvaða erindi þeir voru að reka, hafa ver- ið svo heimskir að halda að tollhækkunin næmi 50 aurum á kaffipundið og 30 aurum á sykurpundið, farið aftur skælandi úr höf- uðstaðnum af eftirsjá o. s. frv. o. s. frv' Til þess að kóróna allan þennan ósóma, bera svo forsprakkar stjórnarinnar í höfuðstaðn- um það út að bændur hafi verið keyptir til fararinnar. Öll þjóðin veit hvað menn þessir hafa gert. Þeir hafa ferðast til höfuðstaðarins af áhuga fyrir nokkurum þýðingermestu vel- ferðarmálum þjóðar sinnar. Haldið þar fundi með sér og sent ráðherra og alþingi álykt- anir sínar. í öilu komu þeir gætilega og hóllega fram, eins og góðum drengjum sómdi, enda var flokkur þeirra skipaður hinu mesta mannvali. Fyrir þetta eru þeir svo svívirtir af mál- tólum þeirrar stjórnar sem átti þjóðarvíljan- uin það að þakka að hún komst til valdanna. Það sér á að við höfum fengið heima- stjórn. Lög frá alþingi. Þessi frumvörp hefir þingið lokið við frá því um daginn: XI. Um samþyktir um kynbætur nautgripa; sýslunefndum veitt heimild til að gera slíkar samþyktir eftir til- lögu héraðsmanna á almennum fundi með 2/3 atkvæða. 12. Um að nema úr gildi lög 12. nóv. 1875 um þorskanetalagnir á Faxa flóa. 13. Um að stofna slökkvilið á Ak- ureyri. 14. Um skýrslur um alidýrasjúk- dóma: I.andstjórninni ber að annast um, að teknar séu árlega skýrsiur um hina helztu alidýrasjúkd. hér á landi. S Úr framsóknarflokknum hefir þingmanni Vestur-Skaftfellinga, hr. Ouðl. Guðmundssyni verið vikið. Flokkurinn hefir sent honum eftirfar- andi bréf: Þar sem þér, hr. alþingismaður, hafið á þeim fáu flokksfundum Framsóknar- flokksins, er þér sóttuð í byrjun þessa þings, lýst yður andstæðan skoðun og stefnu flokksins í helztu áhugamálum hans á þessu þingi, þeim er mestu varða sjálfstæði og fjárhag þjóðarinnar, og þar sem þér hafið nú síðast eigi að eins fallist á tillögur stjórnarflokks- ins í hraðskeytamálinu, heldur meira að segja gjörst framsögumaður hans í því máli, þá tilkynnist yður hér með, að Framsóknarflokkurinn á alþingi 1905 hefir á fundi í dag ályktað að telja yð- eigi lengur flokksmann sinn, og er yð- ur því þar með vikið úr flokknum. íumboðiFramsóknarflokksinsáalþingi 1905. Alþingi 8. ág. 1905. Skúli Thoroddsen. Til hr. alþm. Guðlaugs Guðmundssonar p. t. Reykjavík. (Fjallk) Aldrei á æfi minni hefi eg séð hér á landi jafn mikinn mann- söfnuð, sagði maðuð hér nýlega uni fundar- haldið mikla í Reykjavík, er menn fylgdu sunnlenzku bændunum upp til stjórnarset- ursins. Hafnarfjarðarkaupsíað hefir þingið synjað um kaupstaðarréttindi. Það er hefnd á bæinn fyrir að senda ekki stjórnarliða til þings. Þessir greiddu þó at- kvæði með kaupstaðarréttindunum af liði stjórnarinnar: Björn Bjarnarsson, Guðm. Björnsson, síra Þórhallur og Magnús Krist- jánsson. Bændaskólarnir. Tillaga þingmanna Skagfirðinga o. fl. um það að Iáta búnaðarskóla haldast á Hólum í Hjaltadal var feld í n. d. með 13 atkv. gegn 8. — Tillaga síra Einars Þórðarsonar um það að láta búnaðarskólann haldast á Eiðum var einnig feld með 14 atkv. gegn 6. Læknar og læknishéruð. Ólafur Guðmundsson, læknir i Rangár- vallasýslu, hefir fengið lausn frá embætti sakir heilsubrests. Þorsteinn Jónsson, héraðs- læknir i Vestmanneyjum, sækir um lausn frá embætti. Halldór Gunnlaugsson hefir afsal- að sér Hornafjarðarhéraði, er nú settur í Rangárvallasýslu. Sagt er að héraðslæknir Þórður Pálsson sæki um Vestmannaeyjar. Fallið frumvarp. Frv. stjórnarinnar um gjöld sýslufélaga til landsjóðs var felt í neðri deild með 16 atkv. gegn 9. Unga ísland. Svo heitir barnablað með myndum, sem út er gefið í Reykjavík og er cand. phil. Lárus Sigurjónsson ritstjóri þess. Blaðið á það vel skilið að það útbreiðist, enda eru allar horfur á að svo verði. Hér er sífeld ekla á ein- verju boðlegu handa börnunum að lesa og er blaðið myndarleg tilraun til þess að bæta úr henni. Mislingar komu til Reykjavíkur frá Noregi með Tryggva kongi 31. f. m. Halldór læknir Gunnlaugsson var á skipinu og fann veik- ina á 3. ára telpu og gerði skipstjóra þegar viðvart. Þeim farþegum á skipinu, sem áður höfðu haft mislinga var hleypt í land, en hinir settir í sóttkví á gamla spítalan- um. Telpan með mislingana og móðir henn- ar voru sett í sóttvarnarhúsið. ■alk jIL. Ajlt^. jll^ jh A ^ Í'ift £• «!*«• • • vv»vvvv»<>v»vvvvvvvvvvvvvw Áfsláfíar hesfar verða keyptir í haust við jSudmanns Cjterjl. verz/un. Hin ágætu og ódýru Karlmanna- fataefni eru nýkomin í Qudm.Efterfl.verzlun. Jyrir bændur í soeitinni. Til sölu hefi eg, með ágætu verði, hefilbekki, skrúfstykki, ambolta og ýms verkfæri til tré- og járnsmíða. Oddeyri 4. ágúst 1905. Frímann Jakobsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Forfepiano, næstum nýtt, mjög vandað, fæst keypt með hálfvirði. — Ritstjóri þessa blaðs vísar á seljandann. œndur og búalýður, munið eftir Búnaðarriti Landbúnaðar- félagsins í bókaverzlun Frb. Steinssonar. Frá 1. október næstkomandi get- ur vandaður og laginn piltur, ca. 14—18 ára, fengið að læra söðla- og aktygjasmíði hjá E. Krist- jánssyni á Sauðárkrók, Dugleg, hreinleg •▼•▼•▼ A.A.A.vinnukona#i.i#i helzt úr sveit, getur fengið góða vist á Akureyri frá 1. október þ. á. Rit- stjóri þessa blaðs vísar á. ]\Æowinckel & Co., Bergen, selur allar íslenzkar vörur, einkum síld, fisk og lýsi, fyrir svo hátt verð sem frekast er unt, og kaupir Iíka vörur þessar, sé þess óskað, fyrir eigin reikn- ing, eftir samkomulagi. Áreiðanleg og fljót borgun. Þeir óska eftir þannig löguðum við- skiftum við íslendinga. Þær sendu vörur eru í ábyrgð frá því að »Connossement« er undirskrifað. Hús á Oddeyri er til sölu. Stærðin er 14x9 álnir og að auki geymsluhús, fjós og heyhlaða. Húsið verður selt mjög ódýrt og borgunar- skilmálar eru aðgengilegir. Menn snúi sér til j'rímanns Jakobssönar á Oddeyri. ATHUGÍÐ. Áður en þér kaupið ykkur motora í bát- ana ykkar, þá leitið yður npplýsinga um hver motorsort er bezt. Slæmur motor er verri en vond kona. Skrifið til ísafjarðar þar sein bezt reynslan er komin fyrir motorunum, ísfirðingar munu geta sagt yður hver motor þeim hafi reynst bezt af þeim þremur teg- undum, er þeir nota s. s. „Alpha", „Dan" og Möllerup. Alpha-niotor er I Onsö hans Hansens í Krossanesi, Alpha er dæmdur í Norsk Fiske- tidende, rannsakið þann dóm. Alpha hefir hvervetna fengið sama dóm. Alpha-motorinn er beztur. Aðalumboðsmaður fyrir Eyja-, Siglu- og Skagafjörð er Ó. G. Eyjólfssor) á Akureyri. ..Noröurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4 kr. j öðrum Norðurálfulöndum, l'/2 dollar f Vesturheimi’ Ojalddagi fyrir miðjan júlf að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.