Norðurland


Norðurland - 26.08.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 26.08.1905, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 50. blað. Akureyri, 26. ágúst 1905. IV. ár. JNJýir kaupendur að 5. árgangi Jío rðurlands fá, ef peir óska pess, blaðið ó- keypis frá miðjum þessum mán- uði, ennfremur hina ágætu sögu SPÆJARINN Hún er 386 péttprentaðar bls. Kjósi peir pað heldur, stend- ur peim til boða, meðan upp- lagið hrekkur, að fá einhvern einn af eldri árg. blaðsins, en senda verða peir pá 50 aura í burðargjald, ef blaðið parf að senda með póstum. NORÐURLAND er einna ódýrast blaða hér á landi, kostar aðeins wm" 3 kr. árg. TW í næsta árgangi verður fyrir- taks skemtileg saga. Ritsíminn á þingi. Þær fréttir höfum vér síðastar af ritsímamálinu, að fjárlögin voru af- greidd úr neðri deild eftir miðnætti aðfaranóttina 15. þ. m. og þar á meðal fjárveitingarnar til ritsímans. Með stjórn- inni greiddu 17 þingmenn atkvæði og voru þeir þessir: Arni Jónsson, Björn Bjarnarson, Egg- ert Pálsson, Guðl. Guðmundsson, Guðm. Björnsson, H. Hafstein, Hannes Þor- steinsson, Hermann Jónasson, Jóhannes Ólafsson, Jón Jónsson, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Magnús Krist- jánsson, Pétur Jónsson, St. Stefánsson Eyf., Tr. Gunnarsson, og Þórh. Bjarnar- son. Móti ritsímasamningnum greiddu þessir atkvæði: Björn Kristjánsson, Einar Þórðarson, Magnús Andrésson, Ólafur Briem, Ó- Iafur Ólafsson, Ólafur Thorlacius, Skúli Thoroddsen, og Stefán Stefánsson þing- maður Skagfirðinga. Við þessa síðustu umræðu hélt meðal annara Magnús Andrésson snjalla og eindregna ræðu fyrir stefnu minni hlutans, sérstaklega frestun málsins. Ráðherrann flutti þar þá kynlega kenningu, að þó að loftskeytin fengj- ust fyrir ekkert, væri sjálfsagt að ganga að ritsímasamningnum. Lengra sýnist ekki verða komist í þeirri vitleysu. Umræðurnar höíðu endað á mjög fruntalegri skammarræðu, sem Her- mann hélt, með mútubrigzlum til minni hlutans o. s. frv. Framsóknarmönnum var bannað að svara með meiri hluta samþykt um að umræðum skyldi þá lokið. Minni hlutinn haíði við 3. umræðu cnn komið með tillögu um loftskeyta- samband til Reykjaness og ritsíma til Reykjavfkur og alla leið þaðan til Seyðisfjarðar. Með því móti heíðum vér haft einir yfirráðin yfir öllu hrað- skeytasambandinu,en alt hraðskeytasam- bandið heíði orðið oss um 12,500 kr. ódýrara á ári um 20 ár, en samband það, sem oss er ætlað. Framhaldsnefndarálit minni hlutans endar á þessum orðum: »Við fáum eigi skilið, að nokkur íslendingur geti sætt sig við það, að verja árlega minst 12,500 kr. til þess að kaupa á þjóðina þær ófrelsisviðjar, sem ritsímasamningurinn leggur henni á herðar, því að sannarlega væri miklu stærri upphæð til þess gefandi að losna við þau böndin.« Sannyrði um hraðskeytamálið. Nú heyrist varla um annað talað í sveitinni en gerðir þingsins í sumar. Menn bíða skjálfandi eftir úrslitum ýmsra mála; sérstaklega er það hrað- skeytamálið, sem margir kvíða fyrir að þingið muni flaska á, óttast að sumir þingmennirnir láti ríg og flokksfylgi ráða meiru um atkvæði sitt en rólega og skynsamlega athugun málsins. Hverju má annars trúa í þessu rit- símamáli? Svona spyrja um þessar mundir margir Eyfirðingar, þeir sem hlýddu á það sem ráðherrann sagði okkur og sem hafa heyrt um flest það sem fram er komið í málinu síðan, heyrt hve vel gekk að koma á hrað- skeytasambandinu frá Englandi til Reykjavikur, heyrt um tilboðin og trygginguna sem boðin hefir verið. í tilefni af þessum spurningum og fleiri þvílíkum leyfi eg mér að skýra hér frá ummælum eins íslendings í Vesturheimi, er ferðaðist hér um snemma í þessum mánuði. Þessi mað- ur er Viíhjálmur Jóhannsson háskóla- kennari ( Boston. Hann er stórment- aður maður, og stendur algerlega utan við alla íslenzka pólitík. Eg fæ því ekki betur séð en að upplýsingar hans og ummæli hafi meira gildi en upp- lýsingar sumra blaðanna hér á landi. Ummæli hans eru í fám orðum þessi: 1. Fréttasamband íslands verður mörg- um pörtum dýrara ef sími er not- aður, en ef fengin verða þráðlaus skeyti. 2. Loftskeytin munu reynast þjóðinni tryggari og gagnlegri. 3. Loftskeytin virðast nú vera búin að ná þeirri fullkomnun að þeim sé fyllilega treystandi. Eg spurði hann að vegna hvers loft- skeytin mundu reynast tryggari. Vegna þess, sagði hann, að svo mikil hætta er á því að þráðurinn slitni, en örðugt að gera við þessi símaslit. í heiminum er ekki til nema 1 fé- lag (enskt), sem gerir við þessi slraa- slit og aðkallið að því er svo mikið að það kemur ekki í verk öllum þeim aðgerðum, sem á þarf að halda, nógu fljótt. Til sönnunar því hve oft gengi seint að fá gert að þráðum, sagði hann mér frá því að í desember. síðastl. hefðu tveir af þráðunum yfir Atlanzhaf slitnað. Félagið var óðara beðið að gera við þá, en þá voru öll skip þess bundin við aðgerðir, hér og þar, svo það varð lyrst í aprílmánuði að 2 skip voru send til þess að gera að þessum þráðum. En hvernig gekk svo aðgerðin? I júnímánuði s. 1. koma skipin að landi ( Ameriku til þess að fá sér vist- ir og hafa þá hvorugt slitið fundið. Þetta er á sama tíma sem háskóla- kennarinn er að leggja upp í þessa íslandsferð sína, svo hann á tal um þetta við yfirmann skipsins, er segir honum að vel megi kalla að gangi ef lokið verði við að tengja saman þræð- ina í október í haust. Hvað skyldi ganga langur tími til þess að gera við þráð, sem lægi til Islands, þegar þræðir Ameríkumanna liggja í lamasessi í 10 mánuði?—Það getur hver sem vill áætlað. Af þessum ástæðum sagði hann að loftskeytin reyndust tryggari, því þó eitthvað yrði að útbúnaðinum, sem vel gæti komið fyrir, tæki það mjög lítinn tíma að gera að þeim áhöldum. Hvernig stendur á því að það þarf svona langan tíma til þess að endur- bæta þráð sem slitnar? spurði eg hann. Hann benti mér þá á það, að af þvf að þræðirnir lægju við botninn, hætti þeim við að sandverpast þar sem sandbotn væri, og því gengi oft mjög illa að finna þræðina, sem ekki væru nema um 8 þuml. í þvermál. Líkt væri ástatt þar sem dýpi væri mikið eða botninn óhrein. En svo væri ekki nóg með það að þráðurinn find- ist, því þegar hann væri dreginn upp slitnaði hann oft í sundur, og þegar hann svo næðist upp, sé það oft fjarri slitinn og þurfi því að sleppa honum þar niður aftur og ná í hann á öðrum stað og svona gangi þetta koll af kolli, unz slitin finnist og hægt sé áð tengja þau saman, sem auðvitað taki mislang- an tíma eftir staðháttum. Eg spurði hann þá : »Hversvegna brúkið þið Ameríkumenn þræði en ekki loftskeyti fyrst þau eru svona mikið álitlegri. »Vegna þess,« sagði hann, »að áður en loftskeytin komu til var þráður kom- inn inn á nálega hvert efnaheimili í Vesturheimi, svo við höfum þeirra ekki þörf, en nú er þessi útbúnaður kom- inn á öll stærri skip sem ganga yfir hafið. Skipin taka á móti fréttum úr öllum áttum, á nótt sem degi, og ber ekki á öðru, en að það sé alt trygt og áreiðanlegt. Eg bið Norðurland að flytja les- endum sínum þessar línur. I mínum augum hafa ummæli þessa manns svo mikið sönnunargildi, af því hann er ekkert riðinn við flokkafylgið hér á ís- landi og af því eg veit að það eitt vakti fyrir honum að fræða um þetta Ollum þeim, sem í orði eða verki sýndu okkur hluttekningu í veik- indum og við fráfall Ingibjargar dóttur okkar, vottum við okkar inni- legasta, hjartans þakklæti. Jakobína Jónsdóttir. Sigurður J. B, Jðnsson. ¦^^*^^ mál eins og önnur, er íslendingum mætti að gagni verða. Varðgjá 20. ágúst 1905. Stefán Stefánsson. Rif símasamningurinn og þjóðin. fiúnvetningar hafa sent suður til þings áskoranir um að hafna ritsíma- samningnum við St. n. — Kjósendur í sýslunni eru eitthvað um hálft fimta hundrað, en undir áskoranirnar höfðu skrifað eitthvað á fjórða hundrað kjós- enda og hafði þó ekki náðst til allra þeirra kjósenda er vissa var um að mundu vilja taka þátt í undirskrift- unum. Var maður sendur gagngert með þær suðui. Mjög hafði mörgum Húnvetningum þótt leitt — er oss skrifað úr Húna- vatnssýslu —, að þeir fengu engan pata af fundi þeim, er sunnlenzku bændurnir héldu í Reykjavík. Enginn vafi á því, að fjöldi þeirra hefði þá riðið suður til þess að sækja fundinn. Skagfirðingar hafa Iíka sent fjöl- mennar áskoranir til þingsins um að hafna ritsímasamningnum. I einum hreppi höfðu um fjörutíu kjósendur skrifað undir. Meðal áskrifenda eru að sögn ýmsir menn er áður hafa talið sig í heimastjórnarflokknum og greitt atkvæði með þingmannsefnum hans. Hér á Akureyrí reyndu stjórnarliðar að safna undirskriftum undir áskorun til þingsins um að ganga að ritsfma- samningnum. Fremur hafði sú smölun gengið illa, margir sem fylgdu stjórn- inni hér við síðustu kosningar, höfðu þverneitað að skrifa undir. Aftur voru sendar héðan áskoranir frá nálægt sjötíu kjósendum um að ganga ekki að ritsímasamningnum. „Ekki þeirra kjósendur". Alþingismennirnir, sem bændurnir af Suðurlandi heimsóttu nýlega í Reykja- vík höfðu það á eftir sér til huggunar, að þessir menn hefðu ekki verið þeirra kjósendur við síðustu kosningar. Af því drógu þeir þá höfðingmann- lega ályktun að þeir væru þá ekki heldur fulltrúar þeirra og sjálfsagt væri að virða óskir þeirra að vettugi. Fróðlegt verður nú að heyra um undirtektir þingmannanna í Húnavatns- sýslu, þegar áskoranirnar til þingsins og þeirra koma suður. Þeir finna víst í þeim áskorunum æði mörg nöfn þeirra manna, er kusu þá við síðustu kosningar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.