Norðurland - 30.09.1905, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
3. blað.
Akureyri, 30. september 1905.
V. ár.
Síra Davíð Guðmundssor)
prófastur, R. af Dbr.
er dáinn. Hann andaðist á
miðvikudaginn var 27. þ. m.
skömtnu eftir hádegi að heim-
ili sínu, Hofi í Hörgárdal. Hafði
hann legið rúmfastur síðan í
vor og oft þungt haldinn. Síð-
ustu dagana var hann hress
venju framar, svo andlát hans
kom mönnum nú nokkuð á
óvart.
Eigum vér hér á bak að
sjá einum hinum ágætasta
manni þessa héraðs og merk-
asta klerki þessa lands; hann
var sannnefndur sómi stéttar
sinnar.
Norðurland mun síðar geta
helztu æfiatriða þessa merkis-
manns.
Áformað er að jarðarförin
fari fram mánudaginn 9 októ-
ber n. k.
* %
Höfn á Jótlandsskaga.
„Vér og Danir“.
Það má með sanni segja um Dani,
að þeir eru framfara- og framkvæmdar-
menn miklir, sem efla og bæta sitt
litla land flestum framar. Ollum er
kuunugt um framfarir þeirra í land-
búnaði, enda er hann aðalatvinnuveg-
urinn, en því fer fjarri að fiskiveiðar
séu látnar sitja á hakanum þó ólíku
séu þær þýðingarminni fyrir Dani en
oss. Þeir hafa bygt fjölda hafna fyrir
sjómenn sína, hlynt að þeim og rétt
þeim hjálparhönd á ótal vegu.
Eitt hið síðasta af framkvæmdum í
þessa átt er höfnin sem nú er í smíð-
um á Skaganum, mjóu nesi, sem geng-
ur norður af Jótlandi.
Það búa nokkur hundruð (ca. 500)
sjómanna í þorpi þar á nesinu. Þar
er gott útræði en lending ill og brima-
samt enda ekkert afdrep fyrir opnu
hafi. Sjómennirnir hafa oft farið fram
á það við stjórnina að fá lendinguna
bætta og helzt smíðaða trygga höfn.
Nú er verið að byggja handa þeim
höfn, sem kostar 1,430,000 krónur.
Það eru ekki fáir staðirnir hér á
landi voru, sem hafnleysið stendur al-
gerlega fyrir þrifum, svo það er ekki
ófróðlegt að sjá hversu Danir smíða
höfnina á þessum óárennilega stað.
Aðallega er höfnin gerð þannig, að
tvö rif eða öldubrjótar eru bygðir
beint út í sjóinn með liðlega 300 faðma
millibili. Rif þessi ganga 200 faðma
beint frá landi og beygja síðan í hring,
svo að eins er eftirskilið 100 álna
breitt op, sem skip geta siglt gegn-
um inn í kvína, sem garðarnir mynda.
Stærð kvíarinnar (0: hafnarinnar) er
því um 70 vallardagsláttur.
Hvernig er nú farið að byggja þessa
garða, svo að þeir þoli fullum fetum
stórsjó og brim ? Svo munu margir
spyrja, sem þekkja það af eigin reynslu
hvílíkt stórveldi brimið er við strönd,
sem liggur fyrir opnu hafi.
Aðallega var ekki úr öðru að spila
á Skaganum en stórgjörðri möl, mest-
megnis hnefastórum hnullungum og
aftur nokkuru stærri hnullungum á
borð við meðal hleðslusteina í vegg.
Ur möl þessari og hnullungum er höfn-
in nærfelt eingöngu bygð.
Næst Iandi, meðan dýpið varð ekki
meira en 7 fet, voru staurar reknir
niður í botninn í tveim röðum með
dálitlu millibili. A stauraendana voru
síðan festir grannir járnbrautarteinar,
svo vagnar hlaðnir hnullungum gátu
gengið eftir þeim út á staurana. Hnull-
ungunum var nú steypt á milli staura-
raðanna og utan með þeim þar til
garðurinn myndaðist sem kom upp
fýrir sjávarborð. Staurarnir höfðu þá
þýðingu að Iétta flutninginn og stöðva
hnullungana svo brimið sópaði ekki
öllu óðara burtu.
Þegar dýpið fór fram úr 7 fetum
þótti þessi aðferð ekki nægilega tryggi-
leg. Þá voru smíðaðir sterkir trékass-
ar 15 álna langir og 7 álna breiðir,
en á dýpt svo að þeir stæðu upp
úr vatninu, þegar þeim var sökt
niður við enda garðsins fullum af möl.
Stærri hnullungum og möl var uú
dembt niður til beggja hliða við þá,
til þess að traust rif myndaðist, sem
stóð lítið eitt upp úr vatninu við há-
flóð. Þannig var haldið áfram til þess
allur öldubrjóturinn var bygður. Að
ofan er hann 20 álna breiður, en svo
flár til beggja hliða í vatninu að breidd-
in við botninn á 14 feta dýpi er um
60 álnir. Hallinn á garðinum er lát-
inn ráðast eftir þvf sem mölin og
hnullungarnir vilja velta út til hliðanna
í vatninu. Trékassarnir, sem lenda
innan f miðju rifinu hafa ekki aðra
þýðingu en þá að veita viðnám með-
an á byggingunni stendur.
Þegar rifið hefir náð fullri breidd,
er yfirborð þess til hliðanna (liðlega
niður fyrir fjöruborð) flórað með stór-
grýti til þess að brimið sverfi ekki
hnullungana eða grafi garðinn. Hvergi
er sementssteypa notuð, enda er hún
ekki sem haldbezt til þess að taka á
móti briminu. Traustleiki garðanna
byggist eingöngu á hinum mikla hlið-
arhalla þeirra.
Mestur hluti hafnarinnar er 14 fet
á dýpt, en hitt 11 —12 fet. Dýpið í
hafnarmynninu þar sem skipin sigla
inn er 21 fet.
Gæti nú ekki svipað byggingarlag
og hér er lýst komið t. d. Sauðárkrók
að gagni? Þar stendur hafnarleysið
bænum algerlega fyrir þrifum og úr
því gæti ein öldubrjótsálma bætt. Nóg
er þar til af möl og hnullungum og
sennilega mætti láta vatnsafl flytja
mestan hluta malarinnar á réttan stað.
Þess skal að lokum getið að hið
afardýra verð Skagahafnarinnar liggur
hvergi nærri eingöngu í öldubrjótun-
um heldur og í ýmsu öðru dýru smíði
viðvikjandi höfninni.
Og átakanlegur er munurinn á því
hvað Danir gera fyrir sínar litlu fiski-
veiðar og því sem vér getum gert
og gerum fyrir vorar. En sennilega
verður þess ekki langt að bíða að vér
förum að reyna að ráða bót á því að
sumar beztu sýslur vorar eru útilok-
aðar frá sjónum sökum hafnleysis.
G. //.
Últendar jréttir.
Khöfn 7. septbr. 05.
Friður á jörðu.
Friðarsamningnum milli fulltrúa Rússa
og Japana er bráðum lokið. 29. f. m. kom
símskeyti frá Portsmouth, þar er friðarþing-
ið haldið, sem skýrir svo frá, að fulltrú-
arnir hafa orðið á eitt sáttir, þann sama
morgun, um öll atriði friðarsamningsins og
þá tóku menn til að útbúa friðarsáttmálann
til undirskriftar. Síðustu skeyti skýra svo
frá, að sáttmálinn hafi verið undirskrifaður
6. þ. m.
Hérmeð er þá lokið hinum blóðugasta
og hroðalegasta ófriði, sem háður hefir
verið á vorum dögum; stríðið hefir varað
rúmlega hálft annað ár.
Menn hafa gert þá áætlun, að hérumbil
200,000 manna hafi látið lífið í þessum
ófriði. Þótt Japanar hafi oftast unnið sig-
ur í orustum, þá hefir mannskaði þeirra
verið líkur og Rússa.
Það sem reikna má til gróða Japana í
þessum ófriði er Liaotang með Port Art-
hur, Dalny og eyjarnar þar í kring, sem
Japan fær að ráða yfir að öllu leyti.
Vernd Japana yfir Koreu skal viðurkend.
Rússar sleppa yfirráðum sínum yfir Mand-
shúríinu og láta af hendi við Kína járn-
brautarlestina alt til Charbin,! en Japan
mun eiga að hafa yfirráð yfir járnbrautinni
nú fyrst um sinn.
Japan hefir fengið ótakmarkað leyfi til
fiskiveiða og annara veiða við strendur
Sibiríu.
Japan fær að halda suðurhelming eyjar-
innar Sachalin.
Um síðasta atriðið stóð deilan lengsti
um það gátu fulltrúarnir lengi vel ekki
orðið á eitt sáttir. Japanar hafa slept
kröfunni um herkostnað, en Rússar skyldu
kaupa aftur - helming Sachalin fyrir þá
upphæð sem Japanar setja upp.
Rússar og Japanar hafa þannig skift
þessari eyju á milli sín, eins og þeir gerðu
1855, en 1875 tóku Rússar alla eyjuna á
sitt vald og notuðu hana handa landræk-
um, mönnum. Eyjan er 76,000 £(] kilometrar
og þar eru 50,000 íbúar. Þar eru ágætar
kolanámum.
Með gróða Japana í ófriðinum má reikna
alt það mikla herfang, sem þeir hafa náð
frá Rússum, einkum þau mörgu herskip
sem Rússar hafa mist en Japanar náð á
sitt vald. Menn telja það líka víst, að
Japanar muni heimta væna upphæð fyrir
hjúkrun rússneskra bandingja.
í Rússlandi eru frjálslyndir menn ánægð-
ir yfir endalokunum og gleðjast einkum
yfir því að ófriðnum er loks lokið.
Það fer mörgum sögnum um það hvern-
ig Japönum líka þessar málalyktir; sumir
segja, að menn séu þar alment óánægðir
yfir málalokum og þyki fulltrúarnir hafi
verið alt of vægir í kröfum; en nýrri fregn-
ir segja, að menn gleðjist yfir því að frið-
ur er saminn og þykist hafa borið meira
úr bítum í ófriðnum en þeir höfðu búist
við þegar hann hófst.
Fulltrúar beggja þjóðanna ætla að leggja
af stað heim á leið 20. þ. m. að loknu
starfi sínu.
Það er mælt að Witte friðarpostuli Rússa
ætli að heimsækja háskólann í Chigago
áður en hann fer heim, því að þar eigi hann
að taka á móti útnefningu, sem heiðurs-
doktor.
Það er í frásögur fært, að það stóra borð,
sem þessir sögulegu samningar hafi verið
skrifaðir á og undirskrifaðir, hafi verið selt
fyrir 175 dollara en stólarnir sem fulltrú-
arnir hafa setið á voru seldir fyrið 40
dollara hver.
Rússland.
Þar eru sífeldar innanlandsóeirðir, verk-
föll og uppþot á ýmsum stöðum í landinu.
Herlið verður altaf að koma til skjalanna
og skakka leikinn og bíður þá margur
bana við þær viðureignir. Mestar eru ó-
eirðinar í Austursjóshéruðunum og Póllandi.
í Kúrlandi hefir vinnulýðurinn ógnað þvi
að hefja opinbera stjórnarbyltingu. Þess
er einnig getið í nokkurum símskeytum,
að margir embættismennn hafi slegist í
flokk með óeirðarflokknum og Iagt niður
embætti sín. 29. ágúst var lögreglustjórinn
í Czenttvchan í rússneska Póllandi drep-
inn með sprengiefni.
í Libau hafa verið háðir blóðugir bar-
dagar á strætunum. Kósakkar hjuggu fjölda
fólks niður með brugnum sverðum og fót-
gönguliðið skaut mörgum skotnm á mann-
fjöldann, sem gerði uppþot á götunni;
vinnulýðurinn skaut á móti með skamm-
byssum; á vígvellinum Iá eftir fjöldi dauðra
og særðra, bæði karlar, konur og börn.
Keisari Nikulás II. lét kunngera 19. f. m.
lög er snerta myndun rússnesks fulltrúa-
þings.
Meðlimir þessa fulltrúaþings skulu vera
412 og skulu kosnir til 5 ára. Kosningar-
rétt skulu að eins þeir hafa sem gjalda
háa skatta.
Á einum stað í lögum þessum, sem eru
alls 63 málsgreinar, stendur, að ráðgjafar
og embættismenn, sem tilheyra hernum
megi ekki taka við kosningu til fulltrúa-
þings. Fulltrúaþingið fær að eins ráðgjafar-
vald. Það hefir leyfi til þess að ræða öll
löggjafarmál og fjármál ríkisins. Þegar
þingið hefir fjallað um málin skulu þau
ganga til ríkisráðsins og þaðan til keisar-
ans, sem leggur smiðshöggið á verkið og
útkljáir öll málin
FuIItrúaþingi þessu skal veittur réttur
til þess að gera fyrirspurnir og hafa áhrif
á gerðir embættismannanna að nokkuru
leyti.
Þingið á að velja sjálft forseta sinn og
skal hann ákvarða hvort fundirnir eru
haldnir fyrir opnum eða lokuðum dyrum.
Þinginu skal skift í deildir, en þar að
auki skulu haldnir fundir í sameinuðu
þingi.
Meðlimir þingsins skulu hafa fullkomið
skoðana- og málfrelsi í öllum atriðum, sem
þinginu er leyfilegt að fjalla um.
Meðlimirnir skulu launaðir af opinberu
fé meðan á þinginu stendur.
Bændur skulu altaf kjósa bændur fyrir
fulltrúa sína; Gyðingar fá að eins tak-
mörkuð réttindi. Kosningarlistarnir skulu
vera komnir til stjórnarinnar í síðasta lagi
eftir 3 mánuði frá því að lög þessi voru
samþykt.
í St. Pétursborg tekur fólk þessum boð-
skap með jafnaðargeði; mönnum finst ekki
mikils vert þetta bréf keisarans, þótt menn
sjái að það sé að vísu spor í áttina til
meira frelsis og stjórnbótar.
Einkum segja blöðin, að mentaðir menn
úr frjálslyndari flokknum séu óánægðir
með þetta fyrirkomulag hins fyrirhugaða
fulltrúaþings.
Stjórnin hefir bannað blöðunum að dæma