Norðurland


Norðurland - 26.08.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 26.08.1905, Blaðsíða 2
Nl. Hraðskeyfamálið á þingi. Nefndarálif meiri hlufans. Nefndarálit meiri hlutans í hraðskeyta- málinu er vafalaust versta þingskjalið, sem nokkuru sinni hefir frá alþingi komið. Það er fult af mótsögnum, blekkingum og vit- Ieysum. Og hugsunarhátturinn, sem þar kemur fram, er beint stórhættulegur fyrir réttindi þjóðar vorrar. Landsréttindin. Það er ótrúlegt, en satt er það samt, að meiri hlutinn í þessu máli fer að halda því fram, að vér höfum ekki leyfi til að semja um hraðskeytasamband fyrir ísland, án þess að Danir allra-mildilegast veiti oss þau réttindi. Vafalaust kemur það hverju mannsbarni í landinu á óvart að nokkur íslenzkur maður skuli hafa orðið til þess að flytja aðra eins kenningu. Vér eigum ekki, af því að vér erum sambandsþjóð Dana, að hafa frelsi til þess að semja um það við útlent félag að senda oss hraðskeyti gegnum loftið. Eigi að eins er því haldið fram, að rétt sé að taka þetta frelsi af oss með samningnum við Ritsíma- félagið norræna. Nú er því líka haldið fram — af íslenzkum mönnum, meiri hluta fjölmennrar alþingisnefndar — að þennan rétt höfum vér ekki. Þann rétt hafi engir aðrir en Danir yfir íslandi og íslenzkri þjóð. Getur hjá því farið, að blóðið í íslenzk- um íslendingum hitni við aðra eins kenn- ingu? Eða eigum vér að trúa því, að fs- lendirgar séu alment orðnir svo danskir, að þeir renni öðru eins og þessu niður með góðri lyst? Eins og nærri má geta, eru röksemdirnar fyrir þessari kenningu jafn-fráleitar eins og kenningin sjálf. Meiri hlutinn jafnar sjálfur hraðskeytasambandinu við póstgöngur milli landa. Enginn hlutur er vissari og áreið- anlegri en það, að jafnvel Danir telja oss hafa fylsta rétt til að haga póstgöngum vorum eftir því, sem vér sjálfir viljum. Vér höfum sjálfir gert út skip til póstflutn- inga, án þess að spyrja Dani að því. Og ekkert einasta orð hefir heyrst frá Dönum í þá átt, að vér höfum þar farið feti lengra en vér höfðum fylsta rétt til. Og þar sem reynsla og viðurkenning frá Dana hálfu er fengin fyrir því, að vér höfum skýlausan rétt til þess að koma sjálfir á póstferðum, hvers vegna ættum vér þá ekki að hafa rétt til að koma sjálf- ir á hraðskeytasendingum? Önnur lokleysa meiri hlutans í rökfærsl- unni er sú, að hér sé að tefla um samning við önnur ríki, sem vér getum ekki gert. Hér er alls ekki um neitt slíkt að tefla. Hér er, eftir tillögu minni hlutans, að tefla um samning við Marconifélagið, sem þegar hefir einkarétt ti! hraðskeytasendinga frá Skotlandi, eins og eitt af fylgiskjölum meiri hlutans sjálfs ber með sér. Svona er áfergan mikil eftir því, að fæla þingið með grýlumjfrá því að láta að kröf- um þjóðarinnar í málinu. Meiri hlutinn hirðir ekkert um, þó að hann verði að athlægi fyrir vitleysur, sem hvert barnið getur rekið ofan í hann. Og hann hirðir ekki heldur neitt um það, þó að hann fari með þvætting, sem er stórhættulegur fyrir frelsi landsins. Hitt eitt skiftir máli fyrir honum að geta raðað upp sem flesturo grýlum rétt í svipinn. Og til hvers? Til þess að unt verði að gera þjóð vorri ómetanlegt tjón. Til þess að takast megi að demba á þjóð vora afarkostnaði að ó- þörfu. Til þess að unt verði að láta hana fá sem allra óáreiðanlegast hraðskeyta- samband. Til þess að oss skuli ekki verða 198 með nokkuru móti undankomu auðið frá því ófrelsi utn aldur og œfi að girt verði fyrir loftskeytasamband við þetta land, svo framarlega sem útlendu stórgróðafélagi þóknast að fara svo með oss. Því að meiri hluti nefndarinnar skilur ritsímasamninginn alræmda á þann veg — sjálfsagt rétt og sjálfsagt eftir skýringu ráðherrans — að svo framarlega sem Rit- símafélagið vill halda áfram að reka sæ- símann að 20 árum liðnum án fjárframlags frá íslandi, j>á eigi það heimting á að loítskeytin séu bönnuð áfram. Á þennan hátt er séð fyrir hagsmunum og sæmd og réttindum þessarar þjóðar á alþingi 1905. Mikill má fögnuðurinn vera út af »heima- stjórninni« I Kostnaðuriun. Önnur grýlan, sem stjórnarmenn í nefnd- inni eru að ógna oss með, er sú að ef vér þiggjum loftskeyli, þá komi ekki til nokk- urra mála að Danir leggi nokkurn eyri til hraðskeytasambands við ísland. Þeim er auðsjáanlega einstaklega tamt að ógna oss með Dönum. Um Dani hugsa þeir, sinkt og heilagt, dag og nótt. Þetta muni nú Dönum ekki Iíka við oss. Þessu eigi Danir að ráða. Þarna muni nú ekki Danir vilja vera með okkur. Ef ærlegir, frjáislyndir Danir hefðu hugmynd um þenn- an hugsunarhátt íslenzkra stjórnarmanna, þá getur ekki hjá því farið að þeir fengju hvert uppsölukastið eftir annað. Hverja sönnun færa svo stjórnarmenn í nefndinni fyrir því, að Danir mundu vera ófáanlegir til að taka þátt í kostnaðinum við loftskeytasamband? Enga. Alls ekki nokkurt orð í sannana- átt. Færa þeir þá engar likur fyrir því? Ekki heldur. Alls engar líkur. Ekkert orð í þá átt. Þeir vita það bara af speki sinni, sinni djúpsettu þekkingu á vilja Dana. Þeir þykj- ast víst vera þeim svo samgrónir andlega, að þeir fari nærri um annað eins. En eru þá í raun og veru nokkurar lík- ur til þesa að Danir mundu neita oss um að taka þátt í þessum kostnaði ? AIls engar. Því fer svo fjarri, að það verður að telja með öllu óhugsandi. Marconi-félagið er búið að sýna það og sanna, að það getur fyrirstöðulaust komið skeytum mílli Poldhu og Reykjavíkur. Ef- inn um það, að takast megi að koma skeytum milli Hjaltlands og Færeyja og Færeyja og Islands er því gersamlega rokinn burt úr hugum allra skynsamra manna. Félagið býðst til að koma á og halda uppi hraðskeytasambandi fyrir svo vægt verð, að Dani og íslendinga munar ekkert um það í samlögum; en allar Iíkur til að það verði gróðavegur, þegar frá líð- ur. Félagið býður tryggingu fyrir því, að alt skuli ganga vel. Stjórnarmenn í nefnd- inni neita því reyndar, að það hafi boðið tryggingu, en tilboð um það stendur í einu fylgiskjalinu, sem þeir hafa sjálfir látið prenta. Það er eitt af mörgum sýn- ishornum upp á vandvirkni þeirra eða samvizkusemi. Frá félagsins hálfu er ekk- ert til fyrirstöðu. Nú þurfa Danir að koma Færeyjum í hraðskeytasamband við heiminn. Til þess að fá því til vegar komið og jafnframt til þess að greiða fyrir íslendingum í málinu, hafa Danir um nokkur ár boðið fram ríf- lega fjárhæð til Ritsímafélagsins norræna. Hvers vegna ættu þeir þá að vera ófáan- Iegir til þess að taka þátt í öruggara og ódýrara hraðskeytasambandi ? Hvað segja Danir sjálfir um þetta? Blöð þeirra gefa ekki með einu orði 1' skyn — ekki nokkurt þeirra, svo oss sé kunnugt — að þeir vilji skerast úr leik, ef vér reynumzt ófáanlegir til þess að sæta kjörum Ritsímafélagsins. Þar á móti segja þau hispurslaust, eins og skynsömum og frjálsum og frjálslyndum mönnum sæmir, að það sé sjálfsagt að sitja við þann eld- inn sem bezt brennur, og að nú sé skylda Dana að vísa öllum smásálarskap á bug, til þess að ráðið verði fram úr málinu á sem hagfeldastan hátt. En svo er ekki þar með búið. Vér höf- um ekki að eins orð dönsku blaðanna fyrir því, að engin sérstök mótspyrna er í Dan- mörku gegn ioftskeytaaambandi. Danska stjórnin var um 2 ár að semja um loft- skeyti til íslands. Og meðan ráðherra ís- Iands var jafnframt danskur ráðherra og búsettur í Kaupmannahöfn, var tvívegis af stjórninni farið fram á það við alþingi að mega semja við loftskeytafélög og jafnframt boðið tillagið frá Dana hálfu, al- veg eins til þeirra samninga eins og til samninga við Ritsímafélagið. Og svo er verið að telja oss trú um, að Danir séu með öllu ófáanlegir til að leggja nokkuð til loftskeyta, þó að ágæt tilboð fáist og fullnægjandi trygging sé í boði frá hálfu merkasta loftskeytafélags heims- ins! Slíkur vaðall er ósvífni, bæði gegn íslendingum og Dönum. En þó að Danir brygðust — sem kem- ur alls ekki til mála — þá værum vér alls ekkert upp á þá komnir. Það er alveg á- reiðanlegt, að Norðmenn mundu taka því með þökkum að mega leggja fé til hrað- skeytasambands við Island, ef endastöð yrði reist í Noregi. En mundu Danir láta slíka afmán af sér spyrjast að reynast ó- fáanlegir til að koma Færeyjum í sam- bandið og Iáta oss eiga að öllu leyti við Norðmenn um styrk til fyrirtækisins? Þetta er svo fráleit hugsun og barnaleg, að mað- ur veit ekki, hvað á að hugsa um alþing- ismenn, sem halda slíku fram. Tala þeir alt á móti betri vitund? Eða eru menn- irnir svona einfaidir? Það er ógrynni af atriðum í nefndaráliti meiri hlutans, sem rita mætti um, og rita þyrfti um. En hér er ekki rúm til þess að sinni. Vér höfum hér tekið fram þau atriðin, sem oss virðast mestu máli skifta. Og vér vonum, að það, sem hér er bent á, gefi lesendum nokkura hugmynd um, af hverjum toga nefndarálit meiri hlutans sé spunnið. (Fjallk.). Blaðið Reykjavík sem sjálft hefir kallað sig »málgagn sannsöglinnar* (ritstjórinn er Jón Ól- afsson, hinn konungkjörni alþingismað- ur), sagði frá því 12. þ. m. að síra Magnús Andrésson hefði ekki getað greitt atkvæði við 2. umræðu fjárlag- anna og ritsímatillagsins vegna las- leika og fullyrti jafnframt að meiri hlut- inn hefði óefað mist atkvæði við fjar- veru hans. En svo liðu tveir dagar og þá held- ur Magnús Andrésson ræðu móti rit- símasamningnum og greiðir atkvæði móti honum. Einkennileg unun sýnist þeim mönn- um og blöðum vera að ósannindunum, sem geta unnið það til að spinna upp lygasögur, sem þeim er fullkunnugt um að reknar verða ofan í þau eftir tvo daga. Copland kaupmaður hefir keypt verzlunarhús þeirra bræðra Sturlu og Friðriks Jónssonar í Reykja- vík fyrir 35 þús. kr. Hafskipabryggjan á Torfunefi hrunin. Bæjarfélag Akureyrar hefir á þessu sumri haft mikið starf með höndum, ver- ið að byggja stóra hafskipabryggju. Bryggjusmíði þetta var hið mesta nauð- synjaverk, þvf þó bæjarfélagið hafi átt bryggju í nokkur ár, fullnægði hún alls ekki bryggjuþörfinni í bænum. Auk þess hafði þessi bryggja, sem nú var í smíðum, aðra þýðingu. Hún átti að mynda aðra álmuna að skipakví þeirri í Oddeyrarbót, sem lengi hefir verið fyrirhuguð og sem vænta má að lands- sjóður mundi styrkja til að byggja, enda vissa fyrir því, fyrir löngu, að fé var tii þess ætlað á fjárlagafrum- varpi stjórnarinnar. Bryggja þessi átti að vera fullar 40 álnir á lengd og 30 áfnir á breidd, en fram af henni átti að vera 20 álna langur og 75 álna breiður bryggjuhaus (suðurálma hinnar væntanlegu skipa- kvíar). Á síðastliðnu sumri rannsakaði verk- fræðingur Jón Þorláksson bryggjustæð- ið og þótti honum sem engin vandkvæði væru á því að byggja bryggjuna, og benti á hvernig haganlegast væri að gera hana. Hafnarnefnd bæjarins fól þá, timburmeistara og hafngerðarmanni O. W., Olsen nokkrum frá Taarbæk í Danmörku, er hér var staddur í fyrra- sumar, að gera teikningu af bryggjunni og áætlun um hvað hún mundi kosta. Þetta leiddi síðar til þess að Olsen bauðst til að byggja bryggjuna eftir þessari áætlun, eða því sem næst, fyrir 17,200 kr.; átti hún að vera aðallega bygð af staurum, er reknir væru um tíu fet niður og festir sam- an með járnboltum og plankaþili, en uppfyllingu skyldi bærinn sjá um og skyldi hún vera úr möl að ofanverðu en úr grjóti að framanverðu. Áætlað var að uppfylling þessi mundi kosta um 15 þús. kr. Olsen hefir unnið að þessu verki síðan í júnímánuði og var því nú lokið fyrir viku síðan. Síðastliðinn laugardag afhenti hann hafnarnefnd bæjarins bryggjuna og gat hún ekki betur séð, en að verkið væri af hendi leyst samkvæmt þeim samningum er við hann höfðu verið gerðir. Átti Olsen þá eftir að fá 5200 kr. af fé því, er hann hafði átt að fá fyrir verk sitt, og var búist við því að borga honum það á næsta morgni. Ymislegt þótti reyndar benda á það, meðan verið var að byggja, að smíði þetta mundi ekki vera traust, en hafnar- nefndin treysti þó því, að ekki mundi það verða að skaða, enda gat hún ekki betur séð en að Olsen uppfylti öll þau skilyrði er honum voru sett og þótti þá viðurhlutamikið að skerast í málið, enda mundi það efalaust hafa bakað hafnarsjóði mikinn kostnað. Auk timbursmíðisins var nú búið að leggja 3—4000 kr. í vinnu við upp- fyllinguna. Þegar hér var komið málinu vökn- uðu menn upp við þau illu tíðindi síð- asta sunnudagsmorgun að hafnarbryggj- an hefði hrunið um nóttina. Var þá horfinn um 10 álna langur stúfur af uppfyllingu bryggjunnar og auk þess um 75 álna langur veggur af staura- og timburbyggingunni. Mjög eru skiftar skoðanir um það hér í bæ hverju þetta sé að kenna, eða hverjum það sé að kenna. Sjálf-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.